Tíminn - 30.08.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.08.1970, Blaðsíða 1
J+EUESENS, BfftTERIES _ FRYSTIKISTUR * FRYSTISKÁPAR * 193. tbl. — Sunnudagur 30. ágúst 1970. — 54. árg. RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTI 23, SfMI 18395 250 þús. á pophátíð NTB—Wighteyju, laugardag. IVtikil pophátíð stendur nú yfir á eynni Wight. f gær vildi hóp- ur hippa fá allt ókeypis, sem þar er boðið upp á og urðu af nokk- ur slagsmáL Varðmenn slepptu lausum blóðhundum sínum á hipp in, og særðu hundamir að minnsta kosti sjð manns. Búizt er við, að með kvöldinu verði komnir um 250 þús. manns á pophátíðina. Hippin neituðu í gær að borga aðgangseyri að hátíðinni, en það eru um 630 ísl. krónur. Verðirnir mótmæltu bessu að siálfsögðu og þá réðust hippin á girðingar og köstuðu flösbuim og grjóti í verð jna. Lögreglunni var gert viðvart, en kom ekki, og þá létu verðirnir blóðhunda sína um að jafna um hippin. Lögreglan á staðnum hef- ur nóg annað að gera, en standa í þrasi út af aðgöngumiðum, því þarna er mikið af eiturlyfjum í uimferð og hafa 63 verið handtekn lr af þeim sökum. 22 hafa verið Pramhald a ois. 14. Á ráðstefnu um náttúruverndar- mál í Noregi SJ—'Reykjavík, laugardag. 1.—3. september verður haldin ráðstefna urn náttúruverndarmál í Hamar í Noregi. Ráðstefnan er haldin á vegum Norrænu bú- vísimdasamtakanna, NJfF, sem hyggjast nú láta þessi mál meira Framhald á bls. 14. Járntakan á Mýrdalssandi: Hafa grafíð upp 200 tonn af járni úr sandmmn í sumar EB-Reykjavík, föstudag. Síðastliðinn mánuð hafa fé lagar í Dynskógum h.f. graf- ið 200 tonn af járni úr Mýr- dalssandi. Hafa 6—7 menn unnið við járntökuna í sumar með tvo krana og jarðýtu, en slæmt veðurfar og óhöpp hafa tafið járntökuna nokkuð. Tíminn hafði í dag samband við einn félaganna í Dynskógum h.f.. Pétur Kristjónsson. Hann sagði að nú væri verið að flytja síðasta magnið til Reykjavíkur af því járni, sem grafið var upp í fyrra, en þá grófu þeir upp um 1250 tonn. Fer töluvert af því til útflutnings, en annað á innlend- Eysteinn Jónsson í ávarpi við setningu SUF-þings á HallormsstaS: DAÐ SKIPTIR MESTU AÐ UNGA FÚLKIÐ LATI EKKI BÆLA SIG“ TK—Hallormsstað, laugardag. Þrettánda þing SUF var sett hér að Hallormsstað klukkan rúmlega átta í gærkvöldi, af Baldri Óskars- syni, formanni Sambands ungra Framsóknarmanna. Þingforsetar voru kjörnir þeir Magnús Einars- son Egilsstöðum, Elías Snæland Jónsson Reykjavík og Friðgeir Björnsson Reykjavík. Fundarritar- ar voru kjörin þau Sigurður Jóns- son Vík, Guðbjartur Einarsson Reykjavík og Anna Birna Snæþórs dóttir. Magnús Einarsson á Egils- stöðum bauð þingfulltrúa velkomna til Austurlands, en þetta er í fyrsta sinn sem SUF heldur þing sitt á Austurlandi. Að lokinni þingsetn- ingu flutti Eysteinn Jónsson al- þingismaður svo ávarp- Efrtir ávarp Eysteins voru fluttar skýrsíur stjómar, af þeim Baldri Óskarssyni formanni SUF, Má Péturssyni gjaldkera SUF og Atla Frey Guðmundssyni erindreka SUF. Mjög fjörugar umræður urðu um skýrslu stjórnar, og stóðu þær fram til rúmlega eitt í nótt. Um- ræður um lagabreytingar hófust klukkan níu í morgun, en rætt er uim að færa aldurstakmörk samtak- anna niður í þrjátíu ár, jg voru skiptar skoðanir um það mál, en atkvæðagreiðsla um tillögu um þetta efni hafði ekki farið fram um hádegið. Nefndastörf hefjast eftir hádegið í dag, og umræður um nefndaálit verða í kvö.'d. Verð- ur þeim haldið áfram f. h. á morg- un, en kosningar til trúnaðarstarfa verða klukkan eitt á mo.’gun, og þingslit fara fram klukkan fjögur. 1 upphafi ávarps síns sagði Ey- siteinn Jónsson frá Austurlandi, minntist á hin miklu síldarupp- gangsár, og þá erfiðleika sem við blöstu eftir þau. Eysteinn talaði um hvernig Austfirðingar hefðu getað rifið sig upp úr erfiðleikun- um með því að hafa skipu'ega for- ystu í atvinnumálum. Hér hafa menn bundizt samtökum í sveitar- stjórnum með öðrum hætti, um að ráða fram úr atvinnumálum eftir að síldin brást. Þá sagði Eysteinn: Það skiptir mestu máli að unga fólkið láti ekki bæía sig svo að það sætti sig við atvinnuleysið eða þær úreltu kenn- ingar að íslendingar séu ekki þes.s umkomnir ,’engur að hafa með höndum atvinnurekstur í sínu eig- in landi. Takið eftir þvi, sagði Eysteinn að íslenzka þjóðin hefur rifið sig áfram við margfalt verri ytri skilyrði, en nú eru fyrir hendi. Látið ekki telja ykkur trú um að þjóðfélagið hafi ekki ráð á því að hafa fóik og vélar í vinnu, sættið ykkur ekki við að menn hafa aðeins um tvennt aið velja, an markáð — m. a. keypti álverk smiðjan í Straumsvík 160 tonn af járninu og var í morgun verið að flytja það síðasta af því, þangað suðureftir. Að sögn Péturs Kristjónssonar, eru þeir félagar í Dynskógum nú búnir að grafa upp 3 þúsund tonn af járni austur þar. Áleit Pétur að töluvert magn væri ennþá í sandinum. Eysteinn Jónsson Holan kostar 4-5 míllj. Áttunda borholan í Bjarnarflagi fóðruð KJ—Reykjavik, laugardag. Þessa dagana er verið fóðra innan áttundu borholunai í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, og er sú hola 1300 metra djúp. Síðar í surnar er ráðgert, að bora niundu holuna í Bjarn- arflagi, og á þá rekstur gufu veitunnar að vera fuilkomlega tryggður. Að því er Stefán Sigmunds son eftirtitsmaður hjá Orfcu- stofnuninni, sagði fréttamanni Timans, þá er 'kostnaðurinn við hverja holu 4—5 mill.jónir Ocróna. Þegar lokið verður við níundu faoluna, verða sex hol- ur fullvirkar í Bjarnarflagi, ea hver fullvirk hola sikilar um; 30 tonnum af igufu á Jklukku- stund. Norðurlandsborinn er no' aður við að bora holumar 1 Bjarnarflagi, og starfa 12 menn á bornum. Borstjóri er Dagbjartur Sigursteinsson, en jarðfræðilegt eftirlit á svæðinn hefur Kristján Sæmtmdsson jarðfræðingur. Holurnar eru misjafnlega víðar, og mjókka eftir því sem neðar dregur, eða tólf og hálf tomma efst og 7 tommur neðst. Myndin var tekiu í Bjarnar- flagi á dögunum. Reykjahlíð- arfjall er til vinstri á mynd- inni, Norðurlandsborinn fyr- ir miðju, en í baksýn gufU- mökkurinn upp af eldri hci- unum. (Tímamynd Kári). atvinmuleysi eða flótta úr Sandi. Þá ber ekki að gleyma því, að kveða niður þann boðskap sem menn hafa flutt látlaust undanfarið, líklega til afsökunar mistökum sínum, að ísland búi börnum sínum svo léJeg skiiyrði að þa@ sé nánast fórn að eiga hér heima. Það hættulegasta er að þeir sem vegna eigm mistaka hafa misst trúna á getu lands- manna til að hafa forsjá at.vinnu- mála sinna, skuli hafa á sínu valdi að gera bindandi samninga við bandalögin í Evrópu og setja sitt Iágkúrumót á viðhorf Isfendinga í þeim málum. Framtíð þjóðarinnar og frelsi er undir því komið, að menn, og ekki sízt unga fólkið, kveði þau öfl niður, sem draga kjark úr landsmönnum og sýni fram á í orði og verki, að ísland er gott land, skipað dugmiklu fólki, og það er mikil gæfa að vera fæddur á Islandi. Og menn ættu ekki að láta hrekja sig úr landinu né afhenda útlendingum atvinnu- reksturinn, heldur snúa vörn í sókn, en til þess þarf nýja forystu sem Framsóknarflokkurinn einn getur lagt til, sagði Eysteinn a!S lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.