Tíminn - 31.07.1970, Qupperneq 7

Tíminn - 31.07.1970, Qupperneq 7
^OSTHBAGJÖR 51. jnlí 1OTL TIMINN „Okkar vor kemur í febrúar” Rætt við Bjarna Helgason, garðyrkjubónda Eini staSurinn á landinu þar sem ræktaðir eru sveppir, er garðyrkjustöðin a'ð Laugalandi í Stafholtstungum. Þar eru nú ræktnð árlega 3—4 tonn af „sjantpinjónuni“ (champignons), sem seijast jafnóðum nýir. Smeppaneyzla hefur aukizt mjög miki’ð frá því Bjarni Helgason á Laugalandi hóf ræktun þeirra 1982, og svo er raunar um neyzlu grænmetis almennt. í byrjun var hluti sveppaframleiðslunnar soð- inn niður í- Niðursuðuverksmiðj- wnni í Borgarnesi, en þess gerist ekki þörf lengur. Að Laugalandi 11» llltlli Framkvæmdir í béraöinu eru því mrður allt of litlar, sagði Bjarni Helgason, þegar við spurðum hann tíðinda úr héraðinu. — Okk. ur vantar brýr bæði hér á Norð- wrá og yfir Borgarfjörð. Það ligg. ur við að Norðurárbrúin lokist yfir stórum langferðabifreiðum, þegar þær aka yfir hana. eru einnig ræktaðir tómatar, agúrkur, vínber og gulrætur. Tómatarnir eru um 50% fram- leiðslunnar, seljast enda mest, og eru að sögn Bjarna tiltölulega ódýrastir fyrir neytendur. Laugaland var þurrabúð í landi j Stafholtsveggja, en faðir Bjarna j og föðurbróðir keyptu landspildu; á staðnum árið 1943 og hófu gróð urhúsarækt. Síðan er risinn þarna kvennaskólinn Varmaland, sundlaug og loks barnaskóli, auk íbúðarhúsa. Og þar er rekið Eddu- hótel á sumrin. Bjarni Helgason, garðyrkju- bóndi, sem veitir garðyrkjustöð- inni forstöðu, er Borgfirðingur að uppruna, ættaður frá Kaðalstöð- um í Stafholtstungum. Hann hitt- utn við að máli fyrir skömcnu, fengum hann til að sýna okkur og segja frá svepparæktinni. — Hún er í sérstöku húsi, seg- ir Bjarni um leið og við göngum í humátt þangað, — sem er myrkvað og rakinn um 90 stig. Sveippirnir eru ræktaðir í sér- stakri blöndu, ,,kompost“, sem bú- in er til þannig, að bygghálmur ér settur undir hesta og látinn vera þar í um 16 daga, en mokað um 5—7 sinnam á dag. Síðan eru sett í þetta kemísk efni og hitinn látinn fara upp í 60—70 stig. Þá er sveppagróunum, sem raunar er rangnefni, eða mycelini réttu nafni, dreift yfir og loks þar ofan ásétt 3 cm þykkt jarðlag. Nú er hitinn í húsinu hafður 16—17 stig, og kökurnar eins og þær eru kall aðar, vökvaðar rækilega daglega, og eftir 9 vikur hefst uppskeran. Hver uppskera stendur yfir í 2—3 mánuði, þá er öllu saman hent og byrjað upp á nýtt. Sveppaframleiðslan er nokkurn veginn stöðug allt árið, þannig a'ð sífellt te’kur ein uppskera við af annarri. Mikil vinna er við rækt- un þessa, en eitt helzta áhyggju- efnið í sambandi við hana nú er sú, að kornrækt er að leggjast Bjarni sýnir gesti á Hótel Eddu, Varmalandi, skálann, þar sem sveppirnir eru ræktaðir i eins konar hillum. — Við klifrum þarna eins og apar, sagði ha nn, en hillurnar ná allt til lofts i skálanum. 'niður hér á landi. Bjarni hefur til þessa fengið bygghálm frá Gunn- arsholti og einnig ræktað hann sjálfur. Þrír menn starfa í garðyrkju- stöðinni Laugalandi h.f. allt árið, en í sumar eru þar 7 manns. — Starf garðyrkjubóndans hef- ur sína kosti og galla. Við erum ekki eins háðir veðráttunni og aðr ir bændur og framleiðslan er ör- uggari. Eitt gengur vel þetta ár- ið og annað hitt. En það er geysi- leg vinna við gróðurhúsaræktun. Og við stöndum illa að vígi gagn- vart öðrum greinum landbúnaðar hvað kaupendur snertir, þar sesm aðrar landbúnaSarafurðir eru greiddar niður. En kannski erum við í meiri tengslum við gróandann en aðrir bændur. Hjá okkur kemur vorið í febrúar með sólinni. i ' S. JL Rafsuðukapall 35 m/m2, 50 m/m2 og 70 m/m2 Rafsuðuþráður Mjög góð tegund 1,5, 2,5—3,25 og 4 m/m. Rafsuðuhjálmar Þrjár gerðir. Rafsuðutangir í úrvali. Tvær úrvals - ferðir til Mallorca Staðarskáli í Hrútafirði Ferðafólk athugið: Heitur matur um hádegið og á kvöldin. Grill-réttir, kaffi og smurt brauð allan daginn. Seljum alls kyns ferðavörur. Esso — Shell benzin og olíur. — Verið velkomin í Staðarskála i Hrútafirði. Vegna sérstakra samninga getur ferðaskrifstofan Orval boðið yður tvær ferðir til Mallorca við lægra verði en áður hefur þekkzt. Úrvalsferðir bjóða: ORYGGI p^JJO CELSIUS ÞÆGINDI Hótelherbergi og þjónusta fyrirfram reynd og frátekin af fuiltrúa férða- skrifstofunnar Úrvals. Verð ferðar- innar hagkvæmt án nokkurar auka greiðslu. Reyndur fararstjórj til aðstoðar. Farþegar Úrvals eiga frátekin herbergi á fyrsta fiokks hótelum, eða íbúðir fyrir tvo eða fleiri. ibúðirnar eru með eldhúsi og kæiiskáp. íbúðunum fylgir þjónusta. Á hótelunum er fullt fæði innifalið, herbergjunum fylgir bað, svalir o. fl. Sundlaug á hverjum stað. HRAÐI LÆGRA VERÐ Flogið með þotu Flugfólags fsiands. Beint flug frá Keflavfk b‘l Mailorca. Fiugtími aðeins fjórar klukko- stundir. Engin millilending. Við höfum tryggt úrvalsverð fyrir úrvalsferðir. Hótel og futltfæði frá kr. 13.800.00 fyrir 15 daga sumarleyfisferð til Maflorca. Við mæium með þvi, að þér berið varð okkar og þjónustu saman við önnw boö. Ferðaskrifstofan Úrval getur aðeins boðið þessi kostakjör í tveim 15 daga ferðum. Hin fyrri hefst 8. september, hin seinni 21. september. Tryggið yður úrvalsferð í fríinu. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL PÓSTHÚSSTRÆTI2, REYKJAVÍK SÍMI 26900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.