Tíminn - 09.08.1970, Qupperneq 10

Tíminn - 09.08.1970, Qupperneq 10
10 TIMJNN SCTWTOAei® 9. ágfist Í99e. FULLT TUNGL Eftir P G Wodehouse 59 sómasamlegan eiginmann Vero- nibu, að þurfa að segja, — þið hefðuð bara átt að sjá þann sem stökk af. — Slíkar hugsanir voru búnar að grafa undan járnvilja frúarinnar, hún var komin á þá skoðun, að þessi veröld gæfi kost á mikilvægari hlutum, en því að . fara eftir dutlungum Dóru syst- ■,ur sinnar og hindra það að henn- < ar dóttir giftist niður fyrir sig, frú Hermione hafði auðvitað ekki 'skipt um skoðun á Bill, hann var ‘greinilega botnfall þjóðfélagsins, en sú skoðun var farin að læðast að henni að það væri Dóra en ekki hún, sem ætti að hafa áhyggj urnar af sinni eigin dóttur. í stuttu máli þá var frú Hermione orðin skuggi af sjálfri sér, hún var búin að tapa. ■ Gally trúði á skyndiáhlaup, hann var á móti öllum undir- búningsatriðum, hann sagði: . — Jæja? — Frú Hermione skalf og nötraði öll og sagði ekki orð, en Galiy gaf sig ekki, hann sagði: — Ertu búin að taka ákvörð- un? —En Galahad þú getur þó ekki í alvöru viljað að bróðurdótt , ir þín giftist auralausum lista- manni? — Það var næstum biðj- andi hreimur í rödd frúarinnar. — Hann er ekki eignalaus lista- maður, hann á skemmtistað, sem veröur sá fúllkomnásti á öllu Eng landi, þegar Clarance verður bú- inn að leggja fram fé, til að koma staðnum í nýtízkuhorf. — E, hvað? — sagði Emsworth jarl, hugur hans var víðsf jarri. — Hlustaðu nú á mig, Clarence viltu græða stórfé? sagði Gal.’y- — Ég á stórfé, sagði jarfinn. — O, það' getur varla skaðað þig að bæta dálitlu við. — Satt er það. —Settu þér nú fyrir sjónir fagra sveit þar sem er skínandi krá, sagði Gally. Hann sá að bróð ir hans ætlaði að spyrja, hvers vegna kráin skini, svo hann flýtti sér að bæta við, — allt umhverf- is krána eru hópar af fólki sem er að belgja í sig hanastél, sem kosta tvo shillinga hvert glas, það sézt ekki í grasbalana fyrir bröng af fólki sem er að háma í sig tíu shillinga málsverði þarna undir angandi rósarunnarþekju. Þarna eru ljómandi skrautluktir, þarna er gosbrunnur upplýstur með mis litum ljósum, þarna er sundlaug, og taktu nú vel eftir Clarence, það er öldugjáifur í þessari laug, í stuttu máli þá er þetta fjölsótt- asti skemmtistaður í öllu landinu, vegna þess að allur útbúnaður þarna er i einu orði sagt stórkost legur, — útskýrði Gally, af sinni alkunnu mælsku. Jarlinn sagði að þetta léti vel í eyrum. Gally sagði að hann hefði einmitt hitt nagl- ann á höfuðið, og að þetta væri gullnáma og að helminginn af ágóðanum gæti hann fengið fyrir fimm þúsund pund. — Fimm þúsund pund? sagði jarlinn. — Já, það er varla von að þú trúir þessu, þetta eru hreinir smá munir, og þú þarft ekki einu sinni að snara peningunum út strax, allt og sumt sem ég er að biðja þig um er plagg handa guðsyni mínum, Bill Lister, þar sem þú lofar honum þessari upphæð á 1 sínum tíma, fiýtti Gally sér að segja, því honum sýndist bróðir sinn vera orðinn íhugandi á svip inn. Jarlinn var farinn að fitla við nefklemmurnar sínar, en það fannst Gally ævinlega ills viti, enda hafði Gally oft þurft að horfa upp á bankastjói’a með l samskonar handaburði, þegar hann hafði gengið fyrir slíka höfð ingja til að biðja um yfirdráttar- heimild. — Ég veit ekki hvað segja skal, sagði jarlinn. — Svona nú Clarence, gerðu þetta nú, sagði Gally. — Fimm þúsund pund er nú eins og að beita einni síld til að veiða heilan hval, þú færð þetta allt aftur eftir árið. Minntist ég annars á að þarna verður fyrsta flokks djass hljómsveit, sem verð ur staðsett á bak ’ við fullt af biómsti-andi vafningsviði? Jarl- inn hristi höfuðið og sagði: — Mér þykir það leitt Galahad Gally var orðinn hörkulegur á svipinn þegar hann tók aftur til máls og sagði: — Allt í lagi, þú skalt þá íhuga úrslitakostina og afleiðingarnar, ég sleppi festinni ekki, og hvað verður þá, allt í rúst, eynid og volæði. Plimsoll slítur trúlofun- inni við Veroniku og kona Fredd ies skilur við hann. — E? —Og vesalings aumingja Freddie kemur auðvitað alkom- j inn til Blandirigs sorgmæddur og niðurdregir.n. — Hvað bá? — Nú það er bara eðlilegt, særður fugl skríður aftur í gamia I hreiðrið sitt, það verður skemmti i legt fyrir þig að hafa Freddie • hérna heima, indæll félagsskapur fyrir þig í ellinni. Emsworth jarl þreifaði eftir snúrunni á nef- klemmunum sínum, þær höfðu þeytzt eins langt og þær komust, þegar hann var búinn að koma þeim aftur á sinn stað var hann orðinn eins og maður sem hefur tekið ákveðna ákvörðun, hann sagði: — Ég fer og skrifa þessa skuld bindingu þegar í stað, nafnið er Lister? —Já, William Lister, L, fyrir London, I, fyrir Invernes, S, fyr- ir. . . En jarlinn var farinn. —Ha, sagði Gally, hann tók af sér hattinn og notaði hann sem blævæng, honum var orðið svo heitt. Hei’mione systir hans virtist líka vera aðframkomin, hún var rauð í framan og það var eins og augun ætluðu út úr höfðinu á henni. Hún sagði: — Jæja Galahad, nú viltu kannski vera svo vænn að láta mig fá festina. Það varð stutt þögn. Það var eins og hinn æru- verði Galahad veigraði sér við að segja þatö sem hann óttaðist að mundi særa, svo sagði hann: — Ég hef hana ekki. — Hvað þá? — Mér þykir þetta ákaflega leitt, en þetta er ekki mér að kenna. Ég skal segja þér nákvæm lega frá þessu. Ég var hræddur um að þú stæðist ekki freistiog- una og mundir koma inn til mín til að leita að festinni, og þess vegna lét ég hana á stað sem ég taldi að þér mundi aldrei detta í hug að leita að henni. í gær bað Plimsoll mig að geyma fyrir sig vínpelann sinn, þetta var stór og mikill peli. . . Hér þagniaði Gally, angistarvein hlijómaði um allan garðinn. Frú Hermiome var alveg eins og eldabuska sem hef- ur séð svai’ta pöddu í eldhusinu sinu, og á ekkert skordýraeitur. —Léztu festina ofan í pelann hans Tiptons? spurði frúim. —Já, mér fannst það fjári snið ixgur felustaður, en því miður þá hefur einhver fjai’lægt fjárans pel ann, og hvar hann er núna niður kominn það hef ég ekki hugmynd um. —En það veit ég, sagði frú Hermione, hann lét mig fá pel- ann, ég mætti honum rétt áðan, hann var að koma út úr herberg- inu sínu. Hann rétti méf pelann og bað mig um að geyma hann og það var skelfingarsvipur á and litinu á honum, nú fjaraði rödd frúai’innar út, og manni gat helst dottið í hug að vindurinn væri að blása í gegnum sundurkramið hjarta, svo aumkunarvert var að heyra rödd þessarar stórlátu konu. — Galahad þú hefðir átt að vera í leyniþjónustunni, sagði frú in. Þetta fannst Gally miklir gull-- hamrar, hann sagði: — Já, fólk hefur oft sagt mér það, jæja þá er allt í lagi í þessu staka, úr því að þú hefur festima þá getur þú látið Freddie fá hana og þar með er málinu lokið, afl- ir verða hamingjusamir, elsk- andi ung hjörtu sameinast og engin þarf að hafa áhyggjur af nokkrum sköpuðum hlut. Eg fer nú að áðgæta hvernig Clarence gengur að skrifa þennan seðil, að því loknu þarf ég að hitta tvær manneskjur í rósagarðinum. Að svo mæltu skundaði hinn æru- verði Galahad heim að kastalam- um, og fór geyst. Sögulok. Safnast þegar\~^,^/ samawítenmr-- MTÐ HCSTU VeXTUIt úrmúúnAt SAUDASKRdKI HÚSAVbC KÓPAIKEIB AHNAST ÖU-IHW-lKOBi SA HVINNVBAHKtHS' er sunnudagur 9. ágúst — Romanus Árdegisháflæði i Rvík kl. 8.45. Tungl í hásuðri kl. 18.39. dögum fcl 9—2 og á sumnudögum og öðrum belgidögum er opið uá kl 2—4. Tanniæknavaki er 1 Heiisuvernd arstöðinni :þar sem slysavarð stofan var: og er opin taugaruag- og sunuudaga fcl 5—6 e. h. Símt 22411 Nætui’vörzlu í Keflavík 8. og 9. ágúst annast Kjartan Ólafsson. Næturvörzlu í KeL’avík 10. ágúst annast Arnbjöri.i Ólafsson. Kvöld- og helgarvörzlu Apoteka í Reykjavík vikuna 8. — 14. ágúst annast Langavegs-Apótek og Holts-Apotek. ÁRNAÐ HEILLA HEILSUGÆZLA Slökkviliðb , í’’«f»-ah!<’’<*tðlr. Sjúkrabifreið i Bafnarftrðt sima 51336 fvr. vkja-’Ii >g Kópavog síml 11106 Slysavarðsiofan i Borgarspltalanum er opln allan sólarhrlngtnn 4ð elns móttaka slasaðra 81mt 81211. Kópavogs-Apótek og Keflavikur Apótefe err optr vtrk» * (laga ki 9—19 laugardags K1 »—14 helg* daga kl. 13—15 Almennar uppiýsingax um iænn> pjónustu i oorglnnx eru geínai símsvara Læknafélag' Reykiavm ur, stmi 18888 Ft garhe ■"’» i Kópavogl Illíðarvegl 40. slml 42P44 Fópavogs-apótek og Aeflaviituj apótek eru opir< vlrka daga Id. 80 ára er á mánudaginn 10- ágúst __19 laugardagí kl 9—14. ueigx Hildur Jónsdóttir, fyr«» ljósmóðir daga fcL 13—10. frá Þykkvabæjarki’austri. Ilún Apótek Hafnarfjarðar er opið aila verður stödd á heimili tcngdadótt virka daga frá kL 9—7 i Laugar ur sinnar, Litlalandi, Mosfellssveit. GENGISSKRÁNING Nr. 93 — 6. ágúst 1970 1 Bandar. doHar 87,90 88,10 1 Sterllngspund 210,20 210,70 1 Kanadadollar 85,95 86,15 100 Danstoar kr. 1.171,80 1.174,46 iOú Norskar kr. 1.230,60 1.233,40 iOO Sænskar kr. 1.697,74 1.701,60 100 Finnsk börk 2.109,42 2.114,20 100 Fransikir fr 1.592,90 1.596,50 100 Belg franíkar 177,10 177,50 100 Svissn. fr. 2.042,30 2.046,96 iOO GylllnJ 2.438,70 2.444.20 100 V.-þýzk mörk 2.421.08 2.426,50 100 Lírur 13,96 14.00 100 Austurr. sch. 340,57 341,35 100 Eseudos 307,00 307,70 100 Pesetar 126,27 126.55 100 Reikninigskrónur — Vöruskiptalönd 99,86 100,14 1 Relkntngsdollar — Vörusldptalönd 87,90 88,10 1 Reikningspund — Vöruskiptalönd 210,95 211,45 ORÐSENDING Minningarspjöld minniiigarsjóðs Dr. Victors Ui’bancic fást í Bóka- verzlun ísafoldar, Austui’stræit, aðalskrifstofu Landsbankans, Bóka verzlun Snæbjarnai’. FELAGSLlF Auka-«umarleyfisferð 13. — 18. ágúst: Langisjór — E>’d- gjá- Hrafntinnusker og viðar. Gist, í Landmannalaugum allar næturn- ar. Ferðafélag ! 19533 og 11798 íslands. Símar SÖFN OG SÝNTNGAR Asgrimssafn. Bergstaðastræíij 74 er opið alla daga nema laugard. frá kl 1.30—4. ASAHI PENTAX myndavélar auðvelda fleirum að taka betri myndír ASAHI hít c^tv.tc ÍpEN •AIAp ASAHI PENTAX PENTAX r r FOTOHUSIÐ BANKASTRÆTI SÍMI 2-15-5« AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Krossgáta Nr. 599 Léðrétt: 1 Mettur 2 For 3 Númer 4 Þungbúin 6 Partar 8 Tímabils 10 Fugl 14 Siá 15 Bára 17 Reið. Ráðning á gátu nr. 598. Lárétt: 1 Ragmar 5 Orð 7 Mór 9 Afl 11 SS 12 EÉ 13 Eir 15 Ost 16 Álf 18 Blinda. Lóðrélt: 1 Ramses 2 Gor 3 Nr. 4 Aða 6 Ólétta 8 Ósi 10 Fes 14 Kál 15 Ofn 17 U. Lárétt: 1 Hungi’aða 5 Reiðihljóð 7 Spé 9 Fiska 11 Titill 12 Fléttaðj 13 Svei 15 Taut 16 Klók 18 Blund ar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.