Tíminn - 31.07.1970, Page 1

Tíminn - 31.07.1970, Page 1
SAMVtNNUBANKlNN 168. tbl. — Föstudagur 31. júlí 1970. — 54. árg. SMMNNUBANKmN AVAXTAR SRARtFÉ VDNÍ MEB HffiSTU VÖXTTJM 3 brezkir piltar skaðbrenndust við Deildartunguhver í gærdag KJ—Reykjavík, fimmtudag. Um klukkan fimm í dag skað brenndust þrír brezkir piltar við Deildartunguhver í Reyk- holtsdal i Borgarfirði. Einn piltanna brenndist mest, og varð að flytja hann í þyrlu til Reykjavíkur, en binir tveir voru fluttir í flugvélum frá flugvellinum á Stóra-Kroppi. Tildrögin að slysi þessu voru ■ þau, að 25 brezkir skólapiltar frá Birkdale í Sheffield í Eng- landi, komu hingað til lands á vegum brezkra kirkjusamtaka, og fóru þeir í morgun frá Húsafelli í Borgarfirði og nið- ur að Deildartunguhver. Fyrst fóru þeir og skoðuðu gróður- húsin í Víðigerði, sem er næsti bær við hverinn. Kristján Benediktsson í Víði- gerði sagði fréttamanni Tím- ans, að klukkan hafi verið langt gengin í fimm þegar slys ið vildi til. Voru þá nokkr- ir piltanna inni í gróð- uphúsinu en þeir áköfustu voru komnir niður á hvera- svæðið. Lenti þá einn piltanna, fjórtán ára gamall, í litlum hver eða læk. Tveir félagar hans munu hafa ætiað að hjálpa honum upp úr hvern- um, en lentu þá sjálfir með fæturna í heitu vatni, og brénndust á fótum. Fjórtán ára pilturinn virðist hafa dottið á hliðina í hverinn, því hann.var mest brenndur á ann arri hliðinni, eða upp að hálsi, en einnig brenndur á hönd og fæti á hinni hliðinni að því er Aðalsteinn Pétursson héraðslæknir á Kleppjárns- reykjum sagði Tímanucn. Kristján í Víðigerði sagði að strax hefði verið ausið köldu vatni á brunasárin á piltunum, og þeir tveir sem voru minna brenndir voru látnir vera með fæturna í vatnsfötum. Var borið vatn á piltana á annan klukkutíma, á meðan beðið var eftir flugvélum. Héraðslæknirinn sagði að brunasárin á fjórtán ára drengn um, sem kallaður er Gregg, hafi verið langalvarlegust, og snerist því mest um hann. Var ekki talið á það hættandi að flytja hann í bíl út að flúg-. vellinum á Stóra-Kroppi, en þangað er aðeins nokkurra mínútna-akstur. Var frekar beð ið eftir þyrlu. Þyrlan Eir var austur á landi í dag og var því beðið um þyrlu frá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli, sem brá skjótt við og sendi björg- unarþyrlu á vettvang ásamt. hjúkrunarliðum. Flutti þyrlan piltinn á Reykjavíkurflugvöll, þaðan sem hann var svo flutt ur á Landsspít-alann. Hinir piltarnir tveir voru fluttir með flugvél frá Birni Pálssyni og voru þeir lagðir inn á Slysadeild Borgarspítal ans. Munu brunasár þeirra ekki eins alvarleg, en þeir skað- brenndust báðir á fótunum. Heita piltarnir Richard Aust og Richard Fitwett 17—18 ára gamlir. Kristján Benediktsson í Víði Framhaid a bls. 3 Brezki pilturinn Gregg borinn úr þyrlu Varnarliðsins og í sjúkrabil á Reykjavíkurflugvelli í gær. A3al. steinn héraðslæknir er til vinstri vlð sjúkrabörurna r með. gleraugu. (Tímamynd Gunnar) Hraðbrautir Selfoss og með varanlegu slitlagi á í Kollafjörð árið 1972 OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Á morgun, föstudag, verða opn- nð tilboð f lagningu tveggja vegar kafla, sem falla inn í áætlun um hraffbrautir. Er hér um aff ræffa veginn frá Höfðabakka upp fyrir Korpúlfsstaðaá, effa um 3 km. leiff. Verffur vegarkaflinn malbik affur og á aff vera tilbúinn næsta haust. Hitt tilboffiff er um kaflann frá neffanverffum Kömbum aff Bakka í Ölfusi, austan við Kot- strönd. Þessir vegarkaflar báffir eru í áætlun beirri um hraffbraut ir sem á as verffa lokið á árinu 1972. Þá á aff vera búiff aff leggja vegi meff varanlegu siitlagi frá Reykjavík til Selfoss og frá Reykjavík upp í Koilafjarffarbotn. Timinn hafði í dag tal af vega málastjóra og fékk upplýsingar um helztu vegaframkvæmdir sem nú standa yfir og áætlað er að framkvæma á næstunni. Verið er að ganga frá tengingu vegar ins frá Miklubraut og austur yfir Elliðaárbrýrnar nýju. Er vonazt til að hægt verði að hleypa um- ferð þar yfir eftir 10 daga og um mánaðamótin september-októ- ber á að vera búið að ganga frá nýja veginum upp Ártúnsbrekku og tengja hann steypta kaflanum bar ofanvið. Þá á að leggja olíu möl á veginn í Svínahrauni upp undir Hveradali. Á því verki að Ijúka í ágúst. Verið er að leggja nýjan veg frá Lækjarbotnum, sem tengist nýja veginum gegnum Svínahraun. Liggur sá vegur mun norðar en sá gamli, og mun verða ekið norð anvert . við flugvöllinn á Sand- skeiði, þegar sá vegur kemst í gagnið, en það verður í haust. Ef tími og veðrátta leyfa verður þessi vegur olíuborinn, en ella verður hann opnaður fyrir um- ferð sem malarvegur og olíubor- inn næsta sumar. Ef tekst að olíu bera þennan nýja veg í haust, verð ur fjórði hluti leiðarinnar til Sel- foss með varanlegu slitlagi. Næsta vor verður hafizt handa um lagningu vegarins frá Sel- fossi að Hveragerði. Kemur sá vegur til með að liggja nokkru sunnar en sá sem nú er notaður. Á þessu svæði eru djúpar mýrar og því lagSur þar malarvegur með þykkri fyllingu óg látinn síga þar til hann verður jafnaður og lagt á hann slitlág árið 1972. í lok þessa árs verður boðin út vegalagning frá Hveragerði að Hveradölum, eða yfir Hellisheiði. Verður sá vegur lagður í tveim sveigum upp Kamba, mun norðár en núverandi vegur er, og verður ekki nær eins brattur. Vegurinn yfir sjálfa heiðina á líka að liggja norðan við veginn sem nú er notaður. I haust verður boðin út vega lagning á kaflanum frá Selási, þar sem malbikaði vegurinn end ar nú og upp að Lækjarbotnum, og ef allar áætlanir standast verð ur því komin hraðbraut með var Fi-aimhald á t»ls. 14. Skemma yeiðarfæri grálúðufiskibáta Ágangur eriendra togara hér við land EB—Reykjavík, fimmtudag. Mikili fjöldi'eriendra togara er nú á fiskimiffunum í kringum land iff, svo aff ástæffa er til að óttast um fiskimiffin. Eru sjómenn mjög uggandi vegna þess arna. Þá hafa þeir ísl. bátar sem stundaff hafa grálúffuveiffar hér viff land, orðiff fyrir verulegum ágangi nissneskra og austur-þýzkra tog ara. Veiffa þessir togarar meff botnvörpum og draga þær yfir lín ur íslenzku bátanna, sem grá- lúffuveiffarnar stunda, þannig að talsvert tjón hefur hlotizt af. Bátar gerðir út frá Vestfjörð- um hafa í sumar stundað grá lúðuveiðarnar einkum í námunda við Kolbeinsey, og þar varð Guff- mundur Péturs t. d. fyrir veru- iegu veiðarfærátjóni vegna frekju þessara erlendu togara, en það er aðeins eitt dæmi af mörgum. Hafa íslenzkir sjómenn áffur haft kynni af þessum ágangi, eink- um frá hendi Rússanna við síld- veiðar fyrir Austurlandi svo og nortður í höfum. Áistæffan fyrir þessum mrkla fjölda erlendra togara sem nú sækja fiskimiðin hér við land, er sú að Rússar hafa rekið há úr Hv'tahafinu vegna þess að búið er a® friffa fiskimiffin þar. Sjást hér nú togarar frá þjóffum sem ekkí hafa stundað veiðar hér áður, eins og Spáni og Portúgal, sem eiga mjög stóra togara og nýtízku lega togara er ma. fiska með mifolu stærri botnvörpum en áður hefur verið veitt með, hér við land. Bolungavík: Aílt að 90% af fw- unum stórskemrad Kr j úl—f immtu dag. Um síðustu helgi héldu bænd- ur í Hólshreppi fund, þar sem þeir ræddu um, hvað til braigffs skuli taka vegna beirra miklu skemmda, sem nú eru í túnum þeirra. Eru aflt að 90% af túnun- um stórskemmd, og muna eiztu menn í sveitinni ekki slfkt harð æri sem þetta. Komust bændur Framhald á bls. 14. Veðrið SJ—Reykjavík, fimmtudag. f kvöld náðum við tali af Jónasi Jakobssyni, veðurfræð- ingi hjá Veðurstofunnj og spurðum hann álits á veðrinu á föstudag og laugardag. — í kvöld er norðanátt og bjart veður á suðvesturlandi, — sagði Jakob, — en skýjað og sums staðar rigning á norð austurlandi. Búizt er við að svipað veður haldist á morg- un, föstudag, en lygni á laugar dag og létti til á norður- og austurlandi. Sennilega þykkn ar upp við suðvesturströndina á laugardaginn og ef til vill rignir þar eitthvað. Þessu spá um við eins Ocr er, en þó er útlitið nokkuð óljóst.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.