Tíminn - 31.07.1970, Side 8

Tíminn - 31.07.1970, Side 8
J : „ TIMINN ...—........... ... ... ■■ ' ----- FÖSTUDAGUR 31. jiffi 1970. Ingólfur Davíðsson: KOMIDA HAFNARSLÚD Það var hlýtt í veðri þegar við komum til Uanmerkur 24. júní, mistur ,yfir borginni og „þyngra“ loft en úti á íslandi. Allan júní hafði verið sólskin, hiti og þurrkur, afbragðs ferða mannaveður, en alltof þurrt fyrir kornið. Það leit óvenju illa út á ökrunum, bæði lágt og gisið. Dálitiar vetrarskemmd ir sáust á barrtrjám og sums- staðar voru runnar skemmdir af salti, sem ausið var á göitur Sívaliturninn í fyrravecþr. Við fengum gott veður á islenzkan mæli'kvarða þessar brjár vikur (24/6— 16/7), sem við dvöldum í Dan- mörku, hitinn var venjulega 16—22 stig*þykkt ioft og smá- skúrir öðru hvoru. Einn heilan dag gekk á með hellidembunl og var þá þrumuveður yfir Eyr arsundi. Sundið má muna sinn fífil fegri. Þarna voru vinsæl- ir baðstaðir á námsárum mín- um, fyrir um 40 árum, en nú er Sundið orðið forarvilpe eink um í grennd liafnar, og leggur af því fýluna i álandsvindi. — Borgin vaknar snemma. Um kl. 6 árdegis byrja spóar, starrar o. fl. fuglar að syngja og skömmu síðar hefst umferðardynurinn. Sporvagnar eru nær horfnir en strætisvagnar ganga um allt, miklu færri sjást á hjóli en áður. — Veggsvalir eru víða skreyttar rauðum, hvífcum og bláúm blómum, sem standa í pottum og kössum. Þetta eru mest begóníur, pelargóníur og petúníur, en gul skildingablóm hanga út yfir pottbarmana. Vafningsviðir klæða fjölmörg hús til mikillar prýði og víða gnæfa há tré, t. d. hinar sér- kennilegu súlaspir (Pappel). Blómakassar eru hengdir á húshiiðar, rétt undir gluggum svo þægilegt sé að vökva og blómin sjáist vel innan úr stof unni. Á torgum standa víða stampar og trébalar, því að hit inn í moldinni er þá jafnari en ella. — Það var líf og fjör við i-ötnin í Kaupmannahöfn. Fólk gengur þar undir laufmiklum hestakastaniutrjám, eða situr á bebkjum í sólskininu og maul- ar nestið sitt. Margir bátar líða áfram undir stórum, allavega litum seglum úti á vötnunum og sungu sumir bátsverjar Við raust. Aðrir hressa sig á róðri og *umir stíga áfíram báta sína. Ijkt og reiðhjól. Engir vélbát- ar trufla friðinn, enda eiga þeir ekki heima á litlum, frið- sælum vötnum, hraðinn og há- vaðinn er nægur í landi! — Fagurt júlikvöld brugðum við hjónin okkur í Tívoli. Það var 20° hiti og þarna inni í víð- lendum garðinum er gott sCcjól af trjám og hárri girðingu. Skrautlýst „álfahöHin“ ljóm- aði eins og í gamla daga. Marg lit ljósin lýsa upp fallega Thorvaldsenssafnið blómareiti og speglast í tjörn og gosbrunnum. Skrautklædd unglingahljómsveit gefck um garðinn og lék á lúðra sína og látbragðslistafólk skemmti á háum palli og var jafnan fólks þröng mikil þar framundan. Veitingastaðir á hverju strái og situr fólk þar oft úti á pöll um undir þaki eða tjaldi, fær sér matarbita eða bjór, ís o. s. frv. — Inni í tónlistarsalnum lék stór sinfóníuhljómsveit út- varpsins í Bratislava, tékk- neska, þjóðLega tónlist með miklum ágætum. Danir risu úr sætum hvað eftir annað og fclöppuðu.i hrifningu.. .Tékkarn-,, ir léku þjóðleg aukalög og virt ust mjögi, saortnir af ihinum hlýju viðtökum. Bara að hljóm- burðurinn væri_ svona góður í Háskólabjói! Úti fyrir heyrð- ust skrækirnir og hvinurinn í risahjólum og hringekjum — allt á fleygiferð — og mælti fólkið á ýmsa tun-gu. „Komdu Fríða — við sfculum reyna þetta“, það’ hljómaði kunnug- lega í eyrum fslendings. — Einn daginn heimsóttum við „Tante Anette“ og höfðum orð á hve vel hún bæri aldur- inn. Hvað, ég er bara 92 ára var svarið — og ef hnén væru ekki farin að láta sig færi ég ferða minna um allt! Jú, hún var sannarlega hress, bæði andlega og líkamlega, bauð okk ur lótt vín, dreypti sjálf á, en kveikti sér síðan í stórum vindli Ég reyki bara til að fitla við eitthvað, sagði hún afsakandi, fingurnir eru ohðn- ir hálfstirðir, svo ég nenni ekki að sauma út eða hekla, það yrði engin mynd á þvj lengur. Anette fer í rúmið kl. 9 á kvöldin og hefur með sér kaffi brúsa og ofurlítið af brauði. Hún vaknar venjulega kl. 3 að nóttu, drefckur kaffið og étur næturbitann, en hann verður alltaf að vera nákvæmlega eins og sneiðamar vel og vandlega smurðar, eins og hún vand- , ,jst; ,j segku sinni út á Jófclandi. Anette-er efckja, maður hennar var móiBurbróðir konu minriar. Hann sá um pappírsinnkaup o. fl. reikningsatriði danskra blaða og var oft mjög önnum kaf- inn. Hún brá sér venjulega annaðhvort sumar til ítalíu og bjó þar jafnan hjá sömu ít- ölsku fjölskyldunni og varð prýðilega að sér í málinu. Síðast fór hún ein til ftalíu 85 ára gömul. Ferðaðist jafn- an á 2. farrými, þótt efnuð væri. Hversvegna kasta pening um út um gluggann, sagði hún — og maður nýtur ferðarinnar og kynnist fólkinu betur á 2. far rými. Anette hefur lengi kennt ítölsku og kennir hana enn í einkatímum heima hjá sér. f sumar kenndi hún 5 daga f viku og hafði 7 memendur. Kennslan er ókeypis, en eitt skilyrði setar Anette, nemend, ur verða að sfcunda námið af kostgæfni — annars — „gá, farvel og hils“, þ. e. hún rek- ur þá ef þeir leggja sig ekfci fram. Nágrannamir telja mig sérvitra, segir hún. Anetfce er stór vexti, en maður hennar var fremur grannur. Við ætluð um að mætast á 70 kílóumun, en það tókst aldrei, sagðj hún og hló — og byrjaði að vökva gluggablócnin. Við mættumst warla héðanaf íslendingur, sagði hún að skilnaði, — nema þá kannski hjá sanfctí-Pétri, bæfcti hún við — og rétti okk- ur rósir úr garðínum. Þaer ilma þessar og eru ekki ný- tízku bastarðar- — Ættingjar og nemendur annast innkaup fýrir gömlu konuna — og hjálpa til að gera hreint í hús- ’inu og hirða garðinn. Sfcundum leigir hún kvenmanni herbergi, gegn dálítilli húshjálp. Hverfið er friðsælt. Það þaut j limi trjánna, en lítill hávaði barst af götunni. — Við gisfcum hjá Karen, systur Agnesar konu minnar. Svo brá Karen sér til Rómaborgar og í fyrra tók hún þátt í hópferð til Miklagarðs (Istanbal) á vegum „Tjöru- borgarprestsins“. Frænka henn ar fór til Alpafjalla. Danir eru ekki einskorðaðir við Mallorfca! RÍKARÐUR JÓNSSON Listfrömuðw aijbýðunnar Fyrir mögum árum kom ég inn í vinnustofu Rífcarðs Jóns- sonar, því ég þurfti að hafa tal af listamanninum ein- hverra erinda. — Þarna var sem upplykist fyrir mér töfra- höÚ í álfheimum, en þó svo undarlega nátengd þeim veru- leika, sem mér hafði tekizt a0 skynja á lífsleiðinni. í vinnustofunni var fjöldi listaverka; dráttlistarmynd- ir, tréskurðarverk og myndir gerðar úr leir. Ýmist var þetta fullmótað eða í sköpun. Mest bar á myndum af mönnum eða dýrum, sem endurspegluðu persénumótíð betur en nofckr- ar ljósmyndir, að mér fannst. Ég var frá mér numlnn, vegna áhrifanna af bvj sem - ég hafði séð, er ég gekk það- an á braut og hafði á þvi orð við einn kunningja minn, hversa mikil tök þessi maður hefði á túlkuninni með verk- um sínum, „Ja, hann er bara handverks maður“, svaraði þessi kunn- ingi minn. „Hann gerir bara eftirmyndir". Ég varð dolfallinn og vafð- ist eitthvað tunga um tönn, en spurði svo hvort hann hefði séð nofckuð eftir þennan mann. „Ja, bæði já og nei, ég hef ekki áhuga á þessari skurðlist. því hún er bara stæling af ein hverju". sagði hann. Ég varð alveg orðlaus þegar þetta grákalda viðhorí skiln- ingsskortsins hjá félaga mín- usn helltist þarna yfir mig eins og dimm hrakviðrisáfcúr á heið ríkjndegi þeirra björtu hug- hrifa, sem ég hafði borið með mér út úr vinnustofu lista- mannsins. En, þetta var einmitt á þeim árum er nýjar stefnur á lista- sviðinu voru að halda innreið sína í hugi íslendinga og kröfð ust nýrra viðhorfa og skiln- ings á listum og helzt á þann veg, að hinn óupplýsti alþýðu- maður skildi ekki le-jgur treysta á eigin dómgreind, heldur yrði hann að kunna ein hver ósköp í sögu listanna, og • sérstaklega yrði hann að fylgj ast vel með orðræðum og út- listunum listamannanna sjálfra um verk sín, og gefa vel gaum að beim stefnum sem í tízku væri. . Listín væri efck- ert sem ættj skylt við smekk ómenntaðra alþýðumanna. Hún væri eitthvað sem stæði fyrir utan og ofan skilning hins óupplýsta manns. En nóg um þetta. Ei skal svo lofa éinn að lasta annan. Listmimir Ríkarðs Jónssonar eru fyrir löngu dreifðir um aút land og út fyrir landsstein ana. Handbragð hans og hug- sæi hefur fundið sér stað við hjartarætur þjóðarinnar, þótt eigi hafi því verið hampað á torgum og í sýningarskálum, vegna þess, að það er af lífi hennar, sem tilheyrir henni einni. En núna brá út af venju með kynningu á verkum Rík- arðs Jónssonar. Ættingjar hans tóku sig samac um að hafa til sýnis nokkur verka hans, og fengu stað fyrir hana í húsafcynnum Menntaskólans við Amtmannsstíg. Það hafði farið framhjá mér. að þessi sýning væri haldin. En svo vildi mér til happs að dóttir listamannsins kom að máli við mig þar sem ég sat inni á kaffihúsi og sagði mér frá sýningunni og rétti mér boðskort að henni. Ég fór svo og leitaði bessa sýningu uppi. Satt að segja var þarna um nokkra völund- arhúsaleið að fara, því sýning- in er í kjallara undir einu af þeim kassaskúrahúsum sem menntamálaráðuneytlð lét byggja til að auka við hús- rými Menntaskólans. En eftir göngu um húsasund, ganga og tröppur, komst ég loks á ákvörðunarstað. — Og þarna blasti aftur við mér töfrahöll- in sem ég sá fyrir meira en tuttugu árum. Þarna blöstu við mér ,hand verkin“ af listinni og hin sanna list í „handverkunum”. Þarna blöstu við á veggjun um nærri sevtíu teikningar, bæði mannamyndir ásafflt teikningum af hlutum og hug- myndum. U;n tuttugu högg- myndir, fimmtán lágmyndir, yfir sjötíu útskornir munir og ‘þrettán ýmiss konar smíðis- gripir voru barna víðs vegar um salinn. Það sem vakti athygli mína sérstaklega voru áhrifin, sera geisluðu út frá heildarmynd þessarar sýningar. sem og hverjum einstökum hlut. Það var sem áberandi hlýleiki end Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.