Tíminn - 09.08.1970, Qupperneq 9

Tíminn - 09.08.1970, Qupperneq 9
ÍUNNUDAGUR 9. ágúst 1970. TIMINN 9 ÍMÍMt Útsefandi: FRAMSÓKNARFLOKK.URINN í'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediiktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur i Edduhúsinu. símai 18300—18306 Skrifstofur Banfcastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — t lausasölu kr. 10,00 eint Prentsm. Edda hf Fundahöld Ólafs Jóhannessonar Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hefur í sumar haldið fundi víðs vegar um land og rætt þar stjórnmálaviðhorfið og stefnu Framsóknarflokksins. Fundir þessir sem eru öllum opnir, hafa verið fjölsóttir og hafa vakið athygli. Eftir framsögu Ólafs Jóhannesson- ar eru frjálsar umræður á þessum fundum og umræður hafa oft verið fjörugar, en Ólafur Jóhannesson svarar öllum fyrirspurnum, er fram koma á fundum þessum. Hér er um nýmæli að ræða, að formaður stjórnmála- flokks hafi svo tíða fundi og svo víða á einu misseri, en Ólafur mun í sumar heimsækja öll kjördæmi landsins og halda þar fundi. í þessari viku verður Ólafur Jóhann- esson á ferð um Norðurlandskjördæmi eystra og talar á þremur fundum. Annað kvöld, mánudagskvöld, held- ur hann fund á Akureyri, á þriðjudagskvöld á Húsavík og á fimmtudagskvöld á Þórshöfn. Skoðanakannanir utii framboð til Alþingis Kjördæmisráð Framsóknarflokksins í hinum ýmsu kjör- dæmum landsins eru um þessar mundir að undirbúa eða efna til skoðanakannana um röðun manna á framboðs- lista fyrir næstu alþingiskosningar. Skoðanakönnun Framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi hefst á morg- un, mánudag, og 29. ágúst hefst skoðanakönnun í Norð- urlandskjördæmi eystra. Skoðanakannanir hafa þegar farið fram í tveimur kjördæmum, Norðurlandskjördæmi vestra og Vestfjarðakjördæmi, og í hinu síðarnefnda hef- ur framboðslisti Framsóknarmanna við næstu alþingis- k&sningar þegar verið ákveðinn. í öðrum kjördæmum er unnið að undirbúningi skoðanakannana og er sá undir- búningur þó algerlega unninn án tillits til þess, hvort núverandi ríkisstjórn treystir sér til að sitja út kjör- tímabilið eða lætur kjósa í haust. Framsóknarmenn um allt land eru sigurvissir og reiðubúnir til kosningabar- áttu. Sögulegir atburðir Tveir merkir atburðir hafa gerzt á sviðí alþjóðamála 1 vikunni, sem leið. Annar atburðurinn var undirritun griðasáttmála milli Sovétríkjanna og Vestur-Þýzkalands, en endanlega mun hann þó ekki ganga í gildi fyrr en náðst hefur samkomulag um framtíðarstöðu Vestur- Berlínar. Það ætti að greiða fyrir lausn Berlínarmálsins, að slíkur samningur er fyrir hendi, og mun taka gildi samtímis og það mál leysist. Hér hefur því vonandi ver- ið stigið stórt spor til bættrar sambúðar í Evrópu. Hinn alburðurinn var vopnahléið milli ísraels og Egyptalands, sem gekk : gildi í fyrrinótt, en Jórdanía mun brátt ger- ast aðili að því. Þetta vopnahlé gildir að vissu ekki nema til 90 daga, en vonandi nýtist sá tími vel til að koma á framtíðarsamningum milli Araba og ísraelsmanna. Grundvöllur slíks samkomulags er fyrir hendi, þar sem er ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember 1967. Þ-Þ- CLAIRE STERLING: Gerír mannf jölgun og men ólíft á iörðinni um aldamót? - Rómaborg, 23. júlí 1970. ÁHRIFAMÖNNUM fjöl- margra gagnólí'kra þjóða eins og Bandaríkjamanna, Breta, Frakka, Þjóðverja, ítala, Svía, Tékka, Sovétmanna, Indverja og Japana, er allt í einu orðin ljós yfirvofandi hætta, ægi- legri en nokkur öiinur, sem mannkynið hefur áður komizt í kynni við. Sérfræðingamir nefna þetta allsherjaröngþveiti, hástig mistaka mannkynsins frá upphafi. Þeir lýsa þessu með margvíslegum og stundum miður skiljanlegum hætti, en allir virðast þeir þó vera að reyna að láta það álit í ljós, að ’fyrr en varir renni sá dagur upp, að jörðin geti ekki fóðr- að það fólk, sem á henni lifir. Jarðarbúar verða orðnir 7 milljarðar um aldamótin næstra, eða tvöfalt fleiri en þeir eru nú. Þeir hafa ekki nóg að borða. Helmingur jarðarbúa sveltir nú þegar, og búizt er við, að 4 eða 5 milljarðar svelti af þeim sjö, sem á jörðinni búa um næstu aldamót. Þegar þar er komið brestur jarðarbúa elnnig lífvænlegt umhverfi, -.jafnvel þó að miðað sé við þær lágu kröfur, sem við gerum nú. 50 þúsund hinna efnameira kunna að búa saman í hverjum skýjakljúf, en fátæklingarnir í steinbúrum, sem teygja sig um meginlöndin þver og endilöng. Verulegur skortur verður á görðum, baðströndum, skógum og óbyggðu landi til að flýja til undan áþján þéttbýlisins, og geðlæknar anna ekki að sinna ððrum en þeim, sem loka verð ur inni. Ef til vill verður ekki nægilegt rými til frjálsra ferða mannanna. Þá kann að bresta bæði nýtilegt andrúmsloft og drykkjarhæft vatn. SUMUM Bandarikjamönnum kann að koma á óvart að þetta eigi við okkur öll, — mannkyn ið sem heild. Þeim hættir til að halda, að Bandaríkjamenn séu þeir einu, sem misbjóða náttúrunni. Hitt er reyndar staðreynd, að Zuriohvatn er jafn steindautt og Erie-vatn, og áin Rín en mengaðri en Hud- son-áin. Sænskir skógar visna undan regni, sem flytur þeim brennistein sunnan frá Ruhr. Japanir, Finnar og Hollending- ar verða fárveikir af að eta kvikasilfurmengaðan skelfisk. Styrjan í Kaspíuhafinu þverr og með henni hverfur kavíar- inn frægi. Súrefnisínnihald Eystrasalts þverr geigvænlega ört, meðalævi Mílanóbúa er þremur árum styttri en meðal- ævi annarra ftala vegna meng- unar í andrúmsloftinu, oo Ti- berfljót er sums staðar svo eitrað, að fiskur héldi þar ekki lífi lengur en stundarfjórðung. HRYLLINGSSÖGURNAR eru miklu fleiri og óðar en varir gerast aðrar sögur, sem era eins uggvænlegar eða verri. Stfílur í stórfljótum valda jarð skjálftum, eyðimörkin sækir lálaust á ofnytjuð beitilönd, gáleysislegt fikt mannsins við andrúmsloftið veldur nýrri ís- 61d, höfin verða lífvana og flóð svelgja heil meginlönd. Hervirkin, sem við erum að byrja að veita athygli, verða orðin tvöfalt meiri að þrjátíu árum liðnum, þegar tvöfalt fleira jarðarbúar berjast um mat og v-atn, saurga, hrúga upp úrgangi, nota brennsluoliu og neyta iðnvarnings, dreifa eitr- uðu lofti og valda ærandi hávaða þegar þeir þjóta um hnöttinn þveran og endilang- an í bílum og háloftaþotum. ALLT ER þetta svo miklu meira og geigvænlgera en sam- svarað getur vanburða hug- myndum okkar um vandamál, að sérfræðingarnir era í vand- ræðum með að koma orðum að því. Enginn veit í raun og veru enn, hve umfangsmikill voðinn er, alþjóðaráðstefnur eru í þann veginn að hefjast og ná- kvæmar athuganir í tölvum eru enn á undirbúningsstigi. Ea voðinn er greinilega miklu meiri en svo, að skyndi- ákvarðanir í örvæntingu geti að haldi komið, og gætu auðveld- lega gert illt verra, þrátt fyrir góðan ásetning. Einnig er hér um alltof umfangsmkinn voða að ræða til þess að nokkurt aft urhvarf til náttúrunnar geti komið að haldi. Ósennilegt er, að 7 milljarðar manna geti leyst vandann með því að út- rýma tæknimönnunum og rækta tómata í gluggakistum. Voðinn er einnig allt of mikill til þess að takmörkuð- um hópi auðugra iðnaðarþjóða sé trúandi til að afstýra hon- um. Framferði þeirra til þessa hefur tæpast aflað þeim ótak- markaðs trausts hinna þjóð- anna, þar sem hina sveltandi milljarða er að finna. Umfram allt er vandinn allt of mikill til þess, að ein þjóð geti við hana VeriS aS slæða upp fisk, sem drepizt hefur af mengun í ánni Rfn. ráðið, hversu auðug, máttug, félagslega sinnuð, sakbitin, náttúruunnandi og tæknivædd um fram aðrar þjóðir sem hún kann að vera. LÍTUM til dæmis á Eystra- salt. Þetta er grunnt og straum lítið innhaf og sundið út í At- lantshaf svo þröngt, að þrjá- tíu ár tekur að skola öllum sjónum úr því þangað út og endumýja hann. Eystrasaltið er sjúkt, blandað verksmiðju- úrgangi og sorpi frá mannabú- stöðum í löndunum sex, sem að því liggja, Danmörku, Sví- þjóð, Þýzkalandi, Póllandi, Finnlandi og Sovétríkjunum. Þarna flýtur mikað af úrgangi frá skemmtiferðaskipum, sjór- inn er mengaður kvikasilfri, sem vindar bera hvaðanæva að úr Evrópu og DDT alls staðar að, og til og frá er olíubrák frá flutningaskipum og tank- skipum, sem um hafið sigla. Eystrasaltið gæti orðið eyði- leggingunni að bráð á einni nóttu. Einn rúmmeter af brennsluolíu getur dreift sér um heilan ferkílómeter hafflat ar á einum eða tveimur dögum. Ef risaskip færist á Eystrasalti, gæti allt sjávarlíf tortímzt og afleiðingarnar á andrúmsloftið væru óútreiknanlegar. hvað þá á efnahag og afkomu strand- ríkjanna sex, sem i búa meira en 300 milljónir manna. Þrátt fyrir þetta halda tankskipin áfram að sigla um þetta haf þar til stjórnir strandríkjanna sex koma sér saman um að banna þau. Og jafnvel þó að undir þann leka væri sett er eftir að glíma við framburð ánna frá löndunum sex og hina hvikulu og svikulu vinda. EF til vill verður eitthvað gert til að bjarga Eystrasalti. en þörfin á því var þáð eina, Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.