Tíminn - 27.06.1970, Blaðsíða 8
TIMINN
LAUGARDAGUK 27. Júní 1970
17. júní fagnaður
í Svíþjóð
Hér var íhaldin útiskemmtun
'þann 17. júní á vegum íslend-
ingafélagsins. Fór skemmtun
þessi fram á útileiksviSi í Pil-
dammsgarðinum en það er af-
ar sketnmtilegur leikvangur og
byggður þannig, að það er eins
og hálft hringleikabús. Segir
sagan, að í alltniklum jarð-
skjálftum í Grikklandi hafi
hringlei'kahús í afskek'ktu
þorpi brotnað í tvennt, en þar
eð leikhús þetta hafði alla tíð
verið of stórt, notuðu Grikkir
tækifærið og seldu þann helm-
inginn, er undan sól snéri.
Var allhörð keppni milli
Svía og Kóka Kóla manna um
kaupin, en það mun hafa ráðið
úrslitum, að Grikkir voru í
þann mund farnir að renna
hýru auga til kvenkosts á Norð
urlöndum jafnframt því sem
grískir herforingjar höfðu
ekki kynnzt hernaðarmætti
Kóka Kola.
Síðan þessir atburðir urðu
hafa grískir herforingjar lært
að meta hinn göfuga drykk, og
eru hálfnorræn hjónabönd síð-
an í eins konar álögum, utan
land'helgi Grikklands, en öll
ónotuð grísk hringleikahús eru
nú seld vestur. Fer vel á því,
enda hafa Grikkir ekki rniikið
við hringleikahús að gera, þar
sem þeir mega sem sakir
standa ekki opna munninn nema
til að éta, eða drekka 'kóka
kóla, sem nú er hinn lögskip-
aði þjóðardrykkur Grikkja. Er
þessi saga hálfhringleikahúss-
ins öll hin merkilegasta en það
er gætt þeim eiginleika slíkra
húsa, að vera ekki vatnsþétt.
Pildammsgarðurinn, sem er
einn hinn fegursti meðal garða
borgarinnar, skartaði sínu feg
ursta, enda hefur hér verið
nær óslitið sumar og sól síðan
í apríl. Veðrið brást ekki 17.
júní og fór hátiðin fram í sann
kölluðu þjóðhátíðarveðri og
ekki í reykvískri merkingu.
Dagskrá skemmtunarinnar
var:
1. Leikinn þjóðsöngurinn.
2. Ávarp: K. Sn.
3. Sungin íslenzk ættjarðar
Mig (samsöngur).
4. Fjallkonan kom fram.
Björk Guðmundsdóttir las Ijóð
eftir Davíð Stefánsson.
5. Fimm félagar sungu (í
léttum dúr).
6. Lesinn Málmeyjarbragur
eftir Sigtrygg Steinþórsson.
Höfundur las.
7. Gamanþáttur. Óttar Guð-
mundsson fór með eftirherm-
ur o. fl.
8. Úr íslenzkum bókum. Jón
Steinar Gunnlaugsson las Ósig-
ur ítalska loftflotans eftir H.
K.L.
9. Sungin íslenzk lög (sam-
söngur).
10. Leikinn þjóðsöngurinn.
Síðan var skemmtuninni
framlengt með hringdansi og
lokið með almennum söng.
Þess er og rétt að geta, að
Sigurður Danielsson lék á
píanó fyrir söngi og dansi.
Barði hann píanóið af slíkri
list að úr hálsum er engan
hafði órað fyrir að ættu nokk-
ur hljóð, brauzt fram hi-in feg
ursti söngur. Verður það afrek
hans lengi munað. Að lokinni
hátíð þessari, er þótti takast
vel, settust menn að kaffi-
dryíkkju á útiveitingastað garðs
ins og hurfu síðan heim, er
ekki var meira eftir á könn-
unni.
Allmikið hefur verið um
fundi og félagslíf fyrir fslend-
inga hér í vor. Má þar til
nefna fund félagsins Svíþjóð
— fsland haldinn til fræðslu
fyrir hina nýju Málmeyjar-ís-
lendinga.
Fund samtaka náms- og
launamanna um almenn bar-
áttumál islenzkrar alþýðu.
Fund félagsins Svíþjóð — fs-
land í Lundi nú nýverið, en þá
var skoðuð dómkirkjan í Lundi
og Botaniski garðurinn í Lundi
sem er afar fjölskrúðugur og
lokið með hófi í Stórkjallaran-
um, en þar flutti cand. mag.
Aðalsteinn Davíðsson erindi
um ættarbönd fslendinga.
Síðan var 17. júní hátíðiu
haldin af IMON, fslendingafé-
laginu í Málmey og nágrenni.
2. júlí er þjóðdansafélag
Reykjavíkur væntanlegt og
mun sýna dansa á útileiksviði
Pildammsgarðsins.
íslendingafélagið fyrirhoigar
að hafa félagsvist síðari hluta
júlímánaðar og vantar þá eigi
annað en verzlunarmannahelgi
og réttarbali til að allir verði
ánægðir.
Félagið_ Svíþjóð — ísland
er félag íslendinga 'og íslands-
vina í Máhney-og-Lundi og
hefur starf að hér. Um . ár.abiL
Hr. Gösta Holm er formaður
félagsins en hr. Arne Pryzt
varaformaður. Hann er jafn-
framt íslenzkur aðalræðismað-
ur og hefur verið fslendingum,
er til hans hafa leitað, afar
hjálplegur.
Rétt er að geta þess hér, að
vararæðismaðurinn, hr. J,
Nordensvard, er hetja dagsius
en hann hefur eftir gífurlega
vinnu í marga mánuði nú ný-
lega náð því takmarki að fá
íslenzka hesta viðurkennda hér
af opinberum aðilum. Hefur
hann þurft að berjast á mörg-
um vigstöðvum og unnið sigur.
Nordensvard er hestamaður og
hefur fest mikið dálæti á ís-
lenzka hestinum. Lýsa ekki ís-
lenzkir hestamenn á góðstund-
um íslenzka hestinum betur en
Nordensvard gerir. Sá árangur
er Nordensvard hefur náð með
starfi sínu verður honum seint
fullþakkað.
Af íslenzkum fjölskyldum
er flest gott að frétta, skólum
er lokið, og hafa margir ungl-
inganna þegar komið sér i
vinnu.
Um margt er að ræða, vinna
í 'görðam og landbúnaði er
nokuð algeng og er mér t. d.
kunnugt um þrjá stráka, 12—
13 og 14 ára, er vinna á sveita-
bæ 18 km. fná Málmey við
kartöfluuppskeru o. fl. Fá þeir
milli 15 og 25 kr. á dag, en
vinnan er frá kl. 8 að morgni
til kl. 2 eða 3. Teljast þetta
sæmileg unglingalaun og munu
skattfrjáls. Hjóla strákarnir úr
og í vinnu, og þætti víst full-
orðnum nóg um.
fslendingum hér fjölgar stöð
ugt og_ er að myndast hin
þriðja fslendingabyggð hér. Er
það í nýju hverfi er heitir
Lindengen og tnuna um 30 ís-
lenzkar fjölskyldur setjast þar
að.
Þessi gífurlegi útflutningur
ætti að vera ráðamönnum ís-
lenzku þjóðarinnar nokkurt
áhyggjaefni, enda hlýtur þeim
að vera ljóst, að á móti hverj-
um einum sem flytur, finnast
5—10, sem gjarnan myndu
gera slíkt hið sama, erí af ýms-
um ástæðum láta ekki verða
af._
íslenzkum yfirvöldum má
og ljóst vera, að ekki er það
atvinnuleysi er hrekur menn
af landi burt um þessar mund
ir, það eru kröpp kjör, léleg
laun er þyngst eru á metun-
um.
Nú er lokið nær mánaðar-
verkfalli og því rétt að at-
huga hvað áunnizt hefur. —
Verkamaður með 12 þús. kr.
á mánuði, hefur fengið 15—
18% hækkun launa. Með 18%
hækkun launa verða laun hans
kr. 14.160,00 á mánuði. Ef
þessi maður er svo „hamingju
samur" að búa í verkamanna-
fbúð í Breiðlholti, þá á
hann eftir kr. 5.160,00 á mán.
þegar hann hefur greitt gjöld
in af hinni ódýru íbúð sinni.
Kr. 5.160,00 eiga þá að, duga
í klæði, fæði, skatta og önnur
' útgj'öld verkamannaf'jölskyldu.
Þó að reiknað sé æeð fjöl-
skyldubótum, þá er samt firra
að búast við að nokkur fjöl-
skylda lifi á launum þessum
14 þús. kr. eru þó laun, er
ekki aðeins verkamönnum er
ætlað, að lif^ af, he^r iðq-
verkafóíki og stórum hluta
verzlunarfólks.
Þessi lífskjör, þessi smánar
laun, eru uppskera íslenzkrar
aLþýðu eftir samstjórn lögfræð
ingaflokksins og flok'Ks geir-
fuglanna. Á sama tíma og ís-
lenzka þjóðin skuldar milljóna
þúsundir erlendis tala svo fali
trúar íslenzku ríkistjórnarinn-
ar um að hækka gengi krónunn
ar vegna þess að til séu gjald
eyrisvarasjóðir. Það hefur a’.lt
af verið talinn kostur ef menn
hafa kunnað að skammst sfn,
þeim eiginleika er íslenzka rík
isstjórnin ekki gædd.
Samvizka er annar mikilvæg
ur eiginleiki er flestir eru
gæddir. íslenzkum alþýðu-
filokksmönnum hefur tekizt að
svæfa hana undanfarin ár, og
svefnmeðalið verið bitlingar og
dúsur, er flokkurinn orðinn að
algera viðundri vegna þessa.
Og aðhlátursefni meðal stjórn-
miálamanna á Norðurlönd-
um. Ástand ísl. Alþýðuflokks-
ins hefur þó runnið sósíaldemó
krbtum svo til rifj a í Skandi-
navíu að heyrzt hefur. að þeir
muni taka upp í Náttúruvernd
arráði Norðurlandaráðs um.-æð
ur um að alfriða íslenzka AI-
þýðuflokkinn. Munu þeir hafa
í huga, að reyna að geynva
flokkinn öðrum sósíalistiskum
flokkum ti'l viðvörunar.
fslenzkir ungkratar munu af
svefnmeðali flokksins hafa
fengið tæpan skammt, enda
, hrjikku þeir upp með andfæl-
urii er úrslit síðustu kosninga
urðu kunn. Er nú helzta von
vinstra fólks að ungir Alþýðu
flokksmenn vakni til fulls og
reki af höndum sér sína kol-
úrbræd'du foringja. Ungir Al-
þýðuflokksmenn. Munið að
einu sinni voru menn innan
flofcks ykkax er áttu sér hug-
sjónir aðrar en valdagræðgi.
Munið að vinstri öflin eru afl
íslenzkrar alþýðu. Snúið aftur
úr helför ykkar með flokbi
íslenzkra lögfræðinga, látið
ekki grískt herforingjaemræði
verða að íslenzku lö.gfræðinga-
einræði. Snúið frá Coca Cola
stefnunni, og reynið að verða
aftur menn, látið ekki afdrif
geirfuglsins verða sögu Alþýðu
flokksins, berjist með íslenzkri
alþýðu eða fallið ella.
Gerið ykkur grein fyrir, að
það er stjómarstefnan sem or-
sakað hefur kröpp ikjör ís-
lenzkrar alþýðu nú. ’
Axlið þá þyrði, sem ykkar
hlutur í sökinni er, rekið af
ykkur þá bitlingasjúku eigin-
hagsmunamenn, sem flestir
ykkar foringjar eru í dag. Ber
ið saman laun Óskars Ha'llgríms
sonar „rafvirkja“ og þeirra
manna, sem eru rafvirkjar. —
Berið saman laun verkamanna
og laun forostumanna íslenzka
Alþýðuflokksins. Spyrjið þá
hvort þeir þekki aokkra ís-
lenzka verkamannafjölskyldu
persónulega. Munið það að
vinstri stjórh er stjóra íslenzkr
ar alþýðu, slítið samvinnu við
hægri öflin, þau hafa aldrei
unnið til góðs fyrir íslenzka
alþýðu. K. Sn.
MMölltlGMíM 1 í 1
SAFNARINN
Merkur
Það varð uppi fótur og fit
hjá frímerkjasöfnurum, þegar
21. skildingabréfið kom í ljós
og var til sýnis fyrir
þá sem áhuga höfðu á
sýningunni „Heimilið-veröld
innan veggja“. Berlingske Tid
ende. sögðu frá fundiijum á
ba'ksíðu laugardaginn áður en
sýningunni lauk og jafnframt
því, að menn gætu enn náð að
sjá bréfið ef þeir færu strax
til íslands. Hvort nokkur kom
svo þeirra erinda er svo ann-
a'ð mál, en þá nokkrum dög-
um síðar hafði skildingabréf
verið selt í Kaupmannahöfn á
uppboði, fyrir litlar 700.000.00
krónur. Það var að vísu enu
sérstæðara bréf en það sem
hér fannst, en fyrr má nú
rota. . . Auk bess voru matg
ir um boðið. það væri því
synd að segja, að ekki virtist
nógur markaður fyrir reglu-
lega sjaldgæfa hluti ef beir
finnast og þá virðist verð ekki
skipta nokkru máli.
Bréf það sem hér fannst er
frá Ökrum. frá Jóni Eyjólfs-
syni bónda, til V Fischer, stór
kaupmanns i Reykjavik. Þar
biður hann fvrir Helga son
sinn, en ha.in er faðir Sæ-
mundar Helgasonar sem lengi
vann á frímerk.iasölu póst-
fundur
stjórnar og alldr safnarar
þekkja.
Bréfið er skrifað á fólíóörk,
eða hluta hennar. Er hún síð-
an brotin saman þannig að
hún myndar einnig umslag ut
anum bréflð. Það er svo sent
í Hjarðarholt, en þar er það
frímerkt með rauðu 4 skild-
inga merki ag póststimplað 23.
júlí 1873. sj'álft er bréfið skrif-
að 13. júlí. Það er svo mót-
tökusrtimplað á bafchlið af póst
húsinu í Reykjavík 25. júlí.
Bréfið hefur svo varðveitzt í
einkasafni og er mj'ög hreint
og í góðu ásigkomulagi, sáu
það bezt þeir sem fóru að
skoða það á sýningunni.
Þetta er einasta íslenzka
skildingabréfið. sem til er í
einkaeign hér á landi, að vísu
eru hér til þó nokkur skild-
ingabréf, en öil í eigu Þjóð-
minjasafnsins, eða Póststjórn-
ar.
Sigurður H. Þorsteinsson.