Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 17. október 1970 Kvenfélag í Breiðholti SB—Reykjavík, föstudag. Kvenfélag í Breiðholtshverfi verður stofnað á fundi í Breið- holtsskóla á miðvikudagskvöldið. Nefnd, sem kosin var í vor, hefur í sumar unnið að undirbúningi stofnfunar félagsins. í vor komu allmargar konur úr Breiðholtshverfi saman og ræddu 'imi grundvölv’ að féC/agsstofrjBn meðal kvenna hverfisins. Áhuginn virtist mikill og á fundinum var kosin nefnd til að ánnast undir- búning. Nefndarkonurnar hafa nú boðað tif stofnfundar kvenfélagsins og verður hann haldinn í Breiðholts- (SOðla, miðvikudaginn 21. október og hefst kl. 21. Stjórn verður kos- in og lög fé.'agsins lögð fram t.il umræðna og samþykktar. Frú Elín Torfadóttir fóstra mun koma á fundinn og rabba. við konur um börn og uppeldismál. Síðan verða almennar umræður um starfs’- vettvang félagsins. Það er von þeirra, sem unnið hafa að þessarri félagsstofnun, að komur úr Breiðholtshverfi fjöl- menni á fundinn. Aðalfundur Dómarafélags fslands Dómarafélag ísfands hélt aðal- fund sinn dagana 15. og 16. þ.m. í Reykjavík. Félagsmenn erú hæstaréttardóm arar, borgardómarar, sakadómar- ar og borgarfógetar I Reylcjavík, svo og allir sýslumenn og baéjar- fógetar landsins. Ýmis máf, sem varða starfsemi félagsins og þjóð- félagið í heild, voru tekin til með- ferðar á aðalfundinum. 1 stjórn fé'agsins eru: Björn Fr. Björnsson, sýslumaður, formaður. Bjarni K. Bjarnason, borgardóm- ari, varafarmaður, Torfi Hjartar- son, tollstjóri, féhirðir, og með- stjómendur Gunnlaugur Briem, sakadómari og Jónas Thoroddsen, bæjarfógeti. Fréttatilkynning frá D.í. 6 vikur Framhald al bls. 16. anum. Til greina kemur að óprúttinn þjófur hafi farið út fyrir borgina og reynt sig og bílinn við torffæruakstur og fest hann eða velt einhvers- stáðar fjærri byggð eða manna ferðum, og yfirgefi.ð hann þar. Sá möguleiki er fyrir hendi að bíllinn hafi verið rifinn og seld ur í pöirtum sem varahlutir, . eða að cinhver sem átt hefur samskonar eða svipaðan bíl hafi tætt þann stolna eða sinn eigin, nema hvorutveggja sé sundur og noti það bezta úr hvorum. Varla kemur til mála að hæet sé að fá stolinn bil skráðan á annað númer, þótt hann sé málaður upp og breytt um útlit. Sá sem skráir bíl' verður að gera grein fyrir hvernig hann er fenginn. Þetta eru auðvitað getgátur, en eitt- hvað hefur orðið af jeppanum. Ailar upplýsingar, sem menn kunna að veita í sambandi við þennan bíl eflir 3. sept., eru vel þegnar, og ættu viðkom- andi að láta lögregluna þegar í stað vita. Eins ef einhverj- um hafa verið boðnir varahlut ir, sem kunna að vera úr stolna jeppanum. Vetraráætlun Fratnhald af bls. 2 taka upp flugferðir milli Reykja- víkur og Non’ðfjarðar og mun verða auglýst hvenær þær hefjast. Þær munu verða á þriðjudögum og ,’ugardögum. Milli Akureyrar og Egilsstaða verða ferðir á þriðju dögum og fimmtudögurrí. Vegna tímabundinna erfiðleika hafa verið gerðar nokkrar breyt- ingar á innanlandsáaétluninni næstu vikur, aðallega hvað snertir f.’ugvélakost. Þannig koma bæði DC-3 og DC-6B flugvélar inn í áætlunarflugið innanlands fyrst um r.inn. Mótmæli I Framhald af bls. 1 innar á skrifstofu forstjóra kvik- nryndahússins til að ræða málin. Sagði Árni, að farið hafi verið fram á að 75% af miðaverði, sem inn kæmi fyrir þessa kvikmynd rynni til Víetnamhreyfingarinnar. Eftir að þessu tilboði hafði verið hafnað, gerði maðurinn sér lítið fyrir og ætlaði að brjótast inn í sýningarklefann, en dyrnar voru læstar og komst hann ekki inn. Skömmu síðar kom iögreglan og handtók manninn. Þá hefur einnig verið farið fram á af hálfu mótmælenda að fá að flytja ávörp til kvikmynda húsgesta á níusýningum, og leiða þá í atlan sannleika um efni mynd arinnar. Ekki hefur verið farið fram á að sýningum myndarinn- ar yrði hætt. Það mun að miklu leyti hafa verið sama fólkið sem stóð að aðgerðunum við Austurbæjarbíó bæði kvöldin. Hefur það ekki ver- ið kært fyrir tiltækin, en rann- sóknairlögreglan hefur tekið skýrslu um rúðubrotin. Dreifibréfum er útbýtt við Aust urbæjarbíó til kvikmyndahúsgesta. Þar segir að tilgangurinn með að- gerðunum sé að veikja áróðurs- gildi kvikmyndarinnar, sem gerð sé að tilhlutan bandarísku leyni þjónustunnar, í þei,m tilgangi að afskræma frelsisbaráttu lítillar þjóðar. Og einnig að myndir sem þessi sé ekki teknar til sýningar í íslenzkum kvikmyndahúsum. Kanada Framhald af bls. 1 Chartrand og þekkta talsmenn aðskilnaðarmanna meðal frönskumælandi íbúa héraðs- ins. 140 voru handteknir í Montreal, 52 í Quebeck-borg og nokkrir tugir í öðrum borg um. Auk þess hefur handböku heimild verið gefin fyrir um 100 mönnum öðrum. Athugasemd Framhald af bls. 2 Þorsteinsdóttir, Jóhann Ögmunds- son, Gestur Jónasson, Arnar Jóns son, Einar Haraldsson og Tryggvi Jakobsson. Þýðinguna gerði Jökull Jakobsson, og dansatriði æfði Þór- hildur Þorleifsdóttir. í sambandi við fyrstu frumsýningu vctrarins, hefst sala áskriftarskírteina, en þau veita 25% afslátt og gilda á næstu fjórar kvöldsýningar féiags ins. Fyrirkomulag þetta var tekið upp í fyrra og notfærður sér marg ir þessi hlunnindi. Æfingar standa nú yfir á öðru verkefni félagsins „Lysistrata" eft ir Aristófanes, en það verður frum sýnt í byirjun nóvember. Lysi- strötu leikur Brynja Grétarsdótt- ir, en samtals taka þátt í sýning- unni um 20 manns. Leiksjóri er Brynja Benediktsdóttir og stjórn- ar hún einnig barnaleikritinu „Lína langsokkur“, sem byrjað verður að æfa á næstunni. Ók á hross Framhald af bls. 16. aðkoman hin hörmulegasta. Lá t. d. hryssan þversum á veginum og innyflin látu úti. Hreppstjóri Saurbæjarhrepps í Dalasýslu rann sakaði slysið í gærmorgun. Sigursteinn Steinþórsson Sandvík, Eyrarbakka, aralaðtst 15. október á sjúkrahúsinu Selfossi. Vandamenn. MóSin mín, Þórhalla Jónsdóttir, Hamarsstíg 33, Akureyri, andaðist hinn 15. þ. m. Fyrir hönd aðstandenda. Gísfi Konráðsson. Innilegar þakkir fyrir alla þá samúð og vináttu, sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts og útfarar Bjarna Jenssonar, flugstjóra Halidóra Áskelsdóttir Dagbjört Bjarnadóttir Guðrún Helgadóttir Jens Bjarnason Helgi Jensson Áskell Bjarnason Björn Jensson Gjaldhheimtan Framhald af bls. 16. Kristján henti síðan á ýmsar leiðir, sem hlytu að vera tiltæk- ar til úrbóta, svo sem að Gjald- heimtan semdi við aðra aðila, til að mynda banka, um að taka við greiðslum, hefði skrifstofur opn- ar í öðrum borgarhlutum eða fengi. aðstöðu til móttöku gjalda ákveðna vikudaga eða hluta úr dögum í húsakynnum annars jtað ar í bænum. Þessi hagræðing ætti ekki að kosta neitt, sem teljandi væri, ef rétt væri á haldið, starf, sem stofnunin þyrfti að vinna, færðist aðeins eitthvað til. Hag- urinn af úrbótunum væri beggja, hins opinbera og borgaranna, ef þetta gæti stuðlað að því að gjöid innheimtust fyrr og borg- urunum væri sparaður tími og fyrirhöfn. Með kerfinu, sem gilti núna, nytu skilamenn sín ekki. Kristján kvað ýmsar aðrar um- bætur á innheimtunni tiltækar en þær, sem hann hefði nefnt, eu kvaðst ræða bær ítarlega. Hann kvað bera svo vel i veiði, að einn maður úr stjórn Gjaldheimt unnar væri staddur þarna á fund- inum (Gunnlaugur Pétursson) og treysti hann honum fyllilega og allri stjórn stofnunarinnar til þess að bæta þarna úr augljósum ann- mörkum á þann veg, sem bezt og hagkvæmast væri. Kristján Gunnarsson borgarfull trúi Sjálfstæðisflokksins tók til máls um tillöguna og viðurkenndi að ástæða væri til að íhuga þessi mál, og ýmis ráð væru til úrbóta. Hann minntist til að mynda á póstgíróþjónustu, sem tíðkast er- lendis og sitthvað fleira. Gilchrist Framhald af bls. 1 var ambassador Bretlands á fs- landi á árunum 1956—1959 eins og margir muna. Gilchrist, sem er sextugur, er skipaður í þetta nýja starf til fimim ára, og hefur 8.250 sterlingspund í árslaun. Em- bætti þetta er fullt starf. Sir Andrew hefur verið am- bassador landsins á frlandi og Indónesíu fyrir utan fsland. Samvinnuskólinn Framhald af bls. 8 gegnf því starfi af mikilli prýði. Hann lætur nú af því starfi og hefur verið ráðinn nýr ritstjóri, Guðmundur R. Jóhannsson. Sérstakt merki Nemendasambandið hefur sérstakt merki, sem er stuðla- berg. Einnig hefur sambandið sérstakan Samvinnuskólahring og fána, og geta fyrrverandi nemendur við skólann fengið hringinn og fánann hjá nem- endasambandinu. — E.J. Endurhæfingarstöð Framhald af bls. 7 steinsson heilbrigðismálaráðherra, og tilkynnti hann leyfi heilbrigðis- yfirvaldanna til starfrækslu stöðv- arinnar. Fleiri tóku til máls. Marg ar árnaðaróskir bárust og fjöldi blóma. Að athöfninni lokinni, var gestum sýnt húsið og þau tæki, sem stöðin hefur þegar fengið. Síðan vora bornar fram veitingar. Sláturhúsið Framhald af bls. 7 lega skýrslu, þar sem m. a. er greint frá því, að öll viðurkennd sláturhús og kjotvinnsiustöðvar erlendis hafi verið skoðuð og séu í samræmi við kröfur áðurnefndra la'ga. Erlent yfirlit Framhald af bls. 9 aðferðum. Félagsskapur þessi kom fyrst til sögu 1963 og hef- ur alltaf verið fámennur. Hann hefur hins vegar safnað um sig nokkrum harðsnúnum öfga- mönnum, sem hafa framkvæmt mörg skemmdarverk á undan- förnu árum, aðallega með sprengingum og íkveikjum. Á siðari misserum hefur félags- skapur þessi lýst yfir því, að hann myndi taka fordæmi bylt ingarmanna á Kúbu til fyrir- myndar og þó einkum aðferðir Che Guevara. í sumar gerði hann tvær misheppnaðar til- raunir til að ná erlendum sendi ráðsmönnum á sitt vald. Fyrra mánudag tókst þeim að ná enska verzlunarfalltrúanum James Cross á sitt vald og hafa W2) ^ ©iiinrQÐ Gekk ég að gá sat ég og sá hvar átján tungur í einu höfði sungu. Ráðning á síðustu gátu: Skip RIDG í spili 7 í leik íslands og Frakk- lands 1967 kom fyrir alslemma, sem hvorugum tókst þó að ná. S 932 H 42 T 98753 L DG3 S ÁKDG106 H G5 T Á L Á1076 S 754 H ÁKD976 T D10 L 108 ' S 8 H 1083 T KG642 L K542 Á borði 1 opnaði Vestur á 2 Sp. dr. Theron í A sagði 3 Hj., Vest- ur 4 L„ Austur 4 Sp. og Vestur 6 Sp„ og hann fékk auðvitað alla slaginu eða 1460. Á borði 2 tókst þeim Þorgeiri og Símoni ekki held- ur að ná alslemmunni, en spiluðu 6 sp. og Þorgeir fékk auðvitað afla 13 slagina. Spilið féll því, og staðan eftir 7 spil: ísland 15 — Frakkland 3. hótað að lífláta hann, ef ekki yrðu látnir lausir 23 fangar, sem hafa verið ákærðir fyrir skemmdarverk, og svo greitt hátt lausnargjald til viðbótar. Á þetta hefur ekki verið fall- izt. Síðastliðinn laugardag var svo verkalýðsmálaráðherrann 1 Quebec, Pierre Laporte, num- inn burtu af öfgamönuum og hafa þeir síðan hótað að líf- láta hann, ásamt Cross, ef ekki yrði fallizt á framangreindar kröfur. Því hefur enn verið hafnað, en hins vegar teknir upp samningar við lögfræðing, Robert Lemieux, sem FLQ hef um tilnefnt sem fultrúa sinu, en hann hefur áður verið verj- andi ýmissa þeirra, sem hafa gerzt sekir um skemmdarverk. Þeir samningar hafa enn ekki borið árangur, en stjórnarvöld- in hafa boðið að láta fimm fanga lausa af þeim 23, sem FLQ heimtar að séu látnir lausir. Mjög er því farið að ótt ast um örlög þeirra Cross og Laporte, og einnig hitt, að öfga menn geri sig seka um fleiri mannrán, enda hóta þeir þvl. Þá er óttast, að andstæðingar þessara samtaka kunni að grípa til hefndarverka, er beinist gegn þeim, sem vitað er að tilheyra samtökunum. Svo al- varlegt er ástandið talið, að Trudeau hefur ekki aðeins hætt við Rússlandsferðina af þessu. ástæðum, heldur hafa eins konar herlög verið leitt í gildi um allt Kanada og hefur lbgreglan því orðið miklu víð- tækara vald en undir venjuleg- um kringumstæðum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.