Tíminn - 15.10.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.10.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN FIMMTUDAGUR 15. október 193« Prestkosning í Ólafsvíkurprestakalli á Snæfellsnesi fer fram sunnudaginn 18. október n.k. Kosið verður á eftirtöldum stöðum: í Ihgjaldshólssókn í skólanum á Hellissandi. í Ólafsvíkursókn í Safnaðarheimili kirkjunnar. í Brimilsvallasókn á kirkjustaðnum. Kjörfundur hefst á Hellissandi og í Ólafsvík kl. 10 árdegis, en í Fróðárhreppi. kl. 2 e.h. Staðarstað 13. október 1970. Þorgrímur SigurSsson, prófastur Snæfellinga. z' yHÍIU^ «5f! 'fis^ Tilboð óskast í stækkun á barnaskóla Vestmanna- eyja. Steypa skal húsið frá neðstu gólfplötu og skila því tilbúnu undir tréverk innanhúss, frá- gengnu að utan og með fullgerðum pípu- og raflögnum. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 3.000,00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð mánudaginn 2. nóv. n.k. kl. 2 e.h. IfíÉlÍASTQFNUNÍlKISINS ". B0R6ARTÚH11 ^SÍMI 10140^- » -^ -.- ¦-:>'¦ v-¦..'-..•• ,i.<..\ ¦¦*'¦••¦ ¦" ' :¦ •¦•'•:•'•' -t '-»l''. •¦'-.! ¦>' Sebastien Japrisot: /(ona, b'dl, gleraugu og byssa 16 þetta, máttu fara í rassgat fyrir mér- Ég átti við Pacaud-fólkið. Paucaud-fólkið rak veitinga- stofu í þorpinu. Mamman og tteagdadóttirin voru alltaf snemma á ferli til þess að opna fyirir mönnunum, sem unnu við þjóðveginn ti'l Auxerre. Þangað hafði Manuel vísað stúlkunni í hvíta kjólnuim, þegar hún spurði. hvar hún gæti fengið sér morgun verð. Óneitenlega hafði hann ver- ið soldið hissa: Einn einasti kven maður á bíl um hánótt, kona, sem ók með dökk gleraugu í kolniða- myrkri, (hann vissi ekki þá, að hún var naarsýn og reyndi að dylia sjóngalla), Raunar hafði hann verið svo hissa, að hann tók ekki eftir sárabindinu, sem hún hafði um vinstri höndina, fyrr en hún kvaddi. Hann sá þetta greinilega fyrir sér: Hvít grisja og móskugráir morgunn. — Ég kenni svo tii, sagði stúlk an. — Lofið mér að fara. Ég verð að komast til læknis. — Andartak, sagði Manuel. Fyr irgefðu, madame, en þú fóst á veitingastofuna hjá Pacaud. Mæðg urnar munu áreiðanlega kannast við þig. Ég ætla að hringja í þær. — Er hún við aðalstrætið? — Einmitt. — Þær hafa lika á röngu að standa. Nú ríkti þögn urn hríð. Stúlk- an sat hreyfingarlaus og horfði á þá. Hún var þrálelkin á svip. Manuel þóttist ekki lengur í nein um vafa um, að hún væri galin. Hún vildi honum ekkj iila. Hún var bara eitthvað sfcrýtin. Hann sagði við hana blíðlega. — Þú varst með sárabindi uin höndina í morgun. Það er alveg hreina safct. — Ég var ekki með sárabindi, þegar ég kom hingað rétt áðan. — Var það ekki? Manuel leit spyrjandi á mennina tvo, sem ypptu öxlum. — Við tókum ekiki eftir því. Þetta er heilagur sann- leikur. Nú, og hvað þá? Það var bundið um höndina á þér í morg un. — Það var ekki ég. — Hvers vegna komstu þá aft ur? — Ég veitþað ekki. Ég kom ekkert af tur. Ég 'veit það ekki. Niður vangann runnu tvö tár. — Lofið mér að faira. Ég verð að finna lækni. — Ég skal aka þér til læknis- ins, sagði Manuel. — Þarftðessekki. — Mig langar að heyra, hvað þú berð i hann, sagði Manuel. — Þú ætlar þó ekki að stofna til vandræða hérna á heimilinu, er hað? Hún hristi höfuðið, og í þetta sinn hörfuðu þeir undan, þegar hún reis á fætur. ¦—^Þú segir, að ég hafi á röngu að standa, að Pacaud-fólkið hafi á röngu að standa, að allir hafi á röngu að standa. Hvað á þetta eiginlega að þýða? — Láttu hana i friði, sagði Baulu. Þau gengu út úr skrifstofunni. stúlkan fyrst, þá fasteignasalinn, Baulu og Manuel. Hjá dælunum biðu nokkrir bílar, og Miette, sem aldrei þótti rösk til verka, vasað- ist á milli þeirra og hafði ekki við. Telpan var .að leika sér ásamt öðrum börnum í sandhrúgu á brautarbrúninni. Þegar hún sá föður sinn setjast í gamla Firégat- ann og konuna frá París við hlið- ina á honum, hljóp hún að bíln- um, vingsandi höndum og kámug i andliti. -— Farðu aftur að leika þér, sagði Manuel. — Ég ætla að skreppa í borpið. Ég tem strax aftur. En telpan stóð þögul við bíl- hurðina, meðan hann volgraði vél ina. Hún hafði ekfci augun af kon unni, sem sat á hlið honum. Þeg- ar hann sveigði hjá dælunum, voru Baulu og fasteignasalinn að skýra nokkrum viðskiptavinum frá at- burðinum. í speglinum sá hann, að allir horfðö eftir honum aka á burt. Sólin var í hvarfi bak við ás- ana, en brátt mundi hún birtest á ný, og verða annað .dagsetur hinum megin við þorpið. Manuel þótti þögnin í bilnum óhœgileg og sagði því stúlkunni, a3 þetta með sólina væri víst ástæðan fyr- ir því, að þorpið hét Deux-^Soirs- les-Avallon. Honum fannst ein- sætt, að hún hlustaði e!kiki á hann. Hann fór með stúlkuria til Gar- at læknis, sem hafði stofu í hús- itiu gegnt kirkjunni. Garat var há vaxinn, gamall maður. nautsterk- ur, og í fjölda ára hafði hann gengið í sömu ullarfötunum. Man uel og læknirinn voru góðir kunn ingjar. Garat var snjall veiðimað- ur, sósíalisti eins og Manuel og fékk stundum Frégatann að láni er fimmtudagur 15. okt. — Heiðveig Tungl í hásuðri kl. 1.18. ÁrdegisháflæSi í Rvík kl. 6.18. HEILSUGÆZLA SlysavarSstofan í Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212. Kópavogs ApóteU og KeflavíKur Apótek eru opin virka daga k!. . 9—19, laugardaga kl. 9—14, helgidaga ki 13—15. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog, sími 11100. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði, sími 51336. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu í borginni eru gefnar i símsvara Læknafélgs Reyk,iavík- ur, sími 18888. Fæðingarheimilið í Kópavogi, Hlíðarvegi 40, sími 42644. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar- stöðinni, þar sem Slysavarðss an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. Sími 22411. Apótek Hafiiarfjaröar er opið alla virka daga frá kr. 9—7, á laug- ardögum kl. 9—2 og á sunnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl. 2—4. Kvöld- og helgidagavörzlu apóteka í Reykjavík, vikuna 10. til 16. okt., annast Vesturbæjar apótek og Háaleitisapótek. Næturvörzlu í Keflavík 15. 10. annast Kjartan Ó.'afsson. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins. Hefcla er í Reykiavík. Herjólfur er i Reykjavík. Herðubreið er á Austfjarðarhöfnum á suðurleið. Skipadeiid SÍS. Arnarfell er í Svendborg, fer það- an tíl Rostock, Rotterdam og Hull. Jökulfell væntanlegt til Sauðár- króks í dag. Dísarfell losar á Aust- fjörðum, fer þaðan til Norður- lands- og Faxaflóahafna. Litlafell er í Reykjavik. Helgafell er á Blönduósi, fer þaðan til Hálima- víkur. Stapiafell fór í gær frá Rotterdam til Reykjavíkur. Mæli- fell \osar í Hollandi. Cool Girl fór í gær frá Grimsby til Bremer- haven. Keppo fer væntanlega ' dag frá Hornafirði til Grimsby. FLUGÁÆTLAKÍR Flugfélag fslands h.f.: Miliilandaflug. Gullfaxi fór th'Oslo og Kaupmanna hafnar kl. 08:30 í morgun og er væntanlegur aftur til Kef'.avíkur kl. 16:55 í dag. GuL'faxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í fyrramálið. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar (2 ferðir) ti: Vestmannaeyja (2 ferðir) til Isafjarðar, Fagur- hólsmýrar, Hornafjarðar og Egils Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) til Vest- mannaeyja, Húsavíkur, ísafjarðar, Patreksf jarðar, Egilsstaða og Sauð árkróks. Loftleiðir h.f. Eiríkur rauði er væntanlegur frá New York kl. 0730. Fer til Luxem- borgar kl. 0815. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1630 Fer til New York kl. 1715. LeifuT Eiríksson er væntanlegur frá New York kl. 0830. Fer til Oslóar, Gautaborgar og Kaup- mannahafnar kl. 0930. Ei væntan- legur til baka frá Osló, Gautaborg og Kaupmannahöfn kl. 0030. Fer til New York kl. 0130. Kvenfélag Hallgrímskirkju. Fundur. fimmtudaginn 15. októ- ber kl. 8.30 í Félagsheimilinu. Rætt vetrarstarfið. Egili Sigurðs son sýnir myndir frá fögrum stöðum innanlands. Dr. Jakob Jóns son segir frá starfi norrænna sjúkrahúspresta. Kaffiveitingar. Nýir félagar ve.fcomnir. Kvenfélag Óháða safnaðarins. sýnikennsla i blómaskreytingu a fimmtudagskvöld 15. b.m. kl. 8.30. Takið með ykkur gesti. Kaffiveit- ingar. ORÐSENDING Mænusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, á mánudögum kl. 17.—18. Innganguir frá Barónsstíg yfir brúna. ARNAD HEILLA Fimmtugur er í dag, 15. október, Magnús J. Kristinsson, rafvirkja- meistari frá Akureyri, nú til heim- ilis að Fjaiiðarstræti 57, ísafirði. FELAGSLÍF Kvenfélag Grensássóknar heldur aðalfund sinn mánudaginn 19. okt. kl. 8.30, í safnaðarheimil inu Miðbæ. Venjuleg aðalfundar- störf, Rætt um námskeið í smelti og fl. Frá Guðspekifélaginu. Aðalfundur Reykjavíkurfélagsins verður haldinn n.k. föstudag kl. 8.30, s.d. Kl. 9 hefst almennur fundur, erindi flytur Úi'fur Ragn- arsson læknir er hann nefnir: „Framtíð lífsins á jörðinni" Kvenfélag Neskirkju. Fundur fimmtudaginn 15. okt. kl. 8.30, í félagsheimilinu Rætt um vetrarstarfið. Skemmtiatriði. Kaffi. Stjórnin. Orlofskonur Kópavogi. Gul.'brúðkaup eiga í dag 15 okt. stödd í dag að hcimili dóttur sinn- Mýndakvðldið verðm fjmtntu'dag- hjónin Valgprður BrynjólfodA)i,ir ar og tengdasonar að Móabarði 14, in'n 15. okt. kl. 8,30 i félagsheim- og Ingvar J. Bjömsson, Hverfis- Hafnarfirði. ilinu 2. hæð. götu 9, Hafriarfirði. Þau vorða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.