Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 10. september 1970 OROGSKARTGRIPIR: KORNELÍUS JONSSON SKÓLAVÖRÐUSTlG 8 BANKASTRÆT16 ^>»18588>1B600 Alþjóðaráðstefnan um ísvandamál í sambandi við mannvirkjagerð hófst í Hagaskola í fyrradag. Þatttakendur eru um 100 fra mörgum löndum, þar af 34 íslenzkir. Margir vísindalegir fyrirlestrar hafa verið fluttir á ráðstefnunni og auk þess kynnt 55 vísindaleg erindi, sem prentuð hafa verið í sérstaka bók. Ráðstefnunni lýkur í dag, en á morgun fara þátttakendur í skoðunarferð að Búrfellsvirkjun, þar sem farið hefur verið út á nýjar brautir við iausn ísvandamálsins. AÐALRÆÐISMAÐUR ÍSLANDS í TUTTUGU ÁR SJ—Reykjavík, miðvikudag. 8. september si. hafði Dr. Paul Szenkovits starfað í 20 ár sem að- alræðismaður íslands í Austurríki og gegnir hann enn því embætti. ísland var fyrsta rikið, sem skipaði ræðismann í Austurríki eftir heimsstyrjöldina síðari, og hefur hann því starfað iengst allra ræðismanna erlendra landa í Aust- urrí'ki. Dr. Szenkovits er fæddur 1889, nam lögfræði og verzlunarfræði í Vín, var yfirriddaraliðsforingi í fyrri heimsstyrjöldinni og barðist á vígstöðvunum í Rússlandi, þar sem hann særðist alvarlega. Hlaut hann margvísleg heiðursmerki fyr ir afrek i styrjöldinni. Að styrjöld inni lokinni starfaði hann við fyr irtæki föður síns og varð að hon- um látnum forstjóri þess. Paul Szenkovits KG er undir hans stjórn orðið eitt mesta og nýtízkuleg- asta silki- og ullarefnafyrirtækið í Vín. Dr. Szenkovits kom til íslands 1951 ásamt eiginkonu sinni, og ferðuðust þau þá um landið. 1953 var hann sæmdur Fálkaorðunni. Dr. Szenkovits_ og frú hans hafa ávallt verið fslendingum í Vín mjög hjálpsöm og gestrisin. TÖNLEIKAR VlÐA UM LAND Framsóknarfélag Garða- og Bessa- staðahrepps I Heldur félagsfund í Garðatúni j n. k. föstudagskvöld kl. 20. Dag- skrá: 1. Skoðanakönnun. 2. Vetrar- ' starfið. 3. Önnur mál. I Félagsmenn eru hvattir til að i fjölmenna. — Stjórnin. Þau Si'gríður E. Magnú;sdóttir, söngkona, og Jónas Ingimundars. píanóleikari, sem undanfarin ár hafa stundað nám í Vínaæborg, munu fara út á landsbyggðina og halda tónleika, m. a. í Keflavík, Selfossi, Húsavík og Sauðárkróki. Á efnisskránni eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda, og eru fyrstu tónleikamir í Keflavík á fimmtudagskvöld, 10. sept. Sigríður E. Magnúsdóttir, sem dvelst hér í stuttu sumaxleyfi, er landsmönnum kunn af söng sínum í sjónvarpi og útvarpi. svo og í óperunni Brúðkaupi Figarós. Hún var, að loknu prófi nú i. vor, með- al fárra útvaldra, sem gefst kost- ur á að leggja stund á Ijóðasöng undir handleiðslu hins kunna uná- irleikara dr. Erik Werba. , Jónas Ingimundarson annast ekki einungis undiri. heldur leikur einnig einleik á tónleikum þeirra nú. Hann lagði stund á píanóleik Ií tónlistar.skó'anum í Reykjavík, en lauk einnig söngkennaraprófi írá sama skóla. Hann hefur svo ! dvalizt undanfarin þrj ú ár vi'ð [ pianónám í Vínarborg. Jónas hef- í ur áður haldið sjálfstæða tónleika I víða um land, auk þess sem. hann ! hefur getið sér góðs orðs í ís- ! lenzku tónlistarlífi, fyrir æfingu j ó kórum og hinum ágæta Kefla- ; vikur-kvartett. Jónas er ráðinn ; konnari við tónlistarskólann ó , Selfossi í vetur. rpn fin uu nn Uli Skoðanakönnun í Reykjaneskjördæmi 26.-27. september Frestur til að setja menn á fram boðslista fyrir skoðanakönnunina er til 15 september. Skoðanakönn- un fer fram helgina 26.—27- sept- ember. Yfirkjörstjórn tilkynnir siðan hversu marga daga sjálf skoðana- könnunin stendur, hvar kjörstaðir verða og fleiri framkvæmdaatriði varðandi skoðanakönnunina. Verð- ur nánar sagt frá þeim atriðum í blaðinu síðar. Valdar myndir Vetrarstarfsemi Asanna Annað starfsár Bridgefélagsins Ásarnir í Kópavogi er um það bil að hefjast. Félagið hélt aðalfund sinn 14. maí s.l. eftir blómlegt og þróttmikið starf á fyrsta ári. Farið var í keppnisför til Vest- mannaeyja á vegutn félagsins og spilasveit úr Eyjum kom síðar til Kópavogs í boði Ásanna. Aðal- stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Þorsteinn Jónsson formað- ur, Jóhann H. Jónsson ritari og Skúli Guðjónsson gjaldkeri. — í varastjórn eru: Gaðmundur Hansen, Guðmundur Jónassoa og Jón Hermannsson. Að þessu sinni hefst vetrar- starfsemi félagsins með þriggja kvölda tvímenningsikeppni. Fyrst um sinn verður spilað í félags- heimili æskulýðsráðs við Álfhóls veg. Spilað verður á miðvikudög- um og hefst keppnin kl. 20,00 16. sept. Þátttöku skal tilkynna með minnst tveggja daga fyrirvara í síma 40901 fÞorsteinn Jónsson) eða 40346 (Jón Hermannsson). LEIÐRÉTTING Fimmtudaginn 3. september, s.l. birtist fréttaklausa í Tímanum af námskeiði fyrir organleikara, sem Dr. Róbert A. Ottósson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar stjórna'ði, en námskeiðið var haldið á Blöndu ósi 22.—29. ágúst s.l. Mjög þykir mönnum. er til þekkja, nöfn manna, er þátt tóku í námskeiði þessu hafa brenglazt og fara þau rétt hér á eftir til leiðréttingar: Helgi Ólafsson, raf- virkjameistari, Hvammstanga, Sig riður Kolbeins, Melstað, Miðfirði, Þórður Hannesson, Galtanesi, í Víðidal. Ingibjörig Bergmann, Öxl, Sveinsstaðaherppi, Hávarður Sig- urjónsson, Stóru-Giljá, Torfulækj- arhreppi, Sigrún Grímsdóttir, frú, Saurbæ, Vatnsdal, Sólveig Sövik, frú, Blönduósi. Gerður Aðalbjörns dóttir, frú, Hólabæ, Langadal, Jón Tryggvason, bóndi, Ártúnum, Blöndudal, Guðmundur Sigfússon, Eiríksstöðum. Svartárdal, Guð- mundur Kr. Guðmannsson, Ægis- síðu, Höfðakaupstað, Kristján Hjartarson, Grund, Höfðakaup- stað, Dómhildur Jónsdóttir, frú Höfða, Höfðakaupstað, Kristófer Kristjánsson, bóndi Köldukinn. og Guðmann Hjálmarsson, trésmiður, Blönduósi. Með þökk fyrir birtinguna. Kristófer Kristjánsson. á Evrópumerki Laxá í Kjós: 100 löxum betri veiði en í fyrra Veiðitíminn í Laxá í Kjós rann út í gærkvöldi, — en í fyrrakvöld höfðu veiðzt alls 1704 laxar í ánni. í fyrrasumar veiddust 1609 laxar í ánni. og er því um 100 löxum meiri veiði en í fyrra. Eðlilega var veiðin í Laxá held- nr léleg síðustu dagana, borið saman við það sem á undan er gengið, enda veiðiskilyrði slæm, sökum hvassviðris og kulda. Þessa síðustu daga var sem fyrr nokkuð jöfia veiði á öllum veiðisvæðum Armnttr, Þverá í Borgarfirði: „Ætli þeir verði ekki tvö þúsund" Þessi orð sagði Pétur Kjartans- son er Veiðihornið hafði sam- band við hann í gær, og spurðist fyrir um veiðina í Þverá, en í sumar hafa veiðzt þar á stöng fleiri laxar en í nokkurri annarri laxveiðiá landsins. En veiðitíminn þar rennur út í dag. Sagði Pétur að á hádegi í gær hefði verið búið að veiða um 1990 laxa á stöng í ánni, en það er nær 500 löxum meira en í fyrra. Þessa þrjá síðustu daga hafa veiðibænd- urnir verið eneð stangirnar í ánni og hafa oir veitt á báðum veiði- svæðgifn. árimnar. | 453 laxar á land i úr Leirvogsá Undanfarið hefur veiðin verið ágæt í Leirvogsá. Komu t.d. 4 fisk ar á land fyrir hádegi í fyrradag á aðra stöngina í ánni, þrátt fyrir að veiðiskilyrðin væru þar mjög slæm, kalt og svo hvasst, að varla var hægt að greina í hvora áttina áin rann. í fyrrakvöld vorj 453 laxar komnir þar á land á sumr- inu. Veiðitíminn í Leirvogsá renn ur út þann 19. n.k. og eru nú öll veiðileyfi þar uppseld. — Þá voru 908 fiskar komnir úr ,.bæjarlæknum“ þ.e. Elliðaánum í .yrrakvöld. — EB. Á fundi sínum í Montreux í Sviss, 24. ágúst sJ., valdi póst- nefnd Evrópusamráðs póste og síma (CEPT) myndir á Evrópu- frímerki 1972 og 1973. Fyrir Evrópufrímerkið 1972 var valin teikning eftir Finnann Paavo Huovinen, en fyrir Evrópu frímerkið 1973 var va.'in teikning eftir Norðmanninn Leif Frimann Anisdahl. Alls voru lagðar fram 27 teikn- ingar, þar af tvær frá islandi, eft- ir Helga Hafliðason, arkitekt í Reykjavík. Næsta Evrópufrímerki, sem kemur út í maí 1971, verður sem kunnugit er með mynd eftir Helga Hafliðason, en það var valið á áiinu 1968. Er He.'gi annar ís- lendingurinn, sem valin hefur ver ið teikning eftir á Evrópufrí- merki. Hinn er Hörður Karlsson, en hann teiknaði Evrópumerkið 1965. Þangaið til nú, að valdar voru teikningar frá Finnlandi og Nor- egi, var ísland eina landið, sem valin hef-ur verið teikning frá oft- ar en einu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.