Tíminn - 16.08.1970, Síða 1
■
SAMVIHMUBANKINN AVAXTAR
MEÐ HÆSTU VÖXTUK
2
SAMVINNUBANKINN
24 punda
hrygna úr
Brúará
TK—Reykjavik, laugardag.
í gær, föstudag, hljóp heldur
betur á snærið hjá bankastjórum.
Þá voru að veiðum í Brúará þeir
Stefán Hilmarsson, bardsastjóri og
Hannes Pálsson, bankaútibústri óri
Búnaðarbankans. Veiddi Stefán 24
punda hrygnu á toby-spón, en það
nrnin vera með alka stærstu hrygn
um, sem hér hafa veiðzt. Það eru
hængarnir, sem alla jafna verða
stærstir. Hannes fékk 20 punda
hæng á flugu, biue safir, nr. 4
og var það skemmtilegur dráttur.
Samtals fengu þeir félagar 9 fiska
og af þeim 8 á flugu, allt stóra
fiska.
fyrstu sjö mánuði þessa árs, miðað við árið 1969. Magnaukning varð 73%. Fyrirtækið selur
til 45 fylkja Bandaríkjanna, auk Hawaii, Puerto Rico og Kanada.
•^OÓ-Reykjavík, laugardag.
Fyrstu sjö mánuði þessa árs
s. varð 99% hækun á verðmæti
i þeirra afurða, sem Iceland Pro-
' ducts seldi í Bandaríkjunum mið-
að vi'ð sama tíma fyrra árs. Að
j. magni til varð aukningin 73%.
Z Af þessum tölum má sjá, að verð-
hækun hefur orðið talsverð, en
hækkunin fer einnig talsvert eft-
ir vörutegundum og hve mikið
i varan er unnin áður en hún er
i seld frá fyrirtækinu. Sala á svo-
nefndum neytendapakkningum
, varð 67,5% meiri miðað við fyrr-
nefnt tímabil og sala á humar
jókst um 120%.
Umsetning okkar á fiskafurð-
' um, fer mjög vaxandi, sagði Óttar
Hansson, framkvæmdastjóri Ice-
land Products í Harrisburg, í við-
tali við Tknann, en hann sat í
gær stjórnarfund fyrirtækisins í
Reykjavik. Á síðasta ári jókst
umsetningin um 75% miðað við
árið áður og í ár reiknum við
með að umsetningin aukist um
40%. Markaðurinn í Bandaríkjun-
um er svo stór að við höfum
' mjög góð vaxtarskilyrði, enda er
reyndin sú að framleiðslan og sal
• an eykst með hverju ári, eins og
• *;á má af fyrrgreinum tölum. Á
fyrstu sex mánuðum þessa árs
seldum við vörur til 45 fylkja
Bandaríkjanna, auk Hawaii og
Puerto Rico, einnig var selt nokk
uð magn til Kanada.
Starfsemi Iceland Pruducts er
tvíþætt, að annast sölu á framleiðsu
afurðum þeirra hraðfrystihúsa sem
selja gegnum Sjávarafurðadeild
SÍS og pakkaðar eru í neytenda-
pakningar í frystihúsunum hér á
landi, og að kaupa fiskblokkir og
vinna úr þeim í verksmiðjunni
vestra, en þar eru framleiddir alls-
koma fiskstautar og fiskmatur, sem
er tilbúinn á pönnuna eða til upp-
hitunar, eða nánast þannig úr
garði gerður að húsmæður, kokk-
ar eða hver sem er þarf ekki
annað en hita eða steikja.
Nýlega var verksmiðjan stækk
uð allverulega og frystigeymslur
þrefaldaðar og er rétt núna verið
að tafca í notkun aðra steikara-
línu, en önnur var fyrir. Þann fisk.
sem fer eftir þessum steikingar lín-
um, þarf ekki annað að gera við en
hita upp, þá er hann tilbúinn á
diskinn. Þá er í verksmiðjunni ein
framleiðslulína þar sem gerðir eru
svonefndir hráskammtar. Fiskurinn
sem fer eftir þessari línu er þak-
inn alls konar ídýfum og brauð-
mylsnu og þarf að steikja hann í
feiti.
Tegundirnar sem framleiddar
eru í verksmiðjunni eru milli 150
og 200 og eru þær seldar undir
mörgum vörumerkjum. Eru, marg
ir fcaupendur, sem sjá um dreif-
inguna svo stórtækir í kaupum sín
um að þeir fá vöruna framleidda
undir eigin vörumerkjum, en lang
Products er seldur
vörumerki.
undir eigin
I febrúar s.l. var stofnað scrstakt
sölufyrirtæki, sem nefnist Ice.'and
Products Marketing, og sér það
urn sölu á afurðum og er meining-
in að koma upp eigin sölukerfi sem
spanna á yfir sem mest af Banda-
rífcjunum, og starfa hjá því fyrir
tæki sölumenn sem ráðnir eru þar
á föstum launum, en einnig hef-
ur fyrirtækið mifcið af urnboðs-
mönnum. Nú vinna fjórir sölu-
menn þar, en voru áður tveir hjá
mestur hluti framleiðslu Iceland Iceland Products. En alls starfa
um 150 manns hrjá fyrirtæfciniu.
Auk þeirra fiskafurða sem verk
smiðjan kaupir frá ísiandi er
einnig keypt mikið magn af öðr-
um fiskveiðiþjóðum og þá þær
fisktegundir sem lítið veiðast hér
við land. Er t. d. keypt mikið af
karfa- og ýsublokkum, en af þeim
fisktegundum berst ekki nægilega
mikið héðan, en verksmiðjan verð
ur að geta boðið viðskiptavimim
sínum upp á sem mesta fjölbreytni
í vöruvali. Um 20% af þeim fiski
sem unninn er f verksmiðjunni
er keyptur annars staðar að en
frá íslandi.
Bjarni Felixson í viðtali við
Tímann:
„Knattspyrnu-
menn kjósa sér
ekki formann
til að gegna
stöðu alvalds“
— Sjá bls. 13.
Minnkandi aösdkn Islendinga
að hdtelunum hérlendis í sumar
Erlendu ferðamennirnir valda því að hótelnýtingin verður betri víðast hvar.
EB-Reykjavík, laugardag.
★ Það var gott hljóði'ð í flestum
hótelstjóranna á þeim hótelum
úti á landsbygðiimi, sem Tíminn
hafði sambaml við í gær, enda
hefur yfirleitt verið góð nýting
á hótelunum í sumar, með undan-
tekningum þó. Ef á heildina er
litið, mun aðsókn að hótelunum
vera heldur meiri en í fyrra, og
valda erlendu ferðam. þar mestu.
Hins vegar virðast íslendingar
sparsamari en á'ður á ferðum sín-
um um landið í sumar. Mikið er
um. að innlenda ferðafólkið taki
með sér tjöld til að spara sér gist-
ingu á hótelum, eða noti sér svefn
pokaplássið á þeim hótelum, þar
sem það er á boðstólum.
★ Mesti uiismunurinn hjá þeim
hótelum, sem Tíminn hafði sam-
band við, er hjá Hótel Höfn í
Hornafirði og hótel HB í Vest-
mannacyjum Nýtingin á Hótel
Höfn jókst um 60% í júlímánuði,
borið saman við sama mánuð í
fyrra en á Hótel HB hefur að-
sóknin veiið mun minni en í fyrra.
Þetta er búið að vera
gott hjá okkui' í ár. Nýtingin var
92% í júlíumánuði, sem er 60%
meira en í sama mánuði í fyrra.
í júní var nýtingin 64%,
og í vetur var t. d. nýtingin í
febrúar 82%, sagði Árni Stefáns-
son hótelstjóri á Höfn í viðtali
við blaðið.
Áleit Árni áð bessi mánuður
yrði líklega verri en júlí, þó
vaeri nær fullbókað hjá þeim
fram til 24. ágúst, en strjálingur
eftir það. Um septembermánuð
vildi hann sem minnst fullyrða,
en sagðist eiga von á tvei-m hóp
um um miðjan bann mánuð.
Þá taldi Árni ferðamannatím
ann lengri í ár, en undanfarin
ár, og vakti athygli á því, að
þessari auknu aðsókn að Hótel
Höfn yllu íslendingar. Hefði verið
mun meira af íslendingum á hótel
inu í sumar en erfendu fólki þótt
flciri útlendingar hefðu í sumar
gist á hótelii.u en í fyrra.
Hjá hóte’stjóranum á HB í Vest-
irannaeyium. var hljóðið ekki
eins gott. Sagði hann að nýting
hótelsins væri mun minni en í
fyrra. Eini góði tíminn £ surnar
var þegar þjóðhátíðin stóð yfir.
Ekki hafði hann handbærar tölur
tli samanburðar við fyrra ár, en
orsök þessarar slæmiu nýtingar
kváð hann einkum vera skipulag
erlendu ferðamannanna, á ferðum
sínum til Eyjanna. Kæmu þeir nú
yfinleitt á morgnana og færu aft-
ur til Reykjavíkur á kvöldin —
telja sem sé einn dag nægjanleg-
an til að skoða sig um i Eyjum.
Þá sagði hótelsitjóirinn orsökina
einnig vera aukningu á ferðamanna
strauminum í sumar að Heklu. —
Surtsey hefur ekkert aðdráttarafl
lengur, sagði hótelstjórinn að lok-
um.
Svipað og í fyrra hjá
Akureyrarhótelunum
Ragnar Ragnarsson hótelstjóri
á Hótel KEA sagði, að frá áramót
um til 1. ágúst væri nýting hótels-
ins 60,51%, en var yfir sama !íma
í fyrra. 59 79%. Sagði Ragnar að
nýting hótelsins væri betri nú yf-
ir vetrarmánuðina, en í fyrra.
Hins vegar hefur verið minni að-
sókn að hótelinu í sumar, en var í
fyrra. Veldur því að öllum líkind-
um minni aðsókn innlendra ferða
manna, sem gistir nú meira í tjöld
um á ferðalögum sínum um landið,
eða notar svefnpokap. sem er til
staðar á Eddu-hótelinu í MR. Hins
vegar hefur ekki verið um minni
matsölu að ræða á hóterinu í sum-
ar, en var í fyrra. Þá sagði Ragnar,
að meira væri nú í sumar um er-
lenda ferðamannahópa en áður.
Var hann bjartsýnn á ágústmánuð,
m. a. vegna iðnstefnunnar sem
haldin er þar og sjóstanigaveiði-
mótsins. Um septembermánuð vildi;
Ragnar ekkert fullyrða.
Hótelstjórinn á Hótei Abureyri'
sagði, að nýtingin að undanförnu
á gistirými hótelsins hefði verið
milli 60—70%. Hann hafði ekki
handbærar tölur frá þvi í fyrra,
svo að ekki var hægt að bera sam
an við tölurnar núna. Sagði hótel-
stjórinn, að útlendingar væni um.
fjórðungur næturgesta, og væril
Framhald á bls. 14.