Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 24. október 1970 Hugo og Jósefína Leikstjóri: Kjeil Grede; hand- rit eftir hann og Maria Gripe, byggt á samnefndri bók henar. Kvikmyndífti. Zisse Björne; — tónlist: Torbjöm Lundqvist. Sænsk frá 1969. Sýningartími 82 mín. SýningarstaSur: Stjörnubíó. — íslenzkur texti. Myndin er í Iitum. „Barnamynd fyrir fullorðna" segir Peter Cowie um þessa tnyad. Það má til sanns vegar færa, því myndir um börn eru ekki eingöngu fyrir þau. Frægt dæmi er „Jaux Inter- dits“ Forboðnir leikir eftir René Clement, sem sjónvarpið sýndi 1968. Þetta er bráðskemmtileg, falleg og afar vönduð mynd, það er brot af bernsku okkar í henni. Jósefina (Marie Öhtnan) býr út í sveit, pabbi er prestur og hefur aldrei tíma til að sinna henni, mamma er líka önnum kafin. Allt í einu birtist Guðmars- son (Beppe Wolgers) í gauð- slitnum karbættum vinnubux- utn. Hann verður garðyrkju- maður á prestsetrinu, og kem- ur Josefinu í kynni við Hugo (Fredrik Beeklén), einarðan og hugrakkan snáða, „sem býr ein hvers staðar út í skógi“. Myndin segir frá leikjum barnanna og uppátækjum þeirra. Hún lýsir falslausri vin- áttu þeirra, lífsbaráttu Hugos, fyrstu kynnum þeirra af skóla, á heillandi hátt. Þetta eru engin munstur- börn, þau eru frjálsleg og óþvinguð, full af ímyndunuim 'oernskunnar, og barmafull af gleði yfir þessum dásamlega heimi sem þau kynnast. Þó að það sé mikið af fegurð og sutnri og sól í þessari mynd er e'kki gengið á snið við raun- veruleikann. Allir vita hve börn geta verið miskunnarlaus Og miklir sannleiksvinir, Hugo og Jósefina fá sinn skerf, ann ars væri bernskumyndin ekki heil. Gudmarsson verður í með- förum Wolgers umvafinn mik- illi hlýju og ljóma, hann er í senn verndari barnanna og leikfélagi þeirra. Þörf fyrir vináttu .skilning og samúð er rík í hverjum ein statying „hver er ekki ein- mana“, segir gamla konan þeg- ar Jósefína kvartar, en sér- staklega er bernskan viðkvæm fyrir sáruen. Leikir barnanna eru oft stór hættulegir, t.d. þegar þau eru í skúffu moksturstækis, en flest okkar eigum við minn- ingar um stórhættulega leiki. Prýði myndarinnar fyrir utan Á myndinni sjást Marie Öhman í hlutverki Jósefínu og Frede- rik Becklén í hlutverki Hugos. stórfallega myndatöku Björne og næstum gallalausa klippingu Lars Hagström, er uppgerðar laus og eðlilegur leikur barn- anna, þau eru satnvalin. Þetta er fyrsta stórmynd Kjell Grede, sem kvæntur er Bibi Anderson, hinni frægu Bergmannsleikkonu, en mót- tökurnar sýna að hann hefur farið rétt af stað. Það eru örfáir byrjendagall- ar, of langar tökur, atriði sem betra væri að lýsa svolítið meira og smákeimur af staðn- aðri sviðsetningu í skólagarð- inutn. En þessir smágallar undir- strika aðeins gildi myndarinn ar, sem er heiðarleg og sönn lýsing á vináttu tveggja barna. Erlendir gagnrýnendur skrifa mjög lofsamléga um myndina og einn þeirra skrifar: „For- eldrar, takið eftir! Hugo og Jósefína er kvikmynd, setn börnin ykkar verða að sjá“. Ég vil bæta við: Farið líka og þið verðið ekki fyrir vonbrigð- um. P.L. Félagsmálaskólinn settur á mánudaginn Félagsmálaskól Framsólknar- flokksins verður settur mánudag ínn 26. október kl. 20,30 í Glaum bæ, uppi. Formaður skólastjórnar. Jónatan Þónmundsson, flytur setningarávarp. Einar Ágústsson varaformaður Framsóknarflokks ins flytur stutta ræðu. Skólinn verður í tveimur deildum i vet- ur — undirbúningsdeild og fram- ‘haldsdeild. Væntanlegir þátttak endur eru beðnir að tilkynna þátt töku sína á skrifstofu Framsóknar flokksins, sími 24480, eða til stiórnarmanna Félagsmálaskól ans, en þeir eru Jónatan Þór- Jónatan Einar mundsson, sími 17842 og 18460 Sveinn Herjólfsson, sími 14602 og Gunnar Gunnarsson sími 35120. BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.