Tíminn - 30.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.08.1970, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 30. ágúst 1970. TlMINN 9 JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: Útgefandi: FRAMSÓKMARFLOKKURINN Framtvæmdast.iórí: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjóraar skrifstofur I Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur I Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323 Auglýslngasiml 19523. 1 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf Kosníngalán Alþingi fékk athyglisverðar upplýsingar í vetur, þeg- ar sjávarútvegsmálaráðherra svaraði fyrirspurn frá Bimi Pálssyni um útlán Fiskveiðasjóðs. í svari ráðherrans kom í ljós, að sjóðurinn hafði tekið upp þá venju 1961 að láta fylgja öllum lánum fyrirvara um að þau yrðu látin fylgja gengisskráningu. Þessi fyrirvari hélzt þangað til veturinn 1967. Þá var hann felldur niður og fyrsti lán- takinn eftir þá breytingu, var einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. Sjóðurinn tók þennan fyrirvara svo upp aftur 1. maí 1968. Af þessum ástæðum búa útgerðarmenn hjá Fiskveiða- sjóði nú við mjög misjöfn kjör. Þeir, sem fengu lánin 1967, þegar enginn fyrirvari fylgdi þeim, þurfa nú enga hækkun að greiða vegna gengisbreytinga, en hjá hinum nemur þessi hækkun stórum upphæðum. Engin opinber skýring hefur fengizt á því að fyrir- varinn var felldur niður 1967. Þetta skýrir sig líka sjálft, þegar þess er gætt, að alþingiskosningar fóru fram í júní 1967. Stjórnarherrarnir hafa viljað sýna fyrir kosningar, að nú væri komin verðstöðvun og krónan því orðin svo traust í sessi, að gengisfyrirvari á lánum væri orðinn óþarfur. Fáum mánuðum eftir kosningar var verðstöðvunin úr sögunni, krónan var fallin og gengisfyrirvarinn var kom- in ná að nýju. Þetta er eitt af dæmum þess, hvernig ábyrgðaralusir stjómmálamenn fara að því að blekkja fólk og vinna kosningar. En vissulega eiga kjósendur ekki að gleyma slíku, heldur minnast þess síðar á réttan hátt. Sannarlega veitir þetta líka ástæðu til þess, að vel sé fylgzt með athöfnum ríkisstjórnarinnar næstu mánuði. 75 milljóna munur Hækkun sú, sem meirihluti stjórnar Landsvirkjunar hefur nýlega ákveðið á raforkuverðinu, rekur ekki nema að örlitlu leyti rætur til kauphækkana, sem hafa orðið hér að undanförnu. Kaupgjaldið er tiltölulega lítill liður í rekstrarkostnaði orkuvera. Vextir og afborganir eru helztu kostnaðarliðimir. Ástæðan til þessarar hækkunar er fyrst og fremst sú, að rekstrarkostnaður Búrfellsvirkjunar verður miklu meiri næstu árin en áætlað hafði verið, m.a- vegna hærri vaxta og styttri lána, og meiri stofnkostnaðar. Þær áætlanir, sem vora gerðar, þegar samið var við álbræðsl- una, hafa ekki staðizt og verðið á orkunni, sem hún fær, reyndist því of lágt. Það hefur því sannazt, sem stjómarandstæðingar héldu fram á sínum tíma, að ekki mætti selja orkuna til álbræðslunnar á lægra verði en tíðkaðist í Noregi. Á sama tíma og ríkisstjórnin samdi um það við álbræðsluna að selja nenni raforkuna fyrir 2,5 mills, eða 22 aura á kwst., samdi norska stjórnin við erlenda álbræðslu um 3,2 mills eða rúma 28 aura á kwst. Þegar samningar verða komnir til fullra framkvæmda, mun álbræðslan greiða fvrir raforkuna 270 millj. kr. á ári. en hefði greitt 345 millj. kr. ef samið hefði verið um sama raforkuverð og í Noregi. Munurinn er hvorki meira né minna en 75 millj. kr. á ári eða 3000 millj. á 20 árum, að slepptum vöxtum og vaxtavöxtum- Vegna þess, hve óhagstæður þessi raforkusamningur er fyrir Landsvirkjun, verður r^forkuverðið innanlands stórum hæfrra en ella. Þ.Þ. Aukin óvissa í Hvíta húsinu vegna sigra í Suður-Vietnam? Hafa andstæðingarnir veikzt, eða bíða þeir aðeins átekta? KÖTTURINN er ekki heima, en opinberu mýsnar i Washing ton dansa ekki og leika sér. Þær hafa þungar áhyggjur af vandræðunum í Víetnam. Hern áðarástandið er þó ekki mesta áhyggjiuefnið, heldur afleiðing- ar þess, sem þær lífca á sem vott um aukna velgengni í Suð- austur Asíu. Embættismenn hafa til dæm is miklar og vaxandi áhyggj- ur af afleiðingum brotthvarfs Bandaríkjamanna frá Saigon, bæði efnahagslega, sálfræði- lega og í stjórmálum, einkum þegar haft er í huga, að þing- kosningar og forsetakosningar í Suður-Víetnam eiga að fara fram á næstunni. VERÐBÓLGAN í Suður- Víetnam eykst um 25% á ári að sögn eins af ráðherrunum í Washington. Bændum í iand- inu og athafnamönnum í við- skiptum vegnar þó mjög vel, en launaðir menn í hernum dragast meira og meira aftur úr. Um þetta hafa Bandarísk- um embættismanni farizt orð á þessa leið: „Gerðar eru meiri og meiri kröfur til hermann- anna, en því meira, sem þeir leggja að sér, því minna bera i þeir úr býtum hlutfallslega“. Embættismaðurinn bætir við, að hið sama sé uppi á teningn um, að því er varðar opinbera staarfsmenn í Suður-Víetnam og fjölmarga launaða starfs- menn, sem starfi ekki við land- búnað. Verðbólgan og atvinnu leysið eykst jafn ótt og Banda ríkjamenn flytja hersveitir sín ar á burt. Þetta er vatn á myllu þeirra stjórnmálamanna, sem ala á andúð á Bandaríkja mönnum. Abrams, yfirhershöfðingi Bandaríkjanna 1 Suður-Víetnam. KAMBODÍA veldur valdhöf- unum í Wáshington einnig miklum áhyggjum. Embættis- menn halda áfram að klifa á því, að Bandaríkjamenn hafi náð hernaðarlegu takmarki sínu í landinu. Ríkisstjórn Lon Nol er eigi að síður veik og Kam- bodíumenn krefjast áðstoðar frá flugher Bandaríkjamanna, þrátt fyrir stuðning hersveita frá Suður-Víetnam, en heimta svo efnahagsaðstoð til bóta á þeim spjöllum, sem bandarísk ar flugvélar valda með loftárás- um. Ríkisstjórn Nixons á í mikl- um erfiðleikum, í fáum orðum sagt. Það, sem hún Inefnir „velgengni" í stríðinu leiðir ekki til þeirrar niður- stöðu. sem vænzt var. Banda- ríkjamenn halda áfram að sigra 1 öllum orrustum, svo að segja, en svo undarlega bregður við. að óvinirnir virðast því treg- ari til samninga sem aðstaða Ibeirra versnar. Valdhafarnir í Hanoi virðast staðráðnir í að halda styrjöldinni áfram þar til breyting verður á vegna brott- Íhvarfs meginþorra hins banda- ríska herafla. i STARFSMAÐUR einn i Hvíta húsinu lét þess getið um dag- 1 ' -m BUfmtommiinmgmurWtíMto —Mi inn, að allar tilslakanir óvin- anna hefði tii þessa borið mjög skyndilega að, og þeim tilslökunum, sem gerðar voru, hafi verið andmælt harðlega al- veg fram á síðustu stundu. Sarfsmaðurinn bætti síðan við: „Þetta þarf auðvitað ekki að tákna, að óvinirnir gangi að lokum að friðaráætlun okkar vegna þess eins, að þeir hafa neitað þeim harðlega síðan að friðarviðræðurnar hófust í Par- ís en um þetta er auðvitað ekki hægt að fuillyrða neitt. Þar sem kerfi kommúnista ríkir er unnt að gera mjög skyndilegar og róttækar breytingar.“ ■ Það vcldur ríkisstjórninni einnig vandkvæðum að hún veit í raun og veru alls ekki, hver skipar fyrir verkum í Hanoi síðan að Ho Chi Minh féll frá, Fulltrúar valdhafanna í Was- hington halda fram, að Norð- ur-Vietnamar hafi ekki bol- magn til að heyja stórstyrjöld, en „forusta þeirra sé aftur á móti svo sundurleit, að enginn einn maður geti tekið sig fram um að semja um frið“ Vald- hafarnir í Washington vildu gjarna vita, við hvern þeir ættu að semja um brotthvarf banda- ríska hersins, hvað þá um end- anlega skipan að styrjöldinni lokinni og bætur í því sam- bandi. HVAÐ gerist til dæmis, ef Hanoi-menn ákvæðu að bíða átekta unz meginhluti hins bandaríska herafla er á brott og hefja þá stórárásir, sem Suður- Víetnamar fengju ekki við ráð- ið? Yrði bandaríska herstjórnin í alvarlegum vanda stödd ef þetta gerðist, eða neyddist hún jafnvel til að senda bandarísk ar hersveitir 1:1 vígvallanna að nýju? „Við ræðum ekki þenna möguleika", sagði sá starfsmað ur Hvíta hússins, sem vitnað er í hér á undan. „Við þykj- umst vissir um, að Suður-Viet namar geti tekið við með að- stoð flughers okkar.“ Ríkisstjórn Bandaríkjanna er í fáum orðum sagt skuld- bundin til að hverfa með her- afla sinn á burt frá Vietnanx, en valdhafarnir í Hanoi og Saigon ráða þvi meira om gang styrjaldarinnar sem fleiri hersveitir Bandaríkjamanna hverfa á burt. Þetta er veru- legt áhyggjuefni jafnvel fyrir þá embættismenn, sem halda fram, að allt „gangi nákvæm- lega samkvæmt áætl-un." . J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.