Tíminn - 16.08.1970, Síða 10
10
TIMJNN
SUNNUDAGUIl 1G. ágúst 1970
LELY-DECHENT1HITER
HEYHLEDSLUVAGNAR
— eru í fremstu röð hvaS tæknibúnaS snertir.
Afkastamikil, velvirk og hagkvæm vinnutæki.
Tryggið yður vagn úr næstu sendingu.
Suðurlandsbraut 6. Simi 38540
vantar
ÚtgerSarfyrirtæki óskar eftir að ráða forstjóra
vegna veikindaforfalla í 6—12 mánuði.
Hugsanlega gæti verið um framtíðarstarf að ræða.
Þeir, sem hefðu hug á þessu leggi bréf inn á
afgreiðslu blaðsins, merkt: „Trúnaðarmál 1083“,
fyrir 24. þ.m.
Til viöskiptamanna
Búnaðarbankans
Háaleitisútibú Búnaðarbankans hefur flutt starf-
semi sína í hús Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2.
Afgreiðslutími: Mánudaga til föstudaga kl. 1—6,30
Sími 34050 og 21200.
Búnaðarbanki íslands.
HEF TEKIB TIL STARFA
á tannlæknastofunni, Laugavegi 23, III. hæð. —
Viðtalstími kl. 9—3 alla daga nema laugardaga.
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 21917.
Jóhann Gíslason, tannlæknir.
Linden Grierson:
UNGFRÚ SMITH
ekki, þá skrifa ég til Sidney aftur.
— Ég verð í sex mánuði.
— Úff.
Aftur varð Anne að stilla sig.
— Því þurfið þér að skrifa til
Sidney? Er það ekki verk bústiór
ans?
_ Það ætti að vera það, sagði
Kennedy og beygði út á afleggj-
ara. — Nú eru bara tíu kíiómetr-
ar eftir.
Loksins lá vegurinn meðfram
grænum trjám, sem uxu við ána
og Anne gat séð í rautt húsþak
milli þeirra. Húsin komu í ljós og
bfllinn nam staðar við runna-
gerði. Þau voru komin á áfanga-
stað.
Forvitin andlit komu út i
glugga og Anne roðnaði, þeg-
ar einhver blístraði. Ef til vill
yrði erfitt að venjast tilverunni
hérna.
Þar sem hún stóð nú, var ekk-
ert, gras og hún sá sporin eftir
kýr og kindur, síðan rignt hafði
seinast.
í húsinu hinum megin i húsa-
garðinum, bjuggu líklega vinnu-
mennirnir, því þar héngu föt til
þerris á handriðinu á veröndinni.
Stór pipartré köstuðu skuggum á
jörðina og bak við þau sáust
skúrar og heyturnar.
Innan við runnagerðið var garð
ur, sem Anne leist vel á. Ilmur-
inn frá rósum i hundraðatali lokk
aði Anne nær. Hún sá glitta i
tjörn hinum megin við akrana,
sem næstir voru og Langt i burtu
jörmuðu kindur. Hestar stóðu í
skugga ti’jánna og mórauðir fjár-
hundar vöppuðu um og horfðu á
Anne, með gulum augum. AUt
var svo dásamlega friðsælt og hún
sneri sér við og leit brosandi á
Kennedy.
— Hér er fallegt. Viljið bér
sýna mér þetta allt seinna?
— Ef ég hef tíma, svaraði
hann stuttlega og sneri sér að
manni, sem kom í áttina til
þeirra.
— Hver er þetta?
— Norton bústjóri.
Bústjórinn var með silfurgrátt
hár, dreymandi blá augu og
brosti eins og barn. Anne tók
eftir, að hendur hans voru slétt-
ar og hvítar og litu sannarlega
ekki út fyrir, að tilheyra vinn-
andi karlmanni.
— Þú varst lengi burtu, Pat,
sagði hann blíðlega. — Hver er
þetta?
— Ungfrú Smith, nýi kokkur-
inn okkar.
— Gleður mig, sagði Norton og
rétti fram höndina. — Þér áttuð
að láta mig vita, að þér væruð
að koma. Af hverju sagðirðu mér
það ekki Pat?
— Ég gerði það.
— Nú? Já, nú man ég það.
Norton kinkaði kolli og svipurinn
á andliti hans varð undarlega ;jar
rænn. — Þér gramdist, að hún
kæmi og taldir. að ekki yrði neitt
gagn að henni og svo sagðirðu,
að hún væri gömul, rangeygð pip
arkerling. Ilún er það ekki. Pat?
Anne leit hvasst til Kennedys.
en hgnn brosti, eins og honum
væri skemmt, en sagði aðeins: —
Ég tilkynntj hr Maynard, áð við
vildum ekki kvenmann hingað
sem eldabusku.
— Viljið þér koma með tösk-
una mína og sýna mér herbergið
mitt, sagði Anne með rödd, sem
minnti talsvert á ungfrú Carring-
ton-Smythe.
Hann leit á hana og gekk svo
aftur fyrir bílinn og fór að taka
ofan af pallinum.
— Hér er engin taska. sagði
hann allt í einu.
Anne hljóp til hans og leit á
það, sem komið hafði af bilnum.
— Hún hlýtur að vera þarna,
sagði hún skjálfandi röddu. —
Ég sá, þegar þér létuð hana upp
á.
— Mér þykir það leitt, en hún
Aðalskoðun bifreiða í Rangár-
vallasýslu, lýkur þriðjudaginn 18.
þ.m.
KIRKJAN
Kirkja Óháða safnaðarins.
Messa klukkan tvö sunnudag
Séra Emi; Björnsson-
AKRANESVÖLLUR kl. 16,00:
í dag, sunnudaginn 16. ágúst leika
Í.A. — Í.B.A
Mánudagur 17. ágúst:
LAUGARDALSVÖLLUR kl. 19,30:
Á morgun, mánudaginn 17. ágúst leika
Víkingur — Fram
Mótanefnd.