Tíminn - 05.01.1971, Side 3

Tíminn - 05.01.1971, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1971 TIMINN 3 FYRSTA STÓRA FARÞEGAFLUGVÉLIN LENDIR Á ÞINGEYRARVELU SE-Þmgeyri, mámidag. Kl. 15,21 í dag lenti á Þingeyrar! flugvelli Douglas DC3 vél frá Flug félagi fslands. Þetta er fyrsta stóra farþegaflugvélin, sem lendir á Þingeyrarflugvelli, en brautin sem vélin lenti á var gerð á áruiium 1967 og 1968, og komst þá upp í 720 metra. Síðastliðið vor og haust var brautin síðan lengd, þannig að hún er nú tæplega 1100 metra löng. Völlurinn hefur verið kostaður af flugvallafé, en seinasti áfanginn var fjármagnaður með láni úr Sparisjóði Þingeyrarhrepps, sem sveitarfélögin í Dýrafirði greiða vexti af. Til rnarks um áhuga manna hér urn slóðir á þessu verki, má nefna, að sveitarfélögin hér tvö, sem hvorugt er stórt, taka að sér að greiða um 92 þús. kr. á ári í vexti fyrir þetta. Heildarkostnaður til dagsins í DC3 vélin við komuna til Þingeyrar, en þar tók hún 24 farþega. Núcr rétti tíminn fyrir starfshópa og kunningja að kaupa miðaröð í SlBS £ 11 * & «r $ Þessi starfshópur keypti á s.l. ári 12 miSa i röS. Hann var ekkert sérstaklega heppinn — vinningar féllu átta sinnum á miðana. En tveir þeirra voru 10 þúsund, og upphæSin varð 38 þúsund. 23.600 kr. eftir þegar kostnaSur er dreginn frá. 10 miðar í röS, svo ekki sé minnzt á 20. Þá er eftir einhverju að gá í næstu vinningaskrá. Tíu miða röð kostar 12 þúsund yfir allt árið. Sláið til — sláið saman. Vinhingaskrá birtist mánaðarlega. 12,sinnum möguleiki, stór möguleiki aftur og aftur. Vinningur féllur á meira en fjórða hvern miða. Aldrei minna en 1000 vinningar á mánuði. Alls 16400 vinningar frá 2000 kr. upp í eina milljón og Jeep Wagon- eer Custom-bifreið, sem flytur ykk- ur á staði, sem aðrir verða að láta sér nægja að skoða á kortinu. þaö borgar slg aö vera meó Takmark S.Í.B.S. er einnig takmark ykkar. Umboósmenn umalltland dag nemur um 2,5 milljónum kr. FTagvöllurinín er í landi Hóla í Þingeyrarhreppi, og hefur Þing- eyrarhreppur lagt landið fram endurgjaldslaust. Þess er vænzt, að Flugfélag íslands hefji áætlunarferðir á Þingeyrarflug- völl meðan vegir eru lokaðir að vetrinum. Karl Vibach kominn aftur Leikstjórinn, sem setti upp Fást í Þjóðleibhúsinu, Karl Vibach, kom aftur til landsins s.l. sunnu- dag (3. jan.) til þess að sjá sýn- ingu á Fást. Með honum í förinni var þýzkur blaðamaður frá Liibeck er Zeitung, að nafni Herohenröder, og kom hann einnig til þess að sjá sýninguna á Fást og til þess að skrifa um hana. Hann mun dvelja hér í nokkra daga og ætlar sér einnig að sbrifa fyrir þýzk blöð um ýmislegt sem fyrir augun ber hér á íslandi. Karl Vibach mun aðeins dveijast hér til n.k. þriðjudags, en hann er leitohús- stjóri í Lúbeck og á ektoi heiman- gengt. Til gamans má geta þess, að hjá honum við leitohúsið starf ar Ólafur Þ. Jónsson, óperusöngv- ari. Fást vaí sýndur í 5. sikiptið í Þjóðleik'hú.sinu s.l. sunnudag. Upp selt vár á’ þá sýnihgú og mi'kil stemning hjá Xeitohúsgestum. — Mikil eftirspurn hefur verið eftir aðgöngumiðum á Fást og virðist augljóst, að þessi sýning fellur íslenzkum leikhúsgestum vel í geð. — Eftir sýninguna á Fást s.l. sunnudag, bauð vestur-þýzki am- bassadorinn hér á landi, öllum þeim er starfað hafa við sýning- una á Fást, upp á hressingu á leik sviði Þjóðleikbússins. Þar héldu þeir ræður, leikstjórinn, Karl Vibach og þýzki ambassadorinn, en Guðlaugur Rósinkranz, þjóð- leikhússtjóri, þabkaði fyrir hönd Þjóðleikhússins. Tómasarkynning í Iðnó f tilefni af sjötugsafmæli Tómasar Guðmundssonar sbálds, gengst Leikfélag Reykjavíkur fyr- ir lítilli dagskrá, þar sem rifjuð verða upp sum vinsælustu ljóð skáldsins. Sjö leikarar munu lesa og syngja ljóð Tómasar, þau Anna Kristín Arngrímsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Edda Þórarinsdóttir, Gísli Halldórsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Sigríður Hagalín. Lesin verða nokkur kvæði, þeirra á meðal ýms Reykjavíkurkvæði þessa fyrsta skálds höfuðborgarinnar, og önnur sungin, við lög eftir m.a. Gylfa Þ. Gíslason, Sigfús Hall- dórsson, Pál ísólfson. Þessi dag- skrá verður flutt á afmælisdaginn á þrettándanum og hefst kl. 16,30. Hún tekur tæpan klubkutíma í flutningi. Aðgangur er óifceypis og öllum heimill. GuflJto Styrkársson hæstaréttarlögmadur AUSTURSTRÆTI « SlHI 1835« AVlDft H Loks upplýsir Gylfi tilgang vinstri viðræðna f áramótagrein sinni upplýs- ir Gýifi Þ. Gíslason hreinskiln islega, hver hinn raunverulegi tilgangur svokallaðra vinstri viðræ'ðna hafi verið. Tilgang- urinn er sá, að kljúfa Alþýðu- bandalagið enn frekar í þeirri von, að þá yrði auðveldara að sameina Hannibal og Björn Al- þýðuflokknum, að kosningum loknum. Eftir áramótagreinina er einnig algjörlega ljóst, að Gylfi stefnir ekki að því að þessar vinstri viðræður svo- nefndu geti orðið undanfari myndunar vinstri stjórnar að kosningum loknum, heldur þvert á móti til að koma í veg fyrir það, þótt núverandi ríkis- stjórn falli, þ.e. að auðvelda og helzt að reyna að tryggja það fyrirfram, að Hannibal og Björn yrðu í kosningunum varaskeifur fyrir viðreisnina, sem unnt yðri að grípa tiL, ef svo færi að ríkistjóimin missti meirihluta sinn. Um fyrra samstarf við kommúnista og myndun Al- þýðubandalagsins, segir Gylfi: „Þessir atburðir ollu því, að ýmsir jafnaðarmenn voru komn ir í flokk, sem kommúnistar þó réðu. Þetta sá Héðinn Valdi- marsson aðeins skömmu eftir að hann hafði beitt sér fyrir sameiningunni. Þetta hafa Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson og Karl Guðjónsson séð nú. Jafnaðarmenn og kommún- istar eiga ekki heima saman í flokki. Þeir aðhyllast ekki að- eins ólíkar stjómmálaskoðanir, heldur einnig ólíka lífsskoðun. Þeir 10 þingmenn, sem fyrir einu ári mynduðu Alþýðubanda lagið eru nú þrískiptir: Sjö eru enn í Alþýðubandalaginu, tveir eru í nýjum flokki og einn er utan flokka. Þingflokkur Al- þýðuflokksins taldi þess vegna eðlilegt, að hann hefði forystn um að kanna möguleika á því, að íslenzkir jafnaðarmenn sam- einuðust í einum flokki og hafði umboð síðasta flokks- þings Alþýðuflokksins til þess ara könminarviðræðna. — Þessar viðræður standa yfir og er of snemmt að spá um hvern, ig þeim muni ljúka.“ Ennfremur segir Gylfi: „Fram til þessa hafa viðræðum ar verið gagnlegar. Alþýðu- flokkurinn vill af einlægni vinna að því, að fyrr en síðar náist það mark, sem allir ís- lenzkir jafnaðarmenn hljóta að keppa að, en það er að þeir, sem aðhyllast jafnaðarstefnu, skipi einn voldugan flokk, sem hafi úrslitaáhrif á íslenzk þjóð- mál“. Gylfi sleppir þó að minnast á það í framhaldi af þessu, sem er þó mergurinn málsins, að þessi „voldugi flokkur" skuli lúta forustu og hægri stefnu Gylfa Þ. Gíslasonar og vinni í ríkisstjóm með „fram- farasinnuðum flokkum“, sem eru samkvæmt skilgreiningu Gylfa í sjónvarpsviðtali f des- ember Sjálfstæðisflokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, en vinnl alls Framhald á bls. 14. mmmmmm—mammpmj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.