Tíminn - 26.06.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1970, Blaðsíða 2
Cullberg-kvöld Það er aðallega tvennt, sem skapar Cullberg dansflokknum sér stöðu innan leikhússins og lætur hann skírskota til nútímans. I fyrsta lagi hefur hann tileinkað sér hina nýju stefnu, sem hefur rutt sér til rúms í ballettheiminum síðustu árin og sem hefur gætt þessa listgrein nýju lífi. Ahorfand anum er ekki ætlað lengur að gleyma sér í draumalandi mið- aldaævintýra, þar sem rómantíkin veður uppi og hreyfingar allar fylgja hefðbundnum stíl. Hann á fyrst og fremst að skynja sjálfan sig, samtíð sína, samvizku sína og ástríður. Hreyfingar eru svo til óbundnar nokkrum viðurkenndum skóla, og höfundur getur látið ráð ast af sínum eigin hugmyndum og lífssfkilningi. >ær eru opinská ar og fyrst og fremst eðlilegar mannslíkamanum. Sumum finnst þær ruddalegar, og ef til vill særa þær fegurðarsmekk margra. En tilgangurinn er heldur ekki sá að þjóna eingöngu fegurðarskyni Eftirfarandi sýningar eru opnar meðan á Listahátfðinni stcndur: Iðnskólinn við Skólavörðutorg: Sýning á grafik-verkum Edward Munch. Háskólabíó: Sýning á vegum Arkitektafélags íslands: íslenzki torfbærinn. Myndlistarhúsið á Miklatúni: íslenzk nútímamyndlist. Listasafn fslands: 10 málarar á 20. öld. Þjóðminjasafn íslands, Bogasalur: 1« og 19. öldin. Ásmundarsalur við Freyjugötu: Sýning á brezkri grafíklist. Skólavörðuholt: Útisýning íslenzkra myndverka. Heimilisiðnaðarféiag fslands: Sýningar að Hafnarstrætf 3 og Laufásvegi 2. Hallveigarstaðir, Garðastræti 14: fslenzkur vefnaður og leirmunir Ásgrímssafn: Sýning á verkum Ásgríms Jóns sonar. Ámagarður: Sýning íslnezkra bóka og hand- rita á vegum Landsbókasafnsins Safn Ásmundar Sveinssonar: Sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallarí SUM: Skúlptúr 1970. Myndir eftir Jón Gunnar Árnason. Listasafn Einars Jónsonar: Sýning á verkum Einars Jóns- sonar. Árbæjarsafn: Byggðasafn Reykjavíkurborgar. Hús úr eldri borgarhluta Reykjavíkur og víðar að. áhorfandans, heldur fyrst og fremst að túlka lífið sjálft, raun- veruleikann, hvort sem hann er Ijótur eða fagur. í öðru lagi er það hin algera samstaða og jafnvægi innan dans hópsins. Hér tíðkast ekki lengur stjörnuleikur, þar sem léleg frammistaða hópdansara er til þess aðeins að undirstrika yfirburði sólódansarans, Við þessar aðstæð- ur hlýtur að skapast betri andi inn an hópsins og þar af leiðandi list rænni og glaðari heildarmynd. Það er einnig óvanalegt a'5 sjá svo marga góða karldansara í einum hópi — hver og einn þeirra hafði fullkomið jafnvægi, karlmannleg an styrk en jafnframt ótrúlega lipurð, og fer þetta tvennt sjald an saman. í þessum hópi hefur ekki verið reynt að afmá persónu- einkenni, heldur einmitt eru eig- inleikar hvers og eins dregnir fram og veita þannig höfundi fjöl breyttari möguleika til að túlka mannlegt líf á raunsæjan hátt. Sem sagt hið fullkomna nútíma- teater. Á þriðjudagskvöld sýndi Cull- bergflokkurinn þrjá balletta, Evre díka er látin, Love/1967 og Rómeó og Júlíu. Sá fyrsti og síðasti eru samdir af Birgit Cullberg sjálfri en Love er eftir Donyu Feuer, og er sá ballét að innihaldi mjög ólíkur hinum tveimur. Allir þrir ballettarnir fjalla um ástina í ein hverri mynd, og allir þrír skír- skota til nútímans, en Donya Feu er bregður upp svipmynd af leik æskunnar, mynd sem á sér hvorki upphaf né endi, býr ekki yfir neinum dramatískum átökum né alvöru, heldur eins og æskan kem ur fyrir sjónir árið 1967, léttúðug og elskuleg. Birgitt Cullberg á hinn bóginn sækir sér yrkisefni í goð- söguna, í harmleiki Renaissance tímabilsins, segir okkur sögu, bendir okkur á fáránleika samfé- lagsins gegn ástríðum elskendanna. Bæði voru þessi verk þrugnin ólýs anlegri dýpt, ástríðu og ádeilu, hver mynd, hver hreyfing túlkaði eitthvað lifandi, skírskcxtaðí til raunveruleikans. Ballettinn Rómeó og Júlía við tónlist Prokofievs var hápunktur kvöldsins. Þó að sagan segi okkur, að hér sé verið að fjalla um spillingu Renaissance tímabilsins, er höfundurinn um leið aið benda okkur á upplausn samtímans. Og hversu hlægileg við erum í árásar upplausn. Pas des deux þeirra Niklas Ek og Lenu Wennergren stórkostlegur. Dans þeirra er þrungin slíkri ástríðu, að hárin rísa á höfði manns og maður upp lifir einhvern æðri sannleik. Eða þannig leið mér, og ég er þakkHát fyrir. Bryndís Schram. 40 laxar úr Norðurá á rúmum sólarhring Frá klukkan fjögur í fyrradag og til hádegis í gær, komu 40 laxar á land í Norðurá í Borgar- firði, en þar voru þá að veiðum Björn Þórhallsson, viðskiptafræð- ingur, Hilmar Svavarsson, kaup- maður, Birgir Jóhannsson, tann- læiknir, og fleiri. Er þetta hið svo kallaða „rækjuholl", sem féikk góða veiði á svokallaða rækju- flugu í fyrra. Hópurinn hélt til í veiðihúsi SVFR við Norðurá, en menn sem voru að veiðum neð ar i ánni í gær, fengu mun minni veiði. Búizt var við, að „rækju!hollið“ fengi á annað hundrað laxa á .þessum þrem dögum, sem það er við ána, og er það mjög góð veiði. Fossinn hæsti veiðistaður Elliðaánna. Síðdegis í gær voru 34 laxar komnir á land úr Elliðaánum, en í gær var dauft þar yfir veið- inni. Þyngsti laxinn sem veiðzt TIMtMN FÖSTUDAGUR 26. júní 197« L.R. sýnir Tobacco Road úti á tandi Leikför Leikfélags Reykjavíkur í sumar verður með bandaríska leikritið Tobacco Road, sem sýnt hefur verið í Iðnó í allan vetur vdð óvenjugóða aðsókn, samt. 50 sinnum. Sýningin hlaut, sem kunn ugt er afbragðsgóða dóma gagn rýnenda, en leiksbjóri er Gísli Halldórsson, Jökull Jakobsson þýddí leikinn, en Steinþór Sigurðs son og Jón Þórisson téiknuðu leik myndina. Fyrsta sýningin verður á Akurieyri á laugardagskivöld, en gert er ráð fyrir nálega 40’sýning um á rúmlega mánuði. í leikflokkn um eru 11 manns. Tobacco Road er sem kunnugt er ein frægasta skáldsaga Erskine Caldwells, ein leikritsgerðina samdi Jack Kirkland og hefur ekkert leikrit verið sýnt jafnoft í einni striklotu vestra, og yfirleitt við metaðsókn, hvar sem það hefur verið sýnt, og svo varð og raun- Mótmæla seina- gangi í viðræðum A fjölmennum félagsfundi í Fé- lagi Byggingariðnaðarmanna í Hanfarfirði, var samþykkt eftir- farandi yfirlýsing: „Félagsfundur í Félagi Bygging ariðnaðarmanna í Hafnarfirði, haldinn 25. júní 1970, lýsir furðu sinni á afgreiðslu meistara í Hafn arfirði, á samningamálum iðnaðar- manna og þeim seinagangi, sem þeir sýna í viðræðum um þau. Fundurinn krefst þess, af fulltrú- um meistarafélagsins í samningun um, að þeir sýni þá ábyrgð, sem á þeim ætti að hvíla í slíkum mál- um, með því að taka upp já- kvæðari stefnu og sjálfstæðari í yfirstandandi samningum." hefur úr ánni er 12 punda og eðlilega nota allir veiðimenn við ánamaðk enn sem komið er. Nú hefur lax fengizt úr 6 veiði stöðum árinnar — en þeir eru: in hér. Hressilegt og hispurslaust tungutak fólksins í leiknum býr bæði yfir mergjaðri kímni og á- takanlegri reynslu. Leikendur í Tobacco Road eru auk leikstjórans, Gísla Halldórs- sonar, Sigríður Hagalín, Borgar Garðarsson, Inga Þórðardóttir, Pét ur Einarsson, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Auróra Halldórsdóttir, Jón Aðils, Guðmundur Pálsson og Karl Guð- mundsson. Sýslufundur Vestur-Húnavatns- sýslu var haldinn á Hvammstanga dagana 11.—14. maí. Að venju voru mörg mál rædd er vörðuðu hag héraðsins, svo sem atvinnu- mál og hið alvarlega ástand, sem hefir skapazt af öskufalli Heklu gossins. Þá voru rædd rafmagns- mál og ákveðið að sýslusjóður greiði 60% af vöxtum lána, sem Höfnuðu kokk- teilveizlunni! Islendingar í Finnlandi afhentu Haraldi Kröyer, sendiherra Is- lands í Helsingfors, eftirfarandi bréf, þann 17. júní s. 1.: Hr. sendiherra íslands, Haraldur Kröyer. Við undirritaðir Islendingar í Finnlandi sjáum ekki ástæðu til að vera viðstödd móttöku yðar í dag, þann 17. júní, af tvennum ástæðum. Við teljum það óhæfu og lýsum fullri andúð okkar á því, að ríkisstjórnin skuli nú und- irbúa málssókn á hendur þeim námsmönnum, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu í baráttu náms manna fyrir bættum kjörum og réttlátara þjóðfélagi. Við höfum einnig farið fram á, að okkur verði gert kleift að neyta kosningaréttar hér í landi. Þeirri beiðni hefur ekki verið sinnt. Okkur þykir miður, að áhugi yf- irvalda á Islendingum í Finnlandi skuli einungis bundinn veizluhöld um sem þessum, meðan skellt er skolleyrum vi® þeirri sjálfsögðu ósk að fá tækifæri til að kjósa í almennum kosningum. Helsingfors 17. júní 1970. Sigurður Harðarson (sign) Borgþór Kjærnested (sign) Svavar Sigmundsson (sign) Hrafn Hallgrímsson (sign) Líney Skúladóttir (sign) tekin verða til þess að flýta raf- væðingu héraðsins og varið til þess um 330 þúsundum kr. Til vega viar varið liðlegri milljón króna þar af til nýbyggingar 430 þúsundum. Til menntamála var varið kr. 164 þúsundum og til heilbrigðis- mála kr. 885 þúsundum. -------------r s j ,-- f j Víða kal í túnum í Gnúpverjahreppi EJ-Reykjajvík, miðvikudag. Hoá þeim bændum, sem gátu Gnúpverjaafréttur slapp að borið snemma á hæðatún, er mestu við öskufall af völdum grasspretta vel á veg komin. Heklugossins, og eiga bændur Hins vegar eru lág tún, þar þar því ekki í erfiðleikum af sem Klaki var lengi í jörðu og þeim sökum, nema á einstaka bleyta, verulega kalin, og auk bæjum, svo sem í Laxárdai, að þess hægt að bera seint á þau. sögn Guðjóns Ólafssonar bónda Verkfallið tafði nokkuð fyrir á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi áburðarflutningum, og eru þeir og fréttaritara Tímans þar, en síðustu nú fyrst að fá sinn hann leit inn á ritstjórn blaðsins áburð. í dag. Er því auðséð, að heyskapur verður misjafn á bæjum og Hins vegar sagði Guðjón, að erfiðleikar víða miklir. nú væri óvenjumikið af kali í Sauðburður hefur yfirleitt túnum hjá bændum í hreppn- gengið vel, þdtt tíðarfar hafi um, og þó væri það misjafnt. verið ólhagstætt. Nú er minnia Væri mest kalið á flötum tún- af tvílembum og nokkuð ber um, en minna eða ekki neitt á lambadauða og óvenjumikið annars staðar. á sumum bæjum. 1 —--^rr f r -r f x r f j r r , Öskufall og rafmagns- mál rædd á sýslufundi Fossinn og Foss- kvörn Efri-Móhylur Breiðholtsstrengur Hundasteinar Símastrengur Jónsho):. með 22 laxa — 2 — — 1 — — EI? — KJ Árshátíð UMSK í Saltvík Ár&hátíð UIMSK, fer fram í Salt vik nm helgina, bæði laugardag og sunnudag. Á hátíðinni verður keppt í ýmsum íþróttum. swo sem knattspyrnu, frjáisum íþróttum og handknattleik. Einnig keppa lið frá Gullbringu- og Kjósarsýslu í reiptogi, en bæjar- og sveitarstjórn ir skipa liðin. Auk þessa verða ýmás skemmtiatriði og dans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.