Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 12
12 TÍMINN ÍÞRÓTTIR dt/dl legundn /yru JOfl E. RAGNARSSON LÖGMAÐUR Lögmannsskrifstofa, Laugavegi 3. Sími 17200. HVÍ EKKI ÍSLAND? Eina landið í Evrópu, sem ekki tekur þátt í Evrópukeppni a-landsliða í knattspyrnu Klp-Reykjavík. í þessum niánuði hófst keppni í Evrópukeppni A-lands liða í knattspyrnu, en í henni taka þátt allar þjóðir Evrópu, — nema ísland. Hefur nokkuð verið ritað um það í erlend blöð, og menn al- mennt undrað sig á því, að íslands, sem hefar náð góðum árangri í landslei'kjum í sum- ar (jafntefli við Danmörku og sigur yfir Noregi), tæki ekki þátt í þessari keppni, í einu sænsku blaði mátti m.a. lesa fyrir skömmn, að það væri leiðinlegt að ísland skyldi ekki vera með, því þá hefðu allar þjóðir Evrópu ver- ið með. ísland ætti eins mikið erindi í þessa keppni eins og Malta, Luxemborg og Kýpur, og miðað við árangur lands- liða íslands í sumar, miklu frekar en þær. Leikið er í nokkrum riðlum, og hafa úrslit í leikjum, sem fram hafa farið til þessa, orðið sem hér segir: Rúmenía — Finnland 3:0 Holland — Júgóslavía 1:1 Malta — Grikkland 1:1 írland — Svfþjóð 1:1 Luxemborg—Júgóslavía 0:2 Pólland — Albanía 3:0 Danmörk — Portúgal 0:1 Þrír leikir eiga eftir að fara fram til mánaðamóta, Vestur- Þýzkaland — Tyrkland, Sví- þjóð — írland og Austurríki — ítalia, en í næsta mánuði verða leiknir 10 leikir og í desember 3 leikir, en allt næsta ár verður leikið í þess- ari keppni, sem fram fer á 4ra ára fresti. Hver ástæðan er fyrir því, að ísland tók ekki þátt í þess- ari keppni, vitum við ekki, en gaman væri að heyra skýringu KSÍ á því. Hún hlýtur að vera fyrir hendi? -u Wf.iiSSsw.v8i Gaman garnan ' HEKLUPEYSU úr dralorí : V Europaprijs 1969 ! \ Málverkasýning Mattheu Jónsdóttur í Bogasal Þjóðminjasafns- ins er opin daglega kl. 14,00 til 22,00 tU og með sunnudeginum 18. október j næstkomandi. Bókabúðin Hlíðar á horni Miklubrautar og Löngu- hlíðar, tekur á móti (ferminga) bókum, kortum o.fl. til áritunar. Jón B. Gunnlaugsson. Knattspyrna í hádegismat! Sú hugniynd hefur komið fram, að leika landslcikinn við Skotland í Evrópukeppni lands liða 18 ára og yngri, sem fram á að fara fram á þriðju- daginn kemur um hádegið, — þ.a.s. hefja leikinn kl. 1215, en leiknar eru 2x40 mín í þess- ari keppni. Leikurinn við Wales í vik- unni varð að hefjast kl. 16.30, sem er mjög óheppilegur tími fyrir aðsókn að knattspyrnu- leik, enda komu ekki nema um 900 manns á leikinn. en hefði annars orðið þrefalt eða fjór- falt fleiri, hefði verið hægt að leika hann eftir venjulegan vinnutíma eða að af lokinni kennslu í skólum. ,— Meður lalar nú ekki um ef hægt heði verið að leika við flóðljós, eins og gert eir í öllum öðrum lönd um Evrópu, en leikurinn við Skotland verður að hefjast cnn fyrr vegna anyrkurs. Drengirnir sem valdir hafa verið í þessa keppni fyrir ís- lands hönd, verða að fá almenni- lega áðsókn á leikinn við Skot- land, svo þeir þurfi ekki að greiða of fjár úr sínum vasa (eða foreldranna) ti? að kom- ast í síðari leikina, sem fram fara í Wales og Skotlandi í lok næsta mánaðar, og hefur þessi hugmynd því komið fram. Sú hugmynd hefur einnig komið fram að fá yfirvöld skóí anna á höfúðborgársvæðinu til að gefa mánaðarfrí í skólunum þegar leikurinn við Skotland fer fram, og gefa þar með skólafólki möguleika á að styrkja skólabræður sína og félaga tiT dáða í leiknum, og þá um leið að hlaupa undir bagga með þeim fjárhagslega Þessi hugmynd er góð, g er vonandi að yfirvöld skóianna taki hana til athugunar. —klp. SIGRAR VÍFILFELL EÐA LOFTLEIÐIR? klp—Reykjavík. Úrslitakeppni j firmakcppninni í knattspyrnu stendur nú yfir, en í henni taka þátt sigurvegararnir í riðlum undankeppninr.ar. Vífil- feli, Loftlciðir, BP og Sláturfélag- ið. Fjórum leikjum er lokið og urðu úrslit þeirra þessi: Vífilfell—Loftleiðir 1:1. Sláturfélagið—BP 3:0. Loftleiðir—BP 2:0. VífiIfeTl—Sláturfélagið 2:0. Vífilfeil og Loftleiðir eru jöfn að stigum með 3 stig hvort og einn leik eftir, en úrslit þeirra geta ráðið um hver verður sigur- vegari. Loftleiðir leika við Sláturfélagið á mánudaginn og Vífilfell við BP á þriðjudag. Báðir leikirnir fara fram á Háskólavellinum og hefj- ast kl. 17.00. Merkjasala Blindravinafélags íslands verður sunnud. 18. okt. n.k. og hefst kl. 10 f.h. Sölubörn komið og seljið merki tii hjálpar blind- um. Góð sölulaun. Merki verða afhent í Ingólfs- stræti 16 og í barnaskólunum í Reykjavík, Hafnar- firði og Kópavogi. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Merkið gildir sem happdrættis- miði. Blindravinafélag íslands. LAUGARDAGUR 17. október 1070 Mats Tohmason markvörður Drott varS 14 sinnum aS ná í knöttinn úr netinu í leiknum viS Hellas. DfiOTT TAPAÐI DROTT, sænska handknatt- Ieiðsliðið, sem hér lék fyrir skömmu, og tapaði þá m. a. fyrir Fram og landsliðjnu lék sinn fyrsta leik í 1. deildakeppninni í Sví- þjóð uin síðustu helgi, og lék lið- ið við Hellas, sem er Svíþjóðar- meistari 1970, f>n Drott varð dcild arnieistari sama ár. Leifcurinn fór fram á heima- velli Drott í Halmstadt og voru áhorfendur um 3000. sem var met aðsókn í 1. deild í handknattleik í Sviþjóð þennan fyrsta leikdag. í hálfleik var staðan 9:7 Drott í vil', en ILellas jafnaði i 11:11 og síðan 13:13, en á síðustu sekúndu leiksins skoraði Dan Eriksson fyr- ir Hellas svo lokatölurnair urðu 14:13 HelTas í vil. Fengu ekki frí — ÍBÍ varð að gefa úr- slitaleikina í 2. flokki Um helgina átti að fara fram úrslitakeppni í landsmóti 2. fl. milli sigurvegara í riðlunum þrcm ur. í A-riðli sigraði ÍBV, í B-riðli KR og í C-riðii ÍBÍ. Nú hefur komið á daginn, að sumir ieikmanna ÍBÍ fá ekki frí í skólum þeim þar setn þeir stunda nám. og hefur ÍBÍ gefið leiki sína gegn KR og ÍBV. Til úrslita leika KR og ÍBV á Mela- vellinum i dag, laugardag, og hefst leikurinn kl. 13,45. Úrslitaleikir í landsmóti 2. fl. hafa alltaf verið skemmtilegir og vel leibnir, og hafa ekki gefið eftir flestum meistaraflokksleikj- utn'í því tilliti. Seldur verður aðgangur að leiknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.