Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 4
4 TÍMINN LAUGARDAGTJR 17. október 1970 Höfum ávallt fyrirli< hringja á hjólbarðe svartri rönd, Sendum < AN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 HJÓLASTILUNGAH MÓTORSTILLINGAR S!mj ■ LátiS stilia í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 HINIR Opið alla daga frá ki. ö—22, einnig um helgar. GÚMMÍVimUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR V.W JSend if e rðabif reið-V W 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna FRÚ ROBINSON. Á frummálinu The Graduate. Leikstjóri: Mike Nichols. Handrit: Calder Willingham og Buck Henry. ByggS á skáldsögu Charles Webb. Kvikmyndari: Robert Sturtces. Tónlist: Paul Simon, sungin af Simon og Garfunkel. Bandarísk frá 1967. Sýningartími 108 mínútur. Sýningarstaður: Tónabíó. Þetta er mjög skemmtileg og hlægileg kvikmynd, líkleg til að hljóta tnikla aðsókn unga fólksins, því að sagan var framhaldssaga í Vikunni. Þegar Benjamin Braddock kemur heim Lir skóla, hlað- inn verðlaunum, er hann tákn foreldranna um að þeim hafi tekizt vel. Nú er bara að koma honum í gott starf eða háskóla. Hér eru all- ir ríkir. Konurnar trúa á töfra- mátt fegurðarlyfjanna. eru of- málaðar og ofskreyttar. Karl- mennirnir unglegir, drykkfelld ir og hugsa aðeins um peninga- gróða. Þettá" er hinn' bándáríski draumur utn góða stöðu í þjóð- féiágin'ú. Ben bef kvíða í brjósti um framtíðina Skólinn kenndi honum ekki að lifa. Hann er eins oo ungi, sem er sparkað úr hreiðri of snemma. Frú Robinson, r iginkona með eigar.da föður hans, er kyn- hungruð og lífsþrcytt. Hún dregur Ben á tálar. Atriðið i Á myrtdinni sést Dustin Hoffman sem sýnd er í Tónabíói. svefnherberginu er stór- skemmtilegt. Hún afhjúpar alla dýrðina fyrir Ben, sem jesúsar sig af hræðslu. Klipp- ingin þar er fullkomin. Samband hans við frúna er tilfinningasnautt og veldur honum angri. Hann er brjóst- umkennanlegur í eymd sinni í hótelinu og samtalið úr síma- klefanum mergjað. Honum er fyrirmunað að skilja helvíti hennar, sem á allt sem hugurinn girnist en hjart- að hefur gleymzt. Jafnvel ást hennar kemur honurn ókunn- uglegu fyrir sjónir. Anne Bancroft lék af snilld í The Pumkin Eater (leikstj.: Jack Clayton, sýnd í Stjörnu- bíói) og The Slender Thread (leikstj.: Sidney Pollack, sýnd í Háskólabíói). Hér er hún fullkomin i hlutverki örvænt- ingarfullrar konu. Katharine Ross er ágæt í hlutverki Elaine og William Daniels fer vel með sitt. Nichols endar mynd sína, þegar Elaine og Ben renna hamingjusöm og þreytt inn i sólarlagið i byggðasafnsvagnin- um. Seinni helmingur mynd- og Katharine Ross í Frú Robinson, arinnar er ærslafenginn skop- leikur, en byrjunin gefur fyrir- heit um fyndna, mergjaða á- deilu á skólakerfi og þjóðfélag, þar sem yfirborðið er fyrir öllu. Samt er leitun á mynd af þessu tagi, enda fékk hún verð laun Britiáh Film Academy sem bezta kvikmynd ársins 1967, Nichols sem bezti leik- stjórinn og Calder Willingham og Buek Henry fyrir handritið, Sam O’Steen fyrir umsjón og Dustin Hoffman fyrir frum- raun í kvikmynd. Tónlistin er falleg en fellur ekki beint að efninu. Frekar býst maður við nýtízkulegri tónlist í mynd um ungdóminn. Dustin Hoffman segir einstak ar setningar af hreinni snilld en bágt á ég með að trúa, að hann sé hinn mikli íþróttagarp ur skólans, en hann túlkar með ágætum ungan vanburða mann, sem finnur sjálfan sig að lok- um. Sturtees beitir kvikmyndavél inni hugvitssamlega, t.d. á barn um í húsi frú Robinson. Ég spái þessari mynd langra lífdaga hérna. — P.L. Máimar Kaupi allan oro'.amálm, nema járn. \ allra hæsta verði. Staðgreitt. Opið alia virka daga kl. 9—12 og 1—5 nema laugardaga kl. 9—12. A R i N C O Skúlagötu 55. Símar 12806 og 33821. Bifreiðaeigendur Getum aítur tekið bifreið- ar yðar til viðgerða með stuttum fyrirvara. Réttingar ryðbætingar, grindaviðgerðir, yfir- byggingar og almennar bílaviðgerðir. Höfum síisa í flestar gerð- ir bifreiða. Fljót og góð afgreiðsla. — Vönduð vinna. BÍLASMIÐJAN KYNDILL Súðavogi 34. Sími 32778 . SÆNSKA SÖNGKONAN LIL DAHLIN-NOVAK heldur tónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 18. október kl. 16 00. Árni Kristjánsson leikur undir á píanó. Norræna félagið. Norræna húsið. SMYRILL, Ármúla KING VATNSDÆLUR og vatnsdælusett nýkomið fyrir Chevrolet. Chevy n, Chevelle o. fl. bifreiðar. 7, simi 8445C. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Austurstræti 6 Simi 18783 SAMVINNUBANKINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.