Tíminn - 24.06.1970, Blaðsíða 1
1
VerlcfaHsverðir yfirmanna á farskipum, við landfestarnar á Bestum
og Selfossl á Grandagarði í gærdag.
(Tímamynd: Gunnar)
Yfirmenn stöðvuðu brott-
för leiguskipsins Bestum
Undanþága með skilyrðum veitt í gærkvöldi
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Norska flutningaskipið Best-
um var eitt af fyrstu farskipun
um ,sem stöðvaðist í Reykja-
víkurhöfn vegna verkfalls hafn
arverkamanna, og komst það
ekki úr höfninni vegna þess,
að Selfoss liggur utan á þvi
við bryggjuna á Grandagarði,
og farmenn hafa verið í hópum
niður við höfn, til að sjá um að
landfestar Selfoss væru ekki
hreyfðar. i kvöld veittu þeir
Kristiansen sklpstjóri á Bestum.
Lenti i svipuðu fyrir stríð.
hins vegar undanþágu með viss
um skilyrðum.
t Bestum kom hingað til
Reykjavíkur 2. júní, og er því
búið að vera þrjár vikur í
höfninni. Áttj skipið að fara
héðan klukkan tólf á hádegi í
dag, en verkfallsverðir far-
manna, „settust á pollana",
eins og það var orðað við höfn
ina, og komu þannig í veg
fyrir að landfestar Selfoss væru
hreyfðar, svo Bestum kæmist
út. Hópur verkfallsmanna var
við afturfestar skipanna um há-
degið, en um borð í Bestum var
verið að mála.
Fréttamaður Tímans fór um
borð í skipið, og fann skip-
stjórann þar sem hann hafði
lagt sig eftir hádegismatinn í
íbúð sinni. Skipstjórinn, sem
heitir Kristiansen, sagði að ráð
gert hefði verið að hann sigldi
héðan um hádegið, cn það hef
ur ekki orðið af því ennþá, því
miður. Sagðist skipstjórinn
ekki vita hvert ferðinni væri
heitið, en héðan frá Reykjavík
er hann með tómt skip. Hafði
eitthvað kom'ið til mála, að
hann færi á aðrar hafnir til að
sækja farm, en ekkert væri
Framhald á bl» 14
Tíminn ræðir við bændur og ráðunauta á Norður- og Norðausturlandi:
Meira kal í túnum en
dæmi eru til um áður
SB-Reykjavík, þriðjudag.
Tún á Norður- og Norðausturlandi eru víSa mjög illa kalin og eru menn sammála
um, að ástandið sé verra en nokkru sinni fyrr. Verst munu tún þó líta út í Þingeyjar-
sýslum, og er þar fyrst og fremst um nýttkal að ræða. í Svarfaðardalnum er meira og
minna kal á hverju túni, en þar lá svell yfir öllu, mánuðum saman í vetur. í Fljótum er
víða mikið kal, en annars staðar í Skagafirði er ástandið skárra.
Grímur Jónsson á Ærlækjarseli
í Axarfirði, sagði í viðtali við
blaðið í dag, að mjög mikið kal
væri í öllum túnum í Kelduhverf-
inu oa að langcnestu leyti nýtt.
Aðeins nýjar sléttur frá í fyrra
erj þar óskemmdar og sæmilega
sprottnar. Á Langanesi mun eteki
vera miteið kal, en annars eru
öll tún austan Jökulsár í sárum.
Tilfinnanlegast mun kalið vera
í Þistilfirðinum, því þar voru tún
graslítil fyrir, frá 1968, þegar
mikið teól. Reynt hafði verið að
rækta þau upp að talsverðu leyti
síðan, en nú er það allt unnið
fyrir gýg. — Við áttum alls etetei
von á svona kali eftir þennan
vetur, hann var ekki frostharður
og þetta kom otekur gjörsamlega
á óvart, sagði Grímur að endingu.
Ævar Hjartarson, ráðunautur
á Akureyri, sagði, að talsverð
brögð væri að kali í Eyjafirði,
sérstaklega frammi í dölunum,
Hörgórdal, Öxnadal og Ólafsfirði
og innst í Eyjafirðinum. Framar
væri ástandið betra. Undanfarin
ár hefur Ársteógar.strbndin verið
illa farin af kali, en í vetur var
þar meiri snjór og ekki mjög
mi’kið nýtt kal.
Spretta í héraðinu sagði Ævar,
að vaeri heldur hæg, en þó væri
ekki mjög langt í slátt sums stað
ar, tii dæmis í Hrafnagilshreppn-
um.
Hjörtur Þórarinsson á Tjörn í
Svarfaðardal, sagði að þar í daln-
um væri teal mjög mikið. — Við
hérna höfum n-ú etetei kynnst
þessu áður, nema af afspura.
Bændur á SuSurlandi ræða ástandið á af-
réttar- og beitilöndum eftir Heklugosið:
Skipuleggja víðtæka
áburðardreifingu á
heimahaga - afréttir
víðast undir ösku
Stjas-Vorsabæ, þriðjudag.
í gær var haldinn fundur á vegum Búnaðarsambands
Suðurlands á Hvoli, með gróðurvarnarnefndum á Suður-
landi. Voru gróðurverndar og landeyðingar- og land-
græðslumál rædd á breiðum grundvelli. Páll Sveinsson,
landgræðslustjóri og Ingvi Þorsteinsson, landgræðslu-
fulltrúi, voru gestir fundarins og ræddu þeir um þessi
mál, ásamt ráðunautum Búnaðarsambandsins, Hjalta
Gestssyni og Einari Þorfinnssyni.
Gróðurverndarnefndirnar
steýrðu frá sínum störfum og
gerðar voru áætlanir um frek-
ari starfsemi þeirra. Samtkv.
þeim athugunum sem gerðar
hafa verið að undanförnu er
víða ofsett í afréttir og beiti-
lönd og ísteyggileg þróun sums
staðar í héraðinu í þessum efn
um. Verið er að skipuleggja
allsherjar áburðardreifingu
vegna Hetelugossíns, en mikið
af beitiltindum hefur farið und
ir ösku. Til dæmis er vitað
máj að Skeiða- og Flóamanna-
afrétt verða ekki nothæfir í
sumar. Stór hluti at Biskups-
tungnaafrétti og eitthvað af:
Hrunamannaafrétti verður
ekki hægt að nýta. Þegar þétt
ist í högum verður að vinna
beitina upp með áburðardreif- ■
ingu. Verið er að vinna að því
að áburðarflugvélin verði lát-
in annast dreifinguna. En ekki
er sýnilegt að eins og er, fáist
allt það áburðarmagn sem
þarf. En reynt verður að leysa
vandamálin eins og tök verða
á. Allt fé Flóamanna verður
að vera í heimahögum í sumar
og sama er að segja um fé
Skeiðamanna. Verður að bera
á þar sem þéttast verður bitið.1
Hér er meira og minna kalið á
hverjum bæ, en þó minna frammi
í dölunum, enda var þar meiri
snjór. Hér neðan við lágu svell
yfir öllium túnum mánuðum sam-
an. Bændur hér bíða bara og
vona, þeir framtatessamari eru að
reyna að sá grænfóðri í dauðu
túnin.
Mikið verður sennilega heyjað
af engjum í sumar og yfirleitt
allt það land, sem hægt er að
nýta. Svo kemur í ijós seinna,
hvort grípa þarf til þess að fækka
fé á fúðrum í vetur, sagði Hjört-
ur að lokum.
Fpr
skólanema
atvinnu-
lausir
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Hátt á þriðja hundrað skóla-
nemar í Reykjavík eru nú skráðir
atvinnulausir og er ekki nema
lítili hluti þess hóps sem hefur
von um vinnu í sumar. Af þess-
um fjölda eru nær 200 piltar og
virðast mun færri stúlkur sem
eru atvinnulausar, það er að
segja miðað við þann fjölda sem
látið hefur skrá sig sem atvinnu-
leysingja, en líklegt má telja affl
mun fleiri stúlkur hafi ekki feng
ið vinnu, þótt þær séu ekki á
atvinnuleysisskrá.
Nemendur við menntasteólana
í Reykjavíte hafa eigin vinnumiðl-
unarsterifstofur og hefur tekizt að
útvega mörgum vinnu gegnum
þær, m.a. hafa talsvert margir
framhaldsskólanemar fengið vinnu
erlendis. En samt eru margir
sem ektei hefur tekizt að útvega
atvinnu og líti] von virðist til affl
svo verði fyrr en þá seint og
síðar meir, ef atvinnulífið glæðist.
f Reytejavík eru nú skráðir 354
atvinnulausir, 233 karlmenn og
121 kona. Meðal þeirra eru 24
verzlunarkonur.
Bryndís Schram um
sýningu Þjóðdansa-
félagsins - bls. 2