Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun FISKISKIP ríkja Evrópu- sambandsins, sem hafa leyfi til að veiða 3.000 tonn af karfa á afmörkuðum svæðum í íslenskri fisk- veiðilögsögu á þessu ári, hafa veitt verulegt magn af öðrum tegundum, einkum þorski og ufsa. Skipin hafa veitt 1.150 tonn af karfa það sem af er þessu ári, en sam- anlagður afli þeirra í þorski og ufsa er tæp 650 tonn sem er tæplega 40% heildarafl- ans, sem er um 1.900 tonn. Þar af er þorskaflinn 314 tonn og ufsaaflinn 334 tonn. Frá þessu er sagt á heimasíðu LÍÚ. Samkvæmt reglugerð sem gefin var út í ár og gildir um þessar veiðar hafa tiltekin skip innan Evrópusam- bandsins leyfi til veiða allt að 3.000 tonn af karfa á afmörkuðum svæðum hér við land frá 1. júlí 2005 til ára- móta. Skipin sem stundað hafa þess- ar veiðar eru frá Bretlandi og Þýska- landi, en einungis fimm skipum eru í senn heimilaðar veiðar. Í reglugerð- inni segir að sá meðafli sem fæst dragist frá karfakvótanum. Kveðið er á um að ef meðafli í öðrum tegundum en langhala fari yfir 10% í hali skuli þegar í stað farið á annað veiðisvæði, ekki skemur en 5 sjómílur frá þeim stað sem meðaflinn fékkst eða á svæði þar sem dýpi er annað en á slóðinni þar sem meðaflinn veiddist. Í reglugerðinni segir einnig að ef þorskur veiðist, þá skuli skipin flytja sig með sama hætti og er það án tillits til þess um hve mikið magn er að ræða. Áskilið er að veiðieftirlitsmenn Fiskistofu séu um borð í skipunum sem þessar veiðar stunda og ber skipstjórum skipanna að hlíta fyrir- mælum þeirra hvað þetta varðar. Í reglugerðinni er einnig ákvæði þess efnis að eftirlitsmaður Fiskistofu skuli tryggja að farið sé að öllum reglum sem í gildi eru hverju sinni um veiðar í efnahagslögsögu Íslands og veita upplýsingar til ís- lenskra yfirvalda um veið- arnar. Þrátt fyrir ákvæði reglu- gerðarinnar um að til sér- stakra aðgerða skuli grípa sé þorskur í meðafla, þá virðist ekki hafa betur tekist til en svo að þorsksveiðin er 16,5% heildaraflans og aðr- ar tegundir en þorskur eru 22,6% meðaflans, þar af er ufsaaflinn 17,6%. Alls er hlutfall meðafla af heildar- afla skipanna tæp 40%, eða 743 tonn. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir nauðsyn- legt að taka reglugerðina sem í gildi er um þessar veiðar til endurskoð- unar, því augljóst sé að hún nái ekki markmiði sínu um að koma í veg fyrir þorskveiðar ESB-skipanna. Segir hann að gildandi reglur um að skip verði að færa sig um 5 sjómílur frá veiðislóð þar sem þorskur hefur veiðst, eða meðafli sé meiri en 10%, séu ekki að virka. Friðrik segir ótækt að ESB skipin geti komist upp með að veiða á fjórða hundrað tonn af þorski á þessu ári á þeim grundvelli að þau séu á karfaveiðum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fiskveiðar Þýzkir og enskir togarar hafa landað afla sínum á Eskifirði undanfarin ár og hann hefur síðan verið sendur utan í gámum. Veiða þorsk í skjóli karfakvóta GÓÐUR gangur er á framkvæmd- unum við hina nýju frystigeymslu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaups- stað. Búið er að steypa grunn og búið er að leggja snjóbræðslu undir gólfið og gera klárt fyrir gólfplötu, en reiknað er með að hún verði steypt um næstu helgi. Nemendur í 9. bekk Nesskóla fengu það verk að einangra gólf- plötuna fyrir frystiklefann. Að sögn Jóns Grétars hjá ÍAV fengu þeir krakkana ásamt foreldrum sínum til að vinna þetta í fjáröflunarskyni fyrir ferðasjóð skólaferðalags þeirra. Verkið tók mjög stuttan tíma, talsvert styttri en verktakinn reiknaði með enda mátti vart á milli sjá hvorir stæðu sig betur, foreldr- arnir eða börnin. Áætlað er að geymslan komist í notkun þann 1. febrúar 2006 og miðað við fram- gang mála nú eru góðar líkur á að sú áætlun standist. Byggingar Teikning af nýju frystigeymslunni sem Síldarvinnslan í Nes- kaupstað er að reisa. Hún með bláu þaki innan við eldri geymslu. Frystigeymslan á áætlun ÚR VERINU Sá sem selur virðingu sína er fátækari en fátækasti öreigi landsins FRANSKIR dómstólar brutu ekki á tjáningarfrelsi fjölmiðla þegar þeir dæmdu ritstjóra og blaðamann til að greiða sektir fyrir að birta dómsskjöl í máli áður en það kom fyrir dóm, sam- kvæmt nýlegum dómi Mannréttinda- dómstólsins í Strassborg. Franskir dómstólar töldu að með birtingu skjalanna hefðu Serge July ritstjóri og Patricia Tourancheau blaðamaður brotið gegn rétti tveggja einstaklinga á að vera taldir saklausir þar til sekt þeirra sannaðist og taldi Mannréttindadómstóllinn að með þessu hefðu ekki verið settar óeðlileg- ar skorður við tjáningarfrelsi þeirra. Málavextir eru þeir að í október 1996 birti dagblaðið Libération frétt um morð á ungri stúlku sem framið var í maí sama ár. Málið var enn til rannsóknar og voru tvö grunuð um glæpinn, annars vegar 19 ára piltur og hins vegar 17 ára gömul kærasta hans, en þau sökuðu hvort annað um morðið. Þegar greinin birtist sat stúlkan enn í varðhaldi en piltinum hafði verið sleppt. Tekið undir lýsingu piltsins Í frétt Libération voru birtir út- drættir úr skýrslum sem stúlkan hafði gefið hjá lögreglu og rannsókn- ardómaranum, auk athugasemda frá piltinum sem komu fram í málsskjöl- um og í viðtölum við blaðamann. Rannsakendur í málinu höfðu enga afstöðu tekið til sektar eða sakleysis sakborninganna þegar fréttin birtist en í dómnum segir að í fréttinni hafi verið tekið undir þá lýsingu sem pilt- urinn gaf af atburðarásinni. Hvorki blaðamaðurinn né ritstjór- inn báru gegn því að málsgreinar í fréttinni voru nákvæmlega eins orð- aðar og málsskjölin, með örfáum und- antekningum. Blaðamaðurinn hélt því reyndar fram að hún hefði aldrei séð málsskjölin og hefði byggt frétt- ina á minnisblöðum piltsins um það sem fram fór fyrir dómi. Opinbert mál var höfðað gegn rit- stjóranum og blaðamanninum á grundvelli laga um prentfrelsi frá 1881 þar sem lagt er bann við því að birta málsskjöl í alvarlegum sakamál- um áður en málin eru flutt fyrir dómi. Fyrir þetta voru þau dæmd til að greiða 10.000 franka hvort, sem í dag væri nafnvirði um 115 þúsund króna. Í millitíðinni hafði stúlkan verið dæmd í átta ára fangelsi fyrir morðið og pilturinn í fimm ára fangelsi fyrir að koma fórnarlambinu ekki til hjálp- ar. Skaðleg áhrif á óhlutdrægni dómstóla Ritstjórinn og blaðamaðurinn áfrýjuðu dómnum í Frakklandi og bar það þann árangur að sektardómurinn var skilorðsbundinn en sekt þeirra að öðru leyti staðfest. Þetta sættu þau sig ekki við og skutu málinu til Mann- réttindadómstólsins á þeim grund- velli að brotið hefði verið gegn tján- ingarfrelsi þeirra. Því hafnaði dómstóllinn og komst að þeirri nið- urstöðu að franskir dómstólar hefðu takmarkað tjáningarfrelsið með mál- efnalegum hætti og ekki gengið of langt í dómum sínum. Lögð hefði verið áhersla á að frétt blaðsins hefði brotið á þeim rétti sak- borninganna að vera álitin saklaus þar til sekt þeirra sannaðist og að fréttin hefði haft skaðleg áhrif á vald og óhlutdrægni dómstólanna þar sem hún hefði getað haft áhrif á álit kvið- dóms. Komst Mannréttindadómstóll- inn að þeirri niðurstöðu að réttur blaðsins til að birta upplýsingarnar hefði ekki meira vægi en réttur sak- borninganna og réttarkerfisins. Ritstjórinn og blaðamaðurinn bentu raunar einnig á að afar langur tími hefði verið frá því síðast var höfð- að mál á grundvelli fyrrnefndrar lagagreinar og því hefði ákvörðun um málsókn byggst á geðþótta og óeðli- legri mismunun. Dómstóllinn benti á að þau hefðu ekki bent á þessa máls- ástæðu fyrr en árið 2002 og því væri hún ekki tæk fyrir dómnum. Þrír dómarar af fjórum í málinu voru á annarri skoðun en meirihlutinn og skiluðu séráliti. Rétt á að teljast saklaus þar til sekt sannast Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir ritstjóra og blaðamanni franska dagblaðsins Libération í óhag  Meira á mbl.is/ítarefni Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „MÉR finnst of mikið um að einstaka fjölmiðill kveði upp úr um sekt manna, löngu áður en nokkuð liggur fyrir um sekt þeirra og gæta þar með ekki að menn hafa rétt á að teljast saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð en sá réttur nýtur verndar í stjórnarskránni,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Dómur Mannréttindadómstólsins í Strassbourg hafi því þýðingu fyrir umræðu um fjölmiðla hér á landi. Ragnar segir að hér á landi haldi sumir því fram að það megi birta nánast hvað sem er og sé það end- urtekið nægilega oft fari fólk hugsanlega að trúa því. Réttur sem nýtur verndar í stjórnarskránni Ragnar Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.