Tíminn - 28.08.1970, Side 7

Tíminn - 28.08.1970, Side 7
'í'ÖSTUDAGUR 28. ágúst 1970. TIMINN Úfgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjórf: Krfstján Benediktsson, Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas { Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómar- skrifstofur i Eddubúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — AfgreiSslustmi 12323. Auglýsingasimi 19523. j AOrax sfcrifstofur síml 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 6 mánuðl, j innanlands — 1 lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. ERLENT YFIRLIT f Hefur Fulbright fundið lausn á deilu Araba og Gyðinga? Formannskjör og þjóöarnauðsyn i ‘ Hin ofsafullu skrif Morgunblaðsins undanfarna daga, ] sýna ótvírætt, að meðal Sjálfstæðismanna ríkir mikill í ágreiningur um þá ákvörðun flokksstjómarinnar að 1 hætta við haustkosningar, enda þótt hún væri búin að ‘ lýsa því yfir, að það væri þjóðaraauðsyn, að þær færu fram. Hinir óbreyttu flokksmenn taka þá afsökun ekki . sem góða og gilda vöru, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ; ekki getað beitt sér fyrir haustkosningum vegna afstöðu ! Alþýðuflokksins- Það er rétt, að samningar milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins eru þannig, að forsætisráðherra getur ‘ ekki rofið þing, nema með samþykki Alþýðuflokksins, ■ meðan samvinna flokkanna helzt. En þessi samningur ■ fellur strax niður og stjómin biðst lausnar. Það hefði | verið eðlileg afleiðing, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið stjómina biðjast lausnar eftir að Alþýðuflobkurinn hafði hafnað því, sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi þjóðar- nauðsyn, þ.e. að haustkosningar fæm fram. Af lausnar- beiðni stjómarinnar hefði leitt, að ekki hefði verið komizt ; hjá haustkosningum. j Sjálfstæðisflokkurinn gat því vel knúið fram haust- { kosningar, án þess að gera sig sekan um nokkurt samn- j ingsrof. Hann gat ekki aðeins gert þetta, heldur bar í honum skylda til að gera þetta, ef hann meinti nokkuð ! með þeim fullyrðingum, að haustkosningar væm þjóðar- ; nauðsyn. Sjálfstæðisflokkurinn brást augljósri skyldu við j þjóðina, þegar hann lét þjóðamauðsyn víkja og féll frá i haustkosningum. j ÞaS er líka víst, aS þaS er ekki nema yfirskins- ástæða, aS flokkurinn hafi gert þetta vegna samninga « við Alþýðuflokkinn. Sú samningsskylda féll niSur * strax og samvinna flokkanna rofnaSi. ÞaS sem réSi ákvörSun SjálfstæSisflokksins, var meira en nokkuS annaS, aS stór hluti af forustumönnum flokksins vildi • komast hjá landsfundi og formannskosningu þar á þessu hausti. Þessi armur flokksins taldi sig þurfa að fá betri tíma til aS undirbúa formannskjöriS. Fyrir hann var þaS eins og brauS af himni ofan, þegar Al- > þýSuflokkurinn hafnaSi kosningum og hægt var aS kenna honum um, aS kosningar færu ekki fram. ! Þetta er opinbert leyndarmál í Sjálfstæðisflokknum. * Það var öðm fremur vegna formannsdeilunnar í Sjálf- ! stæðisflokknum, sem þjóðamauðsyn var látin víkja og ; hætt var við haustkosningar. Þess vegna var skriðið á • bak við litla flokkinn og það talið stafa af samningum 1 við hann, að fallið var frá kosningum. Fyrir Mbl. er útilokað að ætla að leyna þessu með því að þyrla upp rógi um Framsóknarflokkinn og ósann- . indum um það, að hann hafi ekki haldið gerða samninga. ■ Framsóknarflokkurinn hefur haldið alla samninga, sem hann hefur gert. Ótilneyddur mun Tíminn hins vegar ekki fara að rifja upp sögu annarra flokka í þeim efnum, enda sumt af því svo langt um liðið, að bezt er að láta ■ það heyra alveg fortíðinni til. Hitt skiptir hins vegar máli nú, að Sjálfstæðisflokk- urinn vék þjóðarhagsmunum til hliðar og féll frá haust- kosningum, vegna formannsdeilunnar í flokknum. Með því tók hann sína ábyrgð, ásamt Alþýðuflokknum, á þeirri stjómmálaþróun, er verður hér næstu mánuðina. Þ-Þ. Tillögur hans um þetta efni vekja mikla athygli. J. William Fulbright ÞVÍ er jafnan veitt mifcdi at- hygli, sem J. William Fulbright formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings, leggur til alþjóðamála. Um lamgt skeið hafa tillögur, sem hann hefur borið fram, þó ekki vakið aðra eins athygli og þær, sem fólust í ræðu, sem hann flutti í öldungadeild inni síðastliðinn mánudag, og fjöluðu um lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafsins milli Araba og ísraelsmanna. Þessar tillögur hans hafa birzt sem forsíðufrétt í flestum stór- blöðum heimsins og þau síðan rætt um þær í forustugrein- um. TUJDÖGUR þær, sem Ful- bright bar fram í áðurnefndri ræðu, voru í höfuðatriðum þessar: Náist ekki samkomulag milli deiluaðila sjálfra, verður Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna að skerast í leikinn og þvinga fram friðarsamninga. f slíkum samningum verður það að fel- ast, að Öryggisráðið taki ábyrgð á því, að friður haldist og um- samin landamæri verði virt. Einkum verður þessi ábyrgð að hvíla á ríkjunum, sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu, en meðal þeirra eru Bandaríkin og Sovétríkin. Þar sem ísraelsmenn hafa jafnan haldið því fram, að ekki fælist næg trygging í slíkri ábyrgð Sameinuðu þjóðanna, bjóðist Bandaríkin til að gera varnarsamning við ísnael, þar sem þau heiti því fullri hernað arlegri aðstoð, ef á það verði ráð izt Áður en Bandaríkin gerist aðilar að _ slíkum samningi, verði þó ísrael að fullnægja eftirgreindum skilyrðum: Að flytja heim her sinn af öllum herteknu svæðunum og fallast á þau landamæri, sem voru fyrir júnístyrjöldina 1967. Að heita því að ráðast ekki á önnur ríki. Að fallast á, að gamli borg- arhlutinn í Jerúsalem verði undir alþjóðlegri stjóm. Þá leggur Fulbright áherzlu á, að það verði að felast í þessu samkomulagi, að sæmi- leg lausn fáist á málum Pale- stínu-Araba. Þar verði Ísrael að sýna meiri samningavilja en hingað til. Til mála komi að Palestínu-Arabar fái að fara með eins konar stjórn á viss- um landsvæðum og virðist hann þar hafa í huga þann hluta gömlu Palestínu, sem féll í hlut Jórdaníu við skiptinguna 1948, en mikinn hluta þess lands hernam ísrael 1967. Þá leggur Fulbright áherzlu á, að Sameinuðu þjóðirnar ábyrgist frjálsar siglingar um Súez- skurð og Akabaflóa. Fulbright tekur skýrt fram, að Bandarikin geti ekki gert umræddan varnarsamning við fsrael fyrr en Öryggisráðið hafi komið sér saman um heildar- lausn málsins, enda taki Banda- ríkin ekki að sér að tryggja annað en það, sem Öryggisráð- ið sé búið að ná samkomulagi um. RÆÐAN, sem Fulbright flutti um þetta mál í öldungadeild- inni á mánudaginn, er mjög ítarleg og þess því enginn kost- ur að re-kja efni hennar. Hann segir, að samningstregða beggja aðila nú stafi af ótta. ísraels- menn óttist hótanir Araba og telji sig því þurfa að búa sem bezt um sig- Arabar óttist hins vegar, að Israel stefni að enn meiri landvinninigum og muni njóta til þess styrks vestrænu stórveldanna, einkum þó Banda- ríkjanna. Þess vegna verði að komast á skipan, sem upprseti þennan ótta. Það sé verkefni Sameinuðu þjóðanna að koma á slíkri skipan. Fulbright segir, að fsrael hafi ráðizt á Arabaríkin 1967 og lagt undir sig mikil land- svæði í þeirri trú, að það yrði til að styrkja öryggi þess. Reynslan sýni, að ísrael búi við sízt meira öryggi en áður, nema síður sé. Þetta sé því ekki leið in til að_ tryggja öryggi ísraels. Öryggi ísraels verði bezt tryggt með því, að það fái landamæri, sem Arabar geti viðurkennt, og Sameinuðu þjóðirnar og stór- véldin taka að sér að ábyrgj- ast. Jafnframt verði flótta- mannamálið leyst varanlega. Þetta sé líka æskilegasta lausn- in fyrir Araba. FULBRIGHT segir, að af- skipti Sameinuðu þjóðanna af þessu máli séu eðlileg og sjálf- sögð. Þetta mál varði ekki að- eins ísrael og Arabalöndin, heldur allan heiminn, því að deilan geti vel leitt til heims- átaka, ef ekki tekst að leysa hana fljótlega. Samkvæmt lög- um S. Þ. hafi Öryggisráðið fullt vald til að þvinga fram lausn í deilum sem þessum, ef sam- komulag næst ekki á annan hátt. Eins og vænta mátti, eru skoðanir nokkuð skiptar um tillögur Fulbrights. Flest vest- ræn stórblöð telja þær athyiglis verðar og jákvæðar, en sum draga í efa, að þær komi fram á réttum tíma, þar Sem viðræð- ur deiluaðila séu í þann veginn að hefjast. Deiluaðilar vilja vitanlega ekki ljá tillögum Fulbrights samþykki á þessu stigi. Að vísu munu Arabar geta fallizt á öll meginatriði þeirra, nema þáð, sem fjallar um varnarsamning Bandaríkjanna og ísraels. í raun er þar þó meira um form en breytingu að ræða, þar sem vitað er, a_ð Bandaríkin myndu nú koma ísrael til hjálpar, ef það þyrfti á að halda. ísraels- stjórn mun þó telja ávinning að slíkum formlegum samningi, t en hins vegar mun hún ófús j til að fallast á þær tillögur Ful- ( brights, að hún láti hernumdu j svæðin öll af hendi og fallist ' á alþjóðlega stjórn á gamla i borgarhlutanum í Jerúsalem. Samkomulag er þó útilokað, nema ísrael sætti sig við að láta herfangið frá 1967 af hendi. Minna geta Arabar ekki sætt sig við og útilokað er fyrir Sam einuðu þjóðirnar að beita sér fyrir 6amkomulagi á öðrum grundvelli, því að samkvæmt stofnlögum þeirra má ekfci fall- ast á, að hægt sé að breyta landamærum með vopnavaldi. Þ. Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.