Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 10
ÍO LAUGARDAGUR 17. (iktóber 1970 TÍMINN Sebastien Japrisot: Kona, bíll, gleraugu og byssa 18 og kuldinn meinaði henni a'ð hugsa. Það var gott. AS svíkja. Jú, hún vissi, hvern- ig það var að svíkja: Ég segist elska einhvern eða trúa á eitt- hvað, og svo. . . Dyrnar lokast á skemmri tíma en það tekur mig að sjá vísinn fal-la undir fjóra, á skemmri tíma en það tekur mig að finna til þreytu, en það tek- ur mig að anda, tekur mig að segja sjálfri mér, að ég elski hann ekk; eða mér standi á sama um þetta, og ég hleyp út á stræt- ið, og get síðan leitað skjóls í volgum tár**m og reynt svo mán- uðuim skiptir að gleyma þessu öliu: Ég hef svikið einhvern, svik ið einhvern, einhvern. Saulieu, flékkir af ljósi og flekk ir af myrkiri, brau.t og brekka, kirkjuhvelfing. Eftir að hafa ekið um tvær einstefnugötur nam hún skyndilega staðar undir gráleitum kirkjuveggnum. Hún drap á vél- inni, drjúpti höfði og lét ennið hvíla á stýrinu. Hún var albúin að gráta, skæla úr sér þurr aug- un, en það tökst ekki, og hún hikstaði eins og fáni. Grisjan við varirnar á þér. Hárið oní augum, fyrir framan þennan djöfuls rad- ar. Ugla, hreint eins og ugla. Þarna sérðu, svona ertu. Þetta er.tu, þú sjálf, og átt ekki nema hægri hönd og úttaugað hjarta. Bókstaflega ekkcrt, en haltu áfram. Spurðu einskis. Haltu áfram. \‘e Þannig hímdi 1 hún álút í nokkrar mínútur, þrjár eða j fjórar, ef til vill skenuir, en settist þá upp í stólnum og lýsti því yfir, að heimurinn væri stór og mannsævin iöng, hún væri soltin og þyrst og hana langaði í sígarettu. Fyrir utan var kvöld- ið stiUt og fagurt. Með hendinni, sem heil var, teygði hún sig eftir kortinu og las þar aftur nöfn eins og Salon-de-Provence, Mar- seille og Saint-Raphael. Anga- nóran, þú ert það, sem kallað er geðklofi. Einmitt, ég er geðklöfi. Geðklofi, sem króknar af kutlda. Hún þrýsti á hnappinn, sem stjórnaði blæjuþakinu. Líkt og fyrir galdur hófst það til himins yfir áaulieu, máði út stjörnur og lukti um stúlkuna, Dany Longo, fól hana í veröld, sem minnti á tjaldkima úr sængurfötum, eins og hún hafði búið þá til, meðan hún var unglingur á hælinu. Hún kveikti í sígarettu. Reykurinn var góður og særði í kverkarnar, eins og þegar hún, fimmtán ára, tók fyrstu rettuna á laun undir tjald- veri í svefnskálanum. Rettan gekk á miilli, einn reykur á hvert rúm, og þær kúguðust, en stelp- urnar, sem vildu ekki hafa gæzlu- konuna á móti sér, sussuðu og hvískruðu um allan skála. Þá kviknuðu Ijósin, og inn þusti gæzlukonan. kiædd grófum baðm- ullarnáttkjól og með tuskurýju á höfðinu, svo að enginn sæi snoð- klippt hárið. Hún löðrungaði stúlkurnar, eftir því sem andinn í bauð henni. en þær krepptu hnén að höku og bægðu frá sér högg- unum með höndum og fótum. Þau bitnuð mest á henni sjálfri. Úti var fólk á ferli, og small af hæ’um á stéttinni. Hún heyrði klukku slá hálf-eitthvað. Hún ieit á klukkuna j mælaborðinu. Hún var hálftíu. Ilún kveikti inni- Ijósið, rótaði í hanzkahólfinu og renndi augum yfir pappírana, sem hún hafði skoðað fyrtr um daginn. Hún rakst hvergi á kvitt- un frá bifreiðaverkstæði í Deux- Soirs-Iés-Avallon. Það kom henni ekki á óvart, Að því búnu hvofldi hún úr tuðrunni í sætið. Þar var ekkert að finna. Hvað átti allt þetta uon stang að þýða, spurði hún sjálfa sig, og fór um hana beýgur. Hún vissi mætavel, að hún hafði aldrei nokkurn tímann stigið fæti inná bifreiðaverkstæði í eigu Baska. Að hverju var hún þá að leita? Hún setti aftur dólið í túðruna. Hversu margir ameriskir bílar höfðu ekki þotið milli Parísar og Marseille í dag. Sextíu. áttatíu, máski hundrað, jafnvel fleiri. Hvað voru margar konur í hvítum kjólum? Og hversu margar hafa ekki verið með sólgleraugu. Drottinn minn elsku bezti! Þetta mundi nánast hlægilegt, ef ekki væru meiðslin á hendinni. Hann hafði logið. þessi Baska- rindill, það var allt og sumt. Að minnsta kosti var meiðslið engin tilviljun. Reifarnar sá hún þarna, rétt við nefið á sér, og þetta varð ekki skýrt nema á einn veg að hennar dómi. Annar hvor viö- skiplavinurinn, eða máski Bask- inn sjálfur, hafði laumazt á eftir henni í skúrinn til þess að hnupla peningum eða gera eitthvað annað, sem virtist þó harla ótrú- legt. Hann hafði gónt á hana, þegar hún smeygði sér úr kjól- erminni. Eða var það einnig hug- arburður, þetta augnaráð sem vakti í senn óbeit og umhyggju. Hún hlaut að hafa brotizt um á hæf og hnakka og árásarmaður- _inn hlaupið í brott af hræðslu, þegar hanrv rak augun j memjlið. Á skrifstofunni hafði hann síðan logiö í hana til þess að hreinsa sjálfan sig eða kunningja sína af ódæðinu. Til hvers var brenni- vínsstaupið á borðinu? Og rauð- bi.rkið tröllið, sem rumdi eins og þokulúður. Þeir höfðu fundið, að hún var hrædd, og sætt lagi. Án þess að gera sér grein fyrir, að hún átti ekki bílinn, höfðu þeir allir rennt grun í, að eitthvað aftr- aði henni frá því að hringja í lög- regluna. Svona var þáð. Svona Maut það að vera. Henni fannst hún villa eilítið um fyrir sjálfri sér, því að hún mundi eftir gamalli konu á sólbjörtu stræti, hrukkuðu andliti og byrstum rómi, en það hlaut einnig að vera tilviljun, tómur misskilningur. Hún lagðist á hnén, opnaði svarta ferðatöskuna i aftursætinu og dró upp peysuna, se.m hún hafði keypt í Fontaine- bleau. Prjónið’var mjúkt og nýja- lyktin róandi. Hún slökkti inni- Ijósið, smokraði sér í peysuna, kveikti aftur Ijósið. horfði í spegilinn og, lagaði hálsmálið. Hún var klaufsk áð beita hægri hendinni, og þetta tók allt sinn tíma, en meðan þótti henni draga sundur með þeim, sér og Bask- anum, konunni, lækninum. Hún var Dany Longo, ljóshærð og falleg, og ætlaði til Monte Carlo í kjól, sem hún þurfti að þvo og þornaði á tveimur tímum, og hún var banhungruð. Áttatíu og fimm. kífómetrar til Chalon. Hún ok ekki hratt, og brautin lá í bugum yfir holt og ©AUGLÝSINGASTOFAN Yokohama snjóhjólfaarðar Með eða án nagla Fljót og góð þjónusta FÓLKSBÍLASTÖÐIN AKRANESI er laugardagur 17. okt. — Florentinus Tungl í hásúðri kl. 3.07. Árdegisháflæði í Rvík kl. 7.35. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan i Borgarspítalan- am er opin allan sólarhringinn. A'ðeins móttaka slasaðra. Sími 81212. Kópavogs Apótek og Keflavíkur Apótek eru opin virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—14, helgidaga k,’. 13—15. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog, sími 11100. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði, sími 51336. Almeimar upplýsingar um lækna- þjónustu í borginni eru gefnar i símsvara Læknafélgs Reykjavík- ur, sími 18888. Fæðingarheimilið í Kópavogi, Hlíðarvegi 40, sími 42644. Tannlæknavakt er í Heilsuverndar- stöðinni, þar sem Slysavarðss an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. Sími 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virkia daga frá k:. 9—7, á laug- ardögum kl. 9—2 og á sunnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl. 2—4. Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 17. — 23. okt. annast Ingólfs-Apótek og Laugar- nes-Apótek. Næturvörzlu í Kefiavík 17. og 18. okt. annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 19. okt. annast Guðjón Klemenzson. felagslíf Félagsstarf eldri borgara í Tóaabæ. Mánudaginn 19. okt. hefst félags- vistin kl. 2 e.h. 67 ára borgarar og eldri eru velkomnir. Æskulýðsstarf Neskirkju. Fundir fyrir stúlkur og pilta 13 ára og eldri mánudagskvöld kl. 8.30 opið hús frá kl. 8. Séra Frank M. Halldórsson. Kvenféiag Grensássókuar heldur aðalfund sinn mánudaginn 19. okt. kl. 8.30, í safnaðarheimil inu Miðbæ. Venjuleg aðalfundar- störf. Rætt um námskeið í smelti og fl. KIRKJAN Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Ferming- armessa kl. 2. Séra Frank M. Halldórsson. Búslaðapreslakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Fermingarguðsþjónusta í Neskirkju kl. 10.30. Séra Ólafur Skúlason. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þor- láksson. Messa kl. 2. Séra Jón Bjarman fyrrv. æskulýðsfulltrúi. Grensásprestakall. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu sunnudaginn 18. okt. kl. 2. Dómprófastur setur séra Jónas Gísiason nýskipaðan sóknarprest inn í embættið. Haustfermingar- börn eru beðin um að mæta við guðsþjónusíuna. Sóknarprestur. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10. Dr. Jakob Jónsson. Messa kl. 11. Ræðu efni: „Þó að jörðin deyi“. Dr. Jakob Jónsson. Messa kl. 2. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2. BarnaguÖsþjónusta kl. 10.30. Séra Garðar Svavarsson. Kópavogskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta k.\ 2. Séra Gunnar Árna- son. i Háteigskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson. Ásprestakall. Messa kl. 1.30 í Laugarásbíói. Barnasamkoma kl. 11. Sama stað. Séra Grímur Grímsson. Prestvígsla í Skálholti. Á morgun sunnudag 18. okt. vigir biskup íslands ca\id. theol. Guðjón Guðjónsson í Skálholtsdómkirkju. Guðjón hefur verið skipaður sókn arprestur í Stóra-Núps-prestakalIi að afstaðinni lögmætri kosningu. Vígslan hefst kl. 14. Settur prófast ur séra Eiríkur J. Eiríksson lýsir vígslu, auk hans aðstoða sr. Guð- mundur ÓIi Ólafsson, séra Bern- harður Guðmundsson, séra Magnús Guðjónsson, Haukur Guðlaugsson leikur á orgelið. Skálholtskórinn syngur. Hafnarfjarðarkirkja. Messa k\ 2. Barnasamkoma kl. 11. Aðalsaínaðarfundur kl. 5. Séra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Guð mundur Óskar Ólafsson. Guðs- þjónusta kl. 2. Predikari Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Sóknar prestar. ORÐSENDING Mænusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, á mánudögum kl. 17.—18. Inngangui- frá Barónsstíg yfir brúna. Fótaaðgerðarstof Kvenfélags- sambands Kópavogs hefur opnað aftur eftii' sumar'eyfi. Pöntunum veitt móttaka í síma 41886 föstu- daga og mánudaga kl. 11—12 f.h. Sæmuindur Sæmiundsson fyrr- verandi skólastjóri verður jarð- settur í dag kl. 10,30 frá Kópavogs kirkju. Hans verður síðar minnzt í islendingaþáttum Tímans. Krossgáta Nr. 647 Lóðrétt: 1) Sóði 2) Þófi 3) Afhenti 4) Fugl 6) Dugleg- ar 8) Máttlaus 10) Trosna 12) Strákur 15) Taut 18) Borðhald. Ráðning á krossgátu no. 646: Lárétt: 1) Naskur 5) Súg 7) Dr. 9) Agat 11) Dós 13) IU 14) Arka 16) DE 17) Óskin 19) Grannt. Lóðrétt: 1) Nuddar 2) SS 3) Kúa 4) Uggi 6) Útlent 8) Rór 10) Aldin 12) Skór 15) Asa 18) KN. Lárótt:: 1) Skákir 5) Gutl 7) Naf- ar 9) Fira 11) Ætijurt 13) Flug- félag 14) Litlu 16) Eins 17) Óvdrða 19) Drengir. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.