Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1970, Blaðsíða 7
fcAUGA3tÐAfi»R 17. okföber W7« TIMINN Magnús Ólafsson, sh/kraþjáWa«( ný:ju endurhæfingarstöðvarinnar, við eitt af tælcjunum. (tjosm. F. Vestmann) Endurhæfingacstöö tekur til starfa á Akureyri EI)—Akureyri, mánudag. Sjálfsbjörg, felag fatlaðra á Akureyri, opnaði í <iag endurhæf- ingarstöð að Bjargi, Hvannavöll- um 1*0, en það híis byggði félagið fyrir nokkrum árum og þar er efanug til húsa plastiðjan Bjarg, sem er eign félagsins. Það hefur allt frá stofnuin félagsins, verið á stefnuskrá þess, að koma upp þjálfunarstöð fyrir sjúka og fatl- aða, og er því marki nú náð, að komhm er vísir að slíkri stöð, en vcmin er, að smám saman verði hægt að færa út kvíamar, þarniig að um aihliða enduriiæfingu verði að ræða. Forstöðamaður stöðvarinnar er Magnús Ólafssoo, sjúkraþjálfari, sem nýlega hefur lokið námi í sinni grein í Norgei. Með honum \innur ein aðstoðarstúlka, en horf ur eru á, að fjölga þurfi starfsliði fljótlega, því aðsókn að stöðinni er ciú þegar meiri, en hægt er að anna. Trúnaðarlæknir stöðvarinn- ar er Jónas Oddsson. Fyrir tveimur árum hét Kiwan- is-klúbburinn Kaldbakur á Akur- eyri félaginu stuðaingi við að koma þessari stöð upp og hefur hann síðan staðið fyrir fjáröflun í því skyni og kostað tækjakaup að stórum hluta. Ernnig hafa góð- ar gjafir borizt frá fleiri aðilum. Ennfremur hefur stjórn félagsins Klúbburinn gjaldþrota KJ—Reykjavík, mánudag. í ciýútkomnu Lögbirtingablaði er skýrt frá því að bú Klúbbsins h.f. í Reykjavík hafi verið tekið til gjaldþrotameðferðar 8. septem- ber. Veitingahúsið Klúbburinn við Laekjarteig hefur nú skipt um nafn og er nefnt Veitingahúsið við Lækjarteig, og munu sömu aðílar reka það núna og reka Glaumbæ. Tóku þessir aðilar við á þessú ári, en þá mun hafa verið farið að síga á ógæfuhliðina, og hættu fyrri aðilar þvi rekstrinum, en Glaumbæjarmenn tóku við. ' unnið að framgangi þessa máls og i margir félagar hafa unnið mikið j sjálfboðastarf við framkvæmdir j þessar. í Vígsluathöfn endurhæfingar- stöðvarinnar á sunnudaginn hófst með því, að formaður Sjálfsbjarg- ar á Akureyri, frú Heiðrún Stein- grímsdóttir, flutti ræðu. Síðan tók til máls Eggert G. Þor- Framhaid á hls. 14. Húsmæðrafélagið tekur til starfa Þessa dagana er Húsmæðrafé- lag Reykjavíkur að hefja starf- semi sina. Og að venju er margt um að vera. Bazarundirbúningur er kominn í fullan gang fyrir nokkru og þær félagskonur sem vilja styrkja félagið með vinnu við undirbúning á bazanmunum eru hjartanlega velkomnar að Hallveigarstöðum síðdegis alla mánudaga frá kl. 2—5. SömuleiðLs eru vel þegnir heima unnir munir eða annað sem kon- ur vilja láta á bazarinn. Fyrsti fundur félagsins var í gærkvöldi og sýnikennsla verður á föstudag 16. okt. Þar verður sýnt og sagt ýmislegt viðvíkjandi kjöti og áleggi. Bráðlega verður einnig Bingó- kvöld. Ætlunin er að hafa skeimmtifund annað slagið í vet- ur, ásamt fræðslukvöldum af ýmsu fcagi. Væntanlega hefjast saumanámskeiðin margeftirspurðu bráðlega. — Það hefur jafnan verið mik- il aðsókn að þeim, enda gagn- llegt að geta verið sjálfbjarga með heimasaum. Að öllu forfallalausu verða einnig sauma- og sýnikennslu- námskeið eftir nýárið. Ætlunin er að hafa einnig einhvers kon- ar föndurnámskeið seinna í vet- ur. Húsmæðrafélag Reykjavíkur telur nokkur hundruð meðlimi. en þvi miður er ekki nema lítið brot af þeim, virkir þátttakendur í félagsstarfinu, vill stjórn fé- lagsins því hvetja konur til þess að mæta vel á fundum og öðr- um samkomum sem félagið efn- ir til. Einnig er stöðugi vel beg- ið að nýir félagar bætist í hóp- inn. Verið velkomnar. Sláturhúsið í Borgarnesi fær að selja á Bandaríkjaraarkað Slátur.húsi Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi hefur ný- lega verið veitt leyfi til að senda afurðir á Bandaríkjamarkað. Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, hefur yfírumsjón með sláturhúsum á íslandi, fyir hönd landbúnaðar- ráðuneytisins og veitti hann leyf- ið. Nýlega skoðaði Dr. T. J. Matt- hews sláturhúsið í Borgarnesi, en hann er deildar dýralæknir í handaríska landbúnaðarráðuneyt- inu, neytenda- oig söluþjónustu- deild. Dr. Matthews hefur tjáð sig samþykkan þessari viðurkenn- ingu Páls A. Pálssonar á slátur- húsinu. Sláturhús Kaupfélags Borgfirð- inga hefur því hlotið viðurkenn- ingu bandarískra stjórnvalda og heldur hún gildi meðan sláturhús- ið fullnægir bandarískum kröfum að mati yfirdýralæknis. Dýralæknar frá bandaríska land búnaðarráðuneytinu skoða árlega erlend sláturhús, sem bandaríska landbúnaðarráðuneytið viðurkenn- ir. Sama máli gegnir um slátur- húsið i Bor.garnesi. Dr. Matthews heimsótti einnig sláturhús Sláturféiags Suðurlands á Selfossi, sem nú er nærri full- gert. Veitti hann þeim, sem að þessari bygginu hafa staðið, sér- fræðilegar ráðleggingar og tillög- ur í sambandi við þær kröfur, sem gerðar eru í Bandarikjunum um tækjakost og annan útbúnað slétturhúsa. í bandarískum lögum urp kjöt- skoðun er þess krafizt að : erlend sláturhús, sem selia kjöt og kjöt- vörur til Bandaríkjanna fullnægi sömu reglum um byggingu, heil- brigðisskoðun, eftirlit o. s. frv. og þau sláturhús bandarisk, sem bandaríska landbúnaðarráðutteyt- ið hefur veitt viðurkenningu til að selja framleiðsluvörur sínar milli ríkja innan Bandaríkjanna. Landbúnaðarráðherra Bandaríkj- anna gefur Bandaríkjaþin.gi ár- Framhald á bls. 14. Samnorræn listmiðstöð OÓ—Reykjavík, laugardag. 25 norrænir myndlistarmenn hafa þingað í Reykjavík undan- farna daga. Er það stjórn Nor- ræna listbandalagsins, sem hélt hér fund sinn, og bar fjöknörg mál á góma. Meðal þeirra er stór samnorræn sýning, sem halda á í Reykjavík á næsta hausti, stoín- un norrænnar listmiðstöðvar og sýningar á lilraunalist. Ráðstefnuna sóttu 10 ísl. lista- Slippstööin smíðar nú tvo fiskibáta SB—Reykjavík, niiðvikudag. 1 Slippstöðinni á Akureyri voru á föstudaginn lagðir kilir að tveim nýjuin fiskibátum, sem væntan- lega verða tilbúnir seinnipartinn í vetur, en síðan gerir Slippstöð- in sér vonir um, að taka til við skuttogarasmíð. Siglufjarðartogar- inn Hafliði er nú í 20 ára flokk- unarviðgerð hjá Slippstöðinni. Bátarnir, setn smíði er nú að hefjast á, eru 150 og 105 lestir, smiðaðir fyrir Sæfinn í Reykja- vík og Geir Sigurjóasson í Hafn- arfirði. Verkefni Slippstöðvarinnar í vetur, auik bátanna, eim viðgerðir aðallega, en í vor á allt að verða tilbúið fyrir skuttogarasmíði. Siglufjarðartogarinn Hafliði verður sex vikur í viðgerð á Ak- ureyri. Nýr prófessor KJ—Reykjavík, mánudag. Forseti íslands hefur skipað Guðmund Björnsson verkfræðing prófessor við verkfræði- og iraun- vísindadeild Háskóla íslands frá 1. október 1970 að telja. Guðmundur Björnsson var áður settur lektor við Háskólann, og var meðal ujn- sækjenda um prófessarsstöðuna nú í haust, er visindamenn við raunvísindadeild töldu umsóknar- frest aHt of stuttan. t(S':cí/. mt, ttenumtn pmfime. t!*í « «e sí» »9» ismtotic ’ *mnm, aem AVE OUR SOSL 5 SAVE OUR OftlES * I • * i l/. I t !• i l uNfrrm» iNt*i * mn ök&im * LwrtSö.írwr*# < aiMrrmt * '; »« * * ■* *■ ♦» <* *■»<•*♦**#*■ <; » « A* •»•»•»•*•■»«» « * *••«••< : WATER: ^^)UR AIR « iu« r.*f*Tu * < mx c:r«r». \ 1 á m a> » •* +■ '■*> ■** *» 0* <*** •* a. X «* ** •- •** «•( • # «4 w y *•'». :* ; v mm M engu.na.rfrim.erki SB—Reykjavík, fimmtudag. Síðar í mánuðinum verða gef- in út j Bandaríkjunum fjögur ný frímerki. Á merkjunum eru slag- orð, eitt á hverju, sem næst svo- hljóðandi: — Verndum landið okkar. — Verndum borgirnar okk ar. —Verndum vatnið okkar. — Verndum loftið okkar. Myndirnar á hverju merki, eiru í samræmi við slagorðið. menn og 15 frá öðrum Norður- löndum. Á hlaðamannafundi, sem haldinn var í gær, kom fram, að samnorræna sýningin sejn haldin vea-ður í nýja skálanum á MMda- túni næsta haust, verður að öll- um líkindum hin síðasta í því formi sem verið hefur. En síikar sýningar hafa verið haldnar tíl skiptis á Norðurlöndum um ára- bil. Verður þetta hin þdðjia hér á landi. Það kom fram að áhugí á þessum sýningum hefur farið minnkandi og þá aðsóknin að sama skapi. Eru því uppi ráðagerðir um að leg.gja sýningarnar nfður en að stofna samnorræna list- miðstöð, þar sem verk listamanna frá öllum Norðuriöndunujn verða kynnt. Menningarsjóður Norður- landaráðs hefur að talsverðu leyti staðið undir kostnaði vegna þess- ara sýninga, mun nú til hans leit- að um stofnuti listamiðslöðvariim- ar, og til ríkisstjóma vfðkom- andi ianda. Sýningin j nýja myndilistaiEhiús- inu á Miklatúni verður hin stærsta sem haidin hefur verið hérlend- is, en vonir sfcanda til að skáSnn verði tilbúinn eftir ár. Undanfarin; ár hafa verið haldn- ar sérstakar sýningar ungra nor- rænna myndlistarmanna til skipt- is í höfuðborgum NorðurlanJa. Aldurstakmark miðast við að sýn endur séu ekkj eidri ©n 30 ára. Á ráðistefnunni var rætt um að leggja þessar sýningar niður, »n tafca upp í þeinra stað aMiða sýningar á tilraunalist og hafa þá engin aldurstaikmörk sýnenda. 25 ár eru nú síðan Norræna listbandalagið var stofnað og hef- ur starfsemi þess ávaHt verið mik il, en aldrei hafa verið gerðar jafn róttækar tilögur um starfsemina og á þessum fundi. Tæp 10 þús. manns hingað í september SB—Rcykjavík, miðvikudag. Til íslands komu í septeiufaer- mánuði 9957 manns með skipum og flugvélum, að því er kemur fram í skýrslu útlendingaeftirlits- ins yfir mánuðinn. Heldur fleiri komu með flugvélum en skipnm, en hins vegar komu hlutfallslega fleiri íslendingar en úöendingar með skipum. Af útlendingum komu langflestir frá Bandarikjun- um. Með flugvéliam kornu til lands- ins í septetnber, 4650 fsiendingar o,g 4765 útlendingar. Til landsins sigldu 478 íslendiagar og 64 út- lendingar. ÚtlendingaiMiir ercx frá 5® löndttm og fiestir frá Bandarikj unum, en næst kemur Bretlaod og Þýzkaland, en síðao Danmörk, Sviþjóð, Noregur og Kanada. 19 komu frá Rússlandi, 4 frá Kma og 1, sem hvergi á rfkisfang, svo toíbfhBaðiaé. ae&d:. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.