Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.10.1970, Blaðsíða 3
SUNNUfciíGUR 25. október 1970 TIMINN 3 UMSJÓN: EINAR BJÖRGVIN Kristín Nefer, vinkona Jimi Hendrix segir: Hafði það ailtaf á tílfiimíng- unni að Hendrix yrði ekki langlífur — Ég verð ekki nema 28 ára, sagði Jimi Hendrix við hina 24 ára ljósmyndafyrirsætu Kristen Nefer. — Ætlar þú að gráta þegar ég dey? spurði Hendrix. — Já, sagði Kristen, ég mun gráta, en ekki leugi. Nú er Jimi Hendrix látinn og í dag segir Kristín: — Ég á drauminn, ég á minningarnar og þeim glata ég aldrei. Kristín Nefer er dönsk. Hún og Jimi Hendrix voru mikið saman síðustu vikurnar fyrir dauða hans. Þau voru saman á Isle of Wight og þegar Jimi Hendrix fór í síðustu hljóm- leikaferð sína til Danmerkur skömmu fyrir hi.nn hörmulega atburð. Þar heimsótti hann m. a. fjölskyldu Kristínar. — Og þau voru saman í London, þar sem Kristín hefur nú búið í tvö ár. Þegar vinkona Kristínar köm heim til hennar með fregnina um dauða Jimi Hendrix, fé'kk það mjög á Kristínu og sam- dægurs fór hún frá Lon- don til þess að sleppa við spurningar hinna forvitnu og komast hjá alls kyns mis- skilningi .— Það er nefnilega ekki víst, hvað ég hefði getað sagt þessa dimrnu daga, segir Kristín nú, þegar hún er búin að jafna sig. í stað þess, að ganga um í sorgarfötum og með sorgarband á enni þá setti hún nauðsynlegasta klæðnað nið ur í ferðatösku og fór með lest út í sveit. — Jimi hafði dálæti á liturn. Hann sagði einu sinni: Maður á ekki að leggjast í sorg og myrkur ef vinur manns deyr. Hann fer bara á annan stað og betri, útskýrir Kristín. — Þegar við Jimi vorum sam an ræddum við mikið um dauð- ann, og nú er það, sem hann sagði, orðið annað en það var áður en Jimi dó. Frá fyrstu kynnum okkar, töluðum við saman um allt mögulegt. Við ræddum um líf og dauða, trú og lífsverurnar. Innst í hugar- heimi mínum var ég fullviss um að hann mundi deyja ung- ur. Hann spurði mig dag einn, hvort ég gæti hugsað mér að fremja sjálfsmorð. — Nei ég er of mikii bleyða til þess að geta framið sjálfs- morð, var svar mitt. — En það gæti ég, sagði Jimi, en rétti tímnin til þess, er ekki enn þá runninn upp. Og Kristin heldur áfram: — Jimi gat ekki hugsað sér að lifa mörg ár til viðbótar. Þrýsting- urinn að utan og þrýstingurinn að innan var of mikill. Hann hugsaði of mikið um dauðann, en samt sem áður virtist mér hann allíif vera hræddur við dauðann. Fólk talar oft svo mik ið um það, sem það óttast. Jimi hafði háleitar hugsjónir. Hann vildi að allir lifðu í friði. Þeg- ar við vorum heima í'Dán- mörku hjá fjölskyldu minni sagði hann: — Þetta er fjöl- skylda og þið innan hennar eruð góð hvort við annað. Hvers vegna geta ekki allir verið það? — Eftir dauða hans finnst mér allt samneyti mitt við Hend rix vera draumur, og það er einkennilegt að hugsa til þess, að al'lt það sem við upplifðum saman hafi verið raunveruleiki. Það var draumheimur sem við lifum í, og við vorum saman hátt uppi og við vorum saman djúpt niðri, og ég upplifði hluti, sem ég hefði aldrei áður trúað að ég ætti eftir að upp- lifa. — Þegar Jimi Hendrix stóð á sviðinu fannst mér, að ég ætti að vera þar lí'ka. Mér fannst, eins og hann gæti ekki staðið þar aleinn. Og mér fannst, að hann þyrfti að kom- ast af sviðinu, þyrfti að komast þaðan sem fyrst. . . og við töl- uðum sarnan um hús og börn og allt mögulegt, sem við ætl- uðum.að gera saman. Kristína Nefer hefur nú, feng ið fyrsta hlutverk sitt í kvik- mynd og á að hefja töku henn- ar, nú síðast í mánuðinum. Þótt lítill tími sé til stefnu er Krist- ín í vafa um hvort hún vilji taka hlutverkið að sér. Sem stendur er Kristín heima í Kaup mannahöfn til þess að hvíla sig eftir allt það sem á undan er gengið. — Ég get varla ham- ið skap rnitt, yfir öllu því sem sagt er og skrifað um Jimi eft- ir dauða hans. Þáð er allt sam- an um ytri persónuleika þess Jimi, sem gat átt það til að hringja heim til móður minnar tala við hana í hálftíma og spyrja svo allt í einu: — Trú- ir þú á guð? Ertu hrædd við dauðann? Að lokum segir Kristín: — Það er eitthvað sem ég á innra með mér, eitthvað sem er fall- egt og sterkt. . . Mick Jagger sem Ned Keliy „Kelly-bræðurnir“ er sögð heldur slæm Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina „Kelly- bræðurna“ víða í löndum Vest- ur-Evrópu. Um þessa mynd var nokkuð rætt í blöðum hérlend- is, þegar taka hennar fór fram í fyrrasumar í Ástralíu. Var rit að um hana hér vegna þess að Mick Jagger leikur aðalhlut- verkið í myndinni. Fer Jagger með hlutverk þjóðsagnapersón- unnar Ned Kelly, sem sagður var írskættaður Ástralíubúi og átti að vera uppi í síðari hluta nítjándu aldar. Æviferill Ned Kellys þótti vafasamur og sann arlega mun hann hafa verið ævintýraríkur þótt stuttur væri. Ned Kelly hefur stunduni verið nefndur „Hrói höttur Ástralíu“ Tony Richardsson heitir sá maður er kvikmyndina gerði. Hefur hann verið gagnrýndur mikið fyrir þessa mynd. Þykir mörgum er séð hafa myndina, Richardson breyta persónunni Ned Kely allverulega og notar hann sem táknrænan mann fyr- ir uppreisn æskunnar nú á dög- um. Kvikmyndagagnrýnandi Ekstrablaðsins í Kaupmanna- höfn, segir Riehardson hafa gert Ned Kelly óeðlilegan í þess ari mynd. Myndin hafi verið gerð með þjóðfélagsádeilur fyrst og fremst í huga, en ekki til að skýra sem sannast frá æviferli Ned Kellys. Þetta geri myndina óraunverulega og með þeim leiðinlegustu, sem hann hafi séð. Þá segir gagnrýnand- inn ennfremur, að Mick Jagg- er hafi uppgötvað, begar hann lék í myndinni, að Ned Kelly hafi verið eigingjarn maður og snortinn kvalalosta — en ekki sá hugsuður og Richardson Framhald á bls. 11. Kristín Nefer og Jimi Hendrix nokkrum vikum fyrir dauða Jimi Savage Rcse breyta um stil Um þessar mundir er að koma út í Danmörku, ný LP plata með Savage Rose. Nefnist platan „Your Dajly Gift“. — Að því er aðalpersónuleiki hljóm- sveitarinnar, söngkonan Anni- ette segir í viðtali við Ekstra- blaðið fyrir viku, kemur ljóst fram á plötunni þær breyt ingar sem hljómsveitin gerir nú á tónlistaflutningi sínum. — Nú byrjum við fyrir alvöru að gera' 2itthvað, segir Annisette í viðtal inu við blaðið og bætir við: — Það er dásamlegt að vita um þessar breytingar. Fyrir rúmri viku kom Savagp Rose fram á hljóm- leikum í Kaupmánnahöfn. Er nú orðið alllangt um liðið síð- an hljómsveitin hefur komið þar fram. í sumar hefur hljóm sveitin nefnilega verið á hljóm- leikaferð um Bandaríkin, bar sem henni var mjög vel tekið. Síðan hélt hún til Rómaborgar og þar var fyrrgreind plata til. — Savage Rose er tvimælalaust vinsælasta hljómsveitin sem við Norðurlandabúar eigum í svip- inn. Hér á landi hafa oft heyrzt lög með hljómsveitinni, og plö* ur með henni fást hér. Hin úfna söngkona hljómsveitarinnar Annisette, er vafalaust aðal or- sök fyrir þessum vinsældum hljómsveitarinnai Að lokum sakar ekki að geta þess, að Annisette. á systur Rudi að nafni, og var hún fræg barnastjarna. Rudi er gift danska knattspyrnumannin- um Harald Nialsen, sem itaiir keyptu fyrir allmörgum árum. Nú er Harald sagður orðinn svo lélegur knattspyrnumaðux. að ítalir hafa fullan hug á því að senda hann aftur ti! síns heimalands — en betta kemur Savage Rose reyndar ekkert við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.