Tíminn - 30.08.1970, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 30. ágúst 1970.
TIMINN
ibæta heiisu sína, sem alltaf er
það veigamesta og oftast auð-
velt í framkvæmd heima fyrir.
Pálína R. Kjartansdóttir
Imatrá'ðskona Ihefur sýjni-
kennslunámskeið við og við
fyrir dvalargesti, og að henni
hefur verið mjðg mikil og vax-
andi laðsókn, sem er augljós
vottur hess að áhugi hús-
mæðra á jurtafæði er mjög að
aukast.
Starfið hér við hælið er
orðið ofmikið fyrir einn lækni
en skilyrði eru góð og batn-
andi til að veita nauðsynlega
læknisþjónustu. Það sem aðal-
lega veldur erfiðleikum er vönt
un á sjúkraþjálfun.
Árni Áshjarnarson hefur
verið framkvæmdastjóri heilsu
hælis Náttúrulækningafélags-
ins í 12 ár.
3Ég komst í snertingu
við náttúrulæikningastefn-
una, vegna þess, að ég var frá
unga aldri gigtveikur og
heilsuveill og var gefið í skyn
af ágætum læknum, að ég
þyrfti varla að vonast eftir
fullum bata.
Þessu vildi ég ekki hlíta en
hafði samband við Jónas Krist
jánsson lækni, og hvatti hann
mig til að koma strax suður
sem ég gerði. Tók hann þegar
sjúkdóm minn til meðferðar
og má segja að hann vekti yfir
mér eins og smábarni, enda
batnaði mér fljótlega.
Þegar mér svo var boðið að
taka hér við framkvæmda-
stjórastarfinu, fannst mér ég
ekki geta hafnað þvi.
Aðeins þrjú ár voru liðin frá
því að hæiið tók tii starfa, þeg-
ar ég tók við. Búið var að
steyipa grunninn að miðálm-
unni og engir peningar til
nema kr. 100.000,00 frá Reykja
vikurborg. Með þessu fé var
byrjað og svo tekin lán eftir
því sem hægt var. Lánstofnan-
ir tóku okkiur yfirleitt vel og
greiddu fyrir framikvæmdum.
Höfum við hjá þeim notið vax-
andj tiltrúar og getað breytt
lausum skuldum í lengri föst
lán.
Ríkissjóður hefur árlega
lagt fram nokkurn bygginga-
styrk, áð vísu ekki háan, og
mætti frekar segja að þar væri
um siðferðilegan og viður-
fcennandi stuðning að ræða en
verulegt f járframlag.
f upphafi hafði ég ekki trú
á að þessi uppbygging myndi
takast, fannst skorta fjárhags-
legan grundvöll, en þá kom
almenningur ti.l sögu, keypti
hlutdeildarskuldabréf og lán-
aði þannig mikið fé.
Og nú er ég bjartsýnn. Hér
er allt í uppbyggingu og fjár-
hagsörðugleikar minni.
Stofnunin hefur þegar mætt
þeim vinsældum, að óhjá-
kvæmilegt er að byggja ann-
að hæli í svipuðu formi eigi
að vera tök á að fullnægja að
einhverju verulegu leyti eftir-
spurn frá því fólki, sem sann-
arlega þarfnast hælisvistar.
Starfið hér hefur fyrir mig
verið lærdómsríkt og upp-
byggjandi. Ég hef átt góð sam-
skipti við þá, sem hér hafa
dvalizt og sé eftir því hvað
ég hef haft lítinn tíma til að
ræða við fólkið og kynnast
því.
Ef um árekstra er að ræða,
þá er það helzt í sambandi við
að fólk vilji sniðganga reglur,
sem hér verður að framfylgja,
en að því eru svo hverfandi
lítil brögð að þáð fyrnist fljótt.
Hitt er öllu ljósara og leng-
ur í minni, hve margir leggja
sig fram um að vera góðir gest
ir, og fara héðan þakklátir og
heilbrigðari en þeir komu og
vilja mega leita hér hælis aft-
ur ef þeir þarfnast þess.
Margt það fól-k sem hér kem
ur öðru sinni hefur haft við
orð, að því fyndist sem það
væri að koma heim. Þetta við-
horf er okkur, sem hér störf-
um, mikið ánægjuefni. Og
þann heimilisbrag þarf að
varðveita, sem skapar frið og
öryggi meðal dvalargesta.
Ég hef látið mér detta í hug
þann möguleika og hreyft ’ið
ráðamenn, áð hér rísi upp
heimili, handa þeim börnum,
sem þurfa þess með að eign-
ast athvarf og komast í kynni
við hollar lifsvenjur í ríki
gróandans. Og vera mætti, áð
það, staðsett í grennd við elli-
heimili, gæti orðið þess vald-
andi, að bláþráðurinn í nú-
timaþjóðfélagi — bilið milli
hinna elztu og yngstu yrði
brúað með gagnkvæmri kynn-
ingu, án þess að skapa þeim
öldnu erfiðleika hins daglega
amsturs.
Já, Árni, og ef til vill mun
þá ömmusagan gefa okkur ann
að nóbelsverðlaunaskáld.
Þ.M.
TILKYNNING
um lögtaksúrskurð
29. ágúst s.'L var úrskurðað Iögtak vegna ógreiddra þing-
gjalda, bifreiðagjalda, skemmtanaskatts, tolía, skipulags-
gjalda, skipagjalda, öryggis- og vélaeftirlitsgjalda, raf-
stöðva- og rafmagnseftirlitsgjalda, gjalda vegna lögskráðra
sjómanna, söfuskatts og aukatekna ríkissjóðs álagðra í
Hafnarfirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu árið 1970.
Lögtök veriða framkvæmd fyrir gjöldum þessum, að liðnum
8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, ef ekki verða
gerð skil fyrir þann tíma.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Deildarstjóri óskast
Stórt innflutningsfyrirtæki vill ráða vel hæfan
mann til að annast stjórn á heildsöludeild, er selur
vefnaðar- og fatnaðarvörur.
Undir starfið falla, auk stjórnar á fólki, erlend
og innlend vörukaup og erlendar bréfaskriftir.
Tilboð með nauðsynlegum upplýsingum sendist
afgreiðslu blaðsins, merkt: „Vefnaðarvara —
Fatnaður — 1094“ fyrir 10. sept. n.k.
Undan rótum Reykjafjalls streyma heitar lindir, sem bjóða að-
stöðu til ylræktar, og leirhverir hlaða kringum sig jarðefnum, sem
fróðir menn telja, að stutt geti að bættri heilsu fólks í landinu.
'Hér sjást nokkrir dvalargesta njóta góða veðursins.
| SKULTUNA eldhúsáhöBd I
| meðTEFLON
Hvað ei* TEFLON?
T E F L O N er ný uppgötvun, gerð af hinu heimsfrœga firma, sem fann upp
nylon. Eldhúsóhölcl, pottar og pönnur er húðað innan með T E F L O N-efninu
og veldur þaS byltingu í nothœfni aluminium búsóhalda.
KosfiiP TEFLONs
Minni feitisnotkun, hollari fœða, stefktur eða soðinn matur festist ekki við pott-
inn eða pönnuna. Uppþvotturinn er leikur
UmboS:
Þórður Sveinsson & Co. hf.
Auk þessara kosfa eru
SKULTUNA óhöld prýSi
á heimiiinu.