Tíminn - 09.08.1970, Side 16

Tíminn - 09.08.1970, Side 16
I Sunnudagur 9. ágúst 1970. Helgisetrið i Taizé - bls. 2 og 3 Skólagöngu 6 ára barna frestað um einn mánuð SJ-Reykjavík, laugardag. i Sknnnnu fyrir bæjarstjórnar- í kosningarnar í vor tilkynnti Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur, að sex ára börnum í borginni yrði • gefinn kostur á skólavist á vetri , komanda, Það var eins um þessa nýbreytni og margar aðrar í skóla ' málum, að enginn undirbúningur hafði farið fram áður en ákvörðun var tekin um að lengja skólanám- ið um eitt ár fyrir börn þeirra foreldra, sem þess æsktu. Allt var á þessu stigi málsins óákveðið um, hvernig kennslu 6 ára barnanna yrði hagað og hvert námsefnið yrði. Foreldrar hafa sýnt mikinn áhuga á að notfæra sér þessa auknu kennslu, og hafa 1600—1700 sex ára böm verið skráð í sex ára bekkina. Að sjálfsögðu hefur undirbúningsleysið haft sínar af- leiðingar, og nú hefur þessari kennslu verið frestað þangað til í ok'tóber. En vonandi verður sú frestun til þess að skólanám sex ára barnanna í Reykjavík fer vel af stað, en venður ekki handahófs kennd tiiraunastarfsemi. 57 MILLJÖNUM VARIÐ TIL RAFVÆÐINGAR í SVEITUM LANDSINS í ÁR EB-Reykjavík, ,'augardag. ’ Á næsta ári á að Ijúka raflögn- um í þeim sveitum landsins, þar sem fjarlægðin milli býlanna er að meðaltali minni en 1V» km- Sam- , þykktir hafa ekki verið gcrðar enn þá um hvernig áframhaldandi raf- væðingu sveitanna verði háttað, að fyrrgreindum áfanga loknum, en þá mun Austurlands- og Vest- fjarðakjördæmi eðlilega vera verst í sveit sett, hvað rafvæð- ingu snertir. Tíminn hafði í dag saimband við . Pál Hafstað, fulltrúa hjá Rafmagns veitum ríkisins, og sagði han.n, að í ár væri 57 milljónum króna varið til raflagna í sveitunum. Koma 55 milljónir úr Orkusjóði, en rúmar tvær mil.'jónir frá sveit- arfélögum, þar sem meira en lVá km. er á milli býlanna, og kemur meirihluti þess fjármagns frá Norðurlandskjördæmi vestra. En eins og kunnugt er veitir Orkusjóð- ur 100 prósent styrk til raflagna í þeim sveitum, þar sem minna en 114 km. er milli býlanna. Þá sagði Pá.*l, að í ár væri meira um framkvæmdir við raflagnir í sveitum landsins, en verið hefur undanfarin ár, og veldur því eink- um aukafjárframiög til fram- kvæmdanna, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum. Námskeið fyrir þá kennara, sem kenna eiga sex ára börnunum, er í undirbúningi og verður væntan- lega haldið í september. Skóla- stjórar, barnaskólanna munu velja nokkra menn úr kennaraliði sínu til þess að annast kennsm sex ára bekkjanna, og munu þeír sækja námskeiðið, sem ekki verður op fyrir aðra barnakennara. Gert er ráð fyrir að 4—6 bekkir sex ára barna verði í hverjum barnaskóla, og verða bekkjardeild- irnar stærri en hjá öðrum aldurs- flokkum. Ráðgert er að taka upp ýmsar nýjungar við kennsluna, m. a. þá, að láta fleiri en einn kenn- ara sjá um hverja kennslustund. Færir menn vinna að undirbúningi námsefnisins, að sögn Ragnars Georgssonar fulltrúa hjá Fræðslu- skrifstofunni, m. a. Högni Egi.'sson skólastjóri ísaksskóla og Valborg Sigurðardótt.ir sálfræðingur, sem bæði eru erlendis um þessar mund ir að kynna sér kennslu þessa ald- ursflokks. Ekki er talið, að til húsnæðis- vandræða komi í skólunum vegna þessarar fjölgunar neimenda. E3 málunutm. Gotar voru jú af nor-. rænum uppruna. — Hefur þú verið á Spáni, eða ætiar þú að fara þangað og reyna málkunnáttu þína? — Nei, ég hef aldrei farið svo langt, og ekki hef ég nú hugsað [ mér að fara þangað suður eftir — máður er orðinn svo gamall. — Nú hefur þú lært fleiri má.' en spænsku? — Já, ég hef nú eitthvað dund-- að við enskuna og þýzkuna, en það var þegar ég var yngri, nú og' svo hef ég lært nokkuð í dönsku. • Ég var í gagnfræðaskólanum á Ak- ’ ureyri 1906—1908 og í Verzlunar-' skólanum hér syðra veturinn 1908' — 1909 og þá var mikið af kennsiu bókunum á norsku og dönsku. Annars skal ég segja þér, hef ég A NIRÆÐISALDRI OG HEFUR NÝLOKIÐ PRÓFI í SPÆNSKU Rætt við Valdimar EB-Reýkjavík, laugardag. Það er ekki á hverjum degi, • 'in íslendingur tckur spænsku- próf og fær fyrstu cinkunnina 8,9 — ekki sízt, þegar um er að ræða íslending á níræðisaldri. Valdimar Björn Valdimarsson, fyrrverandi bílstjóri ásamt fleiru, sem nú er að verða 82 ára, er maðurinn, sem slíkt próf tók nú fyrir skömmu, eftir að hafa farið yfir kennslu- bréfin 10 í spönsku hjá Bréfaskóla SÍS og ASÍ. Vegna þess ama heim- sóttum við Valdimar í gærkvöldi að Víðimel 23, þar sem liann nú býr hjá dóttur sinni, og spjölluð- um smávegis við liann. —Ég var nú svona að dunda við þetta part úr tveim síðast liðnum vetrum — ég hef alltaf haft gam- an að málum, sagði Va.'dimar. — Og af hverju tókstu sipænsk una fyrir? — Kannski var það af því, að ég álít spænskuna sikylda morrænu Björn Valdimarsson líka gaman af málinu okkar og hef stundum verið að dunda við að íeiðrétta málvL’lur ykkar blaða mannanna — og hef svona við og1 við farið með leiðréttingarnar til' M’agnúsar Finnbogasonar- Til dæm- is sá ég í einu dagblaðanna í morg un, að þar stóð „laust fyrir 111:04“.' Þetta finnst mér ekki vera rétt. Þess vegna er ekki heldur rétt að segja „laust fyrir aldamót", en hins vegar er rétt að segja „laust. eftir aldamót", þegar vi@ erum, .’aus við aldamótin. —• Jamm . . .. en hefur þú hugs-. að þér að glugga í fleiri tungumál? — Nei, ætli verði nokkuð úr því —'aldurinn er nú orðinn svo hár. Þettá var það síðasta, er þessi námsfúsi aldraði maður, sem reynd' ar er Vestfirðingur að uppruna, fæddur og uppalinn á Hnífsdal, hafði a@ segja okkur að sinni —, Oig því kvöddum við hann. ÞING SUF VERDUR Á HALLORMSSTAÐ DAGANA 28. TIL 30. ÁGÚST Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu mun Sam- band ungra Framsóknarmanna halda landsþing sitt á Hall- ormsstað dagana 28. til 30.' ágúst næst komandi. Mun þing ið verða sett föstudaginn 28. ágúst, kl. 20, en þingslit verða sunnudaginn 30. ágúst kl. 16. Undirbúningur þingsins er nú í fullum gangi. Öllum for- mönnum FUF félaganna hefur fyrir nokkru verið send þing- boð, og geto félagsmenn FUF- fél-aganna snúið sér til þeirra til að fá nánari upplýsingar um þingið og fulltrúakjör í sínu félagi. Mörg félög hafa þegar boðað til funda til að kjósa fulltrúa á þingið, en hvert félag kýs einn fulltrúa og síðan einn fyrir hverja tutt ugu félagsmenn, auk þess sem miðstjórnarmenn SUF, sem eru fimm úr hverju kjördæmi, hafa fulltrúarétt á þinginu. Aðild- arfélög SUF eru nú um 40 tals ins, svo reikna má með, að þingið sitji nokkuð á annað hundrað fulltrúar, auk þess sem búast má við allmörgum gestur, því ungir Framsóknar- menn hafa tekið upp þá ný- breytni að halda þing sín fyrir opnum tjöldum, þannig að öll- tum sem þess óska gefst kost- ur á að heimsækja þingið, sem gestir, fylgjast með umræðum og nefndarstörfum, eftir því, sem við verður komið. Málefnalegur undirbúningur þingsins er nú með nokkuð ný- stáríegu sniði. í þeim tilgangi. að skapa sem flestum mögu- leika á þátttöku í stefnumót- un samtakanna og veita öllum jafnan rétt j því sambandi, eru drög að ályktunum unnin á opnum fundum, sem þessar vik urnar eru haldnir að Hring- braut 30. Hafa þeir verið mjög fjölsóttir, og á þessum fundum Barnaskólinn á Hallormsstað, þar sem ráðstefnan mun fara fram. hafa menn óspart skipzt á skoð unum, og reifað sín sjónarmið. Ályktunardrögin verða send til annarra félaga til frekari með ferðar, .strax og. unnt er, og síðan höfð sem vinnuplögg á þinginu. Dagskrá þingsins verður þannig í stórum drát Föstudagur 28. ágúst: kl. §0 þingsetning, skýrsla stjórnar og umræður. Sunnudagur 29. ágúst: kl. 9 nefndastörf. Kl. 13 framhald nefndastarfa og umræður. Kl. 20 stutt kynnisfer.ð um Iíallorrrrsstað og nágrenni í fylgd með kunnugum leið- sögumönnum. Sunnudagur 30. ágúst: kl. 9 nefndaálit afgreidd. Kl. 13 kosning í trúnaðar- stöður samtakanna. Kl. 16 þingslit. Stjórnir FUF-féiaganna eru hvattar til, að hraða fulltrúa- kjöri á þingið ,og senda upp- lýsingar um fulltrúa á skrif- stofu samtakanna að Hring- braut 30. Athygli ér vakin á því, að sérstök leiguflugvél mun flytja fulltrúa af Suður- og Vestur landi á þingið, og flýgur hún frá Reykjavík upp úr hádegi föstudaginn 28. ágúst. Nauð- synlegt er. að þau félög, sem hyggjast notfæra sér betta leiguflug, tilkynni um það á skrifstofu samtakanna sem ann ast mun skipulagningu ferða á þingið, einnig úr öðrum lands- hlutum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.