Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 5
SntMTUDA-GUR 10. september 1070. TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Sportveiðimaður nofckur var orðinn beitulaus og leit í kring um sig eftir einhverju, sem hann gæti haft í beitu. Þá kom hann auga á h'ögigorm imeð frosk í kjaftinum. Hann greip högg- oriminn og náði frosknum og beitti honum. í staðinn fékk höggoiimurinn einn snaps úr visfcýpela veiðimannsins. Síðan heið veiðimaðurinn eftir. að fiskur bi*.i á forskinn, en þá heyrðist skrjáf í grasina við hliðina. Það var höggormur- inn fcominn með annan frosk. — Veslings maðurinn fékk aldrei almennilega hreyfingu, fyrr en hann kvæntist. Er ekki stórkostlegt, að lax- inn skuli eignast 25 milljónir afkvæma á hverju vori, en ekki eitt einasta man eftir mæðra- deginum. Mikkelsen hafði allá tíð ver- ið undir hæl konu sinnar, en þegar hún dó, lifði hann eins og frjáls maður í 13 ár. Svo dó hann og fór til himna en þar beið þú fi’úin eftir honum með manndrápssvip á andlitinu. — Elskan. Þú verður að af- saka, hvað ég kem seint, stam- aði Mikkelsen, — en það var læknirinn, sem tafði mig svona lengi. — Við unnuin kcppnina um fínasta skeggið. Það er Trygg- ur, sem stendur uppi á öxl- unum á pabba. Það var reikningstimi í fyrsta bekk, í sveitaskólanum og sam- lagningin var dálítið erfið. Kennslukonan reynir að að- stoða Sören litla. — Ef pabbi þinn á eitt kjöt læri og mamma þín annað, hvað eiga þau þá bæði til sam- ans? — Afturpart! svaraði Sören hreykinn. — Forstjóri. Þau á neði’i hæð- inni eru að kvarta undan svörtu striki, sem færist nið- ur vegginn. DENNI DÆMALAUSI Jæja mamma, mér sýnist pabbi muni verða talsvert heima á næstunni. ( í I . ■ íí-i?XÍ5Í: SsSSsii Hundar, börn og Ijótt fó.fc, eru óvelkomnir gestir á bað- stföndinni ,,Vole 'Röugé“. 'sern er á suðurströnd Frakklands, um tíu kílómetr'um vestur af Saint-Tropez. Vinsældir sínar á staðurinn leikkonunni Brigitte Bardot að þakka, því að eftir a'ð hún keypti sér sumarhús þarna í nágrenninu, hefur fólk streymt að úr ölfcm áttum, lík- lega í von um að sjá henni bregða fyrir. Eigandi strandarinnar er Paul Tomasini, þrítugur að aldri og fyrrverandi boxsari. Hann þolir hvorki hunda, börn né óásjálega skrokka, en gerir þó undantekn- ingu, ef í hlut eiga kaiiar með nógu þykk peningaveski. Á ströndina koma feitu karl- arnir einkum vegna þess, að ffestar kvinnur ganga þar um brjóstaberar. MikiB fjöldi strandgesta er vellrikt hástétta- fólk, sem þarf ekki að hafa á- hyggjur af peningamáluim sín- um, og í kjörfar þess fylgir, eins og alls staðar annars staðar, snobb-fólk, sem gjarna vili kom ast í kynni við fína fólkið- Og uppgijafa boxarinn þarf ekki að kvarta. því a'ð hann stór- græðir á öllu snobbinu. Auk þeirra upphæða, sem hamn fær í aðgangseyri, auðgast hann stór lega á veitingahúsi, sem hann hefur hrófi'að upp á sti’öndinni. Þar greiðir fóik tneð glöðu geði u.þ.h. þúsund ísl. krónur fyrir íburðarliausa hveirsdags- máltíð, og ástæðan fyrir nægju semi gestanna, þrátt fyrir ok- urverð, virðist vera klæðnaður gengilþeinanna, sem er af álíka skornum skammti og það, sem fram er reitt. Myndin sýnir nokkra bað- strandargesti, hálfnaktar stúlk- ur og þybbna karla. ( * ★ ★ S Nágrannar frú Sherman, í ; einu mesta fálæktahverfi New York, hringdu á ,'ögregluna og tilkynntu, að ekkert hefði sézt tii hennar í rúma viku. Lög- reglan kom þegar á vettvang og eftir að bafa beðið lengi eft- ir að einhver kæmi til dyra, brutu þeir upp hurðina að íbúð inni. Innan dyra var hræðileg nálykt, og frú Sherman fannst iátin í svefnherberginu, myrt. Hver hafði myrt konuna? Ef ti.’ vill gat fimmtán ára dóttir hennar, Ann, gefið einhverjar upplýsingar? En Ann var hvergi sjáanleg. Lögreglan gerði ítarlega leit að stúlkunni, og fann hana að lokum hjá vini sínum. Hún var spurð, hvort hún hefði nokkra hugmynd um hver hefði myrt móður hennar. — Já, ég gerði það, svaraði hún. Hún vildi ekki .'eyf.a mér aö fara á ball. Ég mátti aldrei gera neitt skemmtilegt. All-t í einu varð ég svo reið, að ég tók kodda og hélt honum fyrir and.'itinu á henni þar til hún var hætt að anda. Hún var vond við mig, og ég sé ekki eftir þessu. Þannig hljóðaði játning ungl ingsstúlkunnar, sem myrti móð- ur sína til að komast á dans- leik. skemmtun, sem getur kost að hana margra ára, ef ekki lífstíðar fangelsi- í gær birtist hér á síðunni mynd af markgreifafrú Önnu Casati, á Evuklæðum, eins og maður hennar og kynsvallsfé- lagar sáu hana, en meðfy’gj- andi mynd sýnir þá Önnu Casati, sem að almenningi sneri. Fögur og virðuieg sást hún á frumsýningum leikhús- anna og á góðgerðarsamkom- um góðborgaranna, og engan sem ekki þekkti til gat órað fyrir að þessi gimsteiaum ■ prýdda hcf'Sarfrú væri ein af afkastamestu sjálfsölukonum Róniaborgar, og þólt víðar væri leitað. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.