Tíminn - 28.11.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.11.1970, Blaðsíða 1
* * * * * ★ * * * * * * * . i-ky&>iiKk>íUK frystiskápab 22/uxééaA4^£a/t' Ax RAn-JEKUDEU, KAfKARSTRÆTl M, »■ ««• * * * * * * * * * * * * * * Ekkert átak næsta ár til að Sunda- Aó//i verSi arðhær Framlög til verklegra framkvæmda í borginni munu minnka á næsta ári AK, Rvík, föstudag. — Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, efndi til blaðamannafundar í Höfða í dag, en kvað þó ekkert sérstakt tfl efni til hans, anna'ð en taka upp þráð slíkra funda aftur, en þeir hafa legið niðri um alllangt skeið. Borgarstjóri sagði, að aðalvið- fangsefni borgarráðs og borgar- stjórnarmanna væri þessa dagana að koma saman frumvarpi að fjár hagsáætlun borgarinnar (vrir næsta ár, og væri það þó nokkr- um vandkvæðum bundið, bæði vegna þess að útgjaldaliðir, svo sem laun borgarstarfsmanna, væru ekki alveg Ijósir enn, og einnig væri erfitt að ná endum saman. Gert væri ráð fyrir, að frumvarp- ið yrði lagt fram til fyrri umræðu í borgarstjórn í næstu viku. Borgarstjóri kvað útlit fyrir, að fjárhagsáætlunin hækkaði í heild um'2^—30%. Bprgarráð væri að nokkru bundið af verðstöðvunar- lögum við samningu áætlumarinn- ar, og væri ta.'ið, að eft.ir þeim væri farið, ef miðað væri við sömu álagningarreglur útsvara og í fyrra og að veita 6% lækkun á útsvörum frá stiga. Augljóst væri, að rekstrarkostn aðarliðir hækkuðu veruléga, og framlög til verklegra framkvæmda hlytu að lækka hfutfallslega. í fyrra hefðu verið gerðir kjara- samningar til tveggja ára við borg arstarfsmenn, en þó yrði að gera ráð fyrir, að breytingar yrðu nú einhverjar í samræmi við kjara- Framh. á 14. síðu. Alexander Solsjenitsyn Atvinnuástandið á Siglufirði; 240 skráðir án atvinnu JÞ—Siglufirði, föstudag. 14. nóvember voru 240 manns á atvinnuleysisskrá á Siglufirði. Af þeim fengu bætur þann dag 160 manns. Atvinnuástandið er því mjög slæmt og hefur verið svo um nokkurn tíma. Hvorki Tunnuverksniiðjan né Niðurlagningarverksmiðjan eru starfrækt- ar um þessar mundir. Eru því hátt á annað hundrað manns, sem starfað liafa í þessum verksmiðjum atvinnulausir. Fiskur lagður á land í okt. og nóv. er mun minni en í fyrra, og stafar það af því að gæfta- leysi hefur verið, þó reytings- afli hafi verið hjá línubátunum. Ekki bætir úr skák afl togbát- arnir hafa siglt með aflann og togarinn Haf.'iði hefur verið í þriggja mánaða klössun. Fer hann á veiðar um mánaðamót- in. Þetta mikla atvinnuleysi hef- ur verið mánuðum saman og ekki er séð fram á að úr rætist í bnáð. Niiðurlagningarverk- smiðjan er búin að fá eitthvað af hráefni en ekki verður hægt að fara að vinna úr því fyrr en í marzmánuði. Kemur ekki til Stokkhólms Kreml kúgar Solsjenitsyn NTB-Stokkhólmi, föstudag. Alexander Solsjenitsyn, sem veitt voru NóbelsverSlaunin í bókmenntum 1970, kemur ekki til Stokkhólms til þess að taka á móti verðlaununum 10. desember næstkomandi. — Sænska utanríkisráðuneytið fékk um þetta tilkynningu í dag. Solsjenitsyn hefur orðið fyi’if mjög harðvítugum árásum í Sov- étríkjunum eftir að honum var veitt Nóbelsverðlaunin í bók- menntum. >egar hann frétti um verðlaunaveitinguna tilkynnti hann, að hann myndi koma til Stokkhólms til þess að veita verð- laununum viðtöku. Jafnvel þótt Solsjenitsyn hafi á sínum tíma verið gefið leyfi til að fara til Stokkhólms og íengið vega bréfsárilun til baka aftur, geta sovézku yfirvöldin afturkaliað slíkt, ef þeim kynni að finnast þau hafa eitthvað út á hegðun hans í Stokkhólmi að setja. Ekki hafa komið fram nejnar opinberar umsagnir frá ríkis- stjórn eða kommúnistaflok'knum um veitingu verðlaunanna til Sol- sjenitsyns, en tímarit rithöfunda- félagsins sovézka hefur fordæmt veitinguna og sagt, að hún væri pólitísk og einstaka menn hafa gengið svo langt, að kalla Sol- sjenitsyn andkommúnista. Vinur hans, sellóleikarinn frægi, Rostro- povitsj, hefur varið hann með oddi og egg í opnum bréfum til sovézkra blaða, en þar sagði hann m.a. að afstaða sú, sem tekin hefði verið til Solsjentisyns, eftir að honum voru ákveðin verðlaun- in, sé skammarleg. Bréfin hafa ékki verið birt í Sovétríkjunum og ekkert verið minnzt á þau opinberlega. Menn velta nú vöngum yfir því, hvort Solsjenitsyn muni ekki veita Rostropovitsj umboð til að Framhald á bls. 14 Eiigar mæl- ingar eru gerðar á ER VERIÐ AÐ EYDA ÝSU'■ STOFNINUM í FAXAFLÓA? EJ—Reykjavík, föstudag. Útvegsmaunafélag Akraness hefur sent Fiskifélagi fslands harðort bréf, þar sem segir að veiðar með dragnót og troll í Faxaflóa hafi farið mjög illa með ýsustofninn í flóanum, og sé nú næsta tilgangslaust að gera út á línu vegna ördeyðu. Er fullyrt, SB—Reykjavík, föstudag. Fæðingardeild Landspítalans var rafmagnslaus 1 tvær klukku- stundir í dag síðdegis. Þá var nýja lögreglustöðin við Snorra- braut, sambandslaus við umheim inn og rafmagnslaus um tíma í dag. í báðum þcssum tilfellum voru vinnuvélar að verki. að ástandinu fari að svipa til þess eymdarástands sem var fyrir 1950, þegar Faxaflóa var lokað. í bréfinu, sem dagsett er 23. nóvember, segir að samkvæmt at- hugun sem félagið hafi látið gera „á ýsuafla landróðrabáta á Akra- nesi á haustvertíðum frá 1960 til Það var jarc'ýta, sem sleit sund- ur kapalinn til Fæðingardeildar- innar um kl. 6 í dag og kom raf- magnið aftur um áttaleytið í kvöld. Sem betur fór stóð vel á á Fæðingardeildinni, begar raf- magnið fór og olli myrkrið og straumleysið engum teljandi óþæg indum og enginn nýr borgari boð- 1969 kemur greinilega í ljós ískyggileg þróun á ýsustofninum í Faxaflóa." Er síðan birt skýrsla um þess- ar athuganir, og kemur bar m.a. í Ijós, að árið 1960 var afli í róc/ri 2.5 tonn að meðaltali, árið 1961 2.4 tonn, árið 1962 3.7 tonn. aði komu sína í heiminn á meðan. Um áttaleytið var ekki enn komið á símasamband yi'ö Um- ferðalögregluna, en vinnuvél hafði verið að róta í jörðinni norðan við stöðina um tvö leytið í dag ög slitið bæði rafniagns- og síma- línur. Talstöðvarsamband og raf- magn var hins vegar komið í lag. 1965 2.0 tonn, árið 1966 2.0 tonn, árið 1967 1.8 tonn, árið 1968 0.7 tonn og árið 1969 0.8 tonn. Síðan segir: „Eins og kemur fram í skýrslu þessari snýst dæmið við eftir 1962. Frá því ári minnkar ýsu- aflinn stöðugt, þó að um þver- bak keyr: síðustu 2—3 árin, og virðist vera aó' nálgast þá eymd sem var áður en Faxaflóa var lok að 1950. Við teljum að dragnótin og síðar trollið eigi sök á þessu, og að þessi veiðarfæri eigi að banna hér í Faxaflóa, enda er viðurkennt að Faxaflói sé ein mesta uppeldisstöð ýsunnar. Við viljum spyrja hver stjórn- ai,‘i þessu háttarlagi Er það Haf- rannsóknarstofnunin eða einhver annar aðili? Það væri vissulega gott að fá ákveðin svör við því. AÖ lokum viljum við geta þess, að svo til vonlaust er aö gera út á línu héðan nú í haust vegna hreinnar ördeyðu, og kennum við áöurnefndri þróun um það.“ mengun i Tjörninni AK, Reykjavík, föstudag — Á blaðamannafundi borgarstjóra í dag var meðal annars vikið að holræsamálum borgarinnar, og kom það meðal annars fram af upplýsingum borgarstjóra, að eng- ar mælingar fara fram á menguu Tjarnarinnar, í Reykjavík, en borg- arstjóri taldi, að brýnt myndi vera orðið að dýpka hana eða grafa fram. Borgarstjóri gat þess í þessu sambandi, að hann teldi, að Tíminn hefði ekki skýrt með öl?u rétt frá holræsan.álum eftir umræður um þau á síðusta borgarstjórnarfundi. Það væri of mælt hjá blaðinu, að holræsi frá Umferðarmiðstöðinni opnaðist í skurð, sem lægi að Tjöminni. Holræsi frá Umferða- miðstöðinni lægi í rotþró, en frá henni rynni í skurð til Tjarnar- innar. Væri haft gott eftirlit með þessari rotþró. FrárennsJi sem færi í skurð rétt við skólagarð- ana frá Slökkvistöðinni væri að- eins yfirborðsvatn, því að frá- rennsli þaðan væri tvöfalt. Aðspurður viðurkenndi borgar- stjóri, að mælináar færu ekki fram á mengun Tjarnarinnar, né aðrar athuganir á henni. árið 1963 3.3 tonn, 1964 2.5 tonn, Jarðýta myrkvaði fæðingardeildina — önnur sleit umferðarlögregluna úr sambandi við umheiminn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.