Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 12
12 IÞROTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 1. október 1971» Einn varnarmaöur Everton snýr sér undan skoti frá Magnúsi Torfasyni en hinn frægi, Newton er viS öllu búinn. ÞRJÚ ÁR ER OF MIKIД - segir Hermann Gunnarsson um hugsan- legan samning við Oberhausen. klp—Reykjavík. Eins og íþróttasíSan skýrði frá í sumar, fékk Hermann Gunnarsson knattspyrnumaður, tilboð frá einum fararstjóra þýzka liðsins Speldorf, sem hér var í boði Þróttar, um að ger- ast atvinnumaður með þýzka 1. deildraliðinu Rot Weiss Ober hausen, en þessi maður er einn af forráðamönnum þess. Hermann kom heim í gær úr keppnisferðinni með ÍBA í E vrópukeppni bikarmeistar a, og höfðum við bá samband við hanm, og spurðum hann um hvort eitthvað hefði skeð i þessu máli, meðan á ferðinni stóð. Hermann sagði forráðamenn Oberhausen, hefðu haft sam- mand við sig, eins og um var talað í sumar, í þessari ferð. og hefðu óskað eftir því að harin kæmi til þeirra, sem fyrst, svo þeir gætu séð hann leika. „Ef þeim lízt á mig, og mér að vera þar, þýðir það 3ja ára samning og það finnst mér of mikið“ sagði Hermann, — en ef af því verður, þá skeður það ekki fyrr en eftir áramót“. Hann sagði einnig að allt væri enn óákveðið. hvort hann yrði áíram á Akureyri, en hann er ráðinn þjálfari þar til 1. desember. „Mér hefur líkað mjög vei að vera þar, sagði hann, — og Akureyring- ar verið mér mjög góðir í alla staði — en ég hef hugsað mér að reyna að fá meira út úr mér sem knattspyrnumanni, meðan maður er í þessu — og þá er vonlaust að þjá’lfa sjálfur hóp af mönnum um lcið.“ „Við gerðum okkar bezta" — en það er ekkert hægt að sýna við svona aðstæður, sagði Harry Catter- ick, framkvæmdastjóri Everton, eftir leikinn. , Eftir leikinn í gærkvöldi, brá blaðamaður Tímans sér niður í búningsklefa leikmamia og átti tal við leikmemi og ýmsa for- ráðamenn liðanna. Voru þeir spurðir álits á leiknum, og fara svör þeirra hér á eftir: Þorstelnn Ólafsson Þorstejnn Olafsson, markvöriður ÍBK: Þessi leikur var ekki eins erfið ur og fyrri leikurinn. Þá léku allir leikmenn Everton á fullu, en þeir reyndu ekki nærri því eins mikið á sig í þessum leik, og miklu minna að gera í mark- inu nú en þá .Það var allt ánnað að leika á Goodison Park, miklu meiri stemning i fólkinu, hraði í leiknum, fullt að gera og að- stæður allar mun betri. Eina markið, sem ég er óánægður með að hafa fengið í þessum leik, var vítaspyrnan — ég fékk skotið í síðuna, en sá ekki hvar knötturinn var þegar ég stóð upp aftur. Það var ergilegt að fá hann inn þá“. SKOTIN VORU 25:0 EVERTON I VIL í leiknum í gærkkvöldi milli Everton og ÍBK var mikill munur á liðunum hvað skot á mark og tækifæri snertir. Við tókum saman að gamni okkar Glímudeild Ármanns Æfingar Glímudeildar Ármanns hefjast fimmtudaginn 1. október fcl. 21 í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu. Æfingar verða í vetur á mánu- dögum og fjmmtudögum k!. 21—22. Glímudcild Áimamis. öll skot og skalla, sem koinu á mörkin í leiknum, og er út- koman þessi: Samtals átti Everton 25 skot og skalla á mark ÍBK og skipt ust þau þannig: Skotin — 10 i fyrri hálfleik. og 10 í síðan. Skallar á marfc — 3 i fyrri hálfleik, 2 í síðari hálfleik. Af þessari súpu, fóru 9 franv hjá, 1 í stöng, 3 í mark og 12 sinnum varði Þorsteinn. Keflvíkingar áttu ekkert skot á markið, en áttu 3 lækifæri. er knötturinn komst inn i víta- teig Everton. Hornspyrnurnar í leiknuœ voru 10:3, Everton í vil. —klp.— Mr Hacking Mr. Ilacking, varaformaður Everton: „Keflavíkurliðið lék mun betur á Goodison Park. en í þessum Jeik. og það gerði Evertoniiðið reyndar !íka. — Miðað við aðstæð- ur var leikurinn góður, því völl- urinn var eitt svað, og erfitt að fóta sis á honum. — Keflavíkur- liðið er mjög gott lið af áhuga- mannaliði að vera, og markmað- urinn er frábær. og hans verður lengi minnzt. á Goodison Park fyrir leifc sinn þar. — Það er stórkostlegt þegar maður athugar, að Keflavíkurliðið kemur frá 5500 manna bæ hvað það getur í knatt- spymu. Everton kemur frá borg méð um 1 milljón íbúa, og hefur bess vegna úr miklu að velja. — 5500 manna bær í Englandi á varla iið, og ef það er til er það mörgum ,.klössum“ lakara en Keflavíkurliðið. — Þetta verðið þið að hafa í huga. og halda áfram að taka þátt í Evrópukeppnun- um. og leik? annan leikinn á heimavelli. Annað er svik við ykkar litla þjóðfélag“. Hafsteinn Guömundsson Hafsteinn Guðmundsson, formaður ÍBK: ,,Ég er ánægður með leikinn. og útkomuna úr honum 3:0, sem er góð útkoma í keppni milli áhuga- manna og atvinnumanna. — Og ef maður tekur tillit til þess, að öll mörkin, sem Everton skorar, eru ódýr mörk, þá er þetta enn betra. — Það er þó efcki þar með sagt, að Everton hefðj ekki átt að sigra. en ensku meistararnir voru heppnir með mörkin. — Fjár hagslega sleppum við vel út úr þessari keppni — og við erum í alla staði ánægðir með þessa þátttöku okkar í Evrópukeppn- í leiknum, og leikurinn sætnileg- ur, miðað við aðstæður, sem voru slæmar, sérstaklega við mörkin. Markvörður Keflavíkur var góð- ur ,og margir góðir leikmenn aðr- ir eru í liðjnu, en hann ber þó af þeim öllum“. Harry Catterick Harry Catterick, framkvæmdastjóri Everton: „Ég er ánægður, við erum komnir í 2. utnferð í Evrópu- keppninni. — Þessi leikur var ekki eins góður og leikurinn á Goodison Park, enda völlurinn hér mjög slæmur. — Við gerðum okk ar bezta í þessum leik, en það er ekkert hægt að sýna við svona aðsitæður, endia hljóltið þi'ð að hafa séð Keflavík leifca betur en þetta. Keflavíkurliðið er gott r.hugamannalið, og markvörður- inn, Ólafsson, góður leifcmaður, sem veit hvað hann á að gera þarna í markinu, rólegur, yfirveg- aður, kaldur og gáfaður — haaa er maður að mínu skapi“. — Klp. GuSni Kjartansson Guðni Kjartansson, fyrirliði ÍBK: „Þetta var mjög erfiður leikur, því völlurinn var svo þungur og blautur, að ómögulegt var að spila knattspyrnu á honum. — Leikur- inn í Liverpool var svipaður, en sjálfsagt skemmtilegri því þá voru skoruð fleiri mörk, enda voru all- ar aðstæður þar ólíkt betri. — Everton getur betur en það sýndi í þessum leik — en ég er ánægður með útkomu okkar í báðum lei'kj- unum“. Malcolm Wright Maleolm Wright, dómari leiksins: „Keflavíkurliðið er gott lið að áhugamannaiiði að vera, og er i svipuðum „klassa“ og írsku liðin, sem taka þátt í Evrópukeppninni — en Everton er of gott fyrir það. — Mér fannst margt gott Litlu munaði að leiknum yrði aflýst! Litlu munaði að ekkert yrði af leiknum milli Everton og Keflavíkur á Laugardalsvellin- um í gær. Þegar dómaii leiks- ins kom inn á Laugardalsvöll í gærmorgun, leist honum ekki meir eu svo á völlinn að hann taldi hann fyrst vera ónothæf- ann. Var bað fyrst og fremst svæð ] in í kringum bæði mörkin^ sem hann fann að, en þar var mikið sva'ð, og rign- jngarvatn lá yfir öllum vellin- um, og ekki ’ etti það úr skák. < Ilann fór þegar fram á það!. við starfsmenn vaL'arins, að þeir löguðu þetta, og kom hann síðan eftir hádegi til að sjá hver útkoman hefði orðið, og leízt honum þá sæmilega á þetta, og sagði að allt yrði í' iagi með að leika leikinn. Iþróttasíðan spurði hann um þetta í gær, og sagði hann þa@ rétt vera, sér hefði ekkert :it- izt á aðstæðurnar, þegar hann kom fyrst inn á völlinn — en vel hefði verið gert við það sem hann hefði beiðið um, og . því all-t verið í lagi, — en | völlurinn hefði þó alls ekki ver ið 100%, eins og þeir hefðu! séð, sem horfðu á leikinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.