Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 1
" , „ FRYSTIKISTUR f ^ FRYSTISKÁPAR * ^WfCTjftowé^a/t' h~f WTmriiniwiL twmnnrmÆa sx sta nsas 203. tbl. — Fimmtudagur 10. sept. 1970. — 54. árg. Talið í Suður- landskjördæmi í kvöld EJ—Reykjavík, miSvikudag. Eins og frá hefur veriö skýrt, lauk skoðanakönnun Fr am sókn arm a n n a í SuSur- landskjördæmi um helgina. Talning atkvæða fór fram á i ýmsum stöðum í kjördæminu! í gær, en lokatalning fyrir allt | kjördæmið fer fram hjá yfir- kjörstjórninni á Selfossi á morgun, fimmtudag. \ Niðurstöður þeirrar skoðana könnunar ættu því að liggja ? fyrir á fösitudaginn. | MYNDIR 'ÚR FORSETAHEIM- SÓKNINNI — sjá blaðsíðu 7 VERÐA FLUG- VÉLARNAR SPRENGDAR í LOFT UPP? - 3 Refsiaðgerðir vegna útgáfu blaðsins „The Stuffed Puffin": 3 liðsforingjar á Keflavíkur- velii sendir í snatri til USÁ Liðsforingjarnir þnr. F.v. William Laubenstein (með eintak af blaðinu í hendinni), Alec Lamis og Douglas Peel. Það hefur verið tilkynnt, að þeir verði sendir íir landi næstu daga vegna skrifa sinna í ,.The Stuffed Puffin“. (Tímamynd — GE). ÚRSLIT SKOÐANAKÖNNUN- EJ-Reykjavík, miðvikudag. Ár Eins og skýrt var frá í Tíman- um fyrir helgina, tóku nokkr- ir bandarískir hermenn á Kefla- víkurflugvelli sig til og gáfu út blað, sem þeir nefndu „The Stuffed Puffin“. Var blað þetta að öllu leyti unnið í frítíma hermann anna og utan vallarins, og einnig var því dreift fyrir utan herstöð- ina, auk þess sem ábyrgðarmaður blaðsins var óbreyttur bandarísk- ur borgari, búsettur í Keflavík. Var þannig að öllu leyti fylgt þeim reglum, sem gilda í bandaríska hernum um slíka blaðaútgáfu, og einnig íslenzkum lögum. ★ Blaðið hafði í dag samband við þá, sem að blaðinu standa, og leitaði fregna af göngu blaðs- ins og afstöðu yfirm. á Keflavíkur flugvelli til þess. Fékk blaðið þær upplýsingar, að þrír liðsforingjar, sem skrifuðu í blaðið, hefðu fengið um það tilkynningu í gær, að þeir yrða fluttir úr landi einhvern næstu daga. Liðsforingjarnir, sem hér um ræðir. era William Laubenstein, Douglas Peel og Alec Lamis. Var þeim í gær tilkynnt, að þeir yrðu fluttir úr landi, vegna skrifa sinna í blaðið „The Stuffed Puffin". Þeim var einnig sagt, að frekari útgáfa blaðsins myndi hafa mjög slæm áhrif á samband Bandaríkj- anna og íslenzku ríkisstjórnarinn- ar. AR í VESTURLANDSKJÖRDÆMI ÉJ-Reykjavík, miðvikudag. f kvöld lauk talningu atkvæða í skoðanakönnun Framsóknar- manna í Vesturlandskjördæmi. Snorri Þorsteinsson á Hvassafelli tjáði blaðinu í kvöld, að 1646 hefðu tekið þátt í skoðanakönnun- inni, og voru úrslit hennar sem hér segir: Ásgeir Bjarnason, alþingismað- ur, Ásgarði, fékk 797 atkvæði í i 1. sæti, 399 í annað sæti, 163 í | þriðja sæti, 74 í fjórða sæti og 29 í fimmta sæti. Samtals fékk hann 1535 atkvæði og 13.800 stig. Halldór Sigurðsson, alþingismað ur, Borgarnesi, fékk 404 atkvæði ; 1. sætið, 743 í annað sæti, 207 í þriðja sæti, 73 í fjórða og 42 í fimmta sæti. Samtals féfck hann 1566 atkvæði og 13.449 stig. Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvík, fékfc 163 atkv. í fyrsta sæti. 137 í annað sæti, 409 í þriðja sæti, 171 í fjórða sæti og 98 í fimmta sæti. Samtals féfcfc hann 1220 atkvæði og 8.655 stig. Davíð Aðalsteinsson, kennari, Arnbjarnarlæk, fékk 31 atkvæði i fyrsta sæti, 48 í annað sæti, 118 í þriðja sæti, 170 í fjórða sæti og 172 í fimmta sæti. Samtals fékk hann 1019 atkvæði og 5.596 stig. Daníel Ágústínusson, aðalbók- ari, Akranesi, féfck 73 atkvæði í fyrsta sæti. 73 í annað sæti, 180 í þriðja sæti, 148 í fjórða sæti og 92 í fimmta sæti. Samtals fékfc hann 866 atfcvæði og 5.277 stig. Leifur Jóhannesson, héraðsráðu nautur, Stykkishólmi, féfck 4 at- kvæði í fyrsta sæti, 18 í annað Framhald á bls. 14. Þeim var einnig tjáð, að útgáfa fyrsta eintaksins hefði þegar haft erfiðleifca í för með sér fyrir Bandaríkin og varnarliðið á ís- landi. Var fullyrt í bréfum, sem stíluð voru á hvern einstakan liðs- foringja, að yfirmenn á Keflavík- urflugvelli gerðu ráð fyrir að blaðið myndi í framtíðinni gang- rýna í enn rikari mæli stefnu hersins og Bandarikjastjórnar. Tveir óbreyttir hermenn rituðu einnig í blaðið undir nafni, þeir Jon Collins og R. Burkett, en blaðið fékk ekki í dag upplýsing- Framhald á 14. síðu. 5. Daníel Ágústíuusson 1. Ásgeir Bjarnasou 4. Davíð Aðalsteinsson 2. Halldór Sigurðsson 3. Alexander Stefánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.