Tíminn - 26.06.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1970, Blaðsíða 8
***** 8 TIMINN SÞRÓTTIR FÖSTUI) A <ÍUR 26. júní 1070 PANELOFNAR LÆGRI HITAKOSTNAÐUR BETRI HITANÝTING HÆRRA HITAGILDI Reíknum hitaþörf og ofna- stærð. Sendið okkur teikningu — við sendum tilboð um fast verð. Það er prýði að PANELOFNUM. ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA. Söluumboð: HITATÆKI H.F. Skipholti 70, sími 30200 MOSM MEST NOTUÐU HJÓLBARÐAR Á ÍSLANDI Flestar gerðir ávallt j fyrirliggjandi FÓLKSBÍLASTÖÐIN AKRANESI ! MALVERK i j Gott úrval Afborgunar- j kjör. Vöruskipti. — Um- j boðssala. Gamlar bækur og antik- ! vörur. ! Önnumst inrömmun mál- I verka. MÁLVERKASALAN TÝSGÖTU 3. Simi 17602. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Nivada <£>■■ OMEGA JfllpÍSUL. PIERPOÍIT Magnús E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Sfmi 22804 Verkir, þreyta í baki ? DOS/ beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. R.EMEDIA H.E LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 Heims- þekkt merki, — gæðavara CEBO f svcitina, í fcrðalög, í íþróttirnar Fást I fiestum skóverzlunum. Nýtt ungmenna- félag stofnað í Vík í Mýrdal Laagardaginn 20. júní s.l. var stofnaS nýtt ungmennafélag í Vik í Mýrdal, en þar hefur ekki starf að ungmennafélag síðan 1955 Aðalhvatamaður ,að stofnun fé- lagsins. og fundarstjóri á stofn- fundinum var séra Ingimar Ingi- marsson, sóknarprestur f Vík, en Ingimar á einnig sæti í Æsikulýðs nefnd Vestur-Skaftafellssýslu. Hafsteinn Þorvaldsson, formað- ur Ungmennafélags íslands, sat stofnfundinn, ásarnt framkvæmda- stjóra UMFÍ, Sigurði Geirdal. Stofnfundinn sóttu um 40 ung- - menni á aldrinum 14—1!8 ára, I sem öll gerðust stofnfélagar, þá j sátu fundinn nokkrir eldri áhuga ; menn, þar á meðal settur sýslu- 1 maður Vestur-Skaftfellinga, Þor- i leifur Pálsson. Hétu þeir fyllsta stuðningi hinu nýja félagi, og hvöttu ungmenni staðarins til i déða undir merki ungmennafélags hreyfingarinnar. Kjörin var þriggja manna stjórn. Form. Ævar Harðarson. gjald- keri Þórður Karlsson, og ritari Anna Björnsdöttir. Boðað verður til framhaldsstofn fundar fljótiega, þar sem gengið verður frá lögum félagsins, nefndaskipun, og félaginu gefið nafn. Um árabil hefur verið starfandi ■ í Vík æskulýðsfélag undir leið- sögn séra Ingimars Ingimarsson- ar, það mun nú starfa sem yngri deild innan ungmennafélagsins. Mikill og vaxandj íþróttaáhugi hefur nú gert vart vi'ð sig í Vest- ur-Skaftafellssýslu, og þörfin fyrir fjöllþætt æskulýðsstarf verður mönnum æ Ijósari. Hið nýja og glæsilega félagsheimili „Leikskál ar“ skapa hinu nýstofnaða félagi ákjósanlega aðstöðu til ýmiss kon ar félagsstarfsemi og íþróttaiðk- ana innanhúss. íþróttaaðstaða utanhúss er enn- þá frefkar ófullkomin, en mifcill áhugi er hjá hinum ungu félög- um að fá hana bætta sem fyrst, og góður skilningur forráðamanna á staðnum fyrir því. Fulltrúar UMFÍ á stofnfundi fluttu fræðsluerindi um starf og stefnu Ungmenaafélags fslands, og hétu hinu nýstofnaða félagi fyllsta stuðningi í starfi. Á sumnudag 21. júní boðuðu fulltrúar UMFÍ til fundar í félags- heimilinu að Kirkjubæjarklaustri, þar sem mættir voru allmargir fulltrúar frá ungmennafélögunum í Vestur-Skaftafellssýslu. Tilefni þessa fundar var, að sameina og endurvekja uugmenna samhand, er næði yfir sýsluna alla, og kanna stöðu félagsskapar ins í sýslunni. Mikill áhugi var á því að blása nýju lífi í félagsstarfið, og vinna að frekari samstarfi félaga á milli, undir forustu ungmenna- samihandsins. Samþykkt var að vinna að því að bæta aðsíöðu til íþróttaæfinga, og ko«* á keppni í íþnóttum, j afnfraæt því sem aðrir þættir félagsstarfsins yrðu efldir svo sem tök værn á. Þá var samþ. að reyna að fá íþróttakennara til starfa þegar á þessu sumri, og skipuleggja ferð ir hans tii þjálfunar um sambands svæðið. Hið óformlega sambandsþing samþ. að lokum að stefna að því að halda héraðsmót í íþróttum í haust og þá einnig reglnlegt héraðsþing. Á þessum fundi var kosin 5 manna bráðabirgðastjórin. sem sit ur til næsta héraðsþings og á hún að vinna að frekari fram- gangi mála, og endurvafcningu Kf- lítilla félaga á sambandssvæðinu. Stjórnina skipa: Þorsteinn Gísla son, Nýja-Bæ, Bergur Ingimund- arson, Melhól, Haukur Valdimars son, Kirkjubæjarklaustri, Reynir Ragnarsson frá Höfðabrekku, og Ævar Harðarson Vík í Mýrdal. l'Frétt frá UMFÍ) íslandsmót í körfuknattleSk kvenna Klp-Reykjavík. í sambandi við íþróttahátfðina í byrjun næsta mánaðar, fer fram hér í Reykjavík fslandsmót í körfuknattleik kvenna. Keppt verður bæði í meistara- flotkki og 2. flotoki, og verður leikið í íþróttahúsinu á Seltjamar nesi, en úrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni þann 7. júlí. í 2. fl. taka þátt 4 lið, eitt af Norðurlandi, Hörður, ísafirði, Snæfell, og KR. f meisfcarafl. taka einnig þátt 4 lið: KR og ÍR úr Reykjavík, Snæfell og UiMFS. Féllu í 2. deild Klp-Reykjavík. Eisenstadt, liðið, sem Her- mann Gunnarsson lék með í Austurríki s.l. sumar féll í 2. deild á keppnistímabilinu sem lauk þar nú fyrir skömmu. Íþróttasíða Tímans hafði samband við blaðamenn frá stærsta íþróttabl aði_ Austurrík- is, „Sport und Toto“ — og sagði hann okkur að Eisenstadt hefði fallið ásamt FC Dornbirh og Austria Klagenfurt, en þrjú lið falla niður í hvert sinn, og hefðu þessi lið verið lang neðst. Sigurvegari liefði orðið með yfirburðum Austria Wien, síS- an hefði komið Winer Sportsk Rapid, bezta lið Austurríkis mörg undanfarin ár hefði verið slakt í þetta sinn, og verið neð arlega í deildinni. Hann sagði að liðsandinn hjá Eisenstadt hefði farið ört versnandi er á leið, sérstak- lega eftir að Pfeiffer hefði orð ið að hætta. Margir af beztu ieikmönnum Eisenstadt hefðu óskað eftir því að verða seldir, og væru þeir nú allir famir frá félaginu, sem sæti eftir með heldur lítilfjbrlegan mann skap. Enginn vissi hvar Pfeiffer væri niðurkominn þessa stund ina, en hann væri örugglega ekki í Austurríki eða þar í ná- grenninu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.