Tíminn - 05.01.1971, Side 8

Tíminn - 05.01.1971, Side 8
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 5. janúar 1971 Þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að ef við viljum vinna að þessu, megum við ekki gera það nema með þátttöku í nefnd- um félögum, en ekki innan ís- lendingafélagsins. Ég harma, að ekki skyldi vera haft samband við Njörð, áður en lög félags okkar voru samin, því að þá hefðum við að sjátf- sögðu sleppt öllu um íslenzka menningu. Við vissum sem sé ekki, að íslendingafélagi væri bannað að vinna að slíku. Ég vil og taka fram til fróð- leiks, að í blaðaskrifum hér í Svíþjóð um mál þetta, segir Arne Prytz ræðismaður, að gengið hafi verið framhjá ís- lendingafé'aginu vegna þess, hve ungt félagið er og vafasamt sé, að það lifi lengi. Þetta er auðvitað haldlaus fullyrðing, enda eru í félaginu um 200 full- orðnir fé.'agar og um 200 börn, en nokkur starfsemi hefur ver- ið vegna þeirra. Hefur félaginu tekizt að komast í samband við íþróttafé.'ag hér, sem tekur við íslenzku börnunum, og var ráð- inn sérstakur íslenzkur þjáif- ari fyrir þau, Hreiðar Júlíusson. Hefur félagið haldið uppi marg- víslegri starfsemi og haft að meðaltali einu sinni í mánuði einhverja samkomu. Telja Iv lendingar í Málmey félag sitt ekki vera neitt bráðabirgðafé- lag, og ætla því áreiðanlega langa lífdaga. Vegna vanþekkingar Njarðar er grein hans afsakanleg, enda í fullu samræmi við upphaf hennar: „Mér hefur borizt til eyrna.. K. Sn. Frá Gautaborg skrifar Njörð- ur P. Njarðvík þann 8. 12. ,.at- hugasemd við Svíþjóðarfrétt", er birtist þann 13. 11. í Tíman- ■m. Vegna þess að mér er málið skylt, vil ég fræða hann nokk- uð um sjónarmið þau, er fram hafa komið. Fullyrðing um fína eða ófína íslendinga er fáránleg, þar er ég sammála Nirði, en af ann- arri ástæðu. Næst tekur Njörður fyrir að átelja okkur Málmeyingana fyr- ir að hafa stofnað félag okkar, íslendingafélagið í Má.'mey og nágrenni. Það er nú það. Njörður telur óeðli.'egt að stofna íslendingafélag, þar sem til er félag fyrir, sem áhuga hefur á íslandi og íslenzkum málefnum. íslendingafélagið var stofnað 14. 2. ’70, en árið 1969 höfðu Is- ,'endingar flutt til Málmeyjar í stórum stíl. Flestir þessara manna störfuðu hjá Koekums, og höfðu þeir alllengi rætt sín í milli um þörf íslendingafé- lags. Þegar til tíðinda dró í þeim efnum, komumst við að því, að til var félagið Svíþjóð—ísland. Tö.'dum við, að starfsgrundvöll- ur sá, er við hugðumst vinna á, færi ekki saman í aðalatriðum við starfsemi félagsins Svíþjóð — ísland, og væri því nauðsyn á tilveru tveggja félaga, sem vissulega gætu átt margt sam- eiginlegt. í þessu sambandi má geta þess, að þrátt fyrir mjög góð persónuleg sambönd Arne Prytz, ræðismanns og varafor- manns Svíþjóð—ísland, við Kockums, var ekkert samband haft við okkur til að fræða okk- ur um félagið eða tilveru þess. Það er því alröng ályktun, byggð á vanþekkingu, að ís- lenzkir Málmeyingar hafi hafn- að samstarfi við félagið Svi- þjóð—ísland. íslendingafélagið hefur einmitt þegið samvinnu við félagið með þakklæti. Njörður nefnir einmitt dæmi um samvinnu félaganna, rétt eftir fullyrðingu sína, um að við höfum hafnað samvinnu. Þá snýr Njörður sér að því að skýra frá, hverjjr hafi átt frumkvæði að íslandskvöMi þessu og hver hafi verið til- gangurinn. Hver átti frumkvæð- ið skiptir auðvitað ekki máli, en Njörður segir, að tilgangur- inn hafi verið að kynna ísland fyrir Svíum og „vekja áhuga þeirra á íslandi og íslenzkri menningu". í ritstjórnargrein 10. 12. í Sydsvenska Dagblaðinu, sem var aðili að kvöldi þessu, og veit trúlega betur um tilgang- inn en Njörður, segir: „Upplýs. inga- og fræðslukvöld sem þetta, snýr sér sérstaklega til þeirra, sem ekki þekkja land- ið vel og ekki beint Islendinga sjálfa." Þetta hefði ef til vill mátt nægja, til að bjóða íslendingum þátttöku. Vanþekking Njarðar í máli þessu er skiljan.’eg, þegar þess er gætt, að hann býr í Gauta- borg, en of áberandi til þess að hann geti leyft sér að fella dóm í þessu sambandi. Njönður segir enn, að ósmekk legt sé af íslendingum í Málm- ey að fyrtast við kynningar- starfsemi sem þcssaH, og ósvífni af íslendingum að ætl- ast til þess, að félðgin baéðu leyfis til að halda kynn- ingarkvöld þetta. Yfiriitsmynd yfir skipasmfðastöð Kockums í Málmey. Engum íslendingi í Málmey hefur, mér vitanlega, flogið í hug að fyrtast við, né ætlast til að vera beðinn leyfis vegna kynningar af þessu tagi. Hins vegar þótti mörgum miður, að íslendingafélaginu skyldi ekki boðin þátttaka á einhvern hátt. Njörður fullyrðir, að íslend- ingar í Málmey vilji ekki taka þátt í að kynna ísland og ís- lenzka mennlngu. Blaðaskrif og umræður um kvöld þetta eru.sprottin af þvi, að íslendingafélaginu var ekki gefinn kostur á að taka þátt í að kynna ísland og íslenzka menningu. Önnur grein laga íslendinga- fé.’agsins í Málmey og nágrenni er um tilgang félagsins og þar segir m. a. svo: „ ... að halda á lofti íslenzkri tungu og menn- ingu á félagssvæðinu." Loks segir Njörður, að bæði félögin, Norræna félagið og fé- lagið Svíþjóð—ísland, séu op- in íslendingum í Málmey, ef þeir vilji feggja hönd á plóginn til aukinna menningartengsla íslands og Svíþjóðar. Skíðaferðir til fsafjarðar. Hringferðir umhveifis ísland. Auk fjölbreyttra annara skemmtiferða. Nú er rétti tíminn til þess að kynna sér ferðamöguleika ársins 1971. H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS F ARÞEQADEILD PÓSTHÚSSTRÆTI 2 - REYKJAVÍK - SlMI 21460 Sendið þessa úrklippu og þér fáið senda Ferðaáætlun mis Gullfoss 1971 Nafn Heimilí

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.