Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. september 1970, TIMINN f Frtumlkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlæon. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 1S)523. ABrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, rnnaníl'ands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Heimsókn forseta ís- lands til Danmerkur Forseti fslands, dr. Kristján Eldjárn og kona hans, frú Halldóra, eru nú í opinberri heimsókn í Danmörku í boði dönsku konungshjónanna. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forsetahjónanna til útlanda og munu flestir sammála um, að það sé vel til fallið að sú heimsókn sé tQ Danmerkur, íslendingar urðu að heyja sjálfstæðisbaráttu sína gegn Dönum og í íslenzkri sögu liðinna alda, þegar ísland var hjálenda Danmerkur, greinir frá mörgu, sem lítt er til þess fallið að efla ást og aðdáun íslendinga á Dönum. En saga síðari tíma greinir hins vegar frá þeim kyn- slóðum dönsku þjóðarinnar, sem viðurkenndu íslenzku þjóðina, menningu hennar og sjálfstæðiskröfur, og settu niður þær deilur og misklíðarefni er viðkvæmust voru í sambúð þjóðanna. Og hvað sem um sögu og atburði fyrri alda verður sagt og þá hörðu dóma, sem oft hafa verið kveðnir upp yfir Dönum í íslenzkri sögu og sjálf- stæðisbaráttu, þá er hitt staðreynd, að framkoma Dana gagnvart íslendingum á síðari hluta 19- aldar og hinni 20. er um margt fyrirmynd um hófsemi og skilning stærra og voldugra ríkis gagnvart smáþjóð, er heimtar rétt sinn og sjálfstæði úr greipum hins stærra ríkis. Sú staðrejmd verður mönnum ljós við samanburð á sjálf- stæðisbaráttu íslendinga og mikils fjölda annarra smá- ríkja, sem hlotið hafa sjálfstæði sitt á þessari öld. Sam- bandsslit íslands og Danmerkur voru gerð með samkomu- lagi beggja í byrjun aldarinnar. Rás sögunnar réð því, að konungssambandi landanna var slitið með öðrum hætti en flestir hefðu eflaust kosið. Þau sár, sem af því hlutust, eru þó löngu gróin. Danir hafa síðan sýnt okkur margvíslegan sóma, skilning og vináttu jafnt í orði sem á borði og þeir líta á okkur sem jafningja í samstarfi hinna norrænu þjóða. Skýrasta dæmið um falslausa vináttu og ríkan skilning á íslenzku þjóðinni, vitund hennar og menningu, er ákvörðun danska þjóðþingsins að afhenda íslendingum þjóðardýrgripina, íslenzku handritin, er geyma rætur og safa íslenzkrar menningar og þjóðerniskenndar. Það færi að sneiðast um í frægustu söfnum stórvelda eins og t.d. Bretaveldis, ef aðrar þjóðir færu að fordæmi Dana um samskipti við fyrrverandi nýlendur eða hjálendur sínar. Böndin mörg og sterk Danska þjóðin hefur á margvíslegan hátt bætt fyrir það, sem kynslóðir fyrri alda í Danmörku hafa á hlut okkar gert og enn er íslenzku þjóðinni sýndur sómi, þeg- ar dönsku konungshjónin bjóða nýjum þjóðkjörnum for- seta íslenzka lýðveldisins að koma til Danmerkur í fyrstu opinberu heimsókn sinni til útlanda. Þessi heimsókn er til þess fallin að styrkja enn vináttu og samvinnu Dana og íslendinga. Þær vináttukveðjur, sem dr. Kristján Eldjám flytur dönsku þjóðinni mælir hann fyrir munn allrar íslenzku þjóðarinnar. Allir íslendingar geta inni- lega tekið undir orð þau, sem dr- Kristján Eldjám flutti í veizlu Friðriks konungs í fyrrakvöld Þá sagði hann m.a.: ..Þau bönd. sem tengja oss saman, era enn mörg og sterk. Þjóðir vorar eru nú tengdar sjálfsögðum vin- áttuböndum. Vér komum saman sem jafningjar og í merki vináttu og samvinnu". — TK VADIM ARDATOVSKIJ:, APN: Samkeppnin um olíuna mun fara mjög harðnandi á komandi árum M.a. vegna þess, að Bandaríkin munu þarfnast stóraukins innflutnings Olíuhreinsunarstöð í Bandaríkjunum Margt bendir til, aS sam- keppnin um olíuna muni liarðna á komandi árum. T.d. birti ameríska vikublaðiS H. S. News & World Report ný- lega grein, þar sem sýnt er fram á, að olíuneyzla mani aukast miklu meira en olíu- framlei'ðslan á komandi ár- um og muni Bandaríkin því þurfa að stórauka olíuinn- flutning sinn og leggja jafn- framt meiri stund á vatns- virkjanir. Nokkuð er vikið að þessu atriði í eftirfarandi grein, þar sem jafnframt er vikið að mörgum öðrum atrið- um varðandi þessi mál, t.d. hættumar, sem fylgja olíu- leit á hafsbotni, aukna þjóð- nýtingu olíulinda, aðstö'ðu Sovétríkjanna á þessu sviði o.s.frv. ÞBGAR einkenna á okkar tíma, eru þeir stundum nefnd- ir atomöld og stundum öld tölvanna. En þetta er auðvelt að vefengja. Hinar fullkoimin- ustu tölvui eru aðeins tæki til sköpunar. Kjarnorkan er efcki annað en orka, vinnuaf! — jafn vel þótt hún verði ódýr og auðfengin. Uppistöðuþátturinn í mannlegum örlögum var, er og verður hinn efnahagslegi grundvöllur — náttúruauðæf- in. Og þegar rætt er um nátt- úruauðæfi er olía eitt af því fyrsta sem manai kemur í hug. Hinn kunni rússneski vísinda- maður, Dimitri Mendelev sagði þegar á öldinni sem leið: „Olía er efcki brenni, það er lík’a hægt að hita upp með því að brenna peningaseðlum". Nú erum við laus við frum- stætt viðhorf til olíunnar, og þótt hún sé enn þá orkugjafi, er hún jafnframt orðin mikilvægt hráefni, sem hundruð iðnaðar- ' efna og jafnvel matvæla eru unnin úr. Þess vegna er olíu- og gasauðlegð landa einn helzti mælikvarðinn á möguleika þeirra til efnahagslegra fram fara. Sérstaklega þegar það er tekið með í reiininginn, að neðanjarðargeymslurnar eru engan veginn ótæmandi. Það sem náttúran hefur lagt í þær á milljónum ára geta menm- irnir, sem nú eru uppi, eins og þeir hafa sýnt. eytt á hundr uðum eða jafnvel tugum ára. Og olían hefur ekki aðeins efnahagslegt gildi, heldur einn ig stjórnmálalegt. f sambandi vi® mörg alþjóðleg átök uð . tja.’dabaki, mörg valdarán, íhlutun og stríðsaðgerðir, spyrjum við á svipaðan hátt og Frakikar spurðu fyrrum: Hvar er konan? — Hvar er olían? TVÆR TÖLUR vekja til um hugsunar: í Bandaríkjunum búa 5,7 prósent af öUum íbúum jarðar. en í þessu landi eru 40 prósent af náttúruauðæfum jarðar hagnýtt. Svona saman- burður verður aS vísu ekki eins hrikalegur, ef við berum saman hráefnavinnslu í Banda ríkjunum og hagnýtingu þeirra. En við komumst samt að sömu niðurstöðu: „Fyrir eigin reikn ing“ gæti þetta mikla heims- veldi ebki lifað lengi. Snúum okur aftur að olíunni. Árleg olíuvinnsla í Bandaríkjuaum nemur 3,2 milljörðum tunna. Á síðastliðnu ári notuðu Banda ríkjamenn 14,1 milljón tunna á dag. Árið 1980 verður þessi notkun komin upp i 20 milljón ir tunna á dag. Þamig verður olíuiðnaður Bandaríkjanna að- eins fær um að fullnægja þröf um landsins í 228 daga á ári. Við vitum, að talið er að enn séu ófundin um 55 prósent af olíu — og 66 prósent af gasauðæfum í bandarískri jörð. Hagnýting þessara auð- æfa breytir ekki öðr.u en því, atð olíuhumgrinu verður frestað um nokkra áratugi — kannski í tuttugu og fimm ár. Skuggi þess hverfur ekiki af sjóndeild arhringnum. PERSAFLÓI, strendur Mada gaskar, Equador-flói, Tasman- íusund. strendur Ghana, Norð- ursjór, landgrunn Indócies- íu . . . . það er ekki mögulegt að telja upp alla þá staði, þar sem hafin er olíuvinnsla eða hennar er leitað. Víða er leitað neðansjávar á meira en 600 feta dýpi. Gríð- armiklu fé er varið til að út- búa tæki til olíuvinnslu á svo miklu dýpi. En það sem aðal- lega vekur áhyggjur i þessu sambandi er það, hversu varn artæki gegn því að olía berist óvart út á opið haf, era ófuU- komin. Við minciumst hins höimulega atburðar. sem gerð ist skammt frá borginni Santa Barbara í Kaliforníu. Aðgerðir sameiginlegs olíufyrirtækis Ghana og Bandaríkjamanna á vesturströnd Afríku vekja á- hyggjur og einnig tilraunir Phi’- ips félags. við strendur Noregs Sama má segja um aðgerðir margra dótturfyrirtækja banda rísku olíuhringanna. VIÐ GETUM tekið það trú- acilegt, sem bandariska viku- blaðið „United States and World Report“ segir um ágóð ann af því að flytja „svarta gullið“ frá austurlöndum nær. í opinskárri grein um hagnýt- ingu olíuauðæfa Suður-Arabíu og nokkurra annarra landa segir: „Jafnvel eftir a@ skatt- ar hafa verið greiddir viðkom- andi landsstjórn er framleiðslu kostnaður o það bil eino þriðji hluti framleiðslukostnað ar í Bandaríkjunum" Það er sem sagt á hverja tunnu. Bandaríkin hafa gert nýja og einkar hagkvæma samn- inga við Equador Móðurlandið — gestgjafinn á ekki að fá nema 12,5 ti! 35 prósent af olíu, sem þar verður unnia — í samræmi við heildarmagnið. Og þótt Equador sé ekki stórt land. eru tíu erlend auðfélög — aðallega bandarisk — þegar tekin til við að leita olíu á 9 milljón hektörum lands og landhelgi. ÞJÓÐNÝTING olíuauðæfa er krafa okkar tíma. einn af mæli kvörðum raunverulegs sjálf- stæðis eins eða annars úkis. Hin nýja ríkisstiórn í Lýbíu hef- ur áskilið sér einkarétt til að vicina og dreifa olíu. Ríkis- stjórn Alsír. sem hefur selt Frakklandi olíu frá árinu 1985 á 2,08 dollara tunnuna. hefur nú sett fram réttmætar kröf- Ur um að verðið verði hækkað í 2.85 doilara <os iafnvel í þvi tilviki er verðið samt íægra en verð s heimsmarkaðil. — Ríkisstjórr sambandslvðvekj*«- ti ins Nígeriu hefur sett mörg | lög til að takmarka olíuveldi | Framhaio á bls. 4 f •Mhmmmmmm'vjj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.