Tíminn - 26.06.1970, Blaðsíða 7
P’ÖSTUDAGtTU 26. Júní 197®
Otgofsndl: FRAMSÓKNARt'LOKKURINN
Framfcvæmdaertj6rt: Kristján Benedflrtsson RttstJOrar: Þórarinn
Þdrarinsson (áb). Andés Krlstjánsson, Jón Helgason og Tóma*
Karlason. Angjýsingaetjórl: Stetngrímur Gislason Ritstjórnar-
ricrifstofur 1 Edduhúsinn. simar 18300—18306. Skrifstofur
Banikastraetj 7 — Afgreiðslusiml: 12323 Auglýsingasiml- 19523.
ABrar Bfcrtfstofur simi 18300. Áskrifargjald kx. 165.00 á mán-
u9i, innanlanda — í iausasðlu kr. 10.00 elnt Prentsm Edda hf.
Hagnaður S.Í.S.
í skýrslu þeirri um rekstur Sambands íslenzkra sam-
vinnufélaga á árinu 1969, sem Erlendur Einarsson, for-
stjóri, flutti á aðalfundi þess í fyrradag, kom m.a. í ljós,
að umsetning þess hafði orðið um 4.281 millj. kr. á árinu,
og hafði aukizt um 39% frá fyrra ári.
Þegar þess er gætt, hve umsetning Sambandsins
varð mikrl, þarf e(kki að undra, þótt tekjuafgangur yrði
nokkur í krónutölu. Samkvæmt skýrslu forstjórans varð
hann 21,9 millj. kr., eftir að þessir liðir höfðu verið
færðir til gjalda: Afskriftir af eignum 30,2 millj., af-
skrifaðar skuldir 40,6 millj., endurgreiðsla til sambands:
félaga 10,4 millj., og endurgreiðsla til frystihúsa 9,4
míllj. Þá voru samhandsfélögunum greiddir vextir af
stofnsjóði 10,2 millj. kr. Sjóðir og höfuðstóll hækkuðu
á árinu um 53,5 millj. kr.
Hin bætta aðstaða S.Í.S. hefur orðið til þess, að það
hefor nú getað hafizt handa um ýmsar framkvæmdir,
en þær höfðu verið í algjöru lágmarki á árunum 1966
—458. Vegna brunans á Akureyri, var ákveðið
að hefja þegar uppbyggingu þeirra verksmiðja sem
skemmdust í eldinum og einnig, að ráðast í byggingu
nýrrar loðsútunarverksmiðju, sem gæti sútað í 1. áfanga
um 300.000 gærur á ári, og er hér um að ræða mestu
framkvæmd, sem Sambandið hefur lagt í á sviði iðnaðar.
Var unnið að þessum framkvæmdum á árinu 1969, og
verður sútunarverksmiðjan fullbúin á þessu sumri.
Þá var á árinu samið um kaup á nýjum vélum í
Gefjun og Heklu, sem koma til með að stórauka afköst
þessara verksmiðja.
Þá samdi skipadeild S.Í.S. á síðastl. ári um byggingu
á nýju 1680 lesta frystiskipi, sem afhenda á haustið 1971.
Nýlega var samið um smíði á öðru skipi, 2600 lesta, sem
afhendast á í desember 1971-
Hagnaður sá, sem hefur orðið á rekstri S.Í.S. á síðastl.
ári, hefur þannig stuðlað strax að stórauknum fram-
kvæmdum, er munu efla og styrkja atvinnulíf þjóðar-
innar á komandi árum.
Það er þannig öllum hagur, að fyrirtæki eins og sam-
vinnufélögin geti skilað nokkrum arði til að halda áfram
uppbyggingu atvinnulífsins. Það er jafn mikilvægt og
að launþegar búi við sæmileg kjör. Þess vegna er jafn
rangt að fárast yfir bættri afkomu atvinnuveganna og
að skammast út af lífvænlegri kjörum launafólks. Þetta
tvennt þarf að haldast í hendur, ef vel á að fara, og getur
líka gert það, ef rétt er stjórnað.
Aðkaliandi samstarf
Á aðalfundi S.Í.S. urðu umræður um samstarf Sam-
vinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Er-
lendur Einarsson forstjóri minntist nokkuð á þessi mál
í skýrslu sinni og urðu umræðumar í framhaldi af því.
í lok þessara umræðna samþykkti fundurinn einróma
tillögvi, þar sem skorað er á stjóm Sambandsins
að taka upp viðræður við forystumenn Alþýðusambands
íslands um nánara samstarf þessara tveggja stærstu
fjöldahreyfinga í landmu.
Því ber vissulega að fagná, að aðalfundur S.Í.S. skyldi
þannig hafa frumkvæði að viðræðum við verkalýðshreyf-
inguna og ber að vænta þess, að þær beri tilætlaðan
árangur. Það er þeim báðum mikilvægt, að hér geti
skapazt svipað samstarf milli þeirra og er annarsstaðar
á Norðurlöndum. Þessar hreyfingaa- em í raun greinar
á sama stofni og eiga að haga samskiptum sínum sam-
kvæmt því. Þ.Þ.
TÍMINN 7
ERLENT YFIRLIT
j Ráðuneytið, sem Keath hefur
! myndafi, fær yfirleitf gööa dóma
Mest athygli beinist að þeim ráðherrum, sem eru óreyndir
HEATH forsætisráðherra
Breta hefur nú lokið stjórn-
armyndun sinni að mestu.
Hann lauk á einum degi tnynd-
un sjálfs xáðuneytisins, sem
verður skipað 18 mönnum, en
þar eiga jafnan sæti þeir ráð-
herrar, sem skipa þýðingar-
mestu emhættin að mati for-
sætisráðherrans. Heath hefur
síðan verið smátt og smátt að
skipa í önnur ráðherraembætti
og í embætti aðstoðarráðherra.
I þau embætti hefur hann aðal
fe lega valið menn, sem ekki
f| hafa gegnt ráðherrastörfum
áður, og er nú verið að veita
tækifæri til að reyna sig. Sum-
ir þeirra geta þvi átt mikinn
fratna fyrir höndum.
Eins og að vanda beinist
aðalathyglin að skipun sjálfs
ráðuneytisins og reyna blaða-
menn m.a. að draga af því
ályktanir af væntanlegri
stefnu stjórnarinnar.
FLEST veigamestu embætt-
in eru Skipuð mönnum, sem
hafa langan ráðherraferil að
baiki Staðgengill forsætisráð-
herans verður Reginald Maud-
ling (53 ára), sem jafnframt
verður innanríkisráðherra. —
Maudling er talinn frjálslynd-
ur og þykir val hans í stöðu
innanríkisráðherra benda tdl,
að Heath ætli að fylgja hóf-
samri stefnu í málum blökku-
manna, í trúarbragðadeilun-
um í Norður-írlandi og í fram
kvæmd löggæzlumála, en 611
þessi mál munu heyra uadir
Maudling. Skipun hans í em-
bætti innanríkisráðherra hefur
mælzt vel fyrir, en hann hefur
áður gegnt miikilvægum ráð-
herrastörfum.
Fjármálaráðherra er Iain
MacLeod (56 ára), sem áður
hefur gegnt margvíslegum ráð-
herrastörfum og þótt reynast
vel. Hann er lang gáfaðasti
maðurinn í heimskum flo&ki,
er haft eftir Michael Foot um
MacLeod. Hann er talinn bezti
ræðumaður flokksins í þing-
inu, en þykir nokkuð erfiður
í sambúð. Yfirleitt hefur skip
un hans í fjármálaráðberraem-
bættið mælzt vei fyrir.
Utanríkisráðberra er Alex
Douglas-Home (66 ára). Hann
var einn nánasti aðstoðarmað-
ur Newille Chamberlains á ár-
unum 1937—39, og sat með
honum Munehen-fundinn fræga.
Hann bar þá nafnið Dunglass
lávarður, en hann er kominn
af frægri aðalsætt. Hann varð
utanríkisráðherra 1960 og for-
sætisráðh. 1963—64, en lét af
flokksforustunni 1065. Hann
þykir líklegur til fylgja gam-
alli hefðbundinni utanríkis-
stefnu Breta að svo miklu
leyti, sem hægt er. Heath hef-
ur bersýnilega valið hann í
utanríkisráðherraembættið til
að fullnægja afturhaldssamari
mönnum flotoksins.
Dónasmálaráðherra og forseti
lávarðardeildarinnar er Quin-
Carrlngton lávarSur
Margaret Hilda Thatcher
Anthony Lysberg Barber
tin Hogg (62 ára), sem hefur
sögurfloaa stjórnmálaferil að
baki og talinn er einn mikil-
hæfasti maður flokksins. Það
embætti, sem hann fær nú,
þykir mikil tignarstaða og
gegndi faðir hans því um
skeið. Því er ekki ólíklegt að
Hogg hafi viljað Ijúka stjórn-
málaferli sínum þar, en þessu
embætti fylgir það, að hann
verður að afsala sér þing-
mennsku.
ÞEHt FJÓRIR menn, sem
hér hafa verið nefndir, eru
allir gamalþetoktir og reyndir
og hefur því 611u meiri athygli
beinzt að þeim mönnum í ráðu
neytinu, sem telja má nýrri af
nálinni. Af þessum nýliðum
hefur einna mesta athygli
beinzt að eftirtöldum mönn-
um:
Anthony Perrinot Lysberg
Barber (49 ára), verður ráð-
herra án sérstakrar stjórnar-
deildar, en aðalstarf hans verð
ur að annast samninga við
Efnahagsbandalagið. Lysberg-
nafnið stafar af því, að móðir
hans var dönsk, en faðir hans
var brezkur sælgætisframleið-
andi. Barber dvaldist oft í Dan-
möriku og Þýzkalandi fyrir
styrj61dina og talar því sæmi-
lega dönsku og þýzku. Hann
var orrustuflugmaður á stríðs-
árunum, flugvél hans var skot-
in niður og hann teíkian tíl
fanga. Hann strauk úr fanga-
búðunum, en náðist aftur, og
vann sér síðar til frægðar að
læra lögfræði meðan hann var
fangi. Hann var kosinn á þing
1051 og hefur átt þar sæti
síðan. Hanu hefur verið for-
maður landssamtaka íhaldis-
flokksins síðan 1067 og þykir
mjög snjall skipuleggjari.
Hann er talinn einna nánasti
samstarfmaður Heatlh.
Robert Carr (54 ára) verður
verMýðmálaráðherra og tekur
þvi við hinu vandasama em-
bætti, sem Barbara Castle
gegndi. Hann er iðjuhöldur,
sem hefur látið stjómmál og
verkalýðsmál mjög til sín
taka. Hann hefur gert sér sér-
staM far um að kynnast for-
ustumönnum verkalýðssamtak
anna og er álitið, að þeir hefðu
fáa fhaldsmenn fremur kosið
í þetta emibætti. Vandasamt
starf bíður hans, því að íhalds
flokkurinn hefur boðað löggjöf
til að hindra ólögleg verkföll,
en Wilson gafst upp við slíka
lagasetningu.
Carrington lávarður (91 árs)
er varnarmálaráðherra. Hann
hefur áður gegnt ýmsum ráð-
herraembættum, m.a. verið
flotamálaráðherra. Síðustu ár-
in hefur hann verið málsvari
íhaldsflokksins í lávarðardeild B
inni. Hann nýtur mikils álits
bæði sem stjórnmálamaður og
fjármálamaður. Hann á sœti í
stjórn ýmissa banka og fjár-
málastofnana, m.a. Hambros og
Barclays.
Margaret Hilda Thatcher
(44 ára) er menntamálaráð-
herra. Hún er lögfræðingur að
mennt og hefur setið á þingi
síðan ’59. Hún er sögð gáfuð og
einbeitt. Hún hefur verið talin
hallast að hægri armi íhalds-
flokksins, en er þó mikill and-
stæðingur Powells. í skólamál
um er hún s6gð mikill fylgj-
andi einkastoóla. Þó hún sé
einheitt, er hún sögð órög við
að skipta um skoðun, ef hún
telur sig komast að raun um,
að hún hafi etoki haft rétt
fyrir sér.
Talsmaður íhaldsflotoksins í
neðri málstofunni verður Will-
iam Stephen Ian Whitelaw (51
árs), og fær sem slíkur sæti
í ráðuneytinu. Hann hefur ver-
ið framtovæmdastjóri þing-
flokksins (Chief Wliip) síðaa
1964, en hefur átt sæti á þingi
síðan 1955. Hann er landeig-
andi og bóndi að starfi. Hann |
Framhald á bls. 11. _