Tíminn - 29.11.1970, Side 1
•*vrnrB - hkyötiKistuh ’
>/Mil FRYSTISKÁPAB ;
272. tbl. — Sunnudagur 29. nóv. 1970. — 54. árg.
Z>.*xié*-jnS3A*ejLcxA- áwf
WRatwn iom»Mrm*n n, m
Á sjúkrahús af
sælgætisáti
SB—Reykjavík, laugardag.
Nokkrir krakkar á Selfossi
fengu svæsna magapínu í gær,
eftir að hafa hámað í sig
birgðir af sælgæti, sem
skemmzt liöfðu af reyk í vor
og höfðu síðan verið geymdar
í bflskúr. Eitt barn var lagt
inn á sjúkrahúsið og annað
varð talsvert mikið veikt.
í vor kviknatA í ísvél í sæl-
gætisbúðinni í Tryggaskála og
skemmdist þá sælgæti í nær-
ligg.iandi hillum af reyk. Sæl-
gætið var sett í stóran pappa
kassa og komið fyrir í bílskúr
Brynjólfs Gíslasonar, veitinga
manns.
Á fimmtudaginn komust
nokkrir smástrákar inn í bíl-
skúrinn, sem óvíst er, hvort
var rammlega læstur. Strák-
arnir kíktu í kassann og þótti
bera vel í veiði og settust niður
og hófu átið. Síðan kvisaðist
þetta út og von bráðar voru
allmargir krakkar komnir á
stúfana og er ekki að orð-
lengja það, að kassinn tæmdist
á ótrúlega skömmum tíma.
í gær fóru svo afleiðingarn
ar aó* segja til sín, með því að
mágar barnanna mótmæltu sæl
gætinu kröftuglega. Svo rammt
kvað að kveisunni, að einn 7
ára snáði var lagður inn á
sjúkrahúsið og annar veiktist
mikið, Samkvæmt upplýsingum
héraðslæknisins fyrir austan,
mun ekki vera um neins kon-
ar eitrun að ræða, svo þetta
gengur að ölhim líkindum yfir
eins og hver önnur magapína.
SLIPPSTÖÐ-
INA VANTAR
150 JÁRN-
IÐNAÐARMENN
SB—Reykjavik, laugardag.
„Við getum bætt við okkur 150
plötusmiðum og vélvirkjum í
vinnu,“ sagði Gunnar Ragnars,
framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn
ar á Akureyri i dag. A'ð vísu er
þetta ekki, eins og nú standa sak-
ír, heldur þegar hafin verður
smíði skuttogaranna í vor. „Þá
verða settar á, tvær vaktir og unn-
ið allan sólarhringinn, ef við fá-
um þennan mannskap."
„Þó við fengjum þessa menn
núna, hefðu þeir svo sem nóg að
gera,“ sagði Gunnar, „en ekki
nema stuttan tíma. „Við göngum
út frá.þyi, að við smíðum togar-
ana og þá verður byrjað á þeim í
vor og okkur kemur til með að
vanta helmingi fleiri menn í
vinnu þá.“' Eins og er, starfa 140
—150 manns við útivinnu í Slipp-
stöðinni. Aðalverkefnin núna eru
Esja og; Iveir fiskibátar, en auk
þess tilfallandi viðgerðir. Esja
verður væntanlega fullsmíðuð
snemma á næsta ári.
— Hvenær koma eiginlega jólln? spyrja börnin hvað eftir annað, og það
er von, því þau eiga bágt með að skilja, að það sé enn langt til jóla, þegar
alls staðar er orðið fullt af jólasveinum, dóti og fínum Ijósum. Þessi litli
snáði var í innkaupaferð með móður sinni snemma í gærmorgun, þegar
hann stóðst þetta ekki lengur og brá sér ákveðinn að einum glugganum og
vildi fá að sjá dótið. Nokkur stund leið, áður en sá litli var búinn að horfa
nægju sína og þá gat mamma haldið áfram innkaupaferð sinni
(Tímamynd Gunnar)
KJÖT-, OSTA- OG KART-
ÖFLUBIRGÐIR KANNAÐAR
ALLS STAÐAR UM HELGINA
KJ—Reykjavík, laugardag.
Nú um helgina fer fram könn-
un á kjöt- osta- og kartöflubirgð-
um í verzluiium um land allt.
í Reykjavík munu níu verðiagseft-
iílilsmeiin amiast þessa könnun
en úli á landi er hún í umsjá sýslu
manna, bæjarfógeta eða hrepp-
stjóra á viðkomandi stöðum. Verð
gæzlumennirnir níu sem annast
könnunina í Reykjavík munu fara
í hverja einustu verzlun á Reykja
vikursvæðinu og telja birgðir þær
sein fyrir eru af dilkakjöti, ost-
um og kartöflum.
Ilefur starf þetta verið skipu-
lagt og á það aó' hefjast í dag
síðari, hluta laugardags, og vera
lokið á mánudagskvöld. En á
mánudaginn verður engin af-
greiðsla á kjöti eða öðrum fram
angreindum landbúnaðarvörum frá
heildsölum. Er könnun þessi gerð
að kaupmenn fái endurgreidJan
þann mismun sem verður vegna
verðlækkunar landbúnaðarafurða,
er tekur gildi 1. des. n. k.
Auk fyrrgreindra landbúnaÓ*ar
vara verður verðlækkun á mjólk
og sk.yri. Lækkar mjólkurlítrinn
um 1 kr., mjólkurhyrna sem í
dag kostar kr. 15,30 kostar 14,30
á þriðjudaginn. Uppvigtað skyr
kostar í dag 39 krónur kílóið, en
kostar eftir verðlækkunina 27,30.
Ostur 45% lækkar um nær 80
krónur kílóið, en hann kostar í
dag 237 krónur. Verðlækkunin á
30% osti verður hlutfallslega ekki
eins mikil, en hann kostar í dag
Framhald á bls. 11
Ræða nýtingu
auðlindanna á
hafsbotninum
EJ—Reykjavík, laugardag.
Þingmenn og sérfræðingar frá
öllum aðildarríkjum Evrópuráðs-
ins, þar á meðal íslandi, koma sam
an til ráðstefnu dagana 3.—5. des-
ember í Strassbourg og ræða um
nýtingu auðlinda hafsbotnsins.
Á ráðstefnunni verður fjaEað ít-
arlega um leit að auðlindum á hafs
botninum, og ýmis vandamár varð-
andi nýtingu þeirra. Einnig verð-
ur fjallað um lagalega og stjórn-
málalega h'ið málsins.
Ráðstefnan m'im senda frá sér
skýrslu um niðurstöður sínar, m. a.
um hugsanlegar sameiginlegar að-
gerðir Evrópuríkjanna.
Danskir unglingar
morandi í lús og fíó
SB—Reykjavík, laugardag.
Lús er nú á ný orðin vandamál
í dönskum skólum, á barnaheim
ilum og víðar. Héraðslæknir í
Kaupmannahöfn segir, að ekki líði
tveir mánuðir milli þess, að til-
kynnt sé um lús í einhverjum
skóla í hans héraði og telur hann
ástæðuna einkum vera sítt hár
pilta, eða öllu fremur, að þeir
gleymi að þvo sér.
Læknirinn sagði, að hjúkrunar
konur skólanna kvörtuðu mjög
ERli NEYTENDUR HLUNNFARNIR
VARÐANDI SÖLUIT-FERDA?
FB—Reykjavík, laugardag.
Norræn nefnd um neytendamál
efni hélt fund í Stokkhólmi fyrir
skömmu og voru þar rædd hags-
munamál neytenda. Meðal annars
var rætt um hagsmuni neytenda í
sambandi við sölu IT ferða, en í
áliti undirnefndar kemur fram að
hagsmundir neytenda séu ekki
nægiiega vel tryggðir á þessu
sviði.
Undirnefnd hefur fjallað um
hagsmuni neytenda í satnbandi við
sölu ferðaskrifstofu á svokölluð-
um IT-ferðum (Inclusive Tours),
en í þeim ferðum eru flugferðir
og hótelkostnaður selt í einu lagi.
Fyrir fundinum ]á bráðabirgðaálit
frá undirnefndinni. f því áliti kem
ur fram, að hagsmunir neytenda
séu ekki nægilega vel tryggðir við
sölu þessara ferða. Var talið, að
Norræn nefnd nm neytendamál-
efni gæti ekki lagt blessun sína
yfir þær alþjóðáreglur, er nú
gjlda um ferðir þessar og að senni
lega þyrfti að tryggja rétt neyt-
enda í þessu efni méð löggjöf.
Málið var ekki afgreitt á fundin-
um, og var talið, að athuga þyrfti
það betur og undirnefndinni því
falið að vinna áfrain að þvi.
Helztu dagskrárliðir fundarins
voru yfirlit yfir helztu atburði á
sviði neytendamála, er gerzt hafa
á Norðurlöndum undanfarið.
Gerði fulltrúi íslands á fundinum,
Björgvin Guðmundsson, grein fyr-
ir starfsemi Neytendasamtakanna
á þessu ári, svo sem kvörtunar-
þjónustu samtakanna og þeim
vöru- og neyzlurannsóknum, er
samtökin hafa framkvæmt.
Þá var l'jallað um norrænt sam-
starf á sviði vörurannsókna, en ár.
ið 1968 var skipuð undirnefnd,
ti! þe.ss að fjalla um leiðir til auk
Framhald á bls. 11
yfir, að ungir piltar með sítt hár,
þrifu það ekki sem skyldi. Ef
svo kæmi í ljós lús í þessum
óhreinu lubbum, kærðu ungling-
arnir sig kollótta um það, en
íoreldrarnir yrðu skelfingu lostn-
ir.
Þá hefur á stöku stað borið á
flóm og eru þær einkum settar
í samband við utanlandsferðir ungl
inga, sem eru mjög algengar orÖn
ar. Utanlands kaupa unglingamir
sér gjarnan gömul föt, oft gæru
pelsa á markaðstorgum og flytja
þannig inn flær til Danmerbur.
Héraðslæknirinn sagði, að þegar
lús fyndist í skóla, væru allir
nemendur skólans rannsakaðir ag
síðan gripið til ráðstafana í sam-
ráði við foreldra.
Viðræður við
yfirmenn
togaraflotans
að hefjast
EJ—Reykjavík, laugardag.
Viðræður eru að hefjast um
kjör yfirmanna á togaraflotanum,
en samningar þeirra renna M. 1.
desember nk., þ. e. á þriöjudaginn
kemur. Mánuði síðar, eða T. janúar,
renna svo út kjarasamningar yfir-
manna og undirmanna á bátaflotan
um, en viðræður um kjör þeirra
eru ekki hafnar.