Tíminn - 02.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.08.1970, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 2. ágúst 1970. TIMINN gsnaa Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKK URINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- j skriístofur ( Edduhúsinu. stmar 18300—18306 Skrifstofur 6 Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 ' Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði innanlands — f lausasölu kr. 10,00 eint Prentsm. Edda hl Mesta ferðahelgin Þessi helgi, verzlunarmannahelgin. er mesta ferða- helgi ársins. Þá hópast fólkið úr þéttbýlinu út á lands- byggðina, slær upp tjöldum á fögrum stöðum og nýtur útivistar í náttúrunni. Það ber of mikið á því, einkum meðal ungs fólks, að það kann ekki að ferðast um land sitt og njóta ferða- lagsins til þeirrar fullnustu, ununar og menntunar, sem ferðalög um fagrar og sögufrægar byggðir eru, þar sem hvert örnefni segir sína sögu og greinir frá liðnum atburðum, sem tengdir eru sögu lands og þjóðar. Aldrei fyrr hefur fólk þó átt eins auðvelt með að afla sér leiðsagnar um byggðir og óbyggðir landsins sem nú, þótt það ferðist algjörlega á eigin vegum og án kunnugs leiðsögumanns. Margs konar handhægar ferða- bækur og leiðarlýsingar hafa nú verið gefnar út fólki til leiðsagnar. Ferðafélag íslands hefur staðið að myndar- legum útgáfum landlýsinga og ferðahandbækur eru nú til sölu í flestum greiðasölustöðum með þjóðvegum. Þá ber að geta uppsláttarbókar Þorsteins heitins Jósefsson- ar um helztu örnefni og sögufræga staði, en sú bók er ómetanlegur ferðafélagi, þeim sem kunna að nota. Þeir, sem hafa lag á að notfæra sér til nokkurrar hlítar þessi hjálpargögn á ferðalögum sínum, geta borið vitni um, hve aukið gildi og ánægju þau gefa ferðalaginu og tengir þann, sem tileinkar sér þann fróðleik er þar er að finna, traustari böndum við.land sitt og sögu þjóðarinnar. A5 njóta ferðalagsins í slíku ferðalagi er mikil menntun fólgin. Þar tekur ein ánægjuleg kennslustund við af annarri, og að slíkri för lokinni, sem farin hefur verið með réttum hætti og opnum hug, vaknar þrá til að lesa sér nánar til um ein- stök atriði, sem í minni sitja við ferðalok, en aldrei yrðu lesin og numin, ef snertingin við staðinn sjálfan. sögu hans og menjar, hefði ekki átt sér stað og fróð- leiksfýsnin vakin með þeim hætti. Þannig geta menn menntað sig með ánægulegum hætti með því að lesa sig og lifa sig inn í sögu þjóðarinnar á ferðalagi um það land, sem fóstrað hefur hana í bráðum 1100 ár við skin og við skúrir, ís og elda. Og þekkja land sitt Því er á þetta minnzt nú um þessa miklu ferðahelgi, að sannleikurinn er sá, að margur íslendingur veit meira um kennileiti í stórborgum nágrannaþjóða en örnefni og sögustaði í sínu eigin landi. Það er síður en svo verið að amast við því að menn ferðist erlendis og víkki sjóndeild- arhring sinn, kynnist öðrum þjóðum og viðhorfum. Það er sjálfsagt og nauðsynlegt En engu að síður ætti það að vera stolt hvers íslendings að þekkia land sitt. sögu þess og þeirrar þjóðar, sem þar hefur lífsstríð sitt háð Slíkan metnað þurfum við að glæða meðal úinna vngri. ef vel á að fara. Ekki metnað til að vekja oflæti. Iieldur áhuga á uppruna sínum og landi, þvi með slíkum áhuga kemur heilbrigð og öfgalaus þjóðerniskennd sem íslend ingar verða að eiga í all ríkum mæli i framtíðinm, eigi þeir ekki að tapa sjálfum sér í því mikla umrótj alþjóð legra samskipta, sen óhjákvæmileg hlýtur að vera fram undan. — TK 9 ANTHONY LEWIS: Nýting kjarnorku hefir í för meö sér hættu á Slys geta ávallt orðið og hafa þegar valdið uggvænlegri geislavirkni. Torvelt reynist að varðveita úrgangsefni frá kjarnorkustöðvum, en af þeim getur stafað bráður háski um þúsundir ára. f forustugrein stórblaðsins The New York Times 16. iúlí í sumar var minnzt 25 ára afmælis kjarnorkusprengjunnar. Þar stóð meðai annars: „Öld kjarnorkuvopnanna rann upp rétt fyrir dögun þennan dag fyrir tuttugu og fimm árum skammt frá Alamogordo í New Mexiko. Sjónarvottar að þessarri fyrstu kjarnorkusprengingu urðu frá sér numdir og agndofa. Einum þeirra, blaðamanni frá New York Times, sagðist þannig frá: „Slíkan blossa hafði enginn séð áður á þessarri jörð, eitt andartak, sem virtist óendanlegt, flæddi frá honum um him. in og jörð birta margra risasólna". Mikil launung hvíldi yfir þessarri fyrstu tilraun. Það var ekki fyrri en nokkrum vikum síðar, þegar kjarnorkusprengjan afmáði borglrnar Hiroshima og Nagasaki, að fóik um heim allan komst að raun um, hvílík örlagatímamót höfðu orðið í sögu mannkynslns. Eyðileggingaraflið. sem kvað við og blossaði við Alamogordo, var hégómi hjá því sem býr í einni þeirra þúsunda kjarnorkusprengja, sem geymdar eru nú í vopnabúrum kjarnorkuveldanna fimm. Þeirri snilli og tækni, sem hefir magnað eyðlleggingarmátt kjarnorkunnar í hernaði hafa ekki fylgt samsvarandi stjórnmáiaafrek til verndar öllu mannkyni og tryggingar gegn því, að harmleikurinn fré Hlro- shima og Nagasaki endurtaki sig. Ríkjandi friður milli stórveldanna hvíiir á gagnkvæmum ótta. Það er ófullnægjandi, ónógt og valt jafnvægi, sem raskast gæti á svip- stundu vegna óvæntra tæknlframfara eða stjórnmálaglapa, sem hæfu gálausan einstakiing eða hóp einstaklinga til forustu í kjarnorku- veldi“, Hér er einvörðungu f jallað um eyðingarháskann af hernaðarnotkun kjarnorkunnar, en friðsamlegri notkun hennar fylgir einnig ógn, sem yfir vofir hvenær sem eitthvað ber út af. Um hana er raett í grein- inni, sem hér er birt. (Þýð.) FJARRI fer að vísindamenn séu ónæmir fyrir hinni al- mennu hneigð margra aðdá- enda skrifstofuvaldsins til að ota fram sérgrein þeirra. Al- kunnugt er, að forráðamenn flugvalla halda, að fleiri og stærri flugvellir séu mannkyn inu þarfari en flest annað og forráðamenn vegamála telja þjóðvegi og hraðbrautir barf- ari os eftirsóknarverðari en borgir. Ekki kemur því á óvart bó að beir. sem áætlanir gera um k.iarnorkuvinnslu, séu öt ulir og ákafir boðendur auk- innar notkunar kjarnorkunnar í barfir bióðfélagsins. Þess hefur sérstaklega gætt í Bandarík.j 'niim og Bretlandi að bent hafi verið á aukna notkun kjarnorkunnar til þess að spara þverrandi brennslu- efni o® efla efnahagslegar fram farir. Gert er ráð fyrir í áætl unum. að árið 1985 sjái kjarn orkuver fyrir þriðjungi beirr ar raforku, sem brezka bjóðm notar. Kjarnorkunefndin Bandarík.iunum hefur keppzt við að boða aukna notkun kiarn orkunnar og jafnvel látið all- ar öryggisráðstafanir og heilsu farsleea áhættu lönd og‘ leið i ákefð sinni. SKAMMT er síðan að við t'ór- um að gera okkur grein fvrir þeim hættum. sem notkun kjarnov'Hunnar getur haft í föi með sér. Þegar kjarnaklofningi er beitt til að knýja aflvélar skips eða framleiða raforku fylgir bví áhætta sem er litlr eða engu síður uggvænleg en margt af því, sem við höfum verið að aðhafast til bessa os ■aldið hefur hvað mestum spjöli um á okkur sjálfum og um- hverfi okkar. Hafin er i Bretlandi útgáfa nýs tímarits. sem nefnist The Eeologist. Þetta er mjög fróð- legt rit og beir. sem í bað rita virðast lausir við alla móður- sýki. í fyrsta hefti bessa rits er hættunni. sem kjarnorku- vinnslan hefur í för rneð sér. gerð mjög góð skil Fyrst er frá því skvrt. hve allar lífver- ur séu ákaflega viðkvæmar fyrir geisiavirkni Þar er og sýnt fram á hve geislavjrkni- áhrif efna eins og sinks, joðs og strontíums geti orðið ákaf lega samþjcppuð og mögnuð í náttúrunni. RANNSÓKNIR. sem fram- kvæmdar h3fa verið við Colum biaá i Bandaríkjunum sýna ti’ dæmis fram á. hve geislavirkn in evkst uggvænlega eftir pvi. sem ofar dregur i fæðustig- ann Geislavirknin i vatninu sjálfu virtist ekki mikil. Hún var aftur á móti 2000 sinnum meiri í plöntusvifi árinnar. og 10 000 sinnum meiri í öndum, sem lifðu á plöntusvifinu. í lungum fugla, sem foreldrarn ir mötuðu á flugum úr ánni. var geislavirknin orðin 500 000 sinnum meiri og í eggiarauð- um sundfuglanna revndist hún hvorki meira né minna en 1.000 000 -innum meiri í vatni árinnar í timaritinu The Ecologist er einnis sagt frá kjarnorkutil raun, sem gerð var i Nevada eyðimörkinni árið 1962. Frá henni barst ský af geislavirk' ryki vfir Utha og af því stat aðj mjög mikið af geislavirku ioði i mjólk Sumir létu í ljós áhyggjur vegna hugsanleas heilsutjóns af geislavirkninni, en raddir þeirra voru kveðnar niður. Skjaldkirtilssjúkdómar í börnum reyndust þó aukast töluvert, og einnig fjölgaði dauðsföllum vegna meðfæddr- ar vansköpunar. HÆTTAN, sem stafar af svo- nefndri friðsamlegri notkun kjarnorkunnar, er einkum fólg in í tvennu: Hugsanlegum slys um eða mistökum annars veg ar og hins vegar þeim úrgangs efnum, sem verða til við kjarn- orkuvinnuna. Tvö slys hafa orðið, annað í Englandi og hitt í Bandaríkj unum. Mikið barst af geisla- virku efni út í andrúmsloftið í báðum tlifellunum. Þegar kjarnorkukafbáturinn Tresher fórst árið 1963 varð aukinnar geislavirkni einnig vart. Fyrir skömmu var haldin á Malta ráðstefna um mengun hafsins. Bandaríski eðlisfræð- ingurinn Jerold M. Lowenstein sagði meðal annars á þessari ráðstefnu: „Slys á skipum eru, óumflýj anleg og gera má ráð fyrir að þeim fjölgi veruléga og verði því tíðari, sem ffeiri skip verða knúnin kjarnorku“. Dr. Lowenstein vakti athygli á því, að einn af sölumönnum kjarn- orkuskipa hefði skrifað árið 1965, að hættulegt kynni aj| virðast að láta efni frá kjarn- orkuvinnslu berast í sjóinn, „en við höfum reynt með allgóð- um árangri að bregðast við svipuðum vanda þegar brennslu olía eða olíuúrgangur hefur borizt í sjóinn". MEÐFERÐ úrgangsefna frá kjarnorkustöðvum veldur þeg ar verulegum vandkvæðum. Þau verður annað hvort að grafa mjög djúpt i jörðu eða varðveita þau í geymum sem vökva, og kraumár hann þar í meira en heila öld. Taldir eru upp í tímaritinu Ecolog- ist 183 geymar kjarnorkuúr- gangsefna í fylkjunum Washing ton. Suður-Karólínu og Idaho, en níu þeirra hafa begar bilað. „Bilanir bessar hafa orðið áður. en geymarnir náðu tutt- ugu ára aldri,“ segir í tíma- ritsgreininni. „Þó verður því ekki andmælt. að innihald bess arra geyma er blátt áfram ban vænt í þúsundir ári.“ ÞAÐ. sem rakið hefur verið hér að framan, gefur til kynna, að ekki má minna vera en að full aðsát sé höfð við notkun kjarnorkunnar. án bess bó að verið sé að gera sér nokkrar dómsdagsgrillur Mengunin hef ur aukizt um nokkurt skeið og vísindamenn hafa smám saman lækkað eeislavirknina sem beir telja manninn þola án þess að honum verði hætta búin. Svo virðis' sem ?kki sé um að ræða neina geislavírkni, sem öruggt sé að ekki valdi tjóni, en áhætt an eykst hins vegar i réttu hlut Framhald * bls 14. 1$ t i i f [í í i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.