Tíminn - 06.12.1970, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 6. desember 1970
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Rramkværadastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórartnsson (áb; Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjómar.
skrifstofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur
Sankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523.
Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjaid kr. 195,00 á mánuðl,
mnanlands — í lausasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf.
Vinstri viðræðurnar
Viðræður þær, sem Alþýðuflokkurinn hóf fyrir
nokkru við Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og
vinstri manna, um stöðu vinstri hreyfingar, munu hafa
vakið hjá ýmsum vonir um, að til þeirra væri stofnað af
heilindum og þær kynnu því að geta dregið eitthvað úr
sundrungu þeirra, er telja sig til vinstri 1 stjórnmálum.
Flest það, sem síðar hefur gerzt, bendir því miður til
alls annars.
Sjálft fyrirkomulag viðræðnanna er nokkur vísbend-
ing um þetta. Gylfi Þ. Gíslason telur sig þurfa að fara
líkt að og Gunnar Jarring, þegar hann er að tala við
Araba og ísraelsmenn. í stað þess að láta fulltrúa allra
flokkanna ræðast við, talar hann við Alþýðubandalags-
menn og Hannibalista sitt í hvoru lagi. Þetta gerir við-
ræðurnar miklu tafsamari en ella, enda auðséður til-
gangur Gylfa að draga þær sem mest á langinn.
Annað augljósara merki um hin raunverulegu heil-
indi er þó það, að Gylfi hefur nýlega birt grein í mál-
gagni sínu, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni, að
eiginlega sé ekki til nein vinstri stefna og þar af leiðandi
ekki til nein vinstri hreyfing. Hann bætir því síðan við,
að Alþýðubandalagið sé óumdeilanlega mesti afturhalds-
flokkur landsins. Þessum flokki er Gylfi þó að reyna að
sameinast!
Sízt er þó tónninn betri í málgögnum hinna flokk-
anna. Nýtt land . birtir t.d. 3. þ.m. snjalla’grein, sem
ber fyrirsögnina: íAiþýðuflokkurinn — svikari við hug-
sjón sína, stefnu og kjósendur. Þrátt fyrir allan þann
rökstuðning, sem felst í þessari grein, sitja Hannibal
Valdimarsson og Bjöm Jónsson á samningabekk, þar
sem þeir ræða um að gerast fóstbræður svikaranna, er
greinin fjallar um!
í Þjóðviljanum ræðir svo Austri bæði um Alþýðu-
flokkinn og Samtökin, sem hrein handbendi Sjálfstæðis-
flokksins og telur sig færa gild rök að því. Samt situr
hann á samningabekk með þessum handbendum og þyk-
ist vilja sameinast þeim!
Allt bendir þetta til þess, að til umræddra viðræðna
sé stofnað af allt öðrum ástæðum en heilindum, og til-
gangurinn með þeim sé sízt af öllu sá, að treysta stöðu
vinstri hreyfingar. Viðbrögð frjálslyndra og framsæk-
inna kjósenda við slíkum vinnubrögðum, geta ekki verið
nema ein. Það er að fylkja sér um stærsta andstöðu-
flokk íhalds og afturhalds, Framsóknarflokkinn, og
lí-yggja þannig framgang frjálslyndrar umbótastefnu í
landinu.
Öfgar Vísis
óumdeilanlega er Vísir það stjórnarblaðið, sem
gengur lengst í öfgum og rangfærslum í stjórnmálaskrif-
um sínum. Þannig segir blaðið nýlega 1 forustugrein, að
bætt efnahagsaðstaða sé afleiðing gengisfellinganna
1967 og 1968! Samkvæmt þessari kenningu Vísis, þarf
ekki annað en fella krónuna til þess að aflabrögð batni
og verðlag hækki erlendis, en þetta tvennt á meginþátt
í bættri efnahagsstöðu landsins.
Ný sáttatilraun
Deilan um Laxárvirkjun hefur færzt á nýtt og alvar-
legt stig með hinni opinberu málshöfðun á hendur 65
Þingeyingum. Mál þetta er nú vissulega komið á það
stig, að eðlilegt virðist, að reynt verði að gera nýja
sáttatilraun á jafnréttisgrundvelli. Annars er sú hætta
yfirvofandi, að átökin harðni enn meira. Þ.Þ.
TÍMINN
JAMES RESTON, New York Times:
Öll klofnu ríkin eiga að fá
aðild að Sameinuðu þjððunum
Pekingstjórninni ber að fara með umboð Kína
MIKLAR deilur hafa staðið
í New Yorfc um aðild Kína að
Sameinuðu þjóðunum. Ríkis-
stjóm Nixons virðist með ein
hverjum hætti hafa gleymt
raunalegum en réttum niður-
stöðum tveggja manna, sem
em þó miklar hetjur í augum
forsetans, eSa þeirra Dwight
Eisenhowers og John Foster
Dulles.
Ógn kommúnismans olli
Dulles engu minni áhyggjum
en Nixon. Seiður kommúnism-
ans og drottnunarstefna í iheim
inum vakti hjá honum iUan
grun og jafnvel hatur. Andúð
hans var ekki einungis stjóra-
málalegs og hugsjónalega eðl-
is, heldur og trúfræðilegs eðl-
is og honum mjög svo samgró-
in. Dulles var ákafur áhang-
andi biskupakirkjunnar, ein-
lægur liðsmaður í baráttu krist
innar kirkju gegn „trúleysi
kommúnismans“ og stacíráð-
inn í að veita það viðnám, sem
hann mætti.
DULLES var mkilu tengdari
kirkjunni en Nixon og því heit
ari andstæl'ingur kommúnista
en hann i siðfræðilegum og
trúarlegum efnum. Þrátt fyrir
þetta var hann miklu skynsam-
ari og hyggnari, þegar Samein
uðu þjóðirnar voru annars veg
ar og sá vandi, sem Kína olli
í því efni.
„Ég er kominn á þá skoð-
un“, skrifar hann í bók sinni
Stríð eða friður, „að Samein-
uðu þjóðunum verði meira
ágengt í eflingu friðarins, ef
allsherjarþingið er skipað fuU-
trúum heimsins eins og hann
er í raun og veru, en ekki ao'-
eins skipað fuUtrúum þess
hluta heimsina, sem okkur geði
ast að.
Af þessum sökum ættum við
að leyfa öllum þjóðum að ger-
ast aðilar, en ekki að miða
við nábvæmt mat á því, hvaða
þjóðir við teljum „góðar“ og
hvaóh þjóðir „slæmar'1. Þessi
flokkun er hvort sem er kom-
in út um þúfur eins og aðild
er nú háttað“.
DULLES var að því leyti á
öndverðum meiði við Nixon,
að hann var reiðubúinn að
láta siðferðilegar oa trúarlegar
tilfinningar sínar þoka um set
fyrir veruleikanum í heimin-
um, jafnvel þegar Kína var
annars vegar. Samt bjó Dulles
yfir heitari trúarlegum tilfinn
ingum en Nixon. Hann leyfði
sér að bera fram þá spurningu,
hvemig hægt væri að líta á
Sameinuðu þjóóíirnar sem
heimssamtök ef Kína væri synj
að um aðild, en íbúar þess eru
um 800 milljónir, eða nálega
fjórði hluti mannkynsins.
„Takist ríkisstjórn kommú-
nista í Kína að sanna hæfni
sina til að stjórna landinu án
þess að alvarlegar andstöðu
gætti innan lands“, skrifaði
Dulles, „þá ætti að veita þeim
aðild að Sameinuðu þjóðunum
eins og öókum. . Eins og nú
horfir lúta um brjátíu af
hundraði allra íbúa iarðarinn-
Hvíta byggingin á myndinni er þinghöll SameinuSu þjóðanna.
Skrifstofubygging S.Þ. sést til hægri
ar ríkisstjórnum kommúnista.
Okkur kann að geðjast þetta
miður vel, — já, satt að segja
afar illa. En sé það vilji okk-
ar að standa að heimssamtök-
um, verða þau samtök óhjá-
kvæmilega að gefa rétta mynd
af heiminum eins og hann er“.
EISBNHOWER forseti hafði
afl og tækifæri til að greiða
fram úr þessum vanda hjá
Sameinuðu þjóó'unum, en lét
það undir höfuð leggjast. Túl'k
un hans á skoðunum Dullesar
var í senn hernaðarlega rök-
réttari og mannlegri. Hann
benti á, að aldrei mætti missa
af snertingunni við óvinina.
Þess vegna eru varðsveitir
hafðar á kreiki á orrustuvell-
inum að nóttunni til. Við yrð-
um alltaf að gera okkur grein
fyrir því, sem væri að gerast,
og fylgjast með bví, hvaó' óvin
irnir hefðust að. Þetta er ekki
hugsjónamál, heldur almenn
og eðlileg hyggindi. Af þessum
sökum verðum við að veita öll
eum aðild að Sameinuðu þjóð-
unum, fyrst og fremst þó þeim
ríkjum. sem geta efnt til ófrið
ar.
Þannig talaði Eisenhower í
einkavió'ræðum. Ég heyrði
hann hvað eftir annað rök-
styðja þessa skoðun sína af
ákefð og innileika, en hann
beitti aldrei mætti sínum sem
forseti til að gera þessa hyggi-
legu heildarkenningu sína gild
andi í Sameinuðu þjóðunum.
Hann ræddi hana aðeins í
einkasamtölum, en krafðist
þess aldrei opinberlega, að eft
ir henni yrði farið.
ÁRANGURINN er sá, að
þjóðernisleg viðhorf og stjórn t,
málaviðhorf kalda stríðsins |
hafa ráðið úrslitum um aðild a
að Sameinuðu þjóðunum í 1
meira en mannsaldur Tugum
máttvana ríkjum hefir verið
veitt aðild, en mörgum ríkjum.
sem gætu hafið ófrið, er mein-
uð aðild, þar á meðal Kína
kommúnista, Austur. og Vest-
ur-Þýzkaland. Noró*ur- og Suð-
ur-Kóreu og Norður- og Suður
Vietnam.
Deilan um aðild að Samein-
uðu þjóðunum hefir til þessa
snúizt um alröng atriði. Spurt
hefir verið, hvort hlutaðeig-
andi ríki teldist „friðelskandi".
eða ekki? Er bióðin sammála
grundvallarkenningum stofn-
skrár Sameinuðu bióðanna eða
ekki? Geó'jast „haukunum" eða
„dúfunum" í Banderik.iunuTn
vel að henni eða ekkri
Þetta eru út af fyrir sig
áhugaverð atriðiv en ekki alls
kostar hyggileg. í raun og veru
skiptir það mestu máli, sem
Dulles benti á. Vilium við efla
heimssamtök sem gefa i raun
og veru rétta -n.vnd af heimin-
um eins og hann er eða viij- 1
um við það ekki?
Framhald S bls Ið S