Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 7
•M ' •CNNTJDAGUR 25. október 197» Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraimfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gísiason. Ritstjórnar- sfcrifstofur í Edduhúsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar sfcrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kx. 10,00 eint. Prentsm. Edda hl. Máttlítill er Magnús Þegar núverandi ríkisstjórn hóf valdaferil sinn, var spamaður, hagræðing og ráðdeild í rekstri ríkis og ríkisstofnana meðal helztu loforðanna um það, sem hrinda átti í framkvæmd. Þessi loforð voru endurtekin í hvert sinn sem nýju fjárlagafrumvarpi var fylgt úr hlaði, og skiptir þau oft mörgum tugum. Allt þetta tímabil hefur þó vaxandi eyðsla, útþensla ríkisbáknsins, ásamt margföldun kostnaðar vegna ferða- laga og nefndarstarfa verið meðal aðaleinkenna hvers nýs fjárlagafrumvarps samfara sífelldri hlutfallslegri minnkun fjárframlaga til verklegra framkvæmda. Sem dæmi má nefna, að á síðasta ári var varið minni fjár- hæð til fjárfestingar í öllum héraðsskólum landsins en eytt var til ferðalaga á vegum ríkisins. Nefndunum átti að fækka, en þeim hefur fjölgað svo gífurlega, að ráðu- neytin hreinlega gáfust upp í fyrra við að telja þær. Það væri þó ósanngirni ef það væri ekki viðurkennt hér, að núverandi fjármálaráðherra hefur sýnt nokkra viðleitni til könnunar og meira eftirlits með bruðlinu. í þvi sambandi hefur hann upplýst um mikið sukk á ýmsum sviðum, sem hann segir að hafi viðgengizt átölu- laust af fyrirrennara hans í starfi fjármálaráðherra, sem nú er raunar afturgenginn sem einn af helztu forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Þannig upplýsti Má§nCfs0W! Jónsson t.d. í fjárlagaræðu sinni um daginn, ,að P„sum,vi sendiráðin virðast í rekstri sínum alls ekki hafa tekið tillit til fjárlagaheimilda.“ í því efni segist fjármálaráð- herrann hyggjast hafa meiri gát í framtíðinni. En gagnvart stærri verkefnum og skynsamlegri hag- ræðingu 1 ríkisrekstrinum, sem spara myndi útgjöld, sem um munaði, virðist fjármálaráðherrann máttlítill og vanmegnugur. Hann sér að vísu sum verkefnin, sem við flestum blasa, og Framsóknarmenn og fleiri hafa bent á árum saman. Hann viðurkennir fúslega og af hreinskilni, hve pottur sé illa brotinn, en leggur síðan fram fjárlög um það, að allt skuli samt við það sama sitja áfram, — a.m.k. enn um hríð. Þannig gagnrýndi ráðherrann í fjárlagaræðu sinni að auk Landsmiðjunnar væru rekin á vegum ríkisins 11 verkstæði í véla -og málmsmíði í Reykjavík einni, auk fjölda verkstæða ann- ars staðar í landinu. Um þetta sagði ráðherrann: „Vinna flest þessi verkstæði mjög skyld störf. Fleiri en.ein ríkisstofnun eiga þannig sambærilegar eða sams konar vélar, sem standa stundum ónotaðar um lengri tíma, á sama tíma og önnur stofnun þarf á sams konar vél að halda. Ósamræmi í vélakaupum og tegundum véla veldur erfiðleikum í rekstri og margfaldri fjárfestingu í vara- hlutum og rekstrarvöru. Mörg smíðaverkstæði hafa óþarfa stjórnunarkostnað, mannafli verkstæðanna nýtist misjafniega vegna smæðar þeirra og takmarkaðra verk- efna og rík tilbneiging er til að taka inn á verkstæði þessi starfsmenn á ýmsum tímum, sem þar hafa raunar ekkert að gera, enda ætlað að sinna öðrum verkefn- um . . . . “ f framhaldi af þessu minnir fjármálaráðherr- ann á, að hann hafi nú raunar einnig gert þetta sama hneyksli að umtalsefni í síðustu fjárlagaræðu sinni! Síðan leggur fjármálaráðherrann fram nýtt frumvarp, þar sem kveðið er á um að þetta skuli nú allt halda áfram óbreytt á næsta ári. Fjármálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa nú feng- ið rúman áratug til að kippa málum á borð við þetta í sómasamlegt lag. Spurningin er, hvort þjóðin vill bíða annan áratug eftir framtakinu — eða hvort hún telur nú fullreynt og nauðsynlegt að skipta um menn og að við taki þeir, sem ekki aðeins sjá meinsemdirnar, heldur hafa jafnframt getu til að uppræta þær. — TK TÍMINN Ritstjórnargrein úr New York Times: Trudeau segir, að öfgamönnum verði að svara í sömu mynt Hreinskilin svör hans vekja oft athygli og deilur. ’ : NOKKRUM dögum eftir inn- rásina, sem Sovétmenn stóðu fyrir í Tékfcóslóvakíu árið 1968, var Pierre Elliott Trudeau, hinn nýji forsœtisráðherra Kanada, beðinn að rökstyðja þá ákvörð- un sina að hverfa með Kanada- her í áföngum úr Atlantshafs- bandalaginu. „Ég hefi minni áhyggjur af því, sem gerast kann í Berlín en í Chicago eða New York“, sagði forsætisráðherrann. „Yrði mikið um óeirðir í Bandaríkj- unum eða borgarastyrjöld hæf- Lst þar á næstu sex árum eða svo, er enginn vafi á því, að uppreisnarmennirnir leituðu í stórum hópum yfir landamær- in og tækju höndum saman við nauðstadda menn bæði í Mexí- kó og Kanada“. Þetta tilsvar kanadiska for- sætisráðherrans um, hvaðan hann teldi Kanada stafa mestan háska, komst í forsíðufréttir um land allt. Það var oft tek- ið sem dæmi um hreinskOni Trudeaus og viðleitni til að vekja opinberar umræður. Kan- adamenn töldu land sitt öruggt skjól fyrir þá, sem orðið hefðu fyrir . aðkasti og * annars staðar í heiminum, i/á meðal hundruð ungra Banda- ríkjamanna, sem vildu skjóta sér undan skráningu í herinn og herþjónustu í Vietnam. Pierre Eliott Trudeao SÍðASTLIðlNN mánudag ók ráðherrann í skotheldri bif- reið og undir vernd hermanna til ráðherrafundar, sem boðað hafði verið til vegna yfirvof- andi háska. Hann hafði lýst yf- ir hernaðarástandi og þar með tekið sér vald til að snúast gegn „uppreisn" í Quebec með þeim hætti, sem nauðsyn kunni að krefja. Hann hafði þær fréttir að flytja, að ofbeldis- menn væru búnir að myrða Pi- erre Laporte, háttsettan embæt ismann frá Qutebec, en þeir höfðu tekið hann höndum til þess að leggja áherzlu á kröf- ur sínar um sjálfstæði til handa Quebec. Það fylgdi sögunni, að James R. Cross, viðskiptafull- trúi Breta, — sem einnig hafði verið rænt í sama skyni, — vaeri enn á lífi. Svo vildi til, að Trudeau átti einmitt fimmtíu og eins árs af- mæli þann dag. Hann komst að raun um, að hann sætti gagn rýni bæði frá hægri og vinstri fyrir að taka sér vald, sem veitti honum rétt til einræðis, þó að í lýðræðislegu augna- miði væri. Forsætisráðherrann segir hins vegar, að engum sé kunnara en honum hvers eðlis sú ógn sé, sem stafi af öfgamönnum í Frelsisfylkingu Quebec, enda sé hann Quebecbúi. Hann full- yrðir ennfremur, að ofbeldi verði að svara í sömu mynt. TRUDEAU fæddist í Montre- al 18. október 1919. Foreldrar hans voru vel megandi. Charl- ís-Emile Trudeau faðir hans var frönskumælandi og stundaði ábatasöm viðskipti, en móðir hans, sem áður hét Grace Elli- ott, var af skozk-frönsku efna- fólki og vel menntuð. Hann stundaði nám í frönsku í Jesú- ítaskólanum Jean de Brebceuf í Montreal, en fór síðan til náms við háskólann í Montreal, Harward-háskóla, London Sch- ool of Eeoncmics og háskólann í París. Trudeau var eirðalaus, bæði á stúdentsárunum og eftir að hann tók til starfa sem lögfræð ingur, og gerðist brátt óþolin- móðuæ umbótamaður. Hann stofnaði mánaðarritið Cité Libré (Samfélag hinna frjálsu) ásamt nofckrum skoðanabræðrum sín- tun og þar var ráðizt á aftur- haldsstjórn Maurice Duplessis forsætisráðherra í Quebec. Trudeau krafðist þess einnig í riti sínu, að skólarnir í Quebec væru losaðir undan valdi íhalds samra presta kaþólsku kirkj- unnar. TRUDEAU . gegndi mikil- vægu hlutverki í „hinni kyrr- látu byltingu" í Quebec, eða framförunum, sem urðu á fyrstu árunum eftir 1960. Árið 1965 snérist hann á sveif með þeim, sem vildu varðveita ein- ingu ríkisins, en sagði skilið við þjóðernissinna í Quebec, sem urðu æ háværari í kröfum sínum um sjálfstæðis fylkinu til handa. Jafnframt gekk Trude- au í Frjálslyndaflokkinn, sem Lester B. Pearson forsætisráð- herra veitti forustu. Tveir nánustu samstarfsmenn Trudeaus eru báðir frá Que- bec og komu með honum frá Ottawa sem nýkjörnir þing- menn fyrir fimm árum. Þeir eru Jean Marchand, ráðherra byggðaþróunar, en hann var áð ur öflugasti verkalýðsleiðtoginn í Quebec, og Geard Pelíetier. sem gegnir störfum utanríkis- ráðherra. Pelletier á einnig að sjá um að tryggja rétt franskr- ar menningar og franskrar tungu hvarvetna í Kanada, en það mál er försætisráðherran- um sérlega hjartfólgið. PEARSON forsætisráðherra ákvað að draga sig í hlé árið 1967. Marchand var þá innflytj- endamálaráðherra og almennt talinn líklegastur allra Quebec- búa til að taka þátt í keppn- inni um formennsku Frjáls- lynda-flokksins. Marchand færð- ist undan, taldi sig heil’suveilan og um of fákunnandi í enslkri tungu. Hann mælti hins vegar eindregið með Trudeau, sem tal aði báöar tungur jafn vel, og gegndi þá störfum dómsmála- ráðherra. Trudeau hafði fyrir skömmu orðið þjóðkunnur vegna setn- ingar einnar, sem honum hraut af vörum í þinginu. Hanci var að berjast fyrir mildun laga- ákvæða um fóstureyðingar og kynvillu og sagði þá: „Ríkis- stjómin á ekkert erindi inn í svefnherbergi þegnanna“. Trud eau var frjálslegur f framkomu, fyndinn og ræddi stjórnmál á annan hátt en aðrir. Þessir eig- inleikar urðu honum drjúgir í baráttunni um formannstignina í flokknum og fosætisráðherra tignina, enda voru keppinaut- hans áberandi enskir Kanada- menn. Trudeau er piparsveinn, en sækist eftiæ félagsskap fagurra kvenna. Hann hefir hitt Barbra Streisand í New York og bobð- ið henni tvívegis til Ottawa. Honum tekst betur en flest- um öðrum í opinberu lífi, að fá viðurkenndan rétt sinn tíl skemmtana og tómstundaiðju, en hann stundar köfun, skfða- ferðir, sund og æfir karate.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.