Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 15
FLESTIR fyrirtækjasamrunar í Danmörku eru árangursríkir og meirihluti fyrirtækja sem eru seld eða yfirtekin spjarar sig betur undir stjórn nýrra eigenda og helstu kenni- tölur þeirra batna. Það á hins vegar mun síður við þegar stærri fyrirtæki eiga í hlut. Þetta er niðurstaða í nýrri doktors- ritgerð Carmine Gioia við Við- skiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún telst mjög athyglisverð enda hafa þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið hingað til, nær allar leitt í ljós að flestir samrunar og yfirtökur á fyrirtækjum dragi úr verðmætum þeirra. Kaupa oft „lökustu“ fyrirtækin Í umfjöllun Børsen kemur fram að munurinn á þessari rannsókn og öðr- um slíkum rannsóknum, dönskum sem erlendum, sé sá að í henni séu tekin með öll fyrirtækjakaup, jafnt á litlum sem stórum. „Þetta gefur allt aðra mynd. Flest fyrirtækjaviðskipti taka til fremur lít- illa fjölskyldufyrirtækja. Og þegar þau eiga sér stað eiga þau í einhvers konar rekstrarerfiðleikum. Þessi rannsókn sýnir að helstu kennitölur fyrirtækjanna batna við eigenda- skiptin og störfum hjá fyrirtækjunum fjölgar meira,“ segir Steen Thomsen, prófessor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Margar fyrri rannsóknir hafa gefið fremur neikvæða mynd af því sem gerist eftir samruna fyrirtækja. Þetta á ekki einna síst við um sam- runa stórra fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamörkuðum en í fyrri rannsóknum hafa menn einatt beint sjónum sínum að þeim. Í dönsku rannsókninni voru öll fyr- irtækjaviðskipti á árunum 1990 til 1991 tekin með, um 1.000 talsins, og nákvæmlega fylgst með frammistöðu fyrirtækisins sem keypt var í allmörg ár, bæði fyrir og eftir kaupin. En stærð fyrirtækja skiptir engu að síður máli í þessu samhengi; greinilega kom í ljós að mun meiri ár- angur næst þegar lítil fyrirtæki renna saman eða þegar þau eru keypt en hann reyndist vera minni þegar um samruna eða kaup á stærri fyr- irtækjum var að ræða. Þróunin í efna- hagslegum lykistærðum reyndist þannig fara versnandi þegar stærri fyrirtæki voru keypt/sameinuð og er ástæðan m.a. rakin til þess að allar ákvarðanir verða flóknari þegar stærri fyrirtæki eiga í hlut. Samrunar jafningja erfiðastir Rannsóknin tók einnig til sölu danskra fyrirtækja til erlendra aðila og niðurstaðan reyndist einnig vera jákvæð. En erlendu fyrirtækin eða fjárfestarnir reyndust þó oft á tíðum kaupa „lökustu“ fyrirtækin. „Það bendir til þess að útlendingar hafi ekki nægjanlega góða tilfinningu fyrir því hvað þeir eru að kaupa og það eykur líkurnar á því að þeir kaupi köttinn í sekknum,“ segir Steen Thomsen. Þó er tekið fram að útlendingun- um, sem kaupa dönsk fyrirtæki, tak- ist yfirleitt að snúa rekstri þeirra hraðar við. Søren Milner, yfirmaður fyrirtækjafjármála hjá KPMG í Dan- mörku, segir afar marga pytti að var- ast þegar fyrirtæki séu keypt eða þau sameinuð, raunar svo marga að erfitt sé að komast hjá því að stíga ofan í einhvern þeirra. Því sé nauðsynlegt að fyrir liggi áþreifanleg aðgerða- áætlun um samtvinnun rekstrarins. Og hann bendir á að bein kaup þar sem eitt fyrirtæki kaupi annað séu líklegri til árangurs en þegar tvö svip- að stór fyrirtæki séu sameinuð. „Samrunar eru alltaf erfiðir. Hrein yfirtaka er miklu auðveldari, þ.e. þeg- ar eitt fyrirtæki kaupir beinlínis ann- að og ákveður á skynsamlegan hátt hvernig hlutirnir eigi að vera í fram- tíðinni,“ segir Christian Aarosin, yf- irmaður fyrirtækjafjármála hjá Ernst & Young. Stærðin skiptir máli Ný rannsókn í Danmörku um árangur af samruna og yfirtöku fyrirtækja Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is SKRIFSTOFAN Í VASANUM 800 4000 - siminn.is Síminn býður sérhæfð þráðlaus samskiptatæki sem hjálpa þér að nálgast nauðsynlegar upplýsingar og gögn og sinna starfi þínu nánast hvar sem þú ert. Auk farsíma færðu öruggan og auðveldan aðgang að tölvupósti, dagbók, tengiliðaskrá og netþjóni fyrirtækis þíns. Einnig getur þú skoðað og unnið með skjöl í Word, Excel eða Powerpoint svo dæmi sé nefnd. Ráðgjafar Símans hjálpa þér að velja þá lausn sem hentar þér best. Hafðu samband við viðskiptastjóra þinn eða ráðgjafa okkar í 800 4000 og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. „Ég ferðast mikið og þarf að vera í góðu sambandi hvar sem ég er“ Kristín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá KB banka E N N E M M / S ÍA / N M 18 6 4 6 The RIM and BlackBerry families of related marks, images and symbols are the exclusive properties of and trademarks of Research In Motion - used by permission. Sérhæft, þráðlaust samskiptatæki sérstaklega hannað til að vinna með gögn auk þess að vera farsími. Tækið hefur einfalt og þægilegt lyklaborð og stóran skjá. Hugbúnaður sem veitir aðgang að tölvupósti, dagbók o.fl. Openhand er hægt að keyra á nokkrum mismunandi gerðum GSM síma. Microsoft sími sem gerir þér kleift að vinna með tölvupóst o.fl í Microsoft umhverfi. BlackBerry 7290™ BlackBerry 7100g™  MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 B 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.