Tíminn - 27.08.1970, Side 9
JIMMTUDAGUR 27. ágúst 1970
i
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórt: fCristján Benedikts:»n. Ritstjórar: Þórartnn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tóma*
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingdmur Gíslason. Ritstjómar-
skrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur
Banikastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523.
ASrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 ð mánuði,
innanlanBs — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Géö meðalár
Stjómarflokkamir hafa mjög kappkostað þann áróð-
ur, að árin 1967 og 1968 hafi verið einhver hin erfið-
nstu, sem yfir þjóðina hafa gengið, sökum verðfalls
og aflaleysis. Afkoma þjóðarbúsins hafi þá t.d. verið
stórkostlega miklu lakari en 1958, þegar vinstri stjórnin
hafi gefizt upp. Núverandi ríkisstjórn hafi með mikilli
ráðsnilld og dugnaði tekizt að sigrast á erfiðleikum þess-
ara tveggja ára, sem séu einna lökust allra ára í íslands-
sögunni, og fyrir það eigi hún skilið traust og aðdáun
alþjóðar.
í Verzhinartíðindum 1969 er m.a. að finna skýrslu
um útflutning síðustu 12 ár, umreiknaðan á núverandi
gengi. Samkvæmt henni hefur verðmæti útflutnings á
árunum 1958—1969 orðið sem hér segir, miðað við nú-
verandi gengi öll árin, talið í milljónum króna:
1958 5.515 1964 9.329
1959 5.467 1965 10.865
1960 5.614 1966 11.801
1961 6.006 1967 8.223
1962 7.085 1968 7.238
1963 7.896 1969 9.466
Þessar tölur um útflutningsverðmætið á árunum 1958
'. ■—1969 leiða það ótvírætt í ljós, að árin 1967 og 1968
; hafa síður en svo verið slík hörmungarár, sem stjórnar-
flokkarnir vilja vera láta. Þær sýna þvert á móti, að
* þessi ár hafa verið góð meðalár, ef miðað er við meðaltal
síðustu 12 ára.
Þetta sést enn greinilegar, ef gerður er samanburður
á árunum 1967 og 1968 annars vegar og árinu 1958
hins vegar. Samkvæmt framangreindri skýrslu er út-
flutningsverðmætið 1968 um 1723 millj. kr. meira eu
1958 og árið 1967 er það 2708 millj. kr. meira en 1958.
Stjómarblöðin halda því mjög fram eins og áður segir,
; að árið 1958 hafi verið gott ár og er það rétt, ef miðað
er við næstu ár á undan. Samt voru útflutningstekjur
• svona miklu minni þá en á árunum 1967 og 1968. Þau
ár hafa því vissulega verið góð meðalár, þótt þau væru
mun lakari en metárin 1965 og 1966.
Frekar þarf ekki að rökstyðja það, að stjórnarflokk-
arnir beita mestu ósannindum, þegar þeir eru að reyna
að telja þjóðinni trú um, að árin 1967 og 1968 hafi verið
einhver sérstök hörmungarár og það sé eiginlega krafta-
' verk, að þjóðin hafi komizt klakklaust yfir þau.
Ósannindamenn
Að undanförnu hefur hvað eftir annað mátt lesa
það í forystugreinum Morgunblaðsins, að Framsóknar-
flokkurinn hafi haft það fyrir sið, að „svíkja gerða
■ samninga við aðra flokka um stjóm landsins".
Hér er vísvitandi farið með ósannindi. Það er rétt,
að samvinna Framsóknarflokksins og annarra flokka um
stjórn landsins, hefur stundum rofnað, þegar málefna-
ágreiningur hefur risið, en Framsóknarflokkurinn hefur
aldrei svikið gerða samninga, hvorki í sambandi við slík
stjórnarslit né önnur atvik.
Ritstjórar Morgunblaðsins, Matthías Johannessen og
Eyjólfur Konráð Jónsson, eru hér með lýstir vísvitandi
ósannindamenn, þar sem þeim er áreiðanlega mætavel
kunnugt, að þeir hafa ekki minnstu rök fyrir framan-
greindum fullyrðingum sínum.
Aumur er málstaður þess blaðs, og lítil siðgæði þeirra,
sem að því standa, þegar gripið er til jafn ósæmilegra
vinnubragða og þecrara- Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Tekst Anthony Perrinot Lysberg
Barber aö afstýra gengisfalli?
Hálfdaninn, sem á að leysa efnahagsvandamál Breta.
EF ALiLT væri með felldu
í efnahagsmálum Bretlands,
ætti hinn nýi fjármálaráð-
herra, Anthony Perrinot Lys-
berg Barber, að hafa rúmaa
tíma til að undirbúa næstu
fjárlög, en ekki þarf að
ieggja þau fram fyrr en í apríl
næsta vor. Flestar horfur á
fjármálahimni Breta, benda
hins vegar tii þess, að Barber
megi ekki draga lengi að grípa
til róttækra fjármálaðgerða, ef
koma á í veg fyrir fall sterl-
ingspundsins innan tíðar. Fjár-
festing er minni í iðnaði en
nauðsynlegt þykir, útflutning-
ur eykst minna en vonazt hafði
verið tii, en kaupgjaldið innan-
lands hækkar og ólögleg og
lögleg verkföll halda áfram
í sumuai helztu iðnaðargrein-
um, t.d. bílaiðnaðinum. Það
er því talið óhjákvæmilegt, að
stjórnin geri strax í haust
meiriháttar efhahagslegar ráð-
stafanir. Hitt eru menn ekki
sammála um, hverjar þær
eigi að verða.
AF ÞEIM ástæðuni, sem
gfeindár eru ' hér að framaa,
gegnir Anthony Barber nú tví-
mælalaust vandasamasta ráð-
herraembættinu í Bretlandi.
Örlög stjórnar Heaths mun
fremur öðru velta á því, hvern-
ig þessum hálfdanska Breta
tekst að leysa það verkefni,
sem honum hefur hér verið
falið, en upphaflegá hafði
Heath ætlað honum allt annað
starf, eða að vera að.alfulltrúi
Breta í samnimgum við Efna-
hagsbandalagið. Skyndilegt frá
fall MacLeods, sem var sá for-
ingi Ihaldsmanna, er naut mests
álits, breytti þeirri á'kvörðun.
Heath fól þá þeim manni fjár-
málaembættið, er hann treysti
bezt persónulega og hefur
nánust kynni af, af flokks-
bræðrum sínum, en ýmsir
flokksbræður þeirra efast þó
um, að þetta hafi verið rétt
ákvörðun. Útnefning Barbers
í fjármálaráðherraembættið
þykir benda til þess, að Heath
ætli sjálfur að hafa hönd í
bagga, þegar fjármálaráðherr-
ann tekur mikilvægustu ákvarð
anir sínar.
ANTHONY PERRINOT LYS
BERG BARBER fæddist 4.
júlí 1®20. Hin þrjú skírnar-
nöfn hans benda til þriggja
þjóðerna. Faðir hans var
brezkur, móðir hans dönsk og
föðuramma hans frönsk. Afi
hans átti nokkrar landeignir,
tók lífinu létt, dvaldi oft í
París og kvæntist franskri konu.
Faðir hans gerðist hins vegar
dugandi fjáranálamaður, sem
starfaði hjá Lever Brothers.
og fór í erindum þess til Kaup
mannahafnar. Þar kynntist
hann dóttur auðugs húsgagna-
sala, og giftust þau skömmu
síðar. Hann gerðist siðar um-
svifamikill sælgætisframleið-
andi. Á unglingsárum sínum
dvaldi Barber yngri oft í Dan
ANTHONY BARBER
mörku og lærði m.a. að tala
dönsfcu, sem hann hefur haldið
við síðan.
Barber gekk í herinn, þegar
síðari styrjöldin hófst, og var
settur í stórskotaliðið. Hann
var einn þeirra, sem var fluttur
jheim frá Dunkink. Síðar
gekk hann í flugherinn, var
fekinn til fanga, og varð frægur
fyrir að gera tvær misheppn-
aðar tilraunir til að flýja. í
fyrra skiptið gróf hann göng,
en vonlaust reyndist að nota
þau sökum öflugrar gæzlu utan
girðingarinnar. í hitt skiptið
fékk hann félaga sína til að
setja sig í stóran poka, sem
var fullur af óhreinum þvotti,
en venjulega voru slíkir pokar
fluttir beint á þvottahús í
næstu borg. í þetta skipti voru
pokarnir hins vegar látnir bíða,
og myndi Barber að öllum lík-
indum hafa kafnað, ef hann
hefði ekki farið að brölta í
ipokanum og verðirnir veitt
því eftirtekt. Eftir þetta hætti
hann við allar flóttatiiraunir,
en hóf að lesa lög með aðstoð
.Rauða krossins og bar það
þann árangur, að hann náði
viðurkenndu prófi, án teljandi
skólagöngu. Eftir það hóf hann
að stunda lögfræðistörf og
fékkst aðallega við skattamál.
HUGUR Barbers beindist
fljótt að stjómmálum. Hann
ivar kosinn á þing 1951 og
hélt sama kjördæminu sam-
fleytt tii 1964, en þá féll hann.
Ári síðar sigraði hann í auka-
kosningu og hefur átt sæti á
þingi síðan. Hann hlaut brátt
ýmis trúnaðarstörf sem þing-
maður. Þannig var hann sér-
stakur fulltrúi MacMillans for-
sætisráðherra 1958—59, og sér
stakur fulitrúi fjármálaráðu-
neytisins á þingi 1959—63. Þá
var hann skipaður heilbrigðis-
málaráðherra og gegndi því
starfi í rúmt ár, eða þangað til
stjórn Wilsons kom til valda.
Þeir Barber og Heath kynnt-
ust fljótt eftir að þeir urðu
þingmenn og hefur vinfengi
íþeirra haldizt stöðugt síðan og
aukizt með árunum. Það var
fyrst og fremst að ráðum
Heaths, að Barber varð formað
rnr landssamtaka íhaldsflokks-
ins 1967 og hefur hann verið
það síðan. Það féll í verkahring
Barbers að búa f’okkinn undir
tkosningabaráttuna síðastl. vor
og þakka nú margir honum
kosningasigurinn, því að kosn-
ingaundirbúningur ^ reyndist
miklu betri hjá íhaldsflokkn-
um en Verkamannaflokknum.
Framhald á bls. 14.