Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.12.2005, Blaðsíða 49
málum. „Meginástæða þess að sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn, í pólitíkina og valdastöður í samfélag- inu, sem er löngu hafin, hefur ekki heppnast til fulls, er að sókn karla inn á heimilin er ekki hafin að neinu teljandi marki,“ sagði Ólafur. „Eitt af því sem konur verða að átta sig á, er að eigi karlar að búa til svigrúm fyrir þær á vinnumarkaðnum, geta þær þurft að gefa körlum svigrúm á heimilinu. Hvorki taka ákvarðana í stjórnum fyrirtækja né ákvarðana- taka um stofugardínur eða fataval á börnin á að vera óvinnandi vígi ann- ars hvors kynsins.“ Ójafnvægi í menntakerfinu Nokkurs konar aðskilnaðarstefna í atvinnulífinu var umræðuefni Run- ólfs Ágústssonar, rektors viðskipta- háskólans á Bifröst, en hann benti á þá staðreynd að 95% leikskólakenn- ara, 80% grunnskólakennara, um helmingur framhaldsskólakennara og 40% háskólakennara væru konur og þeim færi sífellt fjölgandi á efri skólastigum. Þannig vantaði tilfinn- anlega áherslur karla og fyrirmynd- ir fyrir drengi í gegnum mennta- kerfið. Benti Runólfur á að um 80% íslenskra háskólanema væru konur og brottfall karla væri mjög mikið. Benti Runólfur á það í erindi sínu að einungis 18% nemenda Kenn- araháskólans væru karlar en engu að síður vísaði skólinn 100 karlkyns umsækjendum frá á hverju ári. Spurði hann hvort allir þessir um- sækjendur teldust vanhæfir og þá hvort skólanum bæri ekki að leggja sitt af mörkum til að jafna hlutfall kynjanna í kennarastéttinni. Runólfur sagði í raun tvær þjóðir búa í einu landi, annars vegar kven- þjóð sem starfaði í skólum og heil- brigðis- og umönnunarstörfum og hins vegar karlþjóð sem ynni við stjórnun, fjármálastarfsemi og iðn- að. Sagði hann aðgengi karla að vinnustað þar sem 96% vinnufélaga væru konur afar takmarkað, auk þess sem aðrir hlutir eins og laun spiluðu þar inn í. Nauðsynlegt væri að bæta úr því svo þessi störf yrðu aðlaðandi fyrir karla. „Breið og fjöl- breytt viðhorf skipta máli í rekstri, stjórnun og í skólastarfi,“ sagði Runólfur. „Einhæfir vinnustaðir með einsleit viðhorf standast síður samkeppni í flóknu og fjölbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Kynbundin að- skilnaðarstefna á vinnumarkaði skaðar því samfélagið og atvinnu- lífið.“ Í öðrum fyrirlestrum og pall- borðsumræðum var rík áhersla að sama skapi lögð á vilja karla til að taka virkari þátt í heimilislífi og uppeldi barna sinna, enda væri það lykillinn að meira frelsi kvenna til þátttöku í atvinnulífinu og betri líð- an karla. Þá undirstrikuðu mælend- ur nauðsyn fjölbreytileika í öllum geirum atvinnulífsins og þátttöku beggja kynja í þeim. Að lokum var borin undir fundinn ályktun þar sem m.a. kom fram að nauðsynlegt væri að karlar öxluðu aukna ábyrgð á jafnrétti kynjanna. Jafnréttismál ættu ekki eingöngu að vera kvennamál, heldur væru þau mannréttindamál sem karl- menn þyrftu að ræða og berjast fyr- ir af fullum krafti. „Jafnrétti kynjanna stuðlar að betri nýtingu mannauðs. Jafnrétti kynjanna eykur verðmætasköpun. Jafnrétti kynjanna skapar afkom- endum okkar öruggari framtíð. Jafnrétti kynjanna er mikilvæg for- senda fyrir farsæld og hamingju og þess vegna allra hagur,“ segir m.a. í ályktuninni. Mikil ánægja var meðal ráð- stefnugesta við lok ráðstefnunnar en heyra mátti á mönnum að hún hefði verið fullstutt. Kváðust menn hafa vel getað hugsað sér opnar umræður og spurningar úr sal auk þess sem pallborðsumræðurnar hefðu verið afar stuttar. Þá sögðu margir ráðstefnugestir það vera mikinn létti að geta rætt málefni jafnréttis óþvingað og án þess að eiga það á hættu að „segja eitthvað vitlaust,“ eða að konur „tækju yfir umræðuna.“ Þá fannst þátttakend- um það gott að fá að ræða málið út frá eigin forsendum og greinilegt væri að það brynni á karlmönnum að vilja vera betri feður og makar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2005 49 FRÉTTIR HRINGURINN heldur sitt árlega jólakaffi á Broadway sunnudaginn 4. des. kl. 13.30. Boðið er upp á glæsilegt kaffi- hlaðborð, ljúfa tónlist, danssýn- ingu og söng. Happdrættið er að venju með fjölda góðra vinn- inga, sem fyrirtæki og einstaklingar hafa gefið. Jólakaffið er einn liður í fjáröflun Hringskvenna fyrir Barnaspítalann, en auk þess eru verkefnin óþrjót- andi við að bæta hag veikra barna á Íslandi og aðstandenda þeirra. Öll fjáröflun Hringsins rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Jólakaffi Hringsins NÝ Bónusverslun verður opnuð að Tjarnarvöllum 15 í Hafnarfirði á morgun, laugardaginn 3. desember kl. 10. Boðið verður upp á fjölda opn- unartilboða.Verslunin er 24. verslun Bónuss og önnur verslun fyrirtæk- isins í Hafnarfirði. Verslunin að Tjarnarvöllum er um 1.100 fermetrar að stærð og verður með hefðbundnu Bónussniði þar sem boðið verður upp á alla helstu vöru- flokka í matvöru og sérvöru eftir því sem pláss leyfir. Verslunarstjóri verður Jóhann Hólm sem verið hef- ur verslunarstjóri Bónusverslunar- innar í Reykjanesbæ. Ný Bónusverslun í Hafnarfirði TVÍUND, félag tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, stendur fyrir sinni árlegu ráðstefnu laug- ardaginn 3. desember. Umræðuefnið í ár er tölvuleikir og verður fjallað um allt frá hönnun og gerð leikjanna til notandans sem situr við stjórnvölinn. Erindi halda: Davíð Hermann Brandt og Halldór Fannar hjá CCP, Gísli Ólafsson frá Microsoft á Íslandi, Ragna J. Dennis frá Tölvudreifingu og dr. Yngi Björnsson dósent við Há- skólann í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með skráningu. Nánari uppl. á slóðinni http://games.ru.is Tölvuleikir á ráð- stefnu TvíundarDORRIT Moussaieff forsetafrú af- henti Bjarka Birgissyni, Guð- brandi Einarssyni og Tómasi Birgi Magnússyni fyrstu Kærleikskúlu ársins 2005 við há- tíðlega athöfn í Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsinu í gær. Áður hafði biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, blessað kúluna. Kær- leikskúlan kemur nú út í þriðja sinn og hefur myndlistarkonan Rúrí hannað útlit kúlunnar og nefnir verkið Án upphafs – án endis. Þeir Bjarki „halti“ og Guð- brandur „blindi“ gengu sem kunnugt er hringinn í kringum landið í sumar sem leið undir kjörorðinu „Haltur leiðir blindan“ og var Tómas íþróttakennari með þeim í för. Í máli Evu Þeng- ilsdóttur, hjá Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra, kom fram að þeir þremenningar væru sann- arlega verðug fyrirmynd. „Á sinni erfiðu ferð vildu þeir létta byrðar annarra með því að vekja athygli á lífi og aðstæðum barna með sérþarfir í þeirri von að það reyndist lóð á vogarskál- arnar í baráttunni fyrir betra lífi, auknum möguleikum og rétt- indum fyrir börnin og fjölskyldur þeirra,“ sagði Eva. Um Kærleikskúluna 2005 segir Rúrí: „Orðin vísa til þess að kær- leikurinn á sér hvorki upphaf né endi. Hann er óskilyrtur – óend- anlegur – hann er. Eins er með fossinn – hann rennur án afláts – hann er. Fullkomin kúla hefur hvorki upphaf né endi, á sama hátt og hnötturinn okkar, Jörðin, er ein samfelld heild. Einn af hin- um máttugu fossum landsins birt- ist í brothættu, svífandi listaverk- inu, sem örsmáum heimi, sem aftur kallast á við og speglar al- heim þar sem jörðin svífur um í ómælisgeimi.“ Markmiðið með sölu Kærleiks- kúlunnar er, að sögn Evu, að auðga líf fatlaðra barna og ung- menna, en allur ágóði rennur til eflingar starfsemi Reykjadals. Við athöfnina í gær lék Bjöllukór- inn nokkur jólalög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur og Hafþór Yngvason, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, fjallaði um Rúrí og list hennar. Kúlan verður til sölu 5.–19. des- ember í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og í versl- ununum Home Art í Smáralind, Villery & Boch í Kringlunni, Kokku á Laugavegi, Valrós á Ak- ureyri, Bláa blóminu á Höfn og Norska húsinu í Stykkishólmi. Kærleikurinn á sér hvorki upphaf né endi Dorrit Moussaieff hengdi Kærleikskúlu ársins á jólatréð í Listasafni Reykjavíkur. Með henni á myndinni er Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Guðbrandur Einarsson, Dorrit Moussaieff, Rúrí, Tómas Birgir Magnússon og Bjarki Birgisson. Dorrit Moussaieff afhenti fyrstu Kærleikskúluna 2005 Rangt nafn í myndatexta Rangt var farið með nafn í mynda- texta með grein um opnun nýs leik- skóla í Grafarholti í Morgunblaðinu í gær. Á myndinni sást Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, afhenda Önnu Hjördísi Ágústsdóttur, verkefna- stjóra við leikskólann og fulltrúa þeirra sem skiluðu inn hugmynd að nafni leikskólans, bók að gjöf. Í bak- grunni eru hins vegar borgarstjóri og Sigurlaug Einarsdóttir leik- skólastjóri. Morgunblaðið/Ómar LEIÐRÉTT DÆLULYKILL Atlantsolíu var formlega tekinn í notkun í gær af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Lykillinn er ör- flaga sem tengd er greiðslukorti og gerir hún eiganda lykilsins kleift að greiða eldsneyti á sjálfsafgreiðslu- dælum. Lykillinn er áfastur lykla- kippu og þegar hann er borinn að bensíndælu Atlantsolíu fer dælan sjálfkrafa í gang. Ekkert PIN númer er nauðsynlegt til að nota lykilinn. Atlantsolía er fyrst íslenskra olíufyr- irtækja til að bjóða slíkan lykil. Hægt er að sækja um lykilinn á heimasíðu Atlantsolíu, www.atlants- olia.is. Morgunblaðið/Sverrir Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra notar dælulykilinn í fyrsta sinn. Henni til aðstoðar er Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. Dælulykill Atlantsolíu ÁRLEGUR basar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn á morgun, laugardaginn 3. desember, kl. 14– 17 í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58-60. Á boðstólum verða kökur, handunnir munir, jólakort, skyndihappdrætti o.fl. Einnig verð- ur hægt að fá keypt kaffi og súkku- laði og nýbakaðar vöfflur. Allur ágóði renur til starfs Kristniboðssambandsins í Eþíópíu og Keníu, þar sem íslenskir kristni- boðar eru að störfum. Basar Kristniboðs- félags kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.