Tíminn - 27.08.1970, Síða 3

Tíminn - 27.08.1970, Síða 3
I miMTUDAGUR 87. ágúst 1970 TIMINN Notuðu dýnamit Laxárvirkjunar j Framhald af bls. 1 i dýnamitið, sem Laxárvirkjun átti j og hafði geyimt í 10 ár í hellum í \ berginu nálægt inntakinu. Lögregl- ! an á Húsavík vissi ekkert um þetta I fyrr en undir miðnætti og fór þeg- 1 ar á staðinn, en þá var mest um i garð gengið, og var lokið að fullu ' um tvöleytið. j Fréttamaður Tímans hitti Ey- stein Sigurðsson á Arnarvatni, sem á land að hinni umdeildn stíflu, að tnáli í dag. Fór frétta- maðurinn með Eysteini að sprengingarstaðnum. Eysteinn sagði, að alls hefðu um 150 manns verið á staðnum í gærkvöldi og 100 manns lagt hönd á plóginn við að sprengja upp stífluna og koma burt jarðvegi. Var fólkið úr j Mývatnssveit, aðallega, en líka j úr Reykjadal, Aðaldal og Kinn. j — Hvaðan var dýnamitið, sem í þið notuðuð við sprengingarnar? t — Dýnamitið, sagði Eysteinn, —• var í eigu Laxárvirkjunar, og var búið að vera í hellum í kring am Mývatnsósana í um 10 ár. Það var orðið gamalt og þurftum við því mikið af því og urðum að sprengja oft. ‘ — Hvers vegna létuð þið til i skarar skíða nú, að sprengja þessa / stíflu? — Það hefur staðið til hjá okk ur síðan 1961 að fjarlægja stífl- / una, en svo þegar sprengingar j byrjuðu við Laxárvirkjunina, var i ekki eftir neinu að bíða, svo við létum til skarar skriða í gær- kvöldi. Stíflan var byggð með I ráðherraleyfi á sínum tíma, en j þá lá efeki fyrir, hvaða áhrif stífl j an mundi hafa til skaða fyrir vatnið, eða til gagns fyrir virkj- unina. Méð þessari stíflu lokaðist ! fyrir fiskiveg milli Mývatns og { Laxár og urriðinn nær ekki að 1 komast upp í vatnið úr ánni. Sil- j ungastiginn, sem gerður var í sam j bandi við stífluna, er gaignsilaus j með öllu, því hann flutti aðeins 1,5 rúmmetra af vatni, en það er allt of lítið fyrir árfarveginn sem er fyrir neðan, og var þó búið að búa svo um, að vatnið nýttist sem bezt. Eysteinn benti fréttamanni á það, að þrátt fyrir, að búið væri . að sprengja stífluna, væri ekki nema helmingur af eðlilegu vatni, sem færi þar um. Þess má geta, . að stíflan liggur á milli lands Geirastaða og Arnarvatns og var hún jafnframt brú þar yfir. ,. Blaðið hafði í dag símasamband ; við nokkra bændur við Mývatn, i formann Laxárvirkjunarstjórnar, framkvæmdastjóra Laxárvirkjunar, bæjarstjórann á Húsavik og nýskip aða sáttasemjara í Laxárdei.’unni og fara viðtölin við þá hér á eftir. Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði, að þar í bæ væri fólk ákaflega hneykslað yfirleitt og hann vissi ekki til þess, að nokkur Húsavíkurbúi hafi tekið þátt í að- gerðunum við Miðkvísl í gær- kvöldi. Björn kvaðst sjálfur vera ákaflega mótfallinn því, að fófk sýndi hug sinn með dýnamiti. — Ég hefiði svo sannarlega verið með í þessu, ef ég hefði verið heima í gærkvöldi, sagði Þráinn Þórisson, skólastjóri á Skútustöð- um. Þessi stífla hefur lengi verið okkur þyrnir í augum. Með henni var rofið sambandið milli vatns- ins og árinnar og varð af stórtjón fyrir þá, sem eiga veiðiréttinn í vatninu og ánni. Að visu var byggtö ur silungastigi yfir stífluna, en um hann fór svo fítið vatn, að það náði varla að sameinast ánni, sem þarna rennur á hrauni og er því botn- inn holóttur. Silungurinn gat ekki gengið þarna yfir, til þess hefði hann þurft að hafa fætur og svo- leiðis fiska þekkjum við bara ekki ennþá. Ein ástæðan fyrir því, að ákveð ið var að sprengja stífluna í gær- kvöldi er sú, að í gær byrjaði Norðurverk að sprengja fyrir nýju göngunum, og þar sem þess- ir menn hjá Laxárvirkjunarstjóm virðast ekki skilja mæit mál, vilj- um við vekja athygli þeirra á því, að við látum ekki beizla okkur þegjandi hérna. Það má taka okk- ur alila og setja í tugtihúsið ef rík- ið er þá svo vel statt, að það komi því við, en ef ekki verður hlustað á okkur og Laxárvirkjunarstjórn fer sínu fram, eftir sem áður, erum við ekki hættir, sagði Þrá- inn að endingu. Sigurður Þórisson, oddviti á Grænavatni, sagði, að það gerði Laxárvirkjun ekkert til, þótt stífl- an hefði verið sprengd. — Það er engin ástæða til að gera við þetta, sagði hann. — Það er bara sagt til að blekkja það fólk, sem ekkert veit um þetta og eru hrein ósann- indi. Þiessi stifla var byggð í trássi við landeigendur og aldrei hefur verið leitað samninga við þá, eða þeim bættur sá skaði, sem hlauzt á landi þeirra. — Hafa landeigendur þá ein- hvern tíma kært þessa stíflugerð? — Þeir hafa gert kröfu til Lax- árvirkjunarstjórnar, en ekkert hefur gerzt. Eðlilegast hefði verið að taka landið eignarnámi og bæta fyrir skaðann, en það hefur held- ur ekki verið gert. — Hvaða slæm áhrif hefur þessi stífla haft? — Það hefur greinilega komið fram í skrifum náttúrufræðinga í vetur, að þessar stíflur hafa haft óheppileg áhrif á lífið í vatninu. Sambýlið milli árinnar og vatns- ins hefur rofnað. Á sínum tíma var byggður þarna silungastigi, sem ekkert vatn fór um. Þ\5 al- varlegasta í augum okkar Mývetn- inga er, að þetta eru tvær syðstu kvíslarnar af þrem. sem stífilaðar voru. Ofan við þær myndaðist flói, eða breiða, sem kölluð er. Nú hefur enginn straumur farið um breiðuna, og þá er þetta allt að fyllast af slýi og fracnburði. Allur straumurinn hefur í stað- inn farið gegnum Yztukvísl. Við teljum, að alveg væri óhætt að láta vatn renna óhindrað og eðli- lega um hinar, að minnsta kosti yfir sumarmánuðina. — Þið Mývetningar eruð greini- lega ekki á því að !áta neitt undan. — Nei, og það sem þyngst veg- ur núna, er að menn skuli ekki geta látið svo lítið að tala við okkur, segja bara, að okkur komi málið ekkert við. Við teljum etoki sómasamlegt, að láta fara með okkur eins og þýborinn lýð og það af nágrönnum okkar. Þó ein- hver sé stór, er ekki þar með sagt, að hann eigi að ganga á hin- um smærri. — Nú hefur þetta atferli ykkar verið kært til saksóknara. Finnst ykkur þið vera sakamenn? — Okkur er vel Ijóst, að úr þessu geta orðið málaferli og má vera, að þetta sé saknæmur h/utur. En þá kemur bara annað til: Við teljum, að Laxárvirkjunarstjórn hafi ekki haft neitt leyfi til að byggja þessa stíflu í fyrstunni og þá spyrjum við bara, hvort ó.'eyfi- legt sé að fjarlægja það, sem sett er upp í óleyfi. Ef þessir menn, sem framkvæmdu sprengingarnar verða sakfelldir, hef ég trú á, að Mývetniingar standi al.'ir saman sem einn maður og það má ganga eitthvað á, áður en mennirnir verða sóttir til okkar. — Nú er búið að skipa sátta- semjara í deilunni. Hvernig segir þér hugur um það? — Það er gott, að nú skuli loks- ins hilla undir samningaviðræður, því það er óhæfa, að menn skuli ekki geta talazt við og rætt málin, 1 Þannig var umhorfs i gær við MiSkvísl eftir sprenginga rnar í fyrrakvöld. Þar sem stíflan var stendur nú fiski- .} stiginn einn eftir í miðri ánni. Tímamynd Kári). 3 ! — I Þessi mynd, sem tekin er úr lofti í geer sýnir vel afstöðuna og aðstæður , við stífluna í Miðkvísl. (Tímamynd Kári) | sagði Sigurður á Grænavatni í lokin. Jóhann Skaptason, sýslumaður Þingeyinga, var að 'eggja af stað til Blönduóss frá Akureyri í morg- un, þegar honum bárust fregnirnar af sprengingunni, en sneri við, að tilmælum saksóknara, sem sendi skeyti um, að málið skyldi þegar í sta'3 tekið til rannsóknar. Jóhann ; var í gær skipaður sáttasemjari í i Laxárdeilunni, ásamt Ófeigi Eiríks ■ syni, bæjarfógeta á Akureyri og ; sagði hann að þeir hefðu lítillega : ræðzt við í morgun, en myndu hitt ! ast aftur mjög bráðiega ti.’ að ræða í málin. — Ég geri ráð fyrir, sagði Jó- \ Framhald á bls. 14. ‘ ———-------------------—-------------— l Sáttasemjarar í ; Laxárdeilunni í SB—-Reykjavík, miðvikudag. að byrja að kynna sér málin. / Iðnaðarmálaráðuneytið skip- Hann færi ti.’ Húsavíkur í fyrra- f aði í gær þá Ófeig Eiríksson, málið til að ræða við Jóhann. , f bæjarfógeta á Akureyri og Jó- — Ég sneri við í morgun, | hann Skaptason, sýslumann sagði Jóhann, — en ég var að \ Þingeyjarsýslu, sáttasemjara í leggja af stað í þingaferð til j Laxárdeilunni. Þeir munu vænt Blönduóss, þegar skeytið kom ! anlega hefja viðræður á næst- frá saksóknara. Ég býst við, að I unni. við reynum fyrst að ræða við ! Ófeigur sagði í viðtali við aðilana hvorn um sig, en bezt i blaðið í dag, að hann væri rétt er náttúrlega a'ð ræða við þá Jóhann Skaptason Ófeigur Eiríksson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.