Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. september 1970.
TIMÍNN
9
'í
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framfcvæimlastjóri: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnar-
sfcrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur
Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523.
Aðrar sfcrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — í lausasölu fcr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Endurskoðun
stjórnarskrárinnar
Fyrir síSasta Alþingi lá tillaga frá Gísla Guðmunds-
syni um að hafin yrði endurskoðun á stjórnarskránni og
skyldi hún beinast m.a. að eftirtöldum 20 atriðum:
1. Hvort fyrirkomulag æðstu stjórnar íslands (forseta-
embættis), sé svo heppilegt sem það gæti verið og hvaða
skipan hennar myndi vera bezt við hæfi þjóðarinnar?
2. Hvort skipting Alþingis í deildir sé orðin úrelt og
ein málstofa hagfelldari?
3. Hvort þörf sé skýrari ákvæða um aðgreiningu lög-
gjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds?
4. Hvort nauðsyn sé ákvæða, sem marki rétt ríkis-
stjórnar og Alþingis til samninga við aðrar þjóðir?
5. Ákvæði um, hvenær sé rétt eða skylt að láta fram
fara þíóðaratkvæðagreiðslu og hvað hún gildi?
6. Hvort ástæða sé til að takmarka kjörgengi meir
en gert er í 34. grein stjórnarskrárinnar?
7. Hvort rétt sé að breyta kjördæmaskipuninni á þá
leið, að landinu öllu verði skipt í einmenningskjördæmi,
þar sem aðalmenn og varamenn verði kosnir saman
óhlutbundnum kosningum, en uppbótarmenn engir?
8. Hvort ekki sé þörf lagasetningar um skyldur og
réttindi þingflokks?
9. Hvort æskilegt sé að taka inn í stjórnarskrána
ákvæði um skiptingu landsins í fylki eða aðrar samtaka-
heildir, er hafi sjálfstjórn í sérmálum?
10. Hvort ástæða sé til að kveða nánar á en nú er
gert, um útgáfu bráðabirgðalaga og gildistíma?
11. Hvort þörf sé nýrra ákvæða um eignakaup og
eignasölu ríkissjóðs og ríkisstofnana?
12. Hvort gerlegt sé og mögulegt að hindra með
stjórnarskrárákvæði óeðlilega verðhækkun lands og fast-
eigna?
' 13. Hvort ástæða sé til að kveða á um rétt og skyldu
verkfærra þjóðfélagsþegna til starfa?
14. Hvort kveða skuli á um, að þjóðfélaginu sé skylt
að sjá svo um, að börnum og ungmennum, hvar sem þau
eiga heima á landinu, skuli gert kleift að afla sér al-
mennrar menntunar?
15. Hvort ákvæði 75. greinar stjórnarskrárinnar um
vörn landsins eigi þar heima?
16. Hvort rétt sé að breyta samkomudegi Alþingis?
17. Hvort rétt sé að kveða nánar á en nú er gert
um frumkvæði að hækkun ríkisútgjalda?
18. Hvort bæta skuli ákvæðum úr mannréttinda-
yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna við VII. kafla stjórnar-
skrárinnar og breyta 70. grein hennar með hliðsjón af
nútímalöggjöf?
19. Hvort tilhlýðilegt sé og gagnlegt til leiðbeiningar
á komandi tímum, að stjórnarskráin hefjist á yfirlýsingu
um skyldur þjóðarinnar við landið og um nauðsyn lands-
byggðar, enda jafnframt kveðið á um þá almennu reglu,
að fasteignir og náttúruauðæfi séu í eigu íslendinga?
20. Hvort ráðlegt sé að sérstaklega kíörið stjórnlaga-
þing fjaili um stjórnarskrána?
Þessi upptalning sýnir, að þau ákvæði stjórnarskrár-
innar eru æðimörg, sem þarfnast endurskoðunar, og eru
þau þó hvergi nærri öll talin hér að framan. Það er því
orðið meira en tímabært að endurskoðun stjórnarskrár-
innar verði hafin sem fyrst.
Þ.Þ.
rM- ■ ■■■— ........... "m ■■■■■■ ■■
JAMES RESTON, New York Times:
Er öid samninganna að leysa
öld styrjaldanna af hólmi!
Sameinuðu þjóðirnar eru réttur vettvangur fyrir viöræður.
Frá þlngi Sameinuðu þjóðanna.
HERMENNIRNIR hafa ráð
ið mestu um atburðarásina í
heiminum síðustu árin, en
stjórnmálamennirnir eroi nú
teknir að rumska að nýju. Þeim
er ávallt sá óþægilegi vandi á
höndum að þeir verða að sjá
fram í tímann, sjá fyrir ókomna
öld. en þeim er farið að koma
í hug, að þeir geti að minnsta
kosti rætt um heiminn eins og
hann verði, þegar yfirstand-
andi styrj'öldum er lokið.
Stjórn.málamennirnir hafa það
til dæmis til marks um þenna
möguleika, að jafnvel Vestur-
Þjóðverjar og Sovétmenn stað
festi ekki — árásarsamninga
og tali um að sætta sig fyrst
um sinn við tilveruna eins og
hún er, hversu ógeðfelld og
ófullnægjandi, sem hún kunni
að þykja.
Fyrsti varfærnislegi undir-
búninigurinn að friðarviðræð-
um í löndunum fyrir botni Mið
jarðarhafsins er einnig hafinn
hjá Sameinuðu þjóðunum. Held
ur er tekið að hægja á styrjöld
inni í Suð-austur Asíu, enda
þótt henni sé ekki að ljúka.
LEIÐTOGAR í Atlantshafs-
bandalaginu og' Varsjárbanda-
laginu eru farnir að hvísla
um fækkun í herjum sínum
beggja megin Saxelfar. Full-
trúar valdhafanna i Moskvu og
Washington halda áfram flókn-
um viðræðum um, hvernig hafa
skuli hemil á kapphlaupinu um
kiarnorkuvopnabúnað og eld-
ílaugavarnir, og Kínverjar láta
jafnvel í veðri vaka, að þeir
ætli að nýju að hefja viðræður
við fulltrúa Bandaríkjamanna
í Varsjá.
Allt er þetta að vísu á til-
raunastigi og kann að búa yfir
ýmsum háska og leyna margs-
konar gildrum. Engu að síður
örlar á vonarneista. og allir
eru orðnir það þreyttir á hin-
um gömlu hættum, að margir
stjórn-málamenn eru reiðubúnir
að hætta heldur á eitthvað
nýtt.
í október í haust verður
minnzt tuttugu og fimm ára
afmælis Sameinuðu þjóðanna.
Það tækifæri ætti samkvæmt
framansögðu að vera nægileg
afsökun til áð bera fram þá
kenningu — þó að ef til vill
verði ekki úr réttmæti hennar
skorið — að öld styrjaldannj sé
senn liðin, og öld viðræðnanna
að renna upp, eða að tímabil
átaka sé senn á enda og tímabil
samninga að taka við, eins og
Nixon forseti hefur komizt að
orði.
HERSHÖFÐINGJARNIR hafa
verið hið ráðandi afl á undan-
gengnum árum, en Sameinuðu
þjóðirnar máttvana. Vera má
þó, að samtökin komi senn að
notum. Lengi vel leit út fyrir
að afmæli samtakann? yrði ær-
ið dapurlegt, og tæpast tilefni
til annars en að gráta glötuð
tækifæri. Nú virðist allt í einu
tækifæri til að kalla helztu
forustunenn þjóðanna saman,
einmitt þegar svo stendur á,
að einkaviðræður geta ef tii
vill orðið gagnlegar og jafnvel
míkilvægar.
Geta má þess til dæmis, að
valdhafarnir í Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum ætla að láta
leiðtoga sína ávarpa allsherjar-
þin-g Sameinuðu þjóðanna í
haust. Fari svo. að einhver ár-
angur verði fyrir haustið að
viðræðunum um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðarins eða
friðarsamninga í löndunum fyr
ir botni Miðjarðarhafsins, gera
embættismenn sér nokkrar von
ir um, að þeir Nixon forseti
og Kosygin forsætisráðherra
láti ekki við það eitt sitja að
ávarpa allsherjarþingið, held-
ur láti í fyrsta sinn verða úr
því að ræðast við um erfiðustu
viðfangsefni heimsmálanna.
Afmælishátíð Sameinuðu
þjóðanna kann einnig að verða
til hagræðis í öðru efni. Full-
trúar ísraels og Arabaríkjanna
hafa fallizt á níutíu daga vopna
hlé. Vonir standa til, að þeir
gangi inn á að ræða friðarskil-
mála hjá Sameinuðu þjóð-un-
um. Kemur þar einkum tvennt
til. Bæði er tiltölulega auðvelt
fyrir samningsmenn að skjót-
ast inn í hótelherbergi í New
York og ræðast þar við eins-
lega, og eins yrði svert í fangi
bæði fyrir ísraelsmenn og
Araba að hætta viðræðum að
níutíu dögum liðnum og hefja
skothríð að nýju einmitt þegar
verið væri að halda hátíðlegt
tuttugu og fimm ára afmæii
friðarsamtaka heimsins.
ÖLLUM er ljóst. að Samein-
uðu þjóðirnar hafa ekki nægi-
legt stjórnmálavald eða sið-
ferðilegan kraft til að knýja
stórveldin til að hlýðnast meg-
inreglum samtakanna og halda
friðinn. Þrátt fyrir það veita
samtökin, þegar vel ber í veiði
og aðstæður eru hagstæðar,
gott tækifæri til alvarlegra
stjórnmálaviðræðna í einrúmi,
og sýnilegt er. að starfsmenn
Sameinuðu þjóðanna gera nú
hvað þeir geta til að gera leið-
togum auðvelt fyrir í þessu
efni.
Leiðtogum allra aðildarþjóð-
anna hefur verið boðið að koma
til hátíðahaldanna. Enn hafa
en-gir af leiðtogum stórveld-
anna þegið boðið formlega, en
þeir áskilja sér allir rétt til
þess, ef þeim bjóði svo við að
horfa. Horfur þykja á, að Nix-
on forseti þekkist boðið, og
talið er, að hinir nýju leiðtog
ar Breta, Frakka og Vestur-
Þjóðverja muni einnig gera
það.
FRIÐARVIÐRÆÐURNAR í
löndunum fyrir botni Miðjarð
arhafsins eru ákaflega mikil-
vægar. Nokkur ástæða er til
að ætla, að valdhafarnir í Sov
étríkjunum hafi knúið Nasser
forseta til að fallast á takmark
að vopnahlé að nokkru leyti
að minnsta kosti af þeirri
ástæðu, að útsendarar kín-
verskra kommúnista störfuðu
að því með arabiskum skæru-
liðum að reyna að koma í kring
hernaðarátökum Bandaríikje-
manna og Sovétmanna
Ofurveldin eru enn mjög svo
á öndverðum meiði. stappa stál !
inu sitt í hvorn stríðandi að- £
ilann i Indókína og löndunum \
fyrir botni Miðjarðarhafsins og ;
Framhald á 12. síðu. '