Tíminn - 28.11.1970, Blaðsíða 8
8
TIMINN
LAUGARDAGUR 28. nóvember 1970
GFRÉTTIR
Úr ræðu Gísla Guðmundssonar á Alþingi um byggðajafnvægisstofnunina:
Stuðlað verði að verndun og
efiingu landsbyggðarinnar
— Atvinnujöfnunarsjóður er of máttlítill til að sinna þessu verkefni. —
Gísli Guðmundsson hafði í
neðri deild fyrir skömmu
framsögu fyrir frumvarpi
sínu og annarra þingmanna
um byggðajafnvægisstofnun
ríkisins og ráðstafanir til að
stuðla að verndun og eflingu
landsbyggðar og koma í veg
fyrir eyðingu lífvænlegra
byggðarlaga. Hafa framsókn-
armenn flutt frumvarp þetta
oft á Alþingi.
Gísli Guðenundsson gerði fyrst
í ræðu sinni grein fyrir tveim
nýmælum í frumvarpinu. Annað
nýmælió' er þess efnis, að byggða-
jafnvægissjóði sé heimilt að
greiða sem óafturkræft framlag
vexti af bráðabirgðalánum, som
tekin eru til að flýta fyrir opin-
berum framkvæmdum, sem búið
er að gera ráð.fyrir og veita fé
til síðar, t.d. í vegáætlun, og einn
ig að sjóðnnm sjáífiyp sé heim-
ili' að veita slík bráðabirgðalán,
eí nauðsyn ber til.
Hitt nýtnælið er þess efnis, að
byggðajafnvægisstofnuninni sé
ætiað að gera áætlun um dreif-
inga ríkisstofnana, og eiga þannig
frumkvæði í því máli, sem einnig
hefur verið mikið rætt á Aiþingi.
SJÁLFSTÆÐ OG FJÁRHAGS-
LEGA ÖFLUG RÍKISSTOFNUN
Um meginefni og tilgang frum-
varpsins sagði Gísli:
„Kocnið verði á fót sjálfstæðri
og fjárhagslega öflugri ríkisstofn
un, sem einbeiti sér að því við
fangsefni einu að stuðla að jafn-
vægi miUi landshlutanna og halda
landinu í byggð. En til þess að
byggð haldist, hvort sem hún er
í þéttbýli eða strjálbýli, í sveit
eða við sjó, þá þarf hún að eiga
sér vaxtarmöguleika og framtíðar
vonir eins og landið eða þjóðin
í heild. Slika vaxtarmöguleika og
framtíðarvonir er byggðajafnvæg-
isstofnuninni ætlað að glæða. Hún
á ekki eingöngu að hjálpa þéim,
secn geta hjálpað sér sjálfir með
framtaki eða fjármunum, held-
ur einnig að hafa sjálf forgöngu
með áætlanagerð og á annan hátt,
þar sem þess kann að vera þörf.
Gert er ráð fyrir því i frumvarp-
inu, að fjármagni hennar verði
varið til lánveitinga, en einnig til
styrktar og þátttöku í skapandi
starfi, skapandi uppbyggingar-
starfi, og að opinber skýrsla verði
birt um fjármagnsráðstöfun henn
ar ár hvert. Gert er ráð fyrir, að
byggðajafnvægisstofnunin hafi
náið saimráð og samstarf við sveit
ar- og sýslufélögin 0<j sambönd
1 þeirra og þegar frá líður, mætti
hugsa sér, að landshlutasamtök
skipuðu stjórn hennar að meira eða
minna leyti, enda hver sínum hnút
um kunnugastur.“ iDlöÍTJfe plm
rnn-.f-úóiv Sb öiv tée ösTgiov
EITT STÆRSTA SJÁLFSTÆÐ
ISMÁL ÞJÓÐÁRÍNNÁR
Síðar í ræðu sinni sagði Gísli:
„Forustumennirnir, sem beittu
sér fyrir sjálfstæði íslands á öld-
inni secn leið, hefðu sennilega
haft tilhneigingu til að hugsa sem
svo, að því fjölmennari sem þjóð-
in yrðí, því auðveldara yrði henni
að byggja þetta land og koma
í veg fyrir, að það eyddist að
meira eða minna leyti. Það hefði
heldur ekki verið fjarri lagi að
hugsa sér á sínum tíma, að tækn-
in, sem þjóðin hefur tekið í þjón-
ustu sína og er að taka í þjón-
ustu sína í vaxandi mæli, mundi
hjálpa henni til þess að byggja
landið og í baráttunni við þá örð-
Gísli Guðmundsson
ugleika frá náttúrunnar hálfu, sem
óneitanlgga , ^eru Jiér.. til s^ðpr
Það mun koma í ljós, að það
líta ekki allir svo á hér á jörð,
þó að það sé nú stundum orðað
jafnvel hér á landi, að þetta land
sé á mörkum hins byggilega
heims. En þetta land er ákaflega
vel byggilegt og sennilega á það
eftir að koma í ljós á komandi
tímum, að það er eitt af byggileg-
ustu löndum þessa heims. A.m.k.
erum við íslendingar enn sem kom
ið er lausir við ýmislegt af því,
sem nú veldur mönnum mestum
áhyggjum í þéttbýlum löndum
með mildara loftslagi".
ATVINNUJÖFNUNARSJÓÐUR-
INN ER MÁTTLÍTILL
Þá minnti Gísli á þá þróun, að
fól'k flytur utan af landsbyggð-
inni til Reykjavíkursvæðisins.
„Þessi þróun hefur verið nokk
uð ör síðan í byrjun síðari heitns-
styrjaldarinnar,“ sagði Gísli, — og
nú fyrir örfáum árum gerðust hér
atburðir ,sem geta orðið vísirinn
að því að hún verði ennþá örari
á komandi tímum, ef ekkert verð
ur að gert. En þar á ég við stór-
virkjunina hér sunnanlands og
iðjuverið mikla, sem stofnað var
til hér í útjaðri Reykjavíkursvæð-
isins. Nú eru horfur á ,að haldið
verði áfram á þessari braut, að
hér sunnanlands verði haldið á-
fraim að virkja stórvötn. Fyrir
þessu Alþingi liggur frumvarp
þess efnis. Það liggja fyrir þessu
Alþingi frumvörp um tvær vatns-
virkjanir, sem eru samtals miklu
stærri en Búrfellsvirkjunin og
sem ekki er markaður fyrir í ná-
inni framtíð hér á þessuim lands-
hluta. Mér sýnist það auðsætt, að
ef þessar virkjanir verða fram-
kvæmdar, hljóti að verða gerðar
ráðstafanir til þess að skapa þenn
an markað og þá sennilega með
auknum iðjuverum eða röð iðju-
vera á þessu sama svæði. Það
gefur auga leið, að ef slíkar ráð-
stafanir eru gerðar, margföldun
raforkuframleiðslunnar, og mikil
aukning stórrá iðjuvera í einum
landshluta, þá stuðlar það náttúr
lega að því að hraða þeirri þróuri,
secn við margir köllum óheilla-
þróun í byggðamálum þjóðarinn-
ar. Þetta mun mönnum hafa orðið
ljóst, þegar Búrfellsvirkjunin var
ákveðin og álverið í Straumsvík,
því að um það leyti var sett á
laggirnar stofnun sú, sem heitir
Atvinnujöfnunarsjóður og í beinu
saimbandi við stofnun álverksmiðj
unnar. Henni voru meira að segja
ætlaðar tekjur nokkrár af álverk
smiðjunni. Ég hef alltaf litið á
stofnun atvinnujöfnunarsjóðsins
sem viðurkenningu ríkisvaldsins
eða ráðandi manna, á því, sem
éa sagði um áhrif slíkra fram-
kvæmda á takcnörkuð svæði í
byggðarþróuninni ,að þau áhrif
kynnu að vera fyrir hendi og
þyrfti að spyma þar við fótum,
En stofnun eins og atvinnujöfn-
unarsjóðurinn er ákaflega mátt-
lítill gagnvart svo gífurlegri fjár-
festingu sem hér um ræðir. Hér
þarf að koma til miklu öflugri
stofnun fjárhagslega. Stofnun sem
eingöngu sinnir verkef-nunum:
jafnvægi milli landshlutanna og
eflingu landsbyggðarinnar, eins og
til dæmis hliðstæð stofnun í Nor-
egi gerir, en hefur það-ekki sem
hjáverk.
Að lokum sagði Gísli Guðmunds
son:
— Það er ákaflega margt sem
kemur upp í hugann, þegar farið
er að ræða uim þetta mál, sem
ef til vill er stærra og afdrifa-
ríkara fyrir þessa þjóð og framtíð
hennar, heldur en nokkurt annað
mál, sem við höfum með hönd-
um á þessum tímum.
svo. En það.nefur ekki vei’ip. svo
undanfarna ’araíugi. Ég ‘'h'éi'á'/ að
það, sé' af þyí á5 þjóðfélagið hef-
ur ekki verið vakandi í þessum
málum og hefur látið reka á reið-
anum.
En mín skoðun er sú og ég
hygg yfirleitt að það sé skoðnn
okkar, sem stöndum að þessu frum-
varpi ,og margra annarra, að það
sé eitt stærsta sjálfstæðismál
þessarar þjóðar — —líklega hið
stærsta — að heiini mistakist ekki
að lialda uppi byggð i landinu,
því að ef svo fer, að það mistekst
og landið verður að meira eða
minna leyti autt af mönnum eins
og þrjú eða fjögur sveitarfélög
eru nú orðin, þá held ég að sjálf
stæði fslands sé í mikilli hættu
og henni bráðri.
JÓNAS ÁRNASON hefur lagt fyrir Alþingi þingsályktunartillögn
þess efnis, að skorað verði á menntamálaráðherra, að hlutast til um
að Sjónvarpsdeild Ríkisútvarpsins skipuleggi viðgerðarþjónustu úti
um Iandsbyggðina.
STJÓRNARFRUMVARP um breytingu á Iögum um Háskóla íslands
hefur verið lagt fyrir Alþingi. Eru breytingarnar í því fólgnar, að við
Háskólann skal stofna sjálfstæða námsbraut í almennum þjóðfélags-
fræðum, er lúti sérstakri námsstjórn, og skal kveðið á um námstilhögun
í reglugerð. — f námsstjórn eiga sæti fastráðnir kennarar við bjóð-
félagsfræðanámsbrautina, einn fulltrúi tilnefndur til tveggja ára ag
forseta viðskiptadeildar úr hópi prófessora deildarinnar, og er hann
formaður, tveir fulltrúar tiinefndir til tveggja ára af háskólaráði úr
hópi prófessora, dósenta og lektora og tveir fulltrúar stúdenta tilnefnd-
ir af aðalfundi félags stúdenta í almennum þjóðfélagsfræðum. — Við
tilnefningu í námsstjórn skal háskólaráð leitast við að tilnefna kenn-
ara í kennsiugreinum sem mikilvægar eru á námsbrautinni og ekki
eiga þegar fulltrúa í stjórninni. — Skipan hlutverka og starfshættii
námsstjórnar skal ákveða nánar í reglugerð.
HANNIBAL VALDIMARSSON hefur lagt fram lagafrumvarp og
breytingu á lögum um almannatryggingar. — Lagt er til, að þeir sem
gert hafa sjómennsku að ævistarfi og stundað sjómennsku í 35 ár eða
Iengur, öðlist fullan rétt til ellilífeyri, er hann hefur náð sextugu. — Þá
er ennfremur lagt til, að fullan ellilífeyri beri að greiða ekkjum, er
þær verða 60 ára.
Árekstur varS um hádegið í gær á Horni Lindargötu og Vatnsstígs, me3 þeim afleiðingum, að annar billinn
lenti á hliðinni og rakst á þann þriðja. Engin meiðsl urðu á mönnum. (Tímamynd Gunnar)
Snæfellingar, Framsóknarvist
I
Framsóknarvist-
in verður í
Breiðabliki
í kvöld, iaug-
ardagskvöld 28.
nóvember, og
hefst kl. 9 e.h..
en ekki á föstu
dagskvöld, eins
og auglýst hefur verið i Tim
anum. — Heildarverðlaun eru
eins og áður hefur verið aug-
lýst. Mallorcaferð t'yrir tvo. —
Ásgeir Bjarnason. alþingismað
ur. flytur ávarp.
Dansað verður til kl. 2.