Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 14
I . \ - W&M: iwk u m ..> >:**/ : ** ;>-:. •£5j ^ÍwÍk' Sendir heim „Den Nordiske“ ncfnast nýstofnuð samtök myndlist armanna, sem nú lialda sýningu í Charlottenborg á SJálandi. f Kaupmannahafnarblaðinu Extrabiadet birtist í gær umsögn um sýningu þessa ásamt mynd- inni hér að ofan, sem er af einu listaverkanna, en það er eftir Sigurjón Jóliannsson. f greininni segir, að samtökin hafi verið stofnuð í því skyni að efna til nútímalegri sýninga en hingað til hafa tíðkazt. Gagnrýnanda blaðsins finnst þó erfitt að koma auga á nýjungar á sýningunni, sem hann telur hefð- bundna og lítt í samræmi við nútímann. Áhugaverðustu listaverkin skipa, að hans dómi, óæðri sess á sýningunnl, í hornum og afherbergjum. íslendingarnir Tryggvi Ólafsson og Sigurjón Jóhannsson eru ásamt þrem öðrum listamönnum þeir sem gagnrýnandinn telur eiga áhugaverðustu verkin á sýningunni. Auglysing SPÓNAPLÖTUR 10—25 mm. PLASTH. SPÓNAPLÖTUR 13—19 mm. HARÐPLAST HÖRPLÖTUR 9—26 mm. HAMPPLÖTL R 10—12 nm BIRKI GABON 12—25 mm. BEYKl-GABON 16—22 mm. KROSSVHJUR Birki 3—6 mm. Beyki 3—6 mm. Furn 4—10 mm. með rakaheldu limi. HARÐTEX með rakaheldu lími V2' 4x9 HARÐVIÐUR Eik 1". 1—2” Beyki 1”. 1—%’, 2", n Teab 1—V4n, 1—W. * 2“ 2—%“ Afromosla 1", 1—Yí", 2“ Maghogny 1—2” Irokt 1—2” Cordia 2" Pal/sandeT 1”, 1— 1—2“. 2—Vi” Oregor Pine SPÓNN Eik — Teak Oregon Plne — Fura GuilálmuT — Álmur Abakki — Beykl Asknr — Koto Am — Knota Af'omnsra — Maghogny Paíesander — Wenge. FVRIRMGGJANDI OG VÆNTANLEGT Nýfar birgðii teknar •’eim vikulega VERZI.ro PAIt SEM ORVAL- II) ER MES2 OG RJÖRIN BEZ1 JO^t t OLnqciON H.F HRINGBRAUT 121 SlMi 10600 Nýjar loftvarnar- flautur settar upp í Reykjavík OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Viðvörunarkerfi Almanna- varna hefur nú verið sett upp á 19 stöðum í Reykjavík, og er tengt við stjórntöflu í lög- regiustöðinni. Stillingar og próf anir á kerfinu fara fram í þess um mánu'ði, og mega borgar- búar búast við að heyra annað slagið þann hávaða sem fram- leiddur er til að vara við yfir- vofandi hættu. Síðan fer fram allsherjarprófun kerfisins og verður almenningi þá kynnt mismunandi þýðing merkja- sendinganna. Loftvarnarflauturnar eru 19 taisins og komið fyrir í Gllu.m hverfum borgarinnar, þannig að alls staðar á að heyrast í þeim innan borgarmarkanna. PILTAh er »>io rior vnhjctuk.i ■/æ pa a id hrinöana Aft/ ■ • -#■ • /tAhyrjtrs' S \ vsis — PÓSTSENDUM ðkukennsla - æfingatímar Cortina Upplýsingar I síma 23487 kl 12—13. og eftir fcl. 8 S kvöldip virka daga. Ingvar Björnsson. Útför mannsins míns Bjarna ívarssonar, fyrrum bónda að Álfadal á Ingjaldssandi, verSur gerS frá Langholtskirkju föstudaginn 11. þ.m., kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á að láta líknarstofn- anir njóta þess. Jóna Guðmundsdóttir. Skoðanakönnun Framhald af bls. 1 sæti, 62 í þriðja sæti, 146 i fjórða sæti og 115 í fimmta sæti. Sam- tals fékk hann 893 atkv. og 4.185 stig. Næstir komu: Elín Sigurðardóttir, ljósmóðir, Stykkishólmi, með 844 atkvæði og 3.607 stig; Þórður Kristjánsson, bóndi, Hreðavatni, með 784 atkv. . og 2.761 stig. Steinþór Þorsteins- son, kaupfélagsstjóri, Búðardal, með 776 at'kv. og 3.278 stig. Bjarni Arason, héraðsráðunautur, Borg- arnesi, með 700 atkv. og 3.113 stig. Atli Freyr Guðmundsson, erindreki, Akranesi, með 612 at- kvæði og 3.084 stig. íþróttir Framhald af bls. 13 fram fór í Argentínu, lauk með jafntefli 2:2, og er Feyjenoord því ,,heimsmeistari félagsliða 1970“, — fyrsta hollenzka liðið, sem þann titil hlýtur, enda voru hinir 67 þúsund áhorfendur leiks- ins ærðir af gleði í leikslok. íþróttir Framhald af bls. 13 einasta þeirra, því þau hefðu öll verið óverjandi með tölu. „Fyrsta markið skoraði Her- mann mjög glæsilega,“ sagöi Árnd, „en síðan bætti Þormóður öðru við með þrumuskoti með jörðu af urn 20 metra færi. — Þannig var stað an í hálfleik, en á þrem fyrstu mínútunum í síðari hálfleik skpr- aði Hermann þrjú mörk hvert öðru giæsilegra, og öll óverjandi Þá var staðan orðin 5:0, en Vík ingarnir gáfust ekki upp, og minnkuð bilið í 5:2 með tveim góðum mörkum. sem Gunnar Gunn arsson skoraði. Rétt fyrir leiks- lok skoraði svo Þormóður sitt annað mark í leiknum og loka- tölurnar urðu því 6:2 Akureyri í vil“. Árni sagði að allir leikmenn Víkings og ÍBA hefðu átt góðan leik, og hefði eng- inn skorið sig úr hópnum, nema ef vera skyldi Diðrik markvörður Víkings sem hefði átt alla áhorf endur, Leikurinn hefði verið pt-úð mann.'ega og vel leikinn, og hefði hann verið báðum liðunum til sóma. Framhald af bls. 1. ar um, hvort þeir yrðu einnig fluttir úr landi. Liðsforingjarnir þrír, sem áður eru nefndir, voru staddir í Reykja vík í kvöld, og náði blaðið tali af þeim og spurði þá um þlaðið og orsakir þess, að þeir gáfu það út, og jafnframt hvað þeir vildu segja um viðbrögð yfir- manna á Keflavíkurfiagvelli. Vettvangur frjálsra skoðanaskipta Alec Lamis sagði, að ástæðurn- ar fyrir útgáfu blaðsins kæmu greinilega fram í forsíðugrein um tilgang blaðsins. Hann hefði talið, að aðstæður til frjálsra skoðana- skipta meðal hermanna á Kefla- víkurflugvelli væru ófullnægjandi. Væri blaðið gefið út til þess að reyna að bæta úr þessu. Það kæmi fram í blaðinu, að efnisval í byrj- un væri á nokkuð þröngu sviði. en vonazt væri til að er frá liði yrði efnisvalið víðtækara, eftir því sem fleiri rituðu í blaðið. Yrði það þannig til gagns fyrir her- menn á Keflavíkurflugvelli sem raunverulegur umræðuvettvang- ur. Einnig væri tilgangurinn að veita upplýsingar um fsland, og birta fréttir, sem ekki kæmu annars staðar fram. Hann sagði, að þeir hefðu talið blaðaútgáfuna í fyllsta samræmi við rétt Bandaríkjamanna til rit- og málfrelsis, auk þess sem útgáf- unni hefði verið hagað í samræmi við reglur hersins þar að lútandi. A3 auka þekkingu á landi og þjóS Douglas Peel sagði að hann og kona hans hefðu haft mikinn áhuga á að koma til íslands, en frúin er að vinna að doktorsritgerð um íslenzkar fornbókmenntir. Við fengum leyfi til að koma hingað, og höfum verið hér í 15 mánuði. Þetta hefur verið mjög ánægju- leg dvöl fyrir okkur, og við höf- um ferðazt mikið um landið. Okk ur líkar vel við fólkið og stjórnar- farslegt fyrirkomulag. Hér ríkir það frelsi og þau mannréttindi, sem talið er að séu til staðar í okkar eigin landi. És hef hins vegar komizt að raun um, að meðal þeirra, sem dvelja á Keflavíkurflugvelli, er slíkur áhugi á íslandi takmarkað ur, enda fara flestir þeirra mjög sjaldan út fyrir herstöðina. Ég hef reynt að auka áhuga á, og kynni af íslandi, eftir hinum venju legu leiðum, en þær tilraunir hafa vakið lítinn áhuga hjá yfir- mönnum á Keflavíkurflugvelii. Það var því meginástæða mín fyrir þátttöku í þessari blaðaút- gáfu, að reyna með henni að auka þekkingu Bandaríkjamanna í her- stöðinni á íslandi og íslendingum. Þannig ritaði ég t.d. grein í blað- ið um ýmislegt, sem hægt væri að gera utan herstöðvarinn- ar, og kona mín ritaði grein um islenzkar fornbókmenntir. í samræmi við lög og reglur William Laubenstein, sem er lögfræðingur, sagðist bæði hafa kynnt sér þær reglur, bandarísk- ar, sem gilda um blaðaútgáfu sem þessa, o, eins íslenzk lög, og hefðu þeir farið nákvæmlega eftir þeim reglum og lögum við útgáfu blaðsins. Hann sagðist vera sannfærður um, að innan hers- ins væri mikið af mönnum, sem hefðu ýmislegt fram að færa, en fengju ekki tækifæri til þess. Blaðið væri m.a. gefið út til þess að draga þessa menn fram i dags- liósið og nýta hæfileika þeirra. Hann kvaðst að vísu hafa húizt við einhverju svari frá yfirmönnum staðarins, en samt sem áður aldrei dreymt um, að gripið yrði til svo róttækra aðgerða sem brottflutnings þeirra, sem að blaðinu stóðu. Mildari gagnrýni en í banda- rískum blöðum Peel henti á, að sú gagnrýni, sem fram hefði komið í blaðinu t. d. á stefnu Bandaríkjastjórnar í Víetnam, væri mun mildari en sú gagnrýni, sem lesa mætti í bandarískum hlöðum, sem seld væru á Keflavíkurflugvelli, svo sem New York Times og Play- boy. Lamis sagðist hafa rætt við marga í herstöðinni um blaðið, og hefðu flestir þeirra verið ánægðir með blaðið og að það skyldi gefið út. og verið sammála þeirri gagn rýni sem þar kom fram. Hins vegar hefðu sujnir yfirmenn, sem hann ræddi við, talið að ekki væri rétt að láta þessa gagnrýni koma frá bandarískum hermönnum utan Bandadkjanna sjálfra. Þetta gæti hann ekki fallizt á. Hann hefði rit að greinina um Víetnam vegna þess, a@ þetta væru- hans skoðan- ir, og það væri réttur hans sem Bandaríkiamanns að setja skoðan ir sínar fram. Þar sem hann væri staðsettur hér á landi, teldi hann eðiilegt að setja þær fram hér. Einnig sagði hann, að þessi gagn rýni sín væri mildari en sú sem lesa mætti í handarískum blöðum, og sem verulegur hluti bandarísku þjóðarinnar og verulegur hluti bandarískra þingmanna væri sam- þykkur. Vonast til að koma hingað aftur Dou-glas Peel sagði það ein- læga von sjna, að þau hjónin gætu komið til fslands aftur seinna, því þau væru mjög hrifin af landi og þjóð. Þeir tóku allir fram, vegna þeirrar yfirlýsingar sem þeir fengu frá yfirvöldum á Keflavík urflugvelli, að þau teldu frekari útgáfu blaðsins hafa slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. að það væri vissulega ekki æthin þeirra að svo væri, og ef íslendingar móðguðust á einhvern hátt við út- gáfu þessa blaðs, þá yrði ekki af frekari útgáfu. Lamis sagði, að hann teldi að hlaðaútgáfan ætti þvert á móU að hafa góð áhrif á sambúð íslendinga og Banda- ríkjamanna, því hún sýndi banda- rískt lýðræði í fratmkvæmd. Þótt aðgerðir yfirmanna hans væru reyndar ekki í samræmi við banda ríska lýðræðishefð. Engin afskipti íslendinga af málinu Blaðið hafði í dag samband við Pál Ásgeir Tryggvason í utanrík- isráðuneytinu, og sagði hann að íslendingar hefðu engin afskipti haft af þessu máli og myndu eng- in afskipti hafa, þar sem þessi blaðaútgáfa væri algjört „innan- ríkismár* Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. EFLUM 0KKAR HEIMABYGGÐ SKIPTUM Vlf) SPARISJ0OINN • ‘ . . * SAMBANÍO’- l§i,; .SPARISJQÐA 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.