Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 1. októbfcr*‘W70. Dauði Jimi Hendrix — Bls. 8 Verzlunar- þjónusta í Fossvogs- hverfinu AIÍ. Rvík, miðvikudag. Kristján Benediktsson. borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, hef- ur borið fram eftirfarandi spurn- ingar til borgarstjóra, og mun hann væntanlega svara þeim á fundi borgarstjórnar á morgun, fimmtudag: 1. Hvað líður undirbúningi að byggingu verzlunarhúsa í Foss- vogshverfi? 2. Telja borgaryfirvöld, að nægilega sé gætt öryggis barna og annarra íbúa í Fossvogshverfi, sem daglega os oft á dag þurfa Framhald á 14. sfðu sendiherrabústaðnum við Laufásveg í gær. Nýju hrezku ambassador hjónin á íslandi: Dásamlegt að vera komin hingað ÉJ—Reykjavík, miðvikudag. John McKensie, hinn nýskipaði ambassador Bretlands á íslandi, og kona hans, frú Sigríður Ólafs- dóttir, spjölluðu í dag við blaða- menn í sendiherrabústaðnum. Lýstu þau sérstakri ánægju með að vera komin hingað til íslands aftur, en ambassadorinn var hér á landi á árunum 1938—1947, fyrst sem sendikennari við Há- (Tímamynd Gunnar) gjjóla fslands en síðan sem starfs- maður sendiráðsins hér. MARGAR ERLENDAR RADSTEFNUR HALDNAR HÉR í VETUR OG VOR SB-Reykjavík, miðvikudag. Erlendir aðilar virðast nú hafa opnað augun fyrir því, að ísland er alveg tílvalið til að halda merkilegar alþjóðaráð- stefnur. Nokkuð margar ráðstefnur eru þegar ákveðnar he. í vetur, vor og sumar, og fyrirspurnir hafa borizt í sambandi við fleiri hugsanlegar. _______________________________ Nú stendur sem kunnugt er yfir ., framkvæmdastjóraráðstefna risa- fyrirtækisins General Foods á Loftleiðum og í næsta mánuði eða vikuna 20.—26. október, þinga þar yfirmenn Rolls Royce með viðskiptamönnum sínum um allan heim. Brezka læknasambandið hef ur bug á að halda hér ráðstefnu sína næsta haust, en bað mun ekki vera fullráðið enn. Röntgenlæknair og skurðlæknar munu binga í tvennu lagi í júní og i sama mán- uði verður einnig albjóðlegt tann- læknaþing 15. maí í vor halda svo brezkir j sérfræðingar í húsahitun og loft- j ræstingu, ráðstefnu sína hér og er það 140 manna hópur. Loftleiðum hefur borizt fyrir- spurn vegna mótorhjólaframleið- enda í Bandaríkjunum, sem hafa hug á að halda mikla ráðstefnu hér í maí. Þar verður á ferðinni hvorki meira né minna en 1500 manns og eitthvað af mótorhjól- um munu þeir taka með sér, svo hætt er við, að hávaðasamt verði í Reykjavík, þá tíu daga. sem ráð- stefnan á að standa yfir. Þegar nýbygging Loftleiða verður kom- in í gagnið í vor, tekur hótelið alls 438 manns, svo 1500-menn- ingarnir verða að dreifa sér u.m borgina. Á Hótel Sögu er nýlokið fundi 40 norrænna rafmagnsverkfræð- inga og no<rrænir s.iónvarpsmenn eru á fundum þar þessa dagana. 9. maí verður ráðherrafundur Efta og_ skömmu síðar hafísráð- stefna. í september næsta haust heldur Bahái-trúatrflokkurinn al- þióðaráðstefnu sína á Hótel Sögu. Ástæður þess. að ísland verður fyrir valinu, sem ráðstefnuland, eru nokkuð margar, meðal þeinra sú, að landið er „nýtt“, fáir hafa séð það, en langar til að kynnast því. Þá er bað hin hagkvæma staðsetning landsins, það liggur miðsvæðis milli Ameríku og Evr- ópu. Friður og ró er hér. og fund- armenn þurfa ekki sífellt að svara í síma og geta helgað sig fundar- störfunum eingöngu. Síðast en ef til vill ekki sízt, hefur svo hlut- leysi landsins eitthvert gildi í þessu sambandi. Ambassadorinn sagði það mjög ánægjulegt, að vera skipaður am- bassador hér á landi. og gæti hann ekki ímyndað sér' annað starf hetra, en að koma hingað og vinna að því að viðhalda góðu sambandi íslendinga og Breta og jafnvel bæta það ef hægt væri. Frú Sigríður, sem er Reykvík- ingur og á hér á landi marga ætt- ingja, sagði, að þeim hefði ekki fyrirfram komið til hugar, að þau yrðu send hingað, og væri það mjög ánægjulegt. Nú myndu þau fá tækifæri til að skoða landið í ró og næði, og sagði, að hún hlakk- aði sérstaklega til að sjá ýmsa uppáhaldsstaði, svo sem Þingvelli. Hjónin ko'mu hingað til lands á mánudaginn, en áður voru þau í Calcutta á Indlandi. Þau hafa m.a. verið búsett í Finnlandi, Búlgaríu og írak, en McKensie hefur starfað í brezku utanríkis- þjónustunni allt frá því hann hóf störf við sendiráðið hér á landi á stríðsárunum. Ambassadorinn skýrði frá því. að hann hefði fyrst komið hingað sem sendikennari og þá þegar haft nokkra þekkingu á fslandi. Framhald á bls. 14 Ingimar Sveinbiörnsson Gagnrýni á lendingar- aðstöðuna í Færeyjum EJ—Reykjavík, mánudag. f sjónvarpi í Danmörku hefur norskur flugmaður gagnrýnt það, að flugvöllurinn í Vogey á Fær- eyjum sé yfirleitt potaður til far- þegaflugs, og lýsti hann því jafn- framt yfir. að í norsku innan- landsflugi yrði slíkur völlur aldrei notaður. Dönsk blöð hafa síðan ritað nokkuð um málið. og Ekstra Bladet birtir viðtal við Ingimar K Sveinbjörnsson, flugstjóra hjá Flugfélagi fslands, þar sem Ingi- mar taldi allt í lagi með flugvöll- inn í Færeyjum. Vissulega gæti verið, að SAS-flugmenn, sem væru vanir stórum og glæsilegum flug völlum, þætti aðflugið að vellin- um í Vogcy erfitt, en íslenzkir flugmenn væru vanir slíkum að- stæðum bæði frá íslandi og Græn landi. Ingimar flaug fyrstu flugvélinni frá Færeyjum til Danmerkur eftir slysið, og hefur flogið á þessari flugleið síðan 1963 og aldrei lenl í erfiðleikum til þessa. Hann kvaðst ekki getað gefið neina skýringu á flugslysinu, en sagði. að það hefði oft komið fyr- ir. aÖ hann hafi þurft að hætta við lendingu nokkrum mínútum áður en lenda átti og orðið að fara til íslands eða Biörgvinjar í staðinn. Veðurfar á bessum slóð- um væri mjög erfit.t vegna hess. hversu ört skipti um. Verst væri þokan i nánd við flugvöllinn jS margbreytilegir lóftstraumar. Bandarísku geimfararnir koma í dag: Koma fram á afmenarí samkomu á laugardag SB—Reykjavík, miðvikudag. Geimfararnir af Apollo 13. James Lovell, Fred Haise og John Swigert, eru væntanleg- ir til Keflavfiairflugvallar kl. 18.50 á morgun. fimmtudag. Koma þeir til íslands í opin- bera heimsókn, að beiðni Nix ons forseta. Með í ferðinni eru konur þeirra tveggja. sem eru kvæntir. Á Keflavíkurflugvelli taka á móti beim Gylfi Þ Gísla- son menntamálaráðherra og frú ásamt öðrum opinberum full tnítim isilenzkum oa bandarísk um. Munu geimfararnir flytia stutt ávarp við það tækifæri. Á föstudaffsmoreur fara geimfararnir í s.iónvarpið, þar sem tekinn verður upp sam talsbáttur, sem fluttur verður þá um kvöldið. Um hádegið sitja eiginkonur geimfaranna boð frú Replogle. konu sendi- herra Bandaríkjanna. Kl. 16.00 heimsækja geimfar arnir forseta íslands að Bessa- stöðum. Síðar um kvöldið held- ur ríkisstjórnin mót.töku i Ráð herrabústaðnum fvrir geimfar ana og konur þeirra. Á laugardagsmorgun kl 11.po fara geimfararnir .i) Þingvalla. Með í förinni verða Gvlfi Þ Gíslason menntamála ráðhcrra oe frú Pétur Thor- steinsson og frú og sendiherra Randaríkianna. Mnnu beir skoða Þingvel'li og borða bar hádegismat, Kl. 16.00 heldur Stúdenta- félag Háskóla íslands fund - Háskólabíói, þar sem sýnd verður kvikmynd í litum frá ferð Apollo 13, geimfararnir lesa með henni texta. Því næst segja þeir frá ferðinni og svara loks spurningum. Verður þetta eina opinbera samkoman. þar sem þeir koma fram meðan a heimsókn þeirra stendur. Um kvöldið heldur sendj- herra Bandaríkianna Luther E. Replogle. beim veizlu á Hót el Sögu. Heimsókn geimfaranna lýkiw á sunnudagsmorgun. en þeir halda héðan kl. 10 að morgni. áleiðis til Sviss.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.