Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 1
Karl O. Runólfsson tónskáld var sjötugur í gær. Klukkan átta í gærmorgun stiilti Lúðrasveit Reykjavíkur sér upp fyrir framan heimili Karls og lék þar lög eftir Karl. Fólk í nærliggjandi húsum vaknaði við lúðrablásturinn og kom út á svalir og út í glugga til þess aS fylgjast meS því, sem fram fór. Myndin er tekin þegar Páll P. Pálsson býSur Karli aS taka vlS stjórn LúSrasveitarinnar, og stjórnaði hann síðan einu lagi sveitarinnar. í gærdag héldu Félag íslenzkra hljóðfæraleikara, Tónskáldafélag íslands, STEF og Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitarinnar og LúSrasveitin Svanur síðdegisdrykkju fyrir tónskáldið. (Tímamynd G.E.) í BJARTSÝNI OG TRÚ Á SIG- URSÆLD GÖÐS MÁLSTAÐAR Ræða forseta Islands á 25 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna í gær. Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar þegar stór hluti mannkyns átti um sárt að binda eftir þær ógnir, sem heimsófriðurinn mikli hafði fært yfir heiminn. Þjóðirn- ar vöknuðu upp af vondum draumi og augu manna í öllum löndum opnuðust fyrir því, að ekkert var lengur sem áður var, ný viðhorf höfðu skapazt. Finna vatrð ráð, ef þess væri nokkur kostur, til þess að önnur eins ósköp dyndu aldrei framar yfir. Og hvaða ráð skyldi vera til annað en það, að þjóðir heims kæmu sér saman um sam- eiginlegt þing, í þeirri beztu mynd sem san*)komulag næðist um, þing þar sem málin væru rædd, áður en vmpnin fengju að tala. Sú hug- mynd var að vísu ekki ný, og hafði verið reynd, en var um nokkuð annað að gera en að reyna aftur, með nýjum hætti, með nýjum vilja, með nýlega sára reynslu að ‘baki og í ljósi nýrra. viðhorfa? í dag eru liðin 25 ár síðan sam- tök hinna Sameinuðu þjóða voru formlega stofnuð. í dag eru 25 ár síðan einn sögulegasti viðburður vorrar aldair gerðist og þess er nú minnzt með hátíðahöldum víða um heim. Mætti sú samhygð bregða birtu inn í það myrkur, sem Því miður grúfir víða yfir. Samtökin voru stofnuð til þess að efla frið meðal þjóða og jafn- rétti meðal manna. Þær þjóðir, sem í upphafi hurfu að stofnun Sameinuðu þjóðanna, voru 51 tals- ins. Til voru þeir, sem af lítiTli vongleði spáðu fyrir þessu sam- tökum og treystu varlega hæfni þeirra til að ná settu marki. Eigi að síður voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar í bjartsýni og trú á sigursæld góðs málsstaðar. Nú eru 126 þjóðir í samtökunum, þótt enn standi ýmsir utar. dyra. En bjartsýnin hefur því miður ekki aukizt að sama skapi og fjöldi aðildarríkja. Uggur um framtíð mannkynsins hefur aldrei verið nieiiri en nú, enda blasir nú við margur háski, sem menn sáu ekki eða aðeins ógjörla fyrir 25 árum. í röðum vísindamanna og stjórn- málamanna, sem gegna svo ábyrgð armiklum stöðum, að öll veröldin hTýtur að taka eftir hverju þeirra orði fjölgar þeim sífellt, sem tala opinskátt og í djúpri alvöru um að að eins og nú horfir geti verið hætta á að mannk.vnið tortími sjálfu sér og jörðin vcrði aftur auð og tóm eins og í árdaga llætta á stórstyrjöldiim moð gereyðingar- vopnum, óviðráðanleg fólksfjölgun. vaxandi ofbeldishneigð manna. og ekki sízt geigvænleg spilling a öllu eðlilegu og lífsnauðsynlegu umhverfi maiinsins. allt er bað hvað öðru tengt. allt tii samans skuggahliðin á öld tækni og vís- inda, sem þó er sigurhrós nútíma- mannsins og skilyrði nútjma menn ingar og velsældar. Því verður okki neitað, að á síð- ustu 25 árum hefur þessi skugga- hlið, og þó einkum tilteknir fiet.ir hennar, skerpzt til mikilla muna. Og úr því að svo er, og jafnvel svo horfir, að hinir vitrustu og ábyrgustu menn telja sig sjá hin- ar geigvænlegustu hættur á næstu grösum, er þá nokkur furða, þótt einhver kynni að spyrja á aldar- fjórðungs afmæli Sameinuðu þjóð- anna, hvort þeim hafi með öllu mistekizt sitt ætlunarverk. Það er engin furða, þótt einhverjum þyki seint vinnast og hætti til óþreyju. Og satt er það og viðurkennt, að beinu valdi þessara alheimssam- taka eru svo þröng takmö‘rk sett, að þau megna ekki alltaf að koma fram vilja sínum þegar árekstrar verða eins og oft hefur sannazt. En þcss ber að minnast. að Sam- einuðu þjóðirnar stefna að hærra marki og stórbrotnara en dæmi eru lil í allri sögu mannkynsins. Það var aldrei líklegt, að það mark næðist nema á löngum tíma og með miklum þolgæðum í að stand a%t vonbrigði án þess að leggja ár- ar í bát. Þótt Sameinuðu þjóðun- um hafi mistekizt í einstökum dæmum að leysa aðstéðjandi vanda, er hverjum manni skylt að virða og viðurkenna allt það góða, sem samliikin hafa komið til leiðar. Þeim hefur hvað eftir annað lekizt að beita áhrifum sín- um til lausnar deilumáium b’óða : milli og kæfa ofriðarncista, sem enginn veit. að hvílíku Dali hefðu getað orðið. Þetta er iafnsatt þrátt fyrir bað, að ekki dylst að einmitt á þessu sviði hafa vonir margra góðra manna sárlega brugðizt En því fcr fjarri, að öll sagan sé sögð með beinum afskiptum af friðarmáium í þrengstu merk- Framnttiu a ou i. island er í með Sviss á NTB-Estoril, augardag. íslenzka sveitin, sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í bridge, sem haldið er í Estoril í Portúgal, er nú komin í 1. til 2. sæti. með 123 stig, en Sviss er með jafnmörg stig. í áttundu umferð sigraði ísland Spán með 20 mínus 1. í 3. sæti er Frakkland með 120, í 4. Bret land með 116, 5. Ítalía með 107; 6. Danmörk með 101; 7. Svíþjóð með 94. Noregur er hins vegar i 14. sæti með 63 stig, og Finnland í 21. sæti með 44 stig. fyrsta sæti bridgemótinu í fyrstu umferð mótsins sigr uðu íslendingar Ungverjaland með 104—54. sem gaf þeim 20 stig, í annarri umferð spil- uðu þeir við Portúgala og fengu 144—46. einnig 20 st í þriðju amterð sigruðu þeir Danmörku með 18—2. í fjórðu umferð töpuðu þeir ♦yrir Sviss með mínus 5 gegn 20 í fimmtu umferð unnu ís- lendingarnir Bretland með i7—3, í sjöttu umferð unnu íslendingai Grikki með 18—2, og i sjöundu umferð unnu þeir Tyrki með 15—5, . L-T"7T „ FRYSTIKISTUR ° FRYSTISKÁPAR RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTl 23, SfMI 18áW * * * * * * * * * * * * * * * Laxárdeilan: Gengur hvorki né rekur SB—Reykjavík, laugardag. Samningaviðræður milili deilu- aðila í Laxárdeilunni, virðast nú í þann veginn að sigla í strand. f viðtali við blaðið í gær, sagði Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti á Akureyri, sem er annar sáttasemj- aranna, að margt bæri á milli, en það sem helzt væri rætt um, væri, hvort nýja virkjunin ætti að vera rennslisvirkjun, eða virkjun með 20 metra stíflu. Nokkuð er nú síðan síðasti sátta fundur var haldinn, en sá næsti verður haldinn á Húsavík á mánu- daginn. Hellar og gjar kannaðar á Blá fjallasvæðinu KJ—Reykjavík, laugardag. Leitin að rjúpnaskyttunni Vikt- or Hansen hefur nú staðið yfir í viku, og núna um helgina, verða hundruð manna við Ieit á öllu svæðinu, sem búið er Þó að leita 3—4 sinnum áður. í gær k'omu fólagar úr Flug- björgunarsveitinni á Akureyfi suð ur til leitar, og von er á fleiri í dag. Þá fóru í dag menn á svæð- ið, sem þekkja mjög vel til allra staðhátta, en á svæðinu eru víða hellar og gjár, sem erfitt er fyrir aðra en kunnuga að átta sig á. Miklir hellar eru t. d. í kring um GeitafelT, sem er vestan við Þrengslaveginn, og átti að kanna þá vel í dag. í morgun hafði snjóað töluvert í Bláfjöllum, og var skyggni ekki gott, eða niður í 70 metra. 32 LÖGFRÆÐI- SKRIFSTOFUR KJ-Reykjavík, laugardag. Enn fjölgar þeim dómarafull- trúum. sem opnað hafa lögfræði- skrifstofur, og hafa dótnarafull- trúar á nokkrum stöðum utan Reykjavíkur nú auglýst um opn- un á lögfræðiskrifstofum. Dómarafulltrúarnir sem hér um ræðir, eru á Akureyri, í Hafnar- firði. á Selfossi og í Kópavogi, alls 12. Áður höfðu a.m.k. 22 dócnarafulltrúar í Reykjavík aug- lýst um opnun á lögfræðiskrifstof um og nú bætast sem sé 12 við, svo 34 nýjar lögfræðiskrifstofur hafa verið opnaðar víða um land að undanförnu. }

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.