Tíminn - 02.08.1970, Blaðsíða 1
170. tbl. — Sunnudagur 2. ágúst 1970. — 54. árg.
SAMVMNUBANKINN ÁVAXTAR SFAMFé YCM
UEÐ HÆSTU VÖXTUM
SAMVINNUBANKINN
Bílainnflutningurinn nemur orðið
andviröi 5-6 nvrra skuttogara
Verður þó varla eins mikill og árið 1966, sem var metár í bílainnflutningi.
s
GÓÐA FERÐ!
Þúsundum saman tók fólk a5
hópast úr Roykjavík á fösta-
dagskvöldið, þrátt fyrir það að
veðurspáin væri ekki sem hag-
stæðust, en vonandi rætist úr
því, þar sem- hinar miklu úti-
samkocnur eru haldnar.
Pétur Sveinbjarnarson fracn-
kvæmdastjóri Umferðaráðs,
tjáði Tímanum á föstudags-
kvöld, að stöðug umforð hefði
verið út úr borginni á föstu-
dagskvöldið, og ekki vitað um
nein meiriháttar óhöpp í um-
ferðinni. Þá voru komin um<J;
átta þús. manns að Húsafelli
um miðnætti, en þar er secn
fyrr, stærsta útisacnkoman um |;
yerzlunarmannahelgina.
Vegir eru víða harðir og
slæmir yfirferðar, og töhivert
mikið er um hvörf í vegum, á
þessum tíma árs.
Vegfarendur eru hvattir til
að fara gætilega, og ökrjmönn [
um er bent á að aka með aðal-
ljósunum ef mikið ryk er á
vegunum.
Við umferðarmiðstöðina var
margt um manninn á föstudags
kvöldið, og voru þar ungmenni
í yfirgnæfandi meirihluta. —
Flestir voru á leið í Húsafell,
og hér á myndinni, sem Guðjón Jv
Einarsson tók, sjáum við ung-
lingahóp í kringum bíl, sem '
er á leið í Húsafell.
- KJ-Reykjavík, fimmtudag.
Það sem af er árinu hefur verið
mikill bflainnflutningur, og má
áætla að búið sé að selja um
2500 bfla fram til þessa. Ef meðal
verð á bíl er um 300 þúsund krón
ur, þá hafa verið keyptir bflar
fyrir um 750 milljónir, eða álíka
og andvirði 5—6 nýrra skuttogara,
sem búið er að bollaleggja mikið
. að kaupa til landsins.
í júni voru 344 bílar skráðir,
þrátt fyrir að verkföll hömluðu
bílainnflutningi, og þá var einnig
verkfall bifvélavirkja, sem seink
aði afhendingu nýrra bíla frá um
boðunum.
Ef farið er nokkar ár aftur í
tímann, þá má sjá af skýrslum
um bifreiðaeign, að árin 1954 og
1955 var mjög mikið flutt inn af
'bílum, og má reyndar enn sjá
merki þess í umferðinni, því marg
ir bílar eru af árgerðinni 1955 á
götum og vegum. Þá koim mjög
mikill fjörkippur í bílainnflutning
á árinu 1963, en þá voru fluttir
inn 4479 bílar og árið eftir 4006
bílar. Næst verður mikil fjölgun
á bíium á árunum 1965—66, en
þá var m.a. byrjað að flytja inn
Bronco-bíla, og munu á sjötta
hundrað Bronco-bílar hafa selzt
af árgerð 1966. Fjölgaði bílum
frá árinu 1965—66 um 12,3%,
en það samsvarar því að í ár
myndu verða fluttir inn hingað
til lands um 5.200 bílar, og er
því töluvert langt í þá tölu enn.
Er bæpið að bílainnflutningurinn
verði svo mikill í ár, þar sem aðal
bílainnflutningstímabilið fer nú
að líða hjá, en þó er aldrei að
vita hvað gerist í þesum málum.
Líklegast er mest flutt inn af
Ford Cortina í ár, að minnsta kosti
hingað til. Mun Cortinan hafa
borið höfuð og herðar yfir aðrar
tegundir fyrst framan af ,en aðrar
tegundir hafa sótt á verulega
nú upp á síðkastið.
Leita að hörpudiski
og rækju í Breiðafirði
ÓEÓ-Króksfjarðarnesi, föstud.
Tveir bátar á vegum Hafrann-
sóknastofnunarinnar leita nú
rækju og hörpudisks í innanverð
um Breiðafirði. Árangur af leit-
inni er ekki kominn í ljós, svo
að ekki er hægt að segja fyrir
um, hvernip veiðin verður hér á
hörpudiski og rajkju, það sem
eftir er sumars, en menn gera
sér góðar vonir um einhvern ár-
angur.
Hér íiefur verið gott veður und
anfarið en frekar kalt. Gras-
spretta er lítii hér um slóðir og
horfur á mjög litlum heyskap.
vegna kals og kulda
Nýtt veitingahús
við Austurstræti
\ Undanfarið hefur mátt sjá vinnupalla fyrir utan húsið Austur-
J stræti 12 a, þar sem nú er til húsa Raftækjaverzlun Júlíusar
[ Björnssonar. í framtíðinni á þarna að vera veitingahús. og á að
J byggja eina hæð ofan á húsið. Það eru sömu aðilar og eiga Sæ.’-
[ . kerann í Hafnarstræti, sem munu standa fyrir þessum nýja veit-
i ingastað Hugmyndin mun vera að hafa ,,grill“ veitingastofu á
. fyrstu hæð. á annarri hæð á að vera veitingahús með þjónum og
iafnvel bar, og á þriðju hæð hússins verða eldhús o. fl. Myndin
I var u húsinu, sem nú er verið að breyta. (Tímamynd G E.)
Sýnið árverkni og tillitsseH í umferðinni
i i