Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 8
TIMINN LAUGARDAGUR 17. október 1970 Nemendasamband Samvinnuskdlans hefur útgáfu á Nemendariti í vetur Aðalfundur Nemendasam- bands Samvinnuskólans var haldinn 3. október síðastliðinn, og þar meðal annars kjörin ný stjóm, sem undanfarið hef- ur undirbúið starfið næsta starfsár. Meðal þeirra nýjunga, sem eru á döfinni hjá nem- endasambandinu, er útgáfa á sérstöku Nemendariti, sem koma á út árlega og sem sent verður til allra þeirra, sem stundað hafa nám í Samvinnu- skólanum frá uppliafi. Á aðalfundi félagsins vora nokkrar umræður um inntöku- skilyrði í Háskóla íslands og. nauðsynlegar breytingar á þeim. Var samþykkt á fundin- um ályktun um það efni, svo- hljóðandi: „Aðalfundur Nemendasam- bands Samvinnuskólans, hald- inn í Reykjavík laugardaginn 3. október 1970, fagnar þeirri niðurstöðu frá menntamála- nefnd Stúdentaráðs Háskólans varðandi inntökuskilyrði í Há- skóla íslands, að það sé rétt- lætiskrafa „að nenxendur frá Samvinnuskólanum að Bifröst hafi sama rétt til framhalds- náms og nemendur með verzl- unarpróf frá Yerzlunarskóla fslands". Skorar funduginn á yfirvöld menntamála að hrinda hið bráðasta í framkvæmd þeim breytingum á inntökuskilyrðum í Háskóla íslands, sem fjallað er um í ályktun menntamála- nefndar Stúdentaráðs. Jafnframt ítrekar fundurinn þá kröfu, að verzlunarfræðslan verði endurskoðuð í heild með tilliti til þess, hversu verzlun og þjónusta gegna mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu“. Bæði þessi mál, breyting á inntökuskilyrðum Háskólans og endurskoðun verzlunaTfræðsl- unnar, eru meðal höfuðbaráttu mála sambandsins. Stjórn kjörin Á aðalfundinum var einnig kjtirin stjórn fyrir næsta starfs ár, o" er hún þannig skipuð: Formaður Atli Frevr Guð- mundsson, ritari dóttir, gjaldkeri iiiiiiiar Thor- arensen, fulltrúi stjórnar í ritnefnd Hermesar Jónas Guð- mundsson, spjaldskrárritari Guðmundur Bogason og vara- menn Sigrún Lára Friðfinns- dóttir og Reyair Ingibjartsson. Stjórn félagsins skipar síðan sérstakt fulltrúaráð, en í þvi eiga sæti einn fulltrúi hvers ár gangs sem útskrifazt hefur frá Samvinnuskólanum að Bifröst. Heldur fulltrúaráðið 3—4 fundi á ári, og hefur ásamt stjórninni æðsta vald á málefn um samtoandsins milli aðal- funda. Nemendarit kemur ú* í yetur Blaðamaður Timarts hitti stjórnarmenu að máli á dög- unum, og leitaði upplýsinga um helztu verkefnin, sem fram- undan eru. Merkasta nýjungiii er Stjórn Nemendasambandsins: F. v. Jónas GuSmundssen, Sigrún Lára Friðfinnsdóttir, Kristín Bragadóttir, Atli Freyr Guðmundsson, formað- ur, Hilmar Thorarensen, Guðmundur Bogason og Reynir Ingibjartsson. (Tímamynd—Gunnar) á sérstöku Nemendariti, eða ár bók, sem gefið verður út á hverju ári, í fyrsta sinn nú í vetur. Atli Freyr skýrði frá bví, að sambandið hefði tekið saman spjaldskrá yfir alla þá, sem stundað hefðu nám í Sacn- vinnuskólanum frá upphafi, og myndi Nemendaritið sent til þeirra allra, þeim að kostnaðar lausu. Reynir Ingibjartsson hefur unnið mest að undirbúningi málsins fyrir hönd stjórnarinn ar, og sagði hann að meginefni Neenendaritsins yrði: 1. Heim- ildir um 10. hvern árgang, sem útskrifazt hefur úr Samvinnu skólanum og upplsingar um við komandi skólaár. 2. Sögulegir þættir um Samvinnuskólann. 3. Starfsannáll nemendasambands ins fyrir viðkomandi ár. 4. Út- dráttur úr skólaskýrslu fyrir næsta námsár á undan. í fyrsta Nemendaritinu, sem væntanlega kemur út um eða eftir áramótin, verða því upp- lýsingar um 10. hvert skólaár og þá nemendur, sem þá út- skrifuðust, þættir um stofnun skólans, yfirlit yfir starf Nem- endasambandsins og útdráttur úr skólaskýrslu um Samvinnu- skólann á siðasta vetri. Sigarður Hreiðar, kennari við Samvinnuskólann, hefur tekið að sér að sjá um ritstjóm þessa fyrsta Nemendarits. Stjórnarmenn lögðu áherzlu á að stjórnin hyggðist stofna sér stakan sjóð um þessa útgáfu, sem myndi algjörlega byggjast á styrktarfé. Væri það von sam bandsins, að Nemendaritið fengi fasta styrktarfélaga, bæði fyrrverandi nemendur og aðra velunnara Samvinnuskólans, svo að útgáfan kæmist á traust an grundvöll fjárhagslega. Atli Freyr sagðist 'vona að velunn- arar skólans brygðust vel við þegar til þeirra yrði leitað um stuðning við þessa útgáfu, sem hefði þann megintilgang, að efla tengslin við fyrrverand: Samvinnuskólanemendur og eins tengsl þeirra við Sam- vinnuskólann. Sérstaklega er leitazt við að auka með þessu tengsl við þá. sem úskrifuðust úr Samvinnu- skólanum áður en hann var fluttur að Bifröst, en í Nem- endasambandinu eru aðeins þeir nemendur, sem útskrifazt hafa eftir að skólinn fluttist þangað, enda sambandið ekki stofnað fyrr en 1958. Öflugt félagsstarf Atli Freyr skýrði síðan frá annarri starfsemi nemendasam bandsins. í upphafi hvers skólaárs heldur sambandið kynningar- dansleik í Reykjavík fyrir vænt anlega netnendur í skólanum, og mæta þar einnig eldri nem- endur. Nemendasambandið skipu- leggur leikhúsferðir, og eru það nú hátt í 200 manns sem fara í Þjóðleikhúsið á vegum þess. Sækja nemenda- sambandsmenn aðra sýningu á öllum verkum, sem Þjóðleik- húsið sýnir. Þá hefur sambandið aðgang að íþróttasal fyrir þá, sem vilja æfa íþróttir, gengst fyrir félagsvistum og heldur bridge- mót og hraðskákmót. Veitir sambandið verðlaun á báðum mótunum. í því sambandi má taka fram að fyrsta spilakvöld sambandsins í vetur verður í Bláa salnum að Hótel Sögu, sunnudaginn 15. nóvember kl. 20.30. Á hverju ári fer hópur frá nemendasambandinu í heirn- sókn að Bifröst og heldur þar m.a. kvöldvöku fyrir nemend- ur og kynnir starfsemi sam- bandsins. Á hverju vori veitir sambandið úskrifuðum nemend um sínum tvenn verðlaun. Ann ars vegar er það Samvinnu- styttan, sem er veitt fyrir bezt an árangur í samvinnusögu, og hins vegar Félagsstyttan, sem veitt er fyrir frábæra frammi- stöðu í félagsmálum. Nemendamótið haldið í Reykjavík í félagsstarfinu ber samt hæst Nemendamót sambands- ins, sem nú er haldið á hverju vori og verður næst haldið 16. apríl 1971. Áður fyrr var Nem- endamótið alltaf haldið að Bif- röst, en í fyrravetur var tekin upp sú nýtoreytni að halda það í Reykjavík, og var boðið til mótsins öllum kennurum og skólastjórinn, sem fast hafa f starfað við Samvinnuskólann. Tókst mótið sérstaklega vel, og verður það því haldið í höf- uðborginni framvegis eins og áður segir. Útgáfa Hermesar Þá gefur nemendasambandið út tímaritið Hermes, og hafa ávallt komið út, a.m.k. tvö eintök af því blaði á ári. Annað hefur verið almenns eðl is, en hitt fjallað um Nóbels- kynningu þá, sem er árlega í Samvinnuskólanum — en þá er nóbelsverðlaunahafi ársins í bókmenntum kynntur sérstak- lega og lesið upp úr verkum hans. Dagur Þorleifsson hefur séð um útgáfuna á Nótoelskynn ingunni, en Reynir Ingibjarts- son hefur verið ritstjóri Her- mesar undanfarin tvö ár og Framhald á bls. 14. Frá aðalfundi Nemendasambands Samvinnuskólans 3. október sl. (Tímamynd—Gunnar) L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.