Tíminn - 24.06.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.06.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 24. júni 1970 FULLT TUNGL Eftir P. G. Wodehouse 21 á Othello og röddin eins og i úlfi í gildru. — Jú, — sa-gði Tipton. — Hún er fjári aðlaðandi, finnst þér ekki? — sagði Freddie. — jiú. —Vangasvipurinn fallegur. finnst þér það ekki? — jú. — Og augun stórkostuleg, svo er hún lika svo góð stúlka, ég mcina í sér, í allri framkomu og sálargöfgi. Maður sem hefur í langan tima þjálfað sig í að verða skáldlegur idB sölu á hundakexi, hvenær sem er, á ekki bágt með að vera mælskur þegar falleg stúlka er til umræðu, enda lét Freddie móðan mása af sliíkum ákafa og orðskrúði að hvert hirðskáld hefði verið fullsæmt af. og jafnvel fyllzt öf- und. Freddie lagði mikla tilfinn- in@u í sérhvert orð, o^g það leið heldur e'kki á löngu áður en Tip- ton engdjst sundur og saman eins og æfður mgaadansari, auðvitað hafði hann vitað hvaða tilfinn- ingar þessi mánnskepna bar til stúlkunnar sem hann sjálfur tii- bað, en hann hafði þó ekki grun- að að málið væri komið svona langt. Loks þagnaði Freddie, en bætti samstundis við: — Jæja ég verð að koma mér af stað, ég kem aftur eftir fáeina — Ó? — sagði Tipton. — Já, ég kem eftir tvo til þrjá daga, — sagði Freddie, svona t.il að hugga vininn. Þegar Freddie var búinn að mæla þessi huggunarorð, setti hann bílinn í gang, honum fannst óvanalegur hávaði í bílnum, en það var ekki rétt, fipton var bara að nísta tönnum Þegar Freddie kom aftur í Ems worth Arms, var honum sagt að Bil'í væn korninn og væri uppi á herberginu sinu að láta niður dót- ið sitt, Freddie hi.ióp upp stigann, hann hl.ióp yfir þrjú þrep í einu og þaut tafarlaust inn til Bills. Freddie sá fyrst bakhlutann á oux unum hans Bills, hann var að bogra yfir ferðatöskunni sinni, og þó að Freddie væri ekki sér staklega eftirtektars-amur þá varð honum þegar ljóst að hann stóð nú í návist manns sem hafði orð- ið fyrir mikilli ógæfu. enda var sami svipurinn á andlitinu sem nú sneri sér að honum og honum hafði sýnzt vera á buxunum, sem sagt þetta var maður í sálarnauð. — Blister, — hrópaði Freddie. — Halló Freddie. ert þú kom- inn? — Ég á bara leið hérna um, hvers vegna ertu að fara Blister? eða er það satt að þú sért a ð fara? — Ég er að fara. — Já, mér var sagt það niðn. en taktu nú vel eftir. það sem skiptir meginmáli er, hvers vegna ertu að fara? Bill lét nærbol niður í töskuna, hann gerði það eins o.g maður sem er að leggja blómsveig á gröf gamals vinar, svo rétti hann þreytulega úr sér. hann leit út eins og górilluapi sem hefur bit- ið í skemmda hnetu. hann sagði: — Ég verð að fara. Þó að Freddie finndi til með vini sínum þá kom þetta honum ekki svo mjög á óvart. hann hafði alltaf hálfvegis gert ráð fyrir að illa færi, vegna þess að hann hafði orðið að hverfa á brott og gat því ekki stjórnað málefnum Bills. — Ég óttaðist mistök, ég hefði aldrei átt að yfirgefa þig, ég hefði átt að vera hjá þér til að ráða þér heilt, en hvað gekk úrskeið- is? likaði pabba ekki myndin? — spurði Freddie al varlega. — Nei. — En þú getur ekki verið bú- inn að fullgera hana? Nú var eins og einþver lífsneisti sæist á andliti Bills, o: hann lét niður náttföt, af þó nokkrum til- þrifum og sagði: — Auðvitað er ég ekki buinn með myndina bað 'a: einmitt það sem ég var að reyna að láta hann skilja, þetta er bara frum- uppdráttur, ég var alltaf að :egja gamla líflinu . . . fyrirgefðu. — Ekkert að fyrirgefa. ég veit við hvern þú átt. — Ég sagði honum að mynJ af svíni yrði að dæma begar hún væri fullgerð. en því lengur sem ég útskýrði þetta fyrir honum, því ’æstari varð hann að losna við mig. — Ertu með myndina hérna. — Hún liggur þarna á rúminu. — Það er bezt að ég líti á. Guð minn góður Blister. — sagði Freddie. hann hafði -kundað að rúniinu og litið á léreftið sem lá þar. hann hrökklaðist aftur á balc, eins og maður sem hefur séð eitt- hvað ógnvekjandi. hann setti augnaelerið aftur á sinn stað. hann ætlaði að gera aðra tilraun. BLll horfði á sljóum augum, hann spurði: — Finnst þér lika eitthvað að •myndinni? — Eitthvað að, en góði maður. — Þú mátt ekki gleyrna að hún er ekki fullgerð. — Freddie hristi höfuðið, og sagði: — Svona þýðir ekkerl að tala Blister minn, guði sé lof að mynd in er ókláruð. engin gæti óskað sér að svona . nokkuð kæmist lnegra. Hvað í ósköpunum kom þér til að mála svíngreyið eins og það væri drukkið. — Drukkið? — Já. þetta svín á myndinni er eins og svín sem er - búið að vera á fylliríi dögum saman, og það mesta fylliríi sem sögur fara af, ég hef oft séð Tippy svona, með starandi augu og aumingja- legit bros. Þetta minnir mig á grínmynd af svini eins og maður sér oft í jólablöðunum. Nú var BiLl nóg boðið. lista- menn þola aðeins smáskammt af neikvæðri gagnrýni. Biil gekk nú að rúminu og þegar hann hafði virt fyrir sér handaverk sín varð hann að viðurkenna að það fólst nokkur sanngirni í gagnrýni Freddies, að vísu oþroskuð. eins og vænta mátti. Bill hafði ekki tekið eftir þessu fyrr, en nú sá hann viss einkenni um sval! á góð legri ásjónu keisaraynjunnar, sem hún gaut upp á hann augunum, þarna frá striganum. alLt útlit hennar var eins og á svíni sem hefur verið að fagna nýju ári. Bill gretti sig, svipur hans var íhuguld, hann sagði: — Þetta er skrítið. — Það er nú verra en skrítið, ég er ekki hissa þó að pabbi hafi orðið miður sín. Bill gekk aftur á bak og iokaði öðru auganu, hann sagði: — Ég hel.d að vitleysan liggi í bvj að ég fór að reyna að koma dálitlu fjöri í andlitið á henni, bú getur ekki ímyndað þér hvað það er erfitt fyrir listamann að hafa svona f.vrirsætu. þarna lá hún á hliðinni, með lokuð augu og slefandi hálftuggðum kartöfl- um út úr báðum munnvikum. ég er viss um að jafnvel Velasquez hefði lent í vandræðum, mér fannst ég verða að fá eitthvert Líf í hana ég potaði í hana með priki og rissaði niður árangurinn, í einum grænum, áður en hún sofnaði aftur. En eg skil hvað þú meinar, svipurinn á henni er ekki eins og hann á að vera. — Lagið ekki lieldur, þú hefur gert hana aflanga. — O, það er aukaatriði. ég hefði ugglaust breytt því, ég hef verið að spreyta mig við kúbisma undanfarið, svo mér datt bara í hug að reyna það form, það var eins og hver önnur tilraun. Freddie ieit á úrið sitt, honum brá þegar hann sá hvað framorð- ið var orðið, vesalings Fanshawe- Chadwicks fólkið hlaut að vera farið að þjást af eftirvæntingu, sem mundi stöðugt aukast. Fredd- ie andvarpaði, hann gat ekki hlaupizt frá þessari ringulreið, hann sagði: — Blister, viitu segja mér ná- kvæmlega hvað gerðist? ég sé auð vitað atburðina fyrir mér, þú hef- ur staðið við málaragrindina méð pensilinn á lofti, sá gamli hefur komið röltandi og lagað á sér gler augun. hann hefur svo staðnæmst að baki þér og kíkt yfir öxlina á þér, síðan hefur hann hörfað frá og rekið upp hljóð, hvað gerðist svo? byrjaði' hann strax að gagn- rýna, alveg umbúðarlaust og rak •hann þig á staðnum? — Já. — Var engin smuga opin sem var hægt að nota til friðsamíegr- ar lausnar á málinu? — Nei. — Heldurðu að það hefði ekki þýtt að bjóða honum að striúka al'lt út og reyna aftur? — Nei, 'ég er hræddur um afi ég hafi reiðzt, ég man nú ekki al- veg hvað ég sagði, en það var eitt- hvað j þá átt að ef ég hefði vitað að hann óskaði eftir einhverju glansmyndaverki eins og er utan á súkkulaðiöskjum, þá hefði ég aldrei tekið verkið að mér, svo minntist ég líka eitthvað á að hefta athafnafrelsi listamanna er miðvikud. 24. júní — Jónsmessa Tungl í hásuðri kl. 5.55 Árdcgisháflæði í Rvík kl. 10,05 HEILSUGÆZLÁ Slökkvíliðií sJíikrahifrMðir Sjúkrabifreið t Hafnarfirðl sima 51336 fyr». r vkjavík og Kópavog simt 11100 Slysavarðstofan t Borgarspítalanum er opin allan sólarhringlnn. Að eins móttaka slasaðra Slmt 81212. Kópavogs-Apðtek og Keflavtkur Apótck erc opin virka daga ki 9—19 taugardaga kl. 0—14 helaa daga kl. 13—15 Almennar upplýsingar um læfcna þjónustu 1 Dorginn) eru gefnai símsvara L æfcnafélags Rej'kiavik ur, simi 18888. Fi garhr i Rópavogl. Hlíðarvegi 40. stmi 42644. Apótek Hafnarfjarðai ei opið aila virks dags frá kL 9—7 á Uugar dögum tel 9—2 og á suonudögum og öörum helgidögum er opið i. á ld. 2-4. Kópavogs -pótek eg Keflavfltur apótek eru opin virka daga kl « —19 laugardaga kl. 9—14, helgi daga kl 13—15 Tannlæknavaki er ’ Hei.suvernd arstöðinni (þar sem slysavarð stofan var) og er opLn laugardaga og sunnudaga kl 5—6 e h Sími 22411 Kvöld og helgarvörzlu apóteka i Reykjavík vikuna 20.—26. júní annast Reykjavíkur-apótek og Borgar-apótek. Næturvörzlu í Keflavík 24. 6. annast Guðjón Klemenzson. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 i morgun. Vélin er væntanleg aftur til Kefla- víkur kl. 18:15 i dag. Gullfaxi fer- til pslo og Kaupmannahafnar kl. 08:30 í fyrramálið. Fokker Friend- ship flugvél félagsins fór í morg- un kl. 07:45 til Vaga, Bergen og Kaupmannahafnar. Iunanlandsflug. í dag er áætlað að íljúga til Akur eyrar (3 ferðir) til ísafjarðai', Sauðárkróks. Egilsstaða (flogið um Akureyri) Patreksfjarðar og Vest- mannaeyja. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vestmanna eyja (2 ferðir) til Fagurhólsmýrar. Hornafjarðar, ísafjarðar, Egils- staða, Raufarhafnar og Þórshafnar (flogið um Akureyri). Loftleiðir h.f.: Snorvi Þorfinnsson er væntanlegur frá NY kl. 0730. Fcr tii Luxemborg ar kl. 0815. Er væntanlegur til baka kl. 1630. Fer til NY kl. 1715. Þorfinnur karlsefni er væntanleg- ur frá NY kl. 0900. Fer til Luxem- borgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka kl. 1800. Fer til NY kl. 1900. Guðriður Þorbjarnardóttir er væntanleg frá NY ki. 1030. Fer til Luxemborgar kl. 1130. Er væntan- leg til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer tilÖ NY kl. 0310. STGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Rvík. Jökulfell fór 17. þ.m. frá New Bedford til Rvík- ur. Dísarfell er á Hornafirði. Litla- fell fer væntanlega í dag frá Svend- borg til Rvíkur. Helgafell er í Hafnarfirði. Stapafell er á Akur- eyri. Mælifell er á Akureyri. SÖFN OG SÝNINGAR Listsýning Ríkarðs Jónssonar Casa Nóva. Yfir 4000 manns hafa þegar komið á sýninguna og verður hún fram- lengd vegna mikillar aðsóknar fram eftir mánuðinum. Opið kl. 2 —10. íslenzka dýrasafnið verður opið dagiegs l Breiðfirð- ■ngabúð Skólavörðustíg 6B fcl 10—22 Isl dýrasafnið FÉLAGSLlF Tónabær. Tónabær. Tónabær. Félagsstarf elh'-' horgara. Miðvikudaginn 2 i verður op- ið hús frá kl. 1.3«. 5,30 e.h. í Síðasta sinn fyrir sumarfrí. Miðvikudaginn 29. júní verður far ið í Asgrímssafn kl. 2 e.h. Nánari uppl. í síma 18800. Ásprcstakall. Safnaðarfcrð verður farin til Vest- fjarða dagana 4.—6. júlí n.k. Far- ið verður um Stykkishólm vfir Breiðafjörðinn til Brjánslækjar á Barðaströnd. Messað í Sauðlauks- dal á sunnudag. Látrabjarg skoðað á mánudag. Þátttaka tilk. til Guðn- ýjar Valberg s. 33613, sem einnig gef'r nánari uppl. Kvenfélagið. Prestkvcnnafélag íslamis. Aðaifundur Prestkvennafélags Is lands árið 1970 verður haldinn mið vikudaginn 24. júni í Kirkjubæ (fé lagshemiili Oháða safnaðanns) við Háteigsveg, hefst kl. 2 e. h. Dagskrá: Aðalfundarstörf — lagabreytingar Kaffidrykkja, skemmtiatriðj annast prestkonur úr Stranda- og Húnavatnssýslu. ORÐSENDING Dagskrá Prestastefnunnar. Miðvikudaginn 24. júní. Kl. 9,30: Morgunbæn. Sr. Sigurjón Einarsson. Kl. 10: Umræðuhópar starfa. Kl. 14: Umræðuhópar starfa. Kl. 16: Erindi. Sr. Helge Fæhn, dr. theol., Oslo: En visjon om den liturgiske revisjon. Um kvöldið flytur sr. Jónas Gísla- son erindi í útvarpi: Á ég að gæta bróður míns. Fimmtudaginn 25. júní. Kl. 9,30: Morgunbæn. Sr. Sven'ir Haraldsson. Kl. 10: Umræðuhópar Ijúka störf- um. Ki. 14: Álitsgjörð miðnefndar. Um ræður. Afgreiðsla. KI. 16: Hjálparstofnun kirkjunnar. Skýrsla. Umræður. Önnur mál. Prestastefnunni slitið. Kl. 21: Samvera í biskupsgarði. Húsmæðraorlof. Orlofsheimilið í Gufudal Ölfusi tekur til starfa 1. júní. Júlímánuð- ur er ætlaður konum með börn með scr. Konur í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Keflavík vinsamleg- ast sækið um sem fyrst til orlofs- nefnda. ------: 1 , Afreksmaður. 6 Svik. 7 Kaffi- bætir. 9 Efni. 11 Öfug röð. 12 Einkst. 13 Kosmng. 15 Leikur. 16 Ólga. 18 Forn noi-sk borg. Krossgáta Nr. 266 Lóðrétt: 1 Sjávardýr. 2 Eins. 3 Stór. 4 Rödd. 5 Vatnsfall. 8 Gruna. 10 Sigað. 14 Veiði- tæki. 15 Vann eið. 17 Guð Ráðning á gátu nr. 565. Lárétt: 1 Langvía. 6 Aía. 7 Tog. 9 Rás. 11 TS. 12 TT. 13 Uss. 15 Bar. 16 Oki. 18 Tunglið. I.óðrétt: I Léttust. 2 Nag. 3 GF. 4 Var. 5 Austrið. 8 Oss. 10 Ata. 14 Son. 15 Bil. 17 KG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.